Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RÍKHARÐ ÓSKAR JÓNSSON + Ríkarð Óskar Jónsson fæddist á Akureyri 28. októ- ber 1924. Hann lést á Landspítalanum 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Benediktsdóttir og Jón Jónsson. Rik- harð átti þíjú systk- ini. Þau eru: Þor- valdur, búsettur á Akureyri; Sigríður, búsett í Hafnarfirði; og Halldóra sem er látin. Ríkharð kvæntist 1. desem- ber 1951 Kristínu Guðmunds- dóttur, d. 18. jan. 1974. Þau eignuðust sex dætur. 1) Oddný, maki Jakob Guðnason og eiga þau þrjár dætur. 2) Guðbjörg, maki Sigurgeir Friðriksson og eiga þau þrjú börn. 3) Edda, maki Magnús Brynjólfsson og eiga þau þrjú börn. 4) Svandís og á hún einn son. 5) Halldóra, maki Gísli Björn Sigurðsson og eiga þau þrjú börn. 6) Anna María, maki Einar Kristjánsson og á hún einn son. Ríkharð átti einn son, Pál Melsted, maki Lone Ribsdorf og eiga þau eina dóttur. Eftirlifandi kona Ríkharðs er Anja Mirijam Koskinen frá Finn- landi. Ríkharð starfaði sem stýrimaður og skipstjóri hjá Sam- bandi ísl. samvinnu- félaga þar til hann varð framkvæmda- stjóri Meitilsins hf. í Þorlákshöfn og síðar Kirkju- sands hf. í Reykjavík og nú síð- ast hjá Utvegsfélagi samvinnu- manna þar til hann lét af störf- um sökum aldurs. Hann sat í ýmsum nefndum fyrir þessi fyr- irtæki auk þess sem hann var virkur félagi í Kiwanishreyf- ingunni og var fyrsti forseti Kiwanisklúbbsins Olvers í Þor- lákshöfn. Útför Ríkharðs fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkar góði vinur og félagi Rík- harð Jónsson er fallinn frá eftir erfiða glímu við óvæginn andstæð- ing, þar sem hann glímdi af því æðruleysi og karlmennsku sem jafnan voru svo ríkir þættir í dag- fari hans. Fyrir rúmum tuttugu árum var ákveðið að stofna Kiwan- isklúbb í Þorlákshöfn. Þá var Rikki eins og við kölluðum hann jafnan í okkar hópi, einn af aðalhvata- mönnunum að stofnun klúbbsins. Það kom svo sem af sjálfu sér að hann yrði fyrsti forseti klúbbsins og á þeim tíma voru lagðar þær línur sem vel hafa dugað okkur síð- an. Starfið skyldi vera skemmtilegt og ekki allt of formlegt en stefna að því að efla félagsþroska félag- anna ásamt því að vinna að verkefn- um til gagns fyrir samfélagið. Á þeim árum sem eftir fylgdu, þá tók Rikki mikinn þátt í starfi Kiwanishreyfingarinnar og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum á hennar vegum. Reyndist hann þar sem annars staðar öflugur liðsmað- ur og hlaut fyrir störf sín ýmsar viðurkenningar, m.a. Hickson-orð- una. Ríkharð var að eðlisfari forystu- maður. Honum voru ungum falin mannaforráð og fóru þau störf vel úr hendi. Hann hafði það lag að MARGRÉT BETTÝ JÓNSDÓTTIR +■ Margrét Bettý * Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 9. september 1930. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur að kvöldi 15. mai siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Björnsson mál- arameistari, f. 30.7. 1903, d. 30.7. 1980, og Gréta Björnsson listmálari, f. 25.1. 1908, d. 14.10. 1985. Systkini Bettýar eru Karen, f. 24.7. 1933, gift Jóni Þorvarðarsyni, f. 3.12. 1910, Margrét, f. 1.2. 1937, Sigurbjörg, f. 20.12. 1937, gift Jóhannesi Ingibjartssyni, f. 8.6. 1935, og Guttormur, f. 13.5. 1942, kvæntur Emilíu Pe- treu Árnadóttur, f. 6.10. 1943. Hinn 2. desember 1950 giftist Bettý Braga Einarssyni prent- ara, f. 11.6. 1930, d. 9.12. 1994. Börn þeirra eru: 1) Sturla, f. 16.4. 1950, kvæntur Hrafnhildi Guðnadóttur, þau eiga tvo syni, Snor- ra og Guðna Orn. 2) Þór, kvæntur Hafdisi Guðjóns- dóttur, þau eiga þrjú börn, Helgu Sigríði, Nínu Björk og Jón Grétar. 3) Jón, ókvæntur, en á eina dóttur, Mar- gréti Bettý. 