Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 43 við fiskvinnslu og útgerð kom fljótt í ljós að gott var að hafa hann með í ráðum. Á fundum hafði hann sig þó sjaldnast mikið í frammi, en það skipti máli þegar hann sá ástæðu til að beita sér. Sjaldnast sagði hann skoðun sína að fyrra bragði, en ekki leið á löngu þar til það varð regla að spyija um skoðun hans áður en tillögur voru mótaðar endanlega. Væri hann ekki að fullu sáttur við tillögugerð og stefnu- mótun, þótti þeim sem þetta ritar jafnan rétt að skoða málið betur. Bæri hann fram tillögu sjálfur var hún þannig fram sett að athygli vakti. Ég kynntist Ríkharð fyrst og fremst í starfi þar sem við unnum saman að viðfangsefnum og höfð- um margvísleg önnur samskipti. Síðustu ár hans í starfi áttum við samskipti flesta virka daga. En það er ekki alltaf verið að starfa og margar góðar stundir áttum við utan starfs, sérstaklega í félagi við frystihúsamenn af landsbyggðinni og starfsmenn Sjávarafurðadeildar Sambandsins, og íslenskra sjávar- afurða hf. síðar. Ríkharð lét aldrei mikið fara fyrir sér, en í minni hópi var hann hrókur alls fagnað- ar. Hann var frábær sögumaður og átti auðvelt með að sjá broslegu hliðarnar á hversdagslegustu at- burðum. Væri hópurinn stærri kom hæfileiki hans til að flytja tækifær- isræður að góðum notum. Það var notalegt að vera í návist hans. Þessi fátæklegu orð eru til þess að kveðja Ríkharð að leiðarlokum og til þess að votta Önju, sem oft hefur verið með okkur á góðum stundum, og fjölskyidu hans sam- úð. En þetta er ekki eingöngu kveðja okkar hjónanna. Fjölmargir þeirra sem hafa starfað með okkur á undanförnum árum hafa beðið mig að koma því á framfæri að þeir minnist Ríkharðs með þakk- læti og hlýju. Sérstaka kveðju hef ég verið beðinn að flytja frá Jó- hanni Þór Halldórssyni fram- kvæmdastjóra Búlandstinds hf. og konu hans. _ Árni Benediktsson. sóknir til þessarar fjölskyldu voru eftirsóknarverðar þar sem ýmist var farið til að leika sér við frænd- systkini, stundum hægt að rétta fram hönd við tiltekt í garði eða berjatínslu eða boðið var til veislu með stórfjölskyldunni. Bettý varð að fallegri, lífsglaðri ungri stúlku sem fór sínar leiðir. Hún lærði fatasaum í Iðnskólanum, fann mannsefni sitt snemma og frumburðurinn fæddist þeim tæp- lega tvítugum að aldri. Tveir synir til viðbótar fæddust þeim á jafn- mörgum árum. Yngri frænku þótti forvitnilegt að fá að fylgjast með þessari ungu fjölskyldu og gerði það með því að stinga sér inn í kaffisopa, líta á litla ærslafulla frændur og skrafa stundarkorn. Einnig minnist ég þess að fá þar hlutverkið barnfóstra ef hjónin gerðu sér dagamun, en það var hvorki oft né íþyngjandi. Með árunum áttum við frænk- urnar hvor sitt annríki í eigin fjöl- skyldum en fylgdumst með hvor annarri, ekki síst í gegnum for- eldra okkar sem samheldin voru. Stórafmæli og aðrir tímamótaat- burðir urðu þó til fjölskyldufagn- aða af og til. Bettý vann í fjölmörg ár utan heimilis við fatasaum en varð að láta af því starfi fyrir alln- okkrum árum sökum heilsubrests. Hún var ekki kvartsár hún frænka mín og því vissu menn mest lítið af hennar heilsubresti né öðrum erfiðleikum sem fæstir fara var- hluta af. Nú