Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 49 FRÉTTIR Morgrm- ganga og staðarskoð- un í Viðey ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta til með laugardagsgöngurnar í Við- ey. Þær hafa verið á síðdegis en nú verður gerð tilraun með að hafa þær að morgninum. Verður þá far- ið frá bryggju kl. 10 og komið aft- ur um kl. 12. Flestir gönguhópar í Reykjavík og nágrenni eru að ferð að morgni til og þarna hafa þeir tækifæri til að slást í hópinn ef þeir vilja. Kvöldgöngur eru svo á þriðjudögum eins og verið hefur. Á morgun verður því farið kl. 10. Gengið verður austur í Við- eyjarskóla, hin athyglisverða ljós- myndasýning þar skoðuð, einnig rústirnar á Sundbakkanum, en síð- an gengið með súðurströndinni aft- ur heim að Stofu með viðkomu í Kvennagönguhólunum. Þarna ber margt skemmtilegt og fróðlegt fyr- ir augu sem leiðsögumaður mun útskýra. Á sunnudag verður svo staðar- skoðun heima við og hefst í kirkj- unni kl. 14.15. Hún er auðveldari þeim sem erfitt eiga um gang og ekki síður áhugaverð. Kostnaður er enginn við þetta annar en feiju- tollurinn sem er 400 kr. fyrir full- orðna og 200 kr. fyrir börn, þannig að þetta kostar minna en bíóferð. Áætlunarferðir um helgar eru á klst. fresti frá kl. 13. Hægt er að fá veitingar í Viðeyjarstofu. Námsdagar norrænna slökkviliðs- manna NÁMSDAGAR norrænna slökkvi- liðsmanna hefjast í Reykjavík í dag og standa fram á mánudag. Megin- þema námsdaganna er „Hlutverk slökkviliða í almannavarnaástandi." Námsdagarnir norrænna slökkviliðsmanna verða í Vinabæ (áður Tónabíó). Brunavarðafélag Reykjavíkur á aðild að samtökun- um. Um 85 erlendir slökkviliðsmenn sækja námsdagana en tilgangur þeirra er að skiptast á þekkingu og reynslu úr starfinu. Hafþór Jónsson fulltrúi hjá Al- mannavörnum ríkisins, Olafur Helgi Kjartansson sýslumaður á ísafirði og Ágúst Oddsson læknir í Bolungarvík munu flytja fýrirlestra um hlutverk slökkviliða í almanna- varnaástandi og auk þess munu slökkviliðsmenn úr Reykjavík miðla af reynslu sinni frá hörmungunum í Súðavík og á Flateyri. • Að venju munu þátttekndur bera saman laun og kaupmátt á Norður- löndunum. Kynnt verður tilraun slökkviliðsins í Stokkhólmi með þátttöku kvenna í útkallsliðum slökkviliðsins og haldnir verða fyrir- lestrar um fleiri mál. Fimmta hverfis- þing húmanista FIMMTA hverfisþing húmanista fyrir Hlíðar, Holt og Norðurmýri verður haldið að Kjarvalsstöðum laugardaginn 24. maí kl. 14. Á þessu hverfísþingi verður einkum fjallað um umferðarmál og búast má við að Miklubrautarmálið verði í brennidepli. Einnig er opið fyrir önnur mál sem íbúar hverfanna vilja ræða. Borgarfulltrúum er boðið til mál- þingsins til að hlýða á mál íbúanna og svara fyrirspurnum þeirra eftir því sem við á. Állir íbúar í hverfun- um í kringum Miklatún eru hvattir til að mæta til að sýna samstöðu um málefni hverfisins, segir í frétta- tilkynningu. Kynnisferð á slóðir árbókar FERÐAFÉLAG íslands efnir nú á laugardaginn 24. maí til dagsferðar í tilefni útkomu nýrrar árbókar sinnar er nefnist: I Fjallahögum milli Mýra og Dala. Farið verður um hluta árbókar- svæðisins þ.e. Hítardal, Hraundal og um Mýrar undir leiðsögn Árna Guðmundssonar frá Beigalda sem er þaulkunnugur