4) Ein- ar Bragi, f. 11.8.1965, í sambúð með Asu Kristínu Árnadóttur og eiga þau þijú börn, Ásdísi Birtu (látin), EÍmar Braga og Elísu Björt. Bettý átti tvö barnabarnabörn. Útför Bettýar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. í dag verður elsku tengdamóðir mín, Margrét Bettý Jónsdóttir, jarðsungin. Það er undarlegt að kveðjustundin skuli runnin upp. Ég hafði í einfeldni minni gert ráð fyrir því að hún mundi verða miklu lengur með okkur. Milli okkar var mikill kærleikur, hún var bæði tengdamóðir mín og vinkona. Fyrstu kynni mín af Bettý, eins og hún var alltaf kölluð, hófust 1971 erviðunnum samanásauma- stofunni Klæði hf., þar sem hún vann á þeim árum. Unnum við saman í fjögur ár. Varð þá á milli okkar mikill kærleikur og urðum við miklar vinkonur. Bettý var ekki að tala mikið um sín mál, en við áttum trúnað hvor annarrar. Hún var mikill náttúruunnandi, hafði gaman af ferðalögum, sérstaklega gönguferðum, og mikið yndi hafði hún af garðinum sínum þar sem hún eyddi mörgum stundum. Við bjuggum úti á landi í 16 ár og kom hún oft í heimsókn og dvaldi hjá okkur um skemmri eða lengri tíma. Oft urðu símtölin löng á milli þess sem við hittumst. Eftir að við komum aftur til baka frá Blönduósi 1994, höfum við haft samband hvor við aðra nær daglega. Einnig tókum við Bettý með okkur þegar farið var í bæjar- stjórna sínu fólki mildri hendi. Við Kiwanisfélagarnir í Ölver þökkum Rikka samverustundirnar á liðnum áratugum um leið og við sendum Aniju, börnum hans og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Jónsson. Ég farinn er í ferðalag til fegri og sælli landa. Ég fékk að líta dýrðardag, já dýrð til beggja handa. Nú Jesús fékk ég sjálfan séð í sigurdýrð og engla með. Nú sækir aldrei sorg í geð. Ég sveif til furðustranda. Ég fundið hef mitt föðurland, þann flutning enginn grætur. Því er mín burtför ekkert grand en aðeins líkn og bætur. Ég Frelsarann minn einan á og allt með honum þiggja má. Ég veit hann aldrei fer mér frá. Því fagna mig hann lætur. (Hugrún) Um leið og við kveðjum þig með þessum orðum, elsku pabbi, viljum við þakka þér allar stundimar sem við höfum fengið að njóta saman. Megi minning þín lifa. Oddný, Guðbjörg, Edda, Svandís, Halldóra, Anna María og Páll. Elsku afi, ég sakna þín mjög mikið. Ég man þegar ég var lítill þegar við mamma og Róbert vorum hjá ykkur á jólunum, hvað það var gaman og á gamlárskvöld þegar við vorum að skjóta upp rakettum. Ég man líka þegar ég, þú og amma fórum í göngutúr niður á höfn og þú fræddir mig um skipin. Svo varðstu veikur og mér brá mikið þegar ég kom til þín á spítalann. En núna ertu kominn til pabba míns og Stínu ömmu og ég veit að þér líður vel núna. Ég gekk upp á Ásfjall með Rikka og við skrifuð- um nafn þitt með steinum og rifjuð- um upp margar minningar. Við ferðir, hvort sem erindið var að skoða einhverja vöru eða bara að fá sér kaffi. Þá áttum við góðar samverustundir á sunnudögum er hún kom til okkar og borðaði með okkur. Með söknuði og hlýhug kveð ég mína kæru vinkonu. Góður Guð varðveiti þig. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Hrafnhildur Guðnadóttir. Við kveðjum Bettý ömmu í dag eða öinmu í Garðabæ eins og við kölluðum hana alltaf. Þetta er skrítið - amma sem alltaf barðist af krafti gegn þeim veikindum sem á hafa dunið, er skyndilega sigruð. Okkur var brugðið, því ekki datt okkur í hug að amma yrði tekin frá okkur svona fljótt. Það eru orðin nokkur ár síðan amma var síðast alvarlega veik og það hefur verið svo mikill kraftur í henni síð- ustu ár. Við vorum að reyna að finna orð sem gætu lýst Bettý ömmu best. Það