Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 17 Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson EINS og sjá má er lambið mjög smátt miðað við lamb af venjulegri stærð. Sauðburður í fullum gangi í Ameshreppi Árneshreppi - Sauðburður hófst í Árneshreppi um miðj- an mánuð. AUt fé hjá bændum ber inni í húsum því enn er mjög kalt I veðri en hlýnar vonandiþegar fé verður sleppt um næstu mánaðar- mót. Lambgimbur hjá Sigur- steini bónda í Litlu-Ávík átti pínulítið lamb nú á dögunum og lifir. Er það duglegt að sjúga mömmu sína og verður það að teygja sig upp til að ná í spena. Það er sérkennilegt að sjá þetta litla lamb við hlið- ina á öðrum lömbum af venju- legri stærð. Fyrsti fundur E vrópuverk- efnis var haldinn á Hellu Hellu - Nýlega var haldinn á Hellu fyrsti vinnufundur í svokölluðu RITTS-verkefni á Suðurlandi, en það er stefnumótunarverkefni sem tekur til nýsköpunar og tækniyfir- færslu. íslendingar taka nú þátt í verk- efni á vegum Evrópska efnahags- svæðisins sem er í gangi á 70 svæðum víðsvegar um Evrópu, þar sem unnið er að samsvarandi áætlanagerð. RITTS er skamm- stöfun fyrir Regional Innovation and Technology Transfer Stra- tegy, eða svæðisbundin áætlun sem tekur til nýsköpunar og tækniyfirfærslu. Þátttakendur hérlendis eru fjölmargir en tvö svæði höfðu frumkvæði að því að sækja um styrk til ESB vegna verkefnisins, Norðurland vestra og Suðurland. Verið er að vinna svæðisbundnar áætlanir fyrir þessa fjórðunga en að öðru leyti nær verkefnið til landsins alls. Byggðastofunun er í forsvari hérlendis fýrir verkefninu en meðal þátttakenda eru lnvest, Suðurland 2000, Háskóli íslands, Rannsóknaþjónustan og Aflvaki. Á síðasta ári fór fram undirbúnings- vinna fyrir verkefnið með gerð samantektar um svæðin þar sem áhersla var lögð á staðreyndir um fólksijöldaþróun, búferlaflutninga, aldursskiptingu og atvinnuþróun. Þá var gerð könnun meðal for- svarsmanna um 200 fyrirtækja í áðurnefndum fjórðungum, en þessi undirbúningur var forsenda fýrir samþykkt ESB. Stendur yfír 118 mánuði Verkefnið stendur yfir í átján mánuði, en á fundi með evrópskum ráðgjöfum sem komu til landsins í byrjun mars var búin til verkáætl- un og fyrstu vinnufundir voru sem fyrr segir á Hellu og víðar á Suður- landi fyrir stuttu, en áður hafa verið haldnir opnir fundir með heimamönnum á svæðunum. Að sögn Amar D. Jónssonar sem starfar á vegum RITTS hér á landi er verkefnið að hluta til tilkomið vegna þess að nýsköpunargeta fyr- irtækja virðist vera svæðisbundnari en almennt var talið og í því sam- bandi er ef til vill mikilvægt að munurinn virðist vera að aukast. Hér er landfræðileg lega ekki það sem skiptir öllu máli, þó svo að hún sé mikilvæg. Svæði innan Evrópu sem í fyrstu virðast vera landfræðilega afskekkt hafa þróað með sér öfluga nýsköpunarmenn- ingu á meðan önnur sem era nán- ast í miðri hringiðu evrópsks við- skiptalífs eru að dragast aftur úr. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Á FYRSTA vinnufundi RITTS-verkefnisins hér á landi sem haldinn var á Hellu f.v.: Guðmundur I. Gunnlaugsson, sveitar- stjóri Rangárvallahrepps, Hákon Guðmundsson, Form-innrétt- ingum á Hvolsvelli, Einar Pálsson, Atvinnuþróunarsjóði Suður- lands, Páll G. Björnsson, Samverki, Hellu, Örn D. Jónsson og Birna Árnadóttir, fulltrúar RITTS og Guðmundur Magnússon, SS, Hvolsvelli. í STRAUMSVÍK Svæðið opnar kl. 10 með leik Lúðrasveitar Hafnarflarðar. Allan daginn eru skipulagðar sýningarferðir um álverið. Möguleikhúsið sýnir barnaleikþáttinn Áslákur í Álveri nokkrum sinnum yfir daginn. Kl. 11 og 15 þreyta 7-13 ára krakkar ISAL-míluhlaupið eftir endilöngum kerskála 3, skráning á staðnum. Tónlistaratriði verða fjölmörg, auk Lúðrasveitar Hafnarfjarðar syngur Karlakórinn Stefnir, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur og Kammerkór Grensáskirkju. Landsmenn eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri til aö koma og skoöa atvinnufyrirtæki á borð við álveriö, sem alla jafna er ekki opið almenningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.