hefur orðið skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni henn- ar. Mann sinn missti hún fyrir rúm- um tveim árum en hann varð bráð- kvaddur við vinnu sína og nýfædd sonardóttir lést skömmu síðar. Hún átti þó eftir að fá að fagna með syni sínum og fjölskyldu hans fæð- ingu lítillar stúlku í janúar á þessu ári. Fáein minningarbrot hafa hér verið sett á blað. Um leið og ég Þegar mér barst andlátsfregn Ríkharðs Jónssonar, fv. fram- kvæmdastjóra í Þorlákshöfn, setti mig hljóðan. Ég rifjaði upp í hugan- um kveðjustundina frá sl. sumri þegar hann ásamt eiginkonu sinni hafði stuttan stans á heimili mínu á leið um Djúpavog. Mér fannst ég finna fyrir hlýja og trausta handtak- inu og sá fyrir mér brosið þegar hann kvaddi og sagðist ætla að heimsækja Djúpavog næsta sumar og hafa þar viðdvöl í nokkra daga til að sýna konu sinni staðinn og næsta nágrenni. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Að loknu barnaskólanámi fór Rík- harð fljótlega að stunda sjóinn. Fyrst á fiskiskipum en síðar á fragtskip- um. Árið 1946 réð hann sig í skipsr- úm hjá Skipadeild S.Í.S. á elsta Hvassafellið sem var um 2.300 tonn að stærð. Síðan lá leiðin í Stýri- mannaskólann, en þaðan útskrifað- ist hann árið 1950. Eftir það var Ríkharð ýmist stýrimaður eða skip- stjóri á Sambandsskipunum, þar á meðal m/s Dísarfelli og m/s Hamra- felli. Árið 1966 hætti hann til sjós eftir 20 ára farsælan sjómannsferil hjá Skipadeild S.Í.S. og var ráðinn framkvæmdastjóri Meitilsins hf. í Þorlákshöfn. Árið 1968 flutti Ríkharð ásamt fyrri konu sinni, Kristínu Guð- mundsdóttur, sem ættuð var frá Siglufirði, og bömum þeirra til Þor- lákshafnar þar sem heimili hans hefur verið síðan. Árið 1974 lést Kristín. Eftirlifandi eiginkona Rík- harðs Jónssonar er Anja Jónsson sem er ættuð frá Finnlandi. Ríkharð lætur eftir sig sjö uppkomin böm. Ríkharð var einn af þeim mönnum sem nutu mikils trausts innan for- ustu S.Í.S. og dótturfyrirtækja þess. Árið 1977 réð hann sig sem fram- kvæmdastjóra Kirkjusands hf. í Reykjavík sem síðar var gert að eignarhaldsfélagi. Árið 1989 var hann einnig framkvæmdastjóri í Útvegsfélagi samvinnumanna. Það félag átti eignarhlut í tíu fiskvinnslu- fyrirtækjum víða út um land og var hann starfs síns vegna í stjómum flestra þeirra. Starfsferill hans var langur og oft á tíðum mjög erilsam- ur og ekki alltaf dans á rósum. Eftir fjárhagslega endurskipu- lagningu Búlandstinds hf. árið 1981 komu S.Í.S.og dótturfyrirtæki þess inn með nýtt fjármagn. Við þær breytingar áttu íbúar Djúpavogs því láni að fagna að fá tvo reynda at- hafnamenn inn í stjóm félagsins, en þeir vom Ríkharð Jónsson og Ás- grímur Halldórsson á Höfn, sem nú er einnig horfinn af sjónarsviðinu. Ég veit að Ríkharð hefði verið það að skapi að nafn Ásgríms vinar hans hefði verið nefnt í sömu andrá í þessari stuttu grein um hann að leikslokum. Þeir félagar vom miklir velgjörðarmenn og vinir Djúpavogs í gegnum tíðina. Ríkharð Jónsson sat í stjóm Búlandstinds hf. í sam- tals 14 ár eða til ársins 1995. Hann var formaður stjómar 1985-1987 og 1990-1995. Alls mun hann hafa mætt austur á Djúpavog á rúmlega 100 stjórnarfundi hjá Búlandstindi hf. Engum heimamanni sem sat í