þessum slóðum. Brottför í ferðina er kl. 8 á laug- ardagsmorguninn frá BSÍ, austan- megin og Mörkinni 6 og er hún öllum opin. JÓN Gíslason frá Hollustu- vernd ríkisins afhendir Guð- ríði Einarsdóttur í apótekinu Skipholti fyrstu bæklingana til dreifingar. Apótekin dreifa bæklingi um fæðuofnæmi og fæðuóþol HOLLUSTUVERND ríkisins gaf út árið 1995 fræðslurit um fæðuof- næmi og fæðuóþol með hagnýtum upplýsingum og leiðbeiningum fyrir almening. Þessi bæklingur hefur hingað til hlotið litla dreifingu en nú hefur verið bætt úr því með því að nær öll apótekin í landinu hafa tekið bæklinginn til sölu, segir í fréttatilkynningu. Bæklingurinn hefur að geyma leiðbeiningar um hvernig greina megi fæðuofnæmi, skilgreiningu á fæðuofnæmi og fæðuóþoli, algeng- ustu ofnæmisviðbrögð, helstu ein- kenni fæðuofnæmis og algengustu ofnæmisvalda. Einnig er fjallað um meðhöndlun fæðuofnæmis, rann- sóknir, fæðuóþol og önnur óþæg- indi, aukaefni, innihaldslýsingar og merkingar matvæla. Bæklingurinn er 20 síður í brot- inu A5 og prentaður á 100% endur- unninn pappír. Hann fæst í nær öllum apótekum landsins og kostar 150 krónur eintakið. Rannsóknar- dagur í hjúkr- unarfræði RANNSÓKNARDAGUR náms- brautar í hjúkrunarfræði verður haldinn í Eirbergi við Eiríksgötu 34, föstudaginn 23. maí kl. 13-16. Kandídatar til B.S.-gráðu í hjúkr- unarfræði munu kynna lokaverk- efni sín sem þeir hafa unnið ýmist sem rannsóknir eða fræðileg verk- efni. Verkefnin eru á mörgum svið- um hjúkrunar s.s. tengd heilsu kvenna, meðgöngu og fæðingu, geðhjúkrun og heilsugæslu. Aðalfundur félags um rann- sóknir á lyija- notkun FÉLAG um rannsóknir á lyfjanotk- un var stofnað 30. janúar sl. og verður fyrsti aðalfundur þess hald- inn í Lyfjafræðisafninu við Neströð, Seltjarnarnesi, mánudaginn 26. maí nk. og hefst kl. 16.30. Fjallað verður um starfsáætlun félagsins og kjörin fyrsta stjórn þess. Félaginu er ætlað að efla sam- starf vísindamanna.og stofnana í þessari fræðigrein og vinna að sam- hæfðri aðferðafræði um slíkar rann- sóknir bæði hérlendis og erlendis. Félagið hyggst vinna með heilbrigð- isyfirvöldum og alþjóðasamtökum að því að efla rannsóknir á lyfja- notkun og að kynna niðurstöður slíkra rannsókna, til að stuðla að sem skynsamlegastri notkun lyfja. Þá hefur félagið það á stefnuskrá sinni að stuðla að auknu vægi rann- sókna á lyfjanotkun og faraldsfræði lyfja í námsskrám heilbirgðisstétta. Til að gerast aðili að félaginu þarf viðkomandi að stunda rann- sóknir eða eiga aðild að rannsókn- um á lyljanotkun og faraldsfræði. Ýmsar starfsgreinar og stéttir koma við sögu við slíkar rannsókn- ir svo sem lyijafræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar, lyfjatæknar, félagsfræðingar, mannfræðingar o.s.frv. Stofnfélagar teljast þeir sem tilkynna aðild sína fyrir aðalfundinn eða á honum og eru þeir þegar orðnir 37 talsins. Tilkynna má aðild að félaginu í síma 555 2098 (Almar) fram að aðalfundinum 26. maí nk. Tónleikar, hátíðarmessa og poppmessa í Hjallakirkju HJALLASÖFNUÐUR í Kópavogi heldur upp á tíu ára afmæli sitt um helgina. Áf því tilefni verða halndir tónleikar í kirkjunni á morgun, laugardaginn 24. maí. Tónleikarnir eru einnig stofnhátíð orgelsjóðs við kirkjuna. Um er að ræða þrenna tónleika u.