Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 23 HASSAN II, konungur Marokkó, er með yfírveguðum og markvissum hætti að búa ríkisarfann, hinn 34 ára gamla Sidi Mohamed, undir að taka við stjórn konungdæmisins. Þetta kom glögglega í ljós í fjög- urra daga opinberri heimsókn ríkis- arfans til Spánar nú í vikunni. Sidi Mohamed hlaut konunglegar viðtök- ur og átti samtöl við helstu ráða- menn Spánar um samskipti ríkj- anna. Ýmsir spá því að Hassan II hyggist senn draga sig í hlé en aðr- ir sem sérfróðir eru um málefni Marokkó draga í efa að konungur geti hugsað sér að setjast í helgan stein; valdagræðgin og einræðis- hyggjan hafí ávallt verið sterkustu þættirnir í persónugerð hans. Sidi Mohamed hefur áður komið fram sem fulltrúi konungdæmisins erlendis en hann hefur aldrei áður hlotið viðlíka viðtökur. Ferð hans til Spánar var sýnilega vandlega undirbúin sem konungleg heimsókn. Ríkisarfinn hitti að máli Jóhann Karl Spánarkonung, ræddi sam- skipti Marokkó og Spánar á fundi með Jose Maria Aznar forsætisráð- herra og skiptist á skoðunum við Abel Matutes utanríkisráðherra um þróun Evrópusambandsins (ESB) og samvinnu aðildarríkja þess og Marokkó. Viðræður við Polisario Rúm tvö ár eru nú liðin frá því að Hassan II fól syni sínum að flytja ræðu á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna og vakti þessi ákvörðun konungs þá verulega athygli. Frá þessum tíma hefur Sidi Mohamed verið á ströngu „ríkisarfa-nám- skeiði“ og hefur faðir hans falið honum sífellt erfiðari verkefni. í september í fyrra átti hann við- ræður við fulltrúa Polisario-hreyf- ingarinnar í Tanger í Marokkó ásamt innanríkisráðherra landsins, Dris Basri. Polisario-hreyfíngin hef- ur í um 20 ár barist fyrir sjálfstæðu ríki Sahrawi-þjóðarinnar á land- svæði því sem áður nefndist Spænska-Sahara en tilheyrir nú Marokkó. Barátta hreyfingarinnar hefur gert Hassan II lífið leitt auk þess sem kröfur Sahrawi-þjóðarinn- ar njóta víða stuðnings enda hafa tugir ríkja viðurkennt sjálfstæði rík- is hennar. Þessi för Sidi Mohameds á fund andstæðinganna heppnaðist vel. Honum hafði verið falið að bjóða Polisario-hreyfingunni ákveðna sjálfsstjórn gegn því að fallið yrði frá öllum kröfum um myndun sjálf- stæðs ríkis. Frekari fundir voru undirbúnir og drög lögð að einum slíkum með sjálfum konungnum. Snurða hljóp á þráðinn og enn er beðið eftir því að fulltrúar hreyfing- arinnar og Hassan konungur setjist við samningaborðið. Þetta reyndist hins vegar prýðileg æfing fyrir ríkis- arfann og nýtti hann vel tækifærið til að koma fram sem raunverulegur valdsmaður. Lýðræðið lofað Þremur mánuðum síðar birtist Sidi Mohamed skyndilega á sam- kundu sem Sósíalistaflokkur Mar- okkó hafði boðað til. Samskipti sós- íalista og konungs hafa löngum verið stirð og var viðvera ríkisarfans á fundi þessum túlkuð á þann veg að Hassan II vildi leita sátta. Þessi túlkun reyndist rétt því í janúar í ár hélt ríkisarfinn ræðu á þingi flokksins sem bar yfirskriftina „Lýðræðisþróun í heiminum". Sidi Mohamed lýsti sig þar eindreginn lýðræðissinna og hvatti viðstadda til að taka fullan þátt í stjórnkerfis- breytingum þeim sem boðaðar hafa verið í Marokkó og fela m.a. í sér að þing verður stofnað. Margir ef- ast hins vegar um raunverulega lýð- ræðisást konungsfjölskyldunnar og hafa bent á að „þing" hafi löngum verið starfrækt í einræðisríkjum. Dæmd til samstarfs Heimsókn ríkisarfans til Spánar er hins vegar trúlega erfiðasta verk- efni sem honum hefur verið falið í nafni konungdæmisins. Spenna ein- kennir jafnan samkipti þessara tveggja nágrannaríkja, Spánar og Marokkó, sem dæmd eru til að eiga samstarf á fjölmörgum sviðum þótt Þorlákshöfn Hveragerði Hveradalir ÚTIVISTÁI 'mm Ríkisarfi Marokkó búinn undir hásætið Heimsókn Sidi Mohameds, hins 34 ára gamla sonar konungs Marokkó til Spánar þyk- ir til marks um að Hass- an II vilji herða á undir- búningi ríkisarfans. Ásgeir Sverrisson, fréttaritari Morg- unblaðsins á Spáni, segir frá heimsókn ríkisarfans og vangaveltum um að faðir hans hafi í hyggju að draga sig í hlé. þjóðfélagsgerðin öll og ríkjandi við- horf séu svo ólík. Spánveijum er mjög í mun að stöðugleiki ríki í Marokkó og hafa á stundum þurft að sýna mikla þolinmæði og umtals- verða fórnarlund í þeim tilgangi. Spánveijar ráða enn yfír tveimur borgum í Marokkó og