stjóm með honum duldist það óeig- ingjama og fómfúsa starf sem hann vann alla tíð fyrir Búlandstind hf. og íbúa byggðarlagsins. Hagur fé- lagsins og íbúanna var hans hjartans mál. Það er mikil gæfa og lærdómsríkt að hafa átt þess kost að kynnast manni eins og Ríkharð Jónssyni. Hann bar með sér sterkan persónu- leika og var vel yfirvegaður og glöggur stjórnandi. Hans aðalsmerki var prúðmannleg framkoma sem samstarfsmenn hans mátu mikils. Þess vegna sakna hans nú margir sem kynntust honum á lífsleiðinni við hin fjölbreyttu störf til lands og sjávar. Kæri vinur, þú færð hinstu kveðjur að austan frá byggðinni undir Búlandstindi, sem þér var svo annt um. Ég bið algóðan guð að blessa fjölskyldu Ríkharðs Jónsson- ar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem.) Már Karlsson, Djúpavogi. þakka kærri frænku minni samver- una sendi ég sonum hennar og fy'öl- skyldum þeirra svo og systkinum hennar og þeirra fyölskyldum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Rannveig Gunnarsdóttir. Elsku Bettý. Það er hálf undarlegt að hitta þig ekki úti í garði, eða þú komir ekki í kaffi og talir við strákana. Okkar kynni hófust fyrir um sjö árum þegar við Jón Gunnar flutt- umst á neðri hæðina hjá ykkur Braga. Við fengum hlýjar móttök- ur, og við fundum að þið vilduð allt fyrir okkur gera. Þegar Bragi féll frá höfðum við nýlega eignast tvíbura, og þú komst mér til aðstoðar og ekki veit ég hvernig ég hefði farið að hefði þín ekki notið við. Þú hafðir orðið fyrir miklum áföllum og ekki sjálfgefið að þú gætir gefið öðrum svo mikið sem þú gerðir. Þegar ég byrjaði að vinna gerð- ist þú „dagamma“ hjá okkur. Þú reyndist strákunum okkar eins og besta amma, og ótrúlega þolin- mæði hafðir þú, þegar þeir heimt- uðu að þú læsir sömu bókina aftur og aftur, eða þegar þeir voru að „hjálpa" þér úti í garði og slitu upp blómin, dreifðu úr ruslinu o.s.frv. • Elsku Bettý, hafðu kæra þökk fyrir hjálpsemina og væntumþykj- una í okkar garð. Helga, Jón Gunnar, Andri Már og Hilmar Orn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Með þessu fallega ljóði kveðjum við hana Bettý. Þegar við horfum um öxl og hugsum til æskuáranna eru þau Bragi ofarlega í huga okk- ar. Þau voru alltaf efst á vinsælda- listanum hjá okkur krökkunum í götunni, ekki síst fyrir það að löng- um leyndust sælgætismolar í vasa þeirra, sem ævinlega enduðu uppi í okkur. Okkur finnst gott um það að hugsa að nú eru þessi barngóðu hjón saman á ný. Við vottum fjöl- skyldu þeirra okkar dýpstu samúð. Inga Lind og Ragna. Margrét Bettý Jónsdóttir, Melási 6. Það var yndislegur sunnudagur, sólin skein skært og hlýtt var í lofti, Þór og Jón Grétar voru úti við að þvo bílinn en ég inni að læra, ætlunin var að ljúka ákveðn- um skrifum áður en haldið yrði út í vorið og þess notið í nokkra klukkutíma, en þá kom hringing frá íslandi. Það var Sturla að til- kynna okkur að Bettý amma á Melásnum hefði fengið heilablóð- fall og væri vart hugað líf. Næstu klukkutímar voru erfiðir, við reyndum að fá flugferð heim og rúmum tveimur sólarhringum síðar var Þór lagður af stað. Eftir sitjum við tvö í órafjarlægð og minnumst elskulegrar ömmu og tengdamóð- ur. Það er erfitt að geta ekki kvatt