fyrsta sem kom upp í huganum var ósérhlífni. Svo lengi sem við munum eftir okkur hugsaði hún alltaf fyrst um alla aðra, hún óð eld og brennistein til þess að hjálpa börnum sínum og gekk stundum svo langt að það var ekkert eftir af henni sjálfri. En svona var amma - ef hún hafði ekki barnabörnin í nánd sótti hún í nágrannabörnin. Næstu orð sem okkur fannst lýsa ömmu voru sérstaklega félagslyndi og listfengi, en hún var einstaklega lagin. Það var sama hvaða pjötlu hún hafði í höndunum, á endanum var þetta annaðhvort orðin söknum þín mjög mikið. Þinn Karl Óskar. Elsku afi. Við urðum mjög sorgmæddar að frétta að þú værir dáinn, en nú vit- um við að þér líður betur af því að þú varst búinn að vera svo mikið veikur. Okkur finnst mjög leiðinlegt að geta aldrei fengið að sjá þig eða heimsækja þig í Þorlákshöfn en við ætlum alltaf að geyma minninguna um þig í hjörtum okkar. Ríkharð Óskar og Heimir. í dag er til moldar borinn Rík- harð Óskar Jónsson. Hann var um langt árabil framkvæmdastjóri nokkurra fyrirtækja sem tengjast okkar starfsemi, Meitilsins hf., Kirkjusands hf. og Útvegsfélags samvinnumanna hf., jafnframt því að vera í stjórn fjölmargra annarra tengdra fyrirtækja. Áður hafði hann getið sér gott orð sem skip- stjóri, meðal annars hafði_ hann stjórnað stærsta skipi sem íslend- ingar hafa eignast. Við munum ekki rekja störf hans og æviferil hér, þar sem við vitum að því verða gerð skil í öðrum minningarorðum hér í blaðinu. Hins vegar viljum við þakka hon- um fyrir langt og gott samstarf á liðnum árum, um leið og við minn- umst hans sem góðs drengs og vin- ar. Jafnframt sendum við eiginkonu hans og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hermann Hansson, Benedikt Sveinsson, Sigurður Gils Björgvinsson. Þegar Ríkharð kom í hóp frysti- húsamanna átti hann að baki lang- an feril á sjó. Aðeins rúmlega fer- tugur að aldri hafði hann verið stýrimaður og skipstjóri á farskip- um um langt skeið, síðustu árin skipstjóri á Hamrafellinu, stærsta skipi sem íslendingar hafa nokkru sinni átt. Þegar ljóst varð að ekki skraddarasaumuð flík, útsaumað eða hafði breyst í einhverja fígúru. Við fengum til dæmis yfirleitt heimatilbúnar jólagjafir sem hún hafði annaðhvort málað, saumað eða unnið á annan hátt. Amma í Garðabæ heimsótti okk- ur fjölskylduna alltaf á afmælis- dögum okkar. Er okkur systkinum sérstaklega minnisstætt að ef eitt- hvert okkar átti afmæli fengum við öll gjafir. Eins gleymum við systurnar ekki grenjudúkkunum sem við fengum eitt skiptið þegar afi og amma komu frá Ítalíu. Önn- ur dúkkan var látin heita Margrét og hin Bettý í höfuðið á ömmu. Jón Grétar sem er yngstur okkar systkina var mest hjá ömmu. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann skellti á eftir sér hurðinni á Urðar- stígnum, er honum fannst að á rétt sinn væri gengið. Stuttu seinna hringdi amma innan úr Garðabæ og sagði að lítill maður hefði skotið upp kollinum þar. Þá hafði hann hlaupið aleinn inn á Melás úr Hafnarfirðinum. Þetta var ekki í síðasta skipið sem Jón Grétar leitaði hælis þar, hann fór oft þangað og átti góða samleið með afa og ömmu. Síðasta árið passaði amma Skottu, kisuna okkar, en Jón Grét- ar bað hana að hugsa köttinn sinn meðan hann væri í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að vera með ofnæmi fyrir kettinum tók amma hann að sér. En svona var hún amma okk- ar, fyrst og fremst hugsaði hún um aðra. Elsku amma, við höfum lítið verið hjá þér undanfarið, enda oft- ast stödd í útlöndum. Þú sagðir alltaf: Ég hef ykkur öll úti í garði hjá mér. En í hvert skipti sem barnabarn fæddist gróðursettu amma