Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 52
52 FÖSÍUD'AGUR 23. MAÍ 1997 MÖRGUNBLAÐÍÐ Agúrka - ein með öllu íslensku agúrkurnar eru komnar í bæinn, ferskar, girnilegar og á fínu verði. Nartaðu í eina ferska, smelltu annarri á grillið og prófaðu uppskriftirnar. Gúrka gerir þér gott. Gúrku- og jógúrtstílat 1 agúrka 1/4 l hreint jógúrt eða AB mjólk safi úr 1/2 sítrónu 1 -2 hvítlauksrif 1 -2 matsk. saxaður graslaukur Þetta hentar vel með hvaða mat sem er, ekki síst grilluðum réttum eða bragðsterkum og það á líka við um næstu uppskrift Agúrkttr með sýrfurn rjóma og dilli 1 agúrka skorin t u.þ.b. 1 sm þykka bita 40 g smjör púrrulaukur smátt skorinn 1 tsk. saxað ferskt dill 1/2-1 dl sýrður rjómi 1 tsk. sítrónusafi salt og pipar Steikið púrrulaukinn í smjörinu, bætið fljótlega gúrkunum saman við og kriddið með dillinu. Leyfið að malla í 10 mínútur, hrærið vel í á meðan. Bætið sýrða rjómanum út í og sítrónusafanum og kryddið með salti og pipar. Rxekj/t- og gúrk/tréllttr Tvœr gúrkur 2 msk. olía 2 msk. rifin engiferrót 1 hvt'tlauksrif púrrulaukur 250 g rcekjur salt Sósa 4-5 msk. sérrí (eða kjúklingasoð) 3 msk. edik 2 msk. sojasósa 1 -2 tsk. maísenamjöl 1/2-1 tsk. sykur Skrælið gúrkurnar, skerið þær í tvennt og síðan í u.þ.b. tveggja sm bita. Erlendis eru gúrkur með stærri fræ og þau þá skorin burt. Á íslenskum agúrkum er það yfir- leitt óþarfi. Hitið olíu á pönnu og setjið gúrkubitana í og 1 skeið af engifer. Hitið í 3 mínútur og takið síðan af pönnunni. Hitið olíuna og bætið út í hvítlauk, afganginum af engifer, lauk og rækjum og látið krauma í 3 mínútur. Þá hellið þið sósunni yfir og hellið síðan yfir gúrkurnar. 1 agúrka 1/2 dl hvítvín 25 g hveiti 40 g smjör 11/21 kaffirjómi 1 tsk. sítrónusafi salt og pipar Afhýðið agúrkuna en skiljið eftir svolítið af hýðinu til að fá lit á sósuna. Skerið gúrkuna í tvennt og setjið helminginn í mat- vinnsluvél ásamt hvítvíninu. Skerið hinn helminginn af gúrkunni í þykkar sneiðar og steikið þær við lágan hita í smjörlíkinu í u.þ.b. 10 mínútur. Bætið hveitinu út í og hrærið þar til það hefur blandast vel. Hellið þá smám saman agúrku- og hvítvínssafanum saman við og hrærið vel í á meðan. Látið malla við lágan hita í fimm mínútur, bætið þá sítrónusafa, salti og pipar út í. Þessi sósa er sérdeilis góð með steiktum eða soðnum fiski. Súrsœtar gúrkur 1 agúrka 1 -2 msk. olt'a 4 msk. hvítvín (mysa eða epla-cider) 2 msk. sykur salt Skerið gúrkuna í stöngla. Hitið olxuna og þegar hún er orðin heit setjið þá vín og sykur saman við og hrærið vel í. Þegar þetta er farið að snarka bætið þá við agúrkum og saltið. Eldunartími er ekki nema 3-4 mínútur. Gúrkur matreiddar á þennan hátt eru mjög góðar með öllum asísk- um mat sem og sterkum mat. JlLéóttu/ þcA/ íiÁcu Gtíi ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ábending tilVisa FAÐIR þriggja barna sem lært hafa á hljóðfæri hafði samband við Velvakanda og vildi koma eftirfarandi á framfæri: Ég vil gera athugasemd við auglýsingu frá Visa- kortafyrirtækinu sem sýnd hefur verið í sjónvarpinu. Auglýsingin hefst á því að stúlka er að æfa sig á fiðiu, enginn virðist hlusta nema heimilishundurinn, en jafn- vel hann lætur sér fátt um finnast. Síðan virðist full- orðna fólkið kaupa sér heymartól við hljómflutn- ingstæki fyrir Visa-kort og í lok auglýsingarinnar sést kona njóta tónlistar í tækj- unum og rödd þular segir: „þú getur jafnvel notað það til að vernda tóneyr- að“. Mér finnst Visa-fyrir- tækið senda þeim hund- ruðum ef ekki þúsundum barna sem eru að læra á hljóðfæri í landinu heldur kaldar kveðjur með þessari auglýsingu. Það er gert lít- ið úr tónlistamámi barna og þetta lýsir hálfgerðri fyrirlitningu á tónlist og tónlistaruppeldi. Foreldrar hafa