þ.b. klukkustund í senn með hálftíma hlé á milli. Verð á tónleikana er 500 kr., eitt gjald hvort sem mætt er á eina tónleika eða alla. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá kóra, einsöngvara, einleik- ara, dúetta og annarra, segir í fréttatilkynningu. Á sunnudeginum er sjálf afmæl- ishátíðin en hún hefst með hátíðar- messu kl. 11. Að henni lokinni er boðið til afmælisveislu í safnaðar- heimili kirkjunnar. Síðar þennan saman dag kl. 16 hefst poppmessa og ef veður leyfir verður reynt að halda hana utan dyra. Poppmessur hafa verið fastur liður í helgihaldi safnaðarins síðastliðinn vetur og fengið góðan hljómgrunn hjá safn- aðarfólki. Eftir poppmessuna verð- ur pylsuveisla við kirkjuna fýrir poppmessugesti. Dagur leik- skólabarna i Hafnarfirði DAGUR leikskólabarna í Hafnar- firði er í dag, föstudaginn 23. maí og opið hús verður laugardaginn 24. maí. Fyrri dagurinn er sérstaklega ætlaður börnum og starfsfólki leik- skólanna og seinni daginn verður opið hús fyrir almening þar sem starfsemi leikskólanna verður kynnt. Hver leikskóli um sig skipu- leggur og sér um eigin kynningu. I dag, föstudag, er mæting á Víðivöllum kl. 9.30. Skrúðganga leggur af stað um kl. 9.45 og er gengið niður á Víðistaðatún. Um kl. 11 er samverunni slitið. Dag- skráin er endurtekin eftir hádegi kl. 14 á Víðivöllum. Á laugardeginum verður svo opið hús í öllum leikskólum Hafnarljarðar frá kl. 10-14. Léttar veitingar í boði. Landsbanka- hlaupið í tólfta sinn HIÐ árlega Landsbankahlaup fer' fram í tólfta sinn laugardaginn 24. maí nk. Landsbanki íslands stendur fyrir hlaupinu í samvinnu við Fijáls- íþróttasambandið. Hlaupið er fyrir 10-13 ára krakka (fæddir 1984- 1987). í ár er hlaupið á 34 stöðum þar sem Landsbankinn hefur útibú og hefst það á flestum stöðum kl. 13. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu sam- einast útibúin um eitt hláup í Laug- ardalnum. Eftir hlaupið verður póstaleikur sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Leikurinn hefst á Gervigrasvellin- um og endar í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum sem verður opinn gestum í boði Landsbankans á hlaupadaginn. Skráning í hlaupið fer fram í öll- um útibúum Landsbanka íslands. Vorhátíð Kársnesskóla í TILEFNI 40 ára afmælis Kársnes- skóla verður haldin vorhátíð laugar: daginn 24. maí frá kl. 12-18. í stofum skólans verða verkefni nem- enda til sýnis til kl. 16. Á skólalóðinni verður mikið um að vera, m.a. verður börnum boðið á bak á hestum frá Gusti, grillað verður kl. 12.30, söngvarakeppni, skólahljómsveit Kópavogs leikur kl. 12, andlistmálum, leiksýning kl. 12.30 í sal og hljómsveitin Upplyft- ing sér um að leika fyrir dansi. Boðið verður upp á kaffi og kleinur á 50 kr., grillaða pylsu á 100 kr. og safi verður seldur á 30 kr. Kvennakirkjan á Vesturlandi KVENNAKIRKJAN fer í messu- ferðalag um Vesturland helgina 24. og 25. maí. Prestur Kvennakirkjunn- ar, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prédikar, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng, hljóðfæraleik ann- ast Aðalheiður Þorsteinsdóttur og Nanna Þórðardóttir organisti í Ólafs- vík. Messurnar verða á Akranesi