og afi tré. Hvert okkar átti tré úti í garði sem var jafn gamalt og nefnt í höfuðið á okkur. Nú er komið að kveðjustund, það er alltaf erfitt að kveðja. Elsku yrði hjá þvi komist að selja Hamra- fellið vegna tímabundinnar lækkunar á farmgjöldum á heims- markaði, kom það til tals að hann yrði framkvæmdastjóri hjá Meitlin- um hf. í Þorlákshöfn. Sú spurning hlaut að koma upp hvort mikil og góð reynsla hans við skipstjórn væri fullnægjandi á öðrum vett- vangi. Þeirri spurningu var endan- lega svarað af Hirti Hjartar, fram- kvæmdastjóra Skipadeildar og samstarfsmanni Ríkharðs um langt árabil. Hann sagði: „Ríkharð er treystandi til hvers sem er.“ Það sannaðist fljótt að Ríkharð var treystandi til hvers sem var. Hann var undrafljótur að ná tökum á nýjum viðfangsefnum og lengi framan af gekk reksturinn vel. Eins og annars staðar í sjávarút- vegi komu upp erfiðleikar í rekstr- inum, en það skrifast ekki á reikn- ing einstakra manna. Eftir rúm- lega tíu ár hjá Meitlinum hf. færði hann sig um set og gerðist fram- kvæmdastjóri Kirkjusands hf. í Reykjavík. Því starfi gegndi hann einnig í rúman áratug, uns ákveðið var að leggja reksturinn niður og breyta frystihúsi félagsins í skrif- stofuhúsnæði, sem nú hýsir aðal- stöðvar íslandsbanka. Ástæðan fyrir því að rekstri Kirkjusands hf. var hætt var að mjög þrengdi að fiskvinnslu í Reykjavík þegar kom fram á níunda áratuginn. Á fáum árum fækkaði frystihúsum í borg- inni úr sex í eitt til tvö. Þegar rekstri Kirkjusands hf. var hætt tók Ríkharð við rekstri Útvegsfélags samvinnumanna hf., sem nú hefur skipt um nafn og heitir Hlutabréfasjóðurinn íshaf hf. Því starfi gegndi hann fram á sjötugasta og fyrsta aldursár. Því starfi fylgdi stjórnarseta í nokkrum fyrirtækjum, meðal annars stjórn- arformennska í Búlandstindi hf. á Djúpavogi. Áður hafði hann setið í stjórnum félaga og fyrirtækja, þar á meðal um árabil í stjórn Félags Sambands fiskframleið- enda, en það félag rak Sjávaraf- urðadeild Sambandsins að hálfu. Eftir að Ríkharð hóf störf í landi amma, minning þín lifir í hjörtum okkar, þú varst alltaf svo ánægð með lífið og tilveruna. Við kveðjum þig með sálmi 91.11: „Því að þín vegna býður hann út englum sín- um, tii þess að gæta þín á öllum vegum þínum.“ Guð blessi þig. Helga Sigga, Nína Björk og Jón Grétar. Elsku besta amma mín, núna ertu farin til hans afa og litlu Ás- dísar Birtu. Ég veit að þau hafa tekið vel á móti þér og núna pass- ar þú litlu systur fyrir okkur með honum afa mínum. Ég á eftir að sakna þess að koma ekki í Garðabæinn til þín til að spila og teikna með þér. Ég man eftir því hvað þú varst góð þegar þú passað- ir mig og fórst með mér í göngu- ferðir og sýndir mér og sagðir frá öllum fuglunum. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín. Minning þín lifir. Þinn, Elmar Bragi. Hún Bettý frænka mín hafði þann heiðurssess í móðurfjölskyld- unni minni að vera fyrsta barna- barn ömmu og afa og um leið frum- burður foreldra sinna. Það var þó ekki sjálfgefið samkvæmt aldurs- röðinni einni saman að hún yrði fyrst okkar til að kveðja en þannig fór það. Hún veiktist snögglega og lést tíu dögum síðar án þess að Jæmast til meðvitundar. Á slíkum tímamótum rifjast upp minningar frá æskuárunum þegar grunnur var lagður að samheldni frændsystkina og vináttu sem haldist hefur þrátt fyrir að sam- verustundir á fullorðinsárum hafi orðið færri. Bettý ólst upp í glöðum systkinahópi í Laugatungu við Engjaveg í Laugardalnum þar sem foreldrar hennar bjuggu um sig á mjög persónulegan og listrænan hátt í gróðursælu umhverfi. Heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.