yfirleitt yndi af því að hlusta á bömin sína æfa sig á hljóðfæri jafnvel þótt ekki séu allar nótur réttar. Baldur Sigurðsson. Slæm þjónusta KONA hringdi og var hún óhress með þjónustu sem hún fékk hjá Pósti og síma. Hún þurfti að láta flytja síma í húsnæði sem hún var að flytja í en þar sem hún gat ekki gefið upp hver var skráður fyrir sím- anum, sem var fyrir á staðnum, þurfti hún að borga tvöfalt flutnings- gjald. Hún segist hafa þurft að eyða miklum tíma í að reyna að finna út hver hafi verið skráður fýrir þeim síma en ekkert gengið og starfsfólk Pósts og síma virtist ekkert geta hjálpað henni. Þeir virtust ekki vita hver var skráður fyrir síma hjá þeim sjálfum. Oánægðar með Úrval-Útsýn ÉG ÆTLA að segja hér stutta ferðasögu öðrum til viðvörunar. Við fórum þijár tiþMallorka 9. apríl sl. með Úrvali-Útsýn. Ósk- að var eftir íbúð á 2. eða 3. hæð á Royal Christina en við þeirri ósk var ekki orðið. Var okkur úthlutað íbúð á jarðhæð innst á mjög köldum, dimmum og óvistlegum gangi. íbúðin var einnig mjög köld. Við urðum fyrir miklum von- brigðum þar sem búið var að kynna þetta sem mjög gott fjögurra stjörnu hótel. 040930-2649. Klámlausar verslanir? KATRÍN var að velta því fyrir sér hvort ekki væri lengur hægt, þegar ferðast væri um landið, að versla án þess að eiga ekki von á því rekast á klámblöð í hverri búð eins og t.d. Bleikt og blátt sem er selt í mörgum verslunum og næstum því hverri sjoppu. Eru ekki einhveijar versl- anir og sjoppur á landinu sem selja ekki kiámblöð? Gætu íjölmiðlar t.d. tekið að sér að birta lista yfir klámlausar verslanir? I flestum öðrum löndum þar sem er klámmenning er þetta selt á vissum stöðum en ekki á stöðum þar sem fjölskyldur sækja. Dýr spilamennska KETILRÍÐUR hringdi með athugasemd til Félags eldri borgara í Kópavogi, vegna spilakvölda sem þeir eru með á fóstudagskvöldum. „Það kostar 300 krónur að koma þarna og spila og er einn kaffibolli innifal- inn. Annars staðar kostar kaffi og spilamennska 170 krónur og boðið upp á smurða brauðsneið, eða sæta köku. Tapað/fundið Föt í Óskilum SVARTUR gallajakki á u.þ.b. 6-7 ára bam fannst upp við Hvaleyrarvatn í fyrravor. Einnig er í óskil- um á sama stað græn loð- húfa með eyrum sem fannst í Óttastaðalandi við Straumsvík. Uppl. í síma 555-1771. Gleraugu fundust Ullarvettlingur tapaðist UÓSBRÚNN ullarvettl- ingur tapaðist vestan við gjána í Kópavogi. Einnig tapaðist dökkur ullarvettl- ingur með ljósri fit einnig í Kópavogi. Þeir sem hafa orðið varir við vettlingana hringi í síma 554-4052. Hjólkoppur tapaðist HJÓLKOPPUR tapaðist laugardaginn 17. maí á leiðinni Víghólastígur, Digranesheiði að Hjalla- kirkju. Þeir sem hafa orðið varir við hjólkoppinn vin- samlega hafi samband í síma 554-1683. Gullnæla tapaðist STÓR gullnæla með rauð- um rúbínsteini tapaðist lík- lega við Síðumúla, Heilsu- gæsluna í Fossvogi eða við Háaleitisapótek. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 553-3065. Hjól fannst GULT og rautt hjói 22 tommu fannst í miðbæ Hafnarfjarðar um helgina. Eigandinn má vitja þess í síma 555-2199. Bíllykill fannst EINN bíllykill á Heklu- GLERAUGU fundust á Réttarholtsvegi um síðustu helgi. Uppl. í síma 552-3478. kippu fannst nálægt Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi fyrir hvítasunnu- helgina. Eigandinn má vitja hans í síma 568-3115 eftir kl. 16 á daginn. Víkverji skrifar... VÍKVERJI dagsins hefur orðið ögn langleitur yfir umfjöllun ýmissa fjölmiðla um veru banda- rísks sjónvarpsleikara hérlendis að undanförnu, en hann mun hafa komið hingað í einkaerindum. Lengi vel var það svo að íslendingar stærðu sig af því að hingað kæmu þekktir listamenn og annað mektar- fólk og væri laust við það áreiti sem þekkist.víða annars staðar í