laug- ardaginn 24. maí kl. 17.00, á Hvan- neyri sama dag kl. 20.30 og í Ólafs- vík sunnudaginn 25. maí kl. 14.00. Fólk á Vesturlandi er hvatt til að nota þetta tækifæri til að hlusta á fyrstu konuna sem gefur kost á sér til biskups á Islandi og kynnast öðru vísi messuformi sem iðkað er í Kvennakirkjunni, segir í fréttatil- kynningu frá Kvennakirkjunni. Stofnun hverfafélags í Setbergi og Mosahlíð ÍBÚAR í Setbergi og Mosahlíð hafa tekið saman höndum og hyggjast stofna hverfafélag. Mark- mið félagsins yrði að bæta mannlíf- ið í hverfunum ásamt því að gæta hagsmuna þeirra. Það má segja að Reykjanesbrautin hafi komið íbúunum af stað og menn hafi skilið að samtakamátturinn skilar betri árangri en skraf yfir girðing- ar og símtöl við embættismenn bæjarins, segir í fréttatilkynningu. Þriðjudaginn 22. apríl var hald- inn undirbúningsfundur að stofnun hverfafélags. Fundurinn var hald- inn í Setbergsskóla og sóttu hann um 40 manns. Þar var kosin stjórn til að undirbúa stofnun hverfafé- lags. í stjórninni sitja: Pétur Már Sigurðsson, Fagraberg 16, Dröfn Hreiðarsdóttir, Háabergi 11, Ólöf Kristín Einarsdóttir, Grenibergi 5, Ragnar Guðlaugsson, Grenibergi 3 og Sigurður Egill Ragnarsson, Ljósabergi 40. Þessi hópur hefur unnið að stofnun félagsins frá því í apríl og er ætlunin að halda stofn- fundinn mánudaginn 28. apríl kl. 20.30 í Setbergsskóla. I fréttatilkynningu segir: „Undirbúningsstjórnin hefur unnið að því að kynna sér starfsemi sam- bærilegra samtaka í Reykjavík og aflað sér upplýsinga um rekstur þeirra. Við þessa könnun kemur í ljós að sum félögin eru eingöngu hagsmunasamtök en önnur vinna jafnframt að því að bæta mannlíf- ið í hverfunum. Er það von undir- búningsstjórnarinnar að mannlífs- þátturinn verði stór hluti af starf- semi félagsins. Sem dæmi mætti taka sumarhátíð, listauppákomur og margt fleira. Einnig er það von undirbúningsstjómar að gott sam- starf og samvinna takist við bæjar- stjórn og embættismenn bæjar- ins.“ Hraðskákmót íslands HRAÐSKÁKMÓT íslands 1997 verður haldið sunnudaginn 25. maí í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12, Reykjavík. Mótið hefst kl. 14. Þátttökugjald fyrir 16 ára og eldri er 700 kr. en 400 kr. fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun verða með þeim hætti að 60% af þátt- tökugjöldum fara í verðlaun og skipast þau þannig: 1. verðlaun 50%, 2. verðlaun 30% og 3. verð- laun 20%. Öllum er heimil þátt- taka. LEIÐRÉTT Fósturforeldrar í MINNINGARGREIN Ingunnar Hauksdóttur um Sigurð Halldór Gíslason frá Hóli í Ólafsfirði á blaðsíðu 51 í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 22. maí, mis- ritaðist orðið fósturforeldrar í fjórðu efnisgreininni, varð föður- foreldrar. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þess- um mistökum. Rangt farið með nafn í MYNDATEXTA á Akureyrarsíðu í blaðinu í gær um fima reiðhjóla- menn var rangt farið með nafn þess er var í þriðja sæti í reiðhjóla- keppninni en hann heitir Kristján Baldur Valdimarsson. Beðist er velvirðingar á þessu. Röng mynd MYNDIN sem birtist með grein Hrefnu Hannesdóttur, „Vandinn við Miklubraut", í blaðinu í gær reyndist vera af annarri konu. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.