Bettý ömmu með öðrum ættingjum og þurfa að gera það bréflega en vegna aðstæðna er okkur ómögu- legt að koma heim. Við höfum set- ið hér saman, Jón Grétar og ég, Hafdís, og rifjað upp ýmsar stund- ir sem Jón Grétar hefur átt með Bettý ömmu sinni. Ömmu sem hann var ákaflega hændur að og þótti mikið vænt um. Vegna dvalar okkar hér í Oregon höfum við ekki séð Bettý ömmu í meira en heilt ár. Þrátt fyrir það erum við ekki í vandræðum með að rifja upp margar góðar stundir sem við höfum átt saman. Þar sem við höfum búið í Hafnarfirðinum hefur ekki verið langt á milli okkar og oft var komið við í Garðabænum PALL EINAR KALMAN + Páll Einar Kal- man fæddist i Reykjavík 14. jan- úar 1924. Hann lést á Karangi-sjúkra- húsinu á Nýja Sjá- landi 23. maí 1996. Foreldrar hans voru Martha María Indr- iðadóttir og Björn Pálsson Kalman, lögfræðingur, frá Hallfreðarstöðum í Hróarstungu, Norð- ur-Múlasýslu. Systk- ini Einars voru Helga Kalman, starfsmaður utanríkisráðuneyt- isins, Hildur Kalman, leikkona og starfsmaður Ríkisútvarpsins, og Bjöm Kalman, læknir í Sví- þjóð. Þau em öll látin. Útför Einars Kalman fór fram á Nýja Sjálandi 26. maí 1996. Frændi minn og vinur, Páll Einar Kalman, lést hinn 23. maí 1996 á Karangi-sjúkrahúsinu í Nýja Sjá- landi, eða fyrir ári. Mér þykir til- hlýðilegt að setja nokkur fátækleg orð á blað, tii þess að minnast frænda míns sem ungur hélt út í heim, og settist að hinum megin á hnettinum. Hann leit fóstuijörðina aldrei augum aftur, en þráði það til hinstu stundar. Einar var sonur Mörthu Maríu Indriðadóttur Einarssonar rithöf- undar. Faðir Einars var Björn Páls- son Kalman, lögfræðingur. Einar átti þijú systkini sem gátu sér gott orð, hvert á sínu sviði. Indriði afi þeirra var stórtemþlar og þingmað- ur Vestmannaeyinga 1891. Hann var einn brautryðjanda hins unga og frjálsa íslands í upphafi tuttug- ustu aldarinnar og frumkvöðull að á leiðinni heim og heilsað upp á ömmu og einnig afa meðan hans naut við. Jón Grétar sem hændist mjög að ömmu sinni og afa fór oft í heimsókn, ýmist gangandi eða á hjóli. Stundum þegar ég var við vinnu á fræðsluskrifstofunni í Garðabænum fór Jón Grétar til ömmu og var þar á meðan, las Andrés önd og fékk eitthvað gott úr grænu krúsinni á sófaborðinu inni í stofu. Það var líka alltaf til eitthvað gott í skápnum, eitthvað sem sjaldan var til heima eins og kók, kex eða lakkrís. Dótakassinn í fatahenginu var alltaf vinsæll, en hann hafði að geyma bíla og lego, en þó voru það tindátarnir sem pabbi og bræður hans áttu sem heilluðu mest. Stundum var rölt upp á holt, komið við í kartöflu- garðinum, eða bara farið út í garð °g fylgst með tijágróðrinum, blóm- unum og fuglunum. Þegar Jón Grétar var á leikskóla fór amma oft með í vettvangsferð- ir, síðar þegar hann varð eldri voru skólabækurnar teknar með inn á Melás og unnið í þær á eldhúsborð- inu. Bettý amma gætti þess einnig að Jón Grétar fengi bækurnar um Prins Valiant, sem voru hans uppá- haldsbækur í jóla- eða afmælisg- jöf. Þegar við fórum hingað út var það Bettý amma sem tók Skottu kisu að sér og hugsaði um hana fyrir Jón Grétar. Kæra Bettý amma, þín verður sárt saknað og það verður skrýtið að koma heim í haust og geta ekki komið