heimin- um. íslendingar væru svo heims- vanir og tillitssamir að þeir ónáðuðu ekki fræga einstaklinga á förnum vegi. Þetta hefur hins vegar greinilega breyst, eins og raunar hefur komið fram í samtölum við t.a.m. Björk Guðmundsdóttur, og er áþreifanlegt í áðurnefndu tilviki sjónvarpsleikar- ans. Þannig hafði Víkveiji spurnir af því að maður þessi, sem hann var raunar svo fáfróður að þekkja ekki áður enda aldrei barið augum þátt þann sem tryggt hefur honum frægð og vinsældir, hafi setið á kaffihúsi í Reykjavík á mánudags- kvöld í makindum sínum og orðið helst fyrir áreitni hins fagra kyns. Skyndilega birtist upptökulið frá sjónvarpsstöð og krafðist inngöngu í því skyni að taka myndir af leikar- anum á kaffihúsinu en dyraverðir staðarins sýndu þá sómakennd að neita slíkri bón. Nokkru seinna ákvað leikarinn að halda út í bif- reið sem beið hans, og þá biðu sjón- varpsmenn ekki boðanna, heldur kveiktu á ljóskösturum og eltu manninn að bifreiðinni með tökuvél- ina mundaða. Fleiri dæmi mætti nefna úr öðr- um miðlum og er miður ef hin róm- aða virðing fyrir friðhelgi frægðar- fólks er úr sögunni hérlendis. xxx ÍKVERJI ræddi fyrir stuttu við breska blaðakonu sem var hingað komin að leita skýringa á því hvers vegna ísland ber svo mjög á góma í breskum fjölmiðlum um þessar mundir. Hún sagði svo að þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stæði yfir væri það siður hjá ungu fólki þar í landi að safnast saman fyrir framan sjón- varpið, henda gaman að þátttak- endum og skála fyrir þeim sem vel tekst upp. Henni sagðist svo frá að þegar síðasta söngvakeppni stóð yfir hafi hún og félagar hennar safnast saman við viðtækið og síðan hafi kvöldið liðið við glaum og gleði án þess að keppendum væri gefinn ýkja mikill gaumur. Þegar kom að síðasta keppandanum, hinum ís- lenska, var aftur á móti annað upp á teningnum, því þögn sló á við- stadda og síðan fögnuðu þeir sem einn maður, fannst Páll Óskar Hjálmtýsson hafa komið eins og ferskur andblær inn í keppnina. Hún sagði og að þegar það spurðist út að hún væri á leiðinni til Islands hefðu margir félaga hennar haft á orði að þeir vildu vera í hennar sporum og eiga þess kost að hitta Pál Óskar augliti til auglitis. xxx VIÐ þessa frásögn rifjaðist upp fyrir Víkveija að hann horfði á keppnina í útsendingu breska rík- issjónvarpsins, BBC. Þar var af- bragðsþulur á ferð, sem ekki fór leynt með þjóðemismeting sinn og komst oft skemmtilega að orði. Hæst reis hann þegar Páll Óskar Hjálmtýsson kom á svið og hafði orð á því áður en Páll byijaði að þessu mættu menn ekki missa af. Þegar Páll byijaði að syngja sagði Bretinn: „Erum við að horfa á rétta rás ... ég vona að mamma ykkar sé ekki að horfa með ykkur.“ Síðar í laginu, er dansstúlkurnar settu fæturna upp í sófann til Páls, sagði hann: „Ég vona að möskvamir [á sokkabuxunum] standist Evrópu- staðal.“ Þegar Páll var búinn sagði hann: „Eurovision verður ekki söm eftir þetta.“ í atkvæðagreiðslunni mátti heyra að honum þótti sem Páll hefði átt að fá fleiri atkvæði, en var eðlilega upptekinn af upphefð breska lags- ins: „Langbesta lagið,“ eins og hann sagði með þunga hvað eftir annað. xxx VÍKVERJA þótti keppnin ann- ars með þeim betri sem hann hefur séð lengi og meira af lögum sem hann gæti hugsað sér að heyra aftur en oftast áður. Til að mynda féll honum franska lagið í geð, en einnig þótti honum gaman að sjá að Tyrkir fengu loks uppreisn æm eftir að hafa verið alla tíð í neðstu sætum keppninnar. Lag þeirra var bráðgott og vel flutt, með hæfilega framandi blæ fyrir vestræn eym. Eftirminnilegasta lagið er þó norska lagið'af ástæðum sem Víkveiji vill helst ekki gefa upp og ekki langar hann að heyra það aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.