umferðin milli ríkjanna sem er mikil og stöð- ug er hindrunarlítil. Stór hluti þeirra eiturlyfja sem fara á markað í Evr- ópu kemur frá Marokkó og er þeim smyglað um Spán. Smygl á flótta- fólki frá Afríku til Evrópu er vax- andi atvinnugrein í Marokkó og hefur kallað fram nokkra spennu í samskiptum ríkjanna. Spánveijar kvarta undan því að landamæraeft- irlit sé mjög slakt í Marokkó og mútuþægni landlæg. Stjórnvöld í Marokkó séu ágætlega sátt við að varpa vandanum á herðar Spánveija enda sé flóttamanna- og eiturlyfja- straumurinn aðeins í aðra áttina. Samskiptin við ESB Margir Spánveijar eru lítt hrifnir af samskiptum ráðamanna við kon- ungsfjölskylduna í Marokkó. Hass- an konungur sé réttnefndur einræð- isherra sem engan skilning hafí á leikreglum lýðræðisins og hafí engin áform uppi um að innleiða slíka stjórnarhætti þótt hann telji það þjóna hagsmunum sínum að brejfta eilítið ímynd konungdæmisins með því að ýta hinum 34 ára gamla ríkis- arfa fram í sviðsljósið. Margir Spán- veijar furða sig á að spænskir ráða- menn geti ekki átt samskipti við einræðisstjórn Fidels Castro á Kúbu, sem þeir eru sögulega tengdir, á meðan sjálfsagt sé að leita eftir samstarfi við Hassan II. Almennt má segja að Hassan II konungur Marokkó sé fremur neðarlega á vin- sældarlista Spánveija. Samskipti Evrópusambandsins og Marokkó hafa ekki orðið til þess að auka vinsældir konungs. Mörgum Spánvetjum þykir með algjörum ólíkindum hversu hagstæðum samn- ingum Marokkó hefur náð við ESB. Þetta á ekki síst við um Suður-Spán þar sem menn fullyrða án þess að hika að samningar Marokkó og ESB hafi lagt sjávarútveg í þessum hluta landsins í rúst. Þykja spænskir ráða- menn víða hafa sýnt hróplega lin- kind í þessum efnum og röksemdir í þá veru að það þjóni beinlínis lang- tímahagsmunum Spánveija að stuðla að stöðugleika og hagvexti í Marokkó eru léttvægar fundnar í röðum atvinnulausra fiskimanna. Spánverjar beðnir um stuðning Aukið samstarf við ESB er sýni- lega enn efst á stefnuskrá konungs. (Raunar sótti hann eitt sinn um aðild Marokkó að því sem þá nefnd- ist Evrópubandalagið eftir að hann Digital Press JOSE Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar (t.v.), heilsar Sidi Mohamed, ríkisarfa Marokkó, við komu hans til Spánar á dögunum. hafði sagt ríki sitt úr Einingarsam- tökum Afríkjuríkja vegna stuðnings aðildarríkja þess við sjálfstæðiskröf- ur Polisario-hreyfíngarinnar). Þessi áhersla kom glögglega fram í skál- arræðu þeirri sem Sidi Mohamed flutti er hann snæddi morgunverð með Filippusi, ríkisarfa Spánar, á miðvikudag. Hvatti hann Spánveija til að beijast gegn því innan ESB að bandalagið lokaði þriðju ríki úti með tollamúrum. Sagði hann að saman ættu Spánveijar og Marok- kóbúar að vinna að því að aukinn sveigjanleiki ríkti innan sambands- ins á sviði landbúnaðar og fisk- veiða. Óhætt er að fullyrða að ein- hveijum hefur svelgst á kampavín- inu þegar þessi orð féllu. Út úr skugganum? Er breytinga að vænta í Marokkó og hefur Hassan II í hyggju að fela syni sínum stjórn ríkisins? Sögu- sagnir og vangaveltur í þessa veru eru jafnan á kreiki í Marokkó. Hins vegar telja ýmsir sig sjá teikn á lofti um að Hassan konungur hafi ekki í huga að verða ellidauður í embætti. Oft er vísað til ummæla konungs í viðtali við franskan blaða- mann, Eric Laurent, árið 1993. Þar gaf konungur ótvírætt í skyn að hann hefði í hyggju að færa völdin í hendur syni sínum og þar kann að vera komin skýringin á því að sífellt ber nú meira á Sidi Mo- hamed: „Hvað þetta embætti varðar er betra að sá sem næstur kemur standi ekki of lengi í skugganum." ♦♦ SEÚLAGERÐIN ÆGIR , CONGUDAÚUR 97 LÉTT (TVEÚGJA TÍMA) GÖNGUFERÐ, HVERADALIR-MEITtLLINN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNAÁ SUNNUDAGINN KEMUR.25. MAl'- LAGT AF STAÐ FRÁ BRAGGA VIÐ SKÍÐASKÁLANN í HVERADÖLUM KL. 12:00. ÞÁTTTAKA ÓKEYPIS - GRILL OG ISVALADRYKKIR. LEIÐSÖGUMADUR VERÐUR ARl TRAUSTI GUÐMUNDSSON. I i I i mt I i i ■a I i / 1 Meitillinn 5 / * , Þrengslin ■ CjONGULEIÐ Braggmn Reykjavík j ’ i Knstnitökuhraun ARI TRAUSTl VERÐUR IVERSLUN r OKKAR FOSTUDACINN 23. MAI f KL 15:30-18:30 TILAD CEFA GÖNCUFÖRUM 1 GÓÐ RAOOC UPPIÝSIMCAR. STARKFÓtK í m . . LACErOIN MEP Wh óFltwft A ÚTlVI JTARFATNAPIU. - 24. MAÍ. ••• ■J ,ví . X tyjasi ÍS 200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.