við á Melásnum, en við þökk- um innilega allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Elsku Þór, Nína Björk og Helga Sigga, megi góður guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Við sendum einnig Sturlu, Jóni, Einari Braga og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Hafdís Guðjónsdóttir og Jón Grétar Þórsson. byggingu Þjóðleik- hússins. Móðir Einars var ein af glæstum dætrum Mörthu Maríu Guðjo- hnsen og Indriða Ein- arssonar. Fimm dætra þeirra hjóna urðu leik- konurnar og þóttu þær allar sérlega glæsileg- ar yngismeyjar, sem hösluðu sér völl á fjöl- ununum á tímum þeg- ar ekki tíðkaðist að vera „útivinnandi hús- móðir“. Systur Mörthu Maríu voru Ingibjörg, Guðrún, Eufemía, Lára og Emelía. Bræður hennar voru Einar og Gunnar, sem tóku upp ættamafnið Viðar. Guðrún Indriðadóttir, amma mín, varð kunn leikkona bæði hér- lendis og erlendis, m.a. í íslendinga- byggðum Kanada. Þekktust varð hún fyrir hlutverk sitt sem Halla í Fjalla Eyvindi. Miklir kærleikar voru milli dóttur Guðrúnar, Kötlu, og Einars heitins. Katla gætti hans oft þegar hann var lítill og var mjög kært með þeim frændsystkin- um. Entist sú vinátta allt til enda. Einar fór að heiman 18 ára gam- Vr all og sneri aldrei aftur til íslands. Hann sigldi um öll heimsins höf sem loftskeytamaður á kaupskipum. Hann hringdi stundum til mín og sagði „ég þori ekki að koma heim, það eru allir dánir sem ég þekki". Ég eggjaði hann til þess að koma og halda upp á 60 ára afmælið sitt meðal ættingja sinna. Hann sagðist ætla að gera það, en sú ferð var aldrei farin. Einar, sem lengi var starfsmaður fjarskiptastöðvar Nýja Sjálands, hafði ágætt samband við ■qr starfsfélaga sína í Gufunesi. Oft fengum við frændsystkini hans kveðjur frá honum þá leiðina. Við Einar skrifuðumst á í allmörg ár. Bréfin hans voru mjög sérstæð og sérstaklega „Indriðaleg" - lýs- ingarorðin vantaði ekki. Tungutak hans var afar íslenskt og orðavalið oft sérkennilegt. Mér þykir við hæfí að enda þessar fáeinu línur um frænda minn, sem mér þótti vænt um, þó svo að ég hefði aldrei séð hann, með ljóði Davíðs Stefánsson- ar, sem heitir: Ég sigli í haust. Sumarið líður. Sumarið líður. Það kólnar og kemur haust. Bylgjumar byija að ólga og brotna við ^ naust. Af liminu fykur laufið. Bömin breyta um svip og fuglamir kveðja. I festamar toga, hin friðlausu skip. Eg lýt hinum mikla mætti. Það leiðir mig hulin hönd, og hafið - og hafið kallar. Það halda mér engin bönd. Ég er fuglinn, sem flýgur, skipið, sem bylgjan ber. Kvæði mín em kveðjur, ég kem og ég fer. Stormurinn liggur frá landi. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust. Bænir aftra mér ekki. -r Ég hegg á helgustu bönd, yfirgef ástvini mína og æskunnar heimalönd. Af skipinu horfi ég heim. Faðir fyrirgef mér. Kvæði mín em kveðjur. Ég kem og ég fer. Ég bið ekki lýðinn um lof, eða lárviðarkrans. Ég þrái að vera með vinum og þó er ég allstaðar einn. Allstaðar útlendingur og allstaðar fóm- sveinn. Kvæði mín em kveðjur. Brimið brotnar við naust. Ég kom að sunnan í sumar og sigli í haust (D. Stefánsson) Sof vært hinn síðsta blund, minn kæri. Áslaug G. Harðardóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.