Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Litli drengurinn okkar, SIGURÐUR INGI, lést sunnudaginn 18. maí. Sigurður Helgi Hallvarðsson, Inga María Friðriksdóttir. t Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU JÓSEFSDÓTTUR frá Arnarholti, Biskupstungum, ferfram frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Jarðsett verður að Torfastöðum. Fyrir hönd aðstandenda, Bömin. + Bróðir okkar, mágur og frændi, PÉTUR ÓLAFUR MAGNÚSSON frá Siglufirði, Baðsvöilum 16, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Vigdís V. Magnúsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Benedikt Sigurðsson, Bragi Magnússon, Emst Kobbelt og fjölskyldur. Eiginmaður minn, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, bifreiðastjóri, Dynskógum 26, Hveragerði, verður jarðsettur frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 24. maí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helga Baldursdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, URSULU BUSK. Eyjólfur Þór Busk, Henning Busk, Sandra Busk, Jens Busk, Alexander Busk og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓNATANS ÓLAFSSONAR hljómlistarmanns, Skólavörðustíg 24. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Vífilsstaðaspítala og deild 11a á Landspítalanum. Erla Jónatansdóttir, Garðar Sigurðsson, Gígja Jónatansdóttir, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað verður föstudaginn 23. maífrákl. 13—16 vegna jarðarfar- ar ÁRNA ÞORVALDSSONAR, fyrrv. framkvæmdastjóra. Trygging hf. ARNI ÞOR VALDSSON + Árni Þorvalds- son var fæddur í Hafnarfirði 30. apríl 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. mai siðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorvald- ar Arnasonar, skattstjóra í Hafn- arfirði, f. 5.1. 1895, d. 15.4. 1957 og konu hans Margrét- ar Sigurgeirsdótt- ur, f. 27.9. 1897, d. 14.9. 1937. Systkini Árna voru Sigurgeir, f. 1923, Þorvaldur, f. 1929, d. 1985, Þóra, f. 1927, Jón Már, f. 1933, og hálfsystir, Ester, f. 1944. Árni kvæntist Huldu Ágústs- dóttur 17.6. 1948. Þeirra börn: 1) Þorvaldur, f. 1948, hans kona er Eva Ákerman og börn hans eru Árni, f. 1974, Valgeir, f. 1976, og Jakob, f. 1988. 2) Hjör- dís, f. 1952, hennar maður Sig- urður Kristófersson, dóttir Brynhildur, f. 1972. 3) Mar- grét, f. 1953, sambýlismaður Arnar Jónsson, hennar börn Andrea, fædd 1975 og Kristján Mikael, f. 1981. 4) Ingibjörg Hildur, f. 1957, hennar börn Jóhann Davíð, f. 1977, Helga Valgerður, f. 1985, og Sigur- björn, f. 1993. 5) Gerður, f. 1962, hennar börn eru Árni, f. 1983, Haukur Ingi, f. 1989, og Ragnheið- ur Hulda, f. 1992. Áður átti Árni son, Þorvald Örn, f. 1947, hans kona er Ragnheiður Elísa- bet Jónsdóttir, börn hans eru Haraldur Darri, f. 1973, og Eyþrúður, f. 1994. Stjúpsonur Árna er Friðrik Ágúst Helgason, f. 1939. Hann er kvæntur Margréti Guðmundsdóttur. Börn þeirra eru Guðmundur Viðar, f. 1960, Helgi Valur, f. 1962, og Árný Hulda, f. 1970. Árni lauk prófi frá Verslun- arskóla Islands árið 1944 og byrjaði að vinna hjá Tryggingu hf. um haustið 1951. Hann starfaði þar til ársins 1990, lengst af sem skrifstofusljóri og framkvæmdastjóri og sat í stjórn félagsins til dauðadags. Hann starfaði með Rotary- klúbbi Hafnaríjarðar og var einn af stofnendum Bridgefé- lags HafnarQarðar og alla tíð virkur félagi þar. Útför Árna fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég man eftir þeim orðum er sagðir þú forðum það besta er í heimi hér að gefa af sjálfum sér. Þín dóttir Gerður. Elsku afi, okkur langar að kveðja þig og þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Við hlökkuðum alltaf til að fara í sumar- bústaðinn til þín, þar áttum við ánægjulegar stundir saman í sundi og flöskuleiknum sem þú fannst upp á, það var alltaf notalegt að vera nálægt þér. Alltaf varst þú tilbúinn að passa okkur, líka þegar við vorum veik og mamma þurfti að vinna. Þín verður sárt saknað, en minningin um þig lifir í hjörtum okkar. Við vitum að núna líður þér vel hjá Guði og englunum, við biðjum algóð- an Guð að gæta þín, eisku afi okkar. Árni, Haukur Ingi og Ragnheiður Hulda. Hratt flýgur stund. í dag kveðj- um við kæran vin og mikinn fjöl- skylduföður. Þetta er bara allt of fljótt. Það er svo stutt síðan, en samt eru bráðum þijátíu og átta ár síðan ég var boðin velkomin í þessa stóru fjölskyldu. Það er sárt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Ekki síst þegar kveðjukallið kemur jafn óvænt og núna. Elsku Árni minn, ég sagði þér ef till vill aldrei hvað ég mæti þig mikils og þætti vænt um þig. Þú varst ekki maður stórra orða. En betri fjölskylduföður gátum við ekki fengið. Þú lifðir fyrir stóru fjöl- skylduna þína og yndislegu konuna þína hana Huldu. Ekkert var of gott fyrir okkur. Bestu stundirnar voru þegar allir hittust í Holtinu, þessu glæsilega heimili þar sem allir voru svo hjartanlega velkomn- ir. Jafnt á hátíðarstundum sem og í annríki hversdagsins. Ungir og gamlir fundu sér eitthvað að gera. Inni í kompu var alltaf dót fyrir alla litlu krakkana, keyptur dýrind- is brunabíll fyrir strákana og stelp- urnar höfðu allar dúkkurnar í friði, fullorðna fólkið spjallaði og spilaði. Það kom líka fyrir að þú og Gústi laumuðust inn í herbergi til að taka nokkrar skákir. Það er margs að minnast. Ég man hve stolt ég var þegar þú hélst Árnýju Huldu undir skírn í Hafnarfjarðarkirkju og hún fékk nöfnin ykkar Huldu. Og ég man þegar þú bauðst okkur með þér í jeppanum yfir Sprengisand og spennan var mikil á miðjum Mývatnsöræfum, hvort við hefðum nóg bensín til næstu bensínstöðvar. Bensínið dugði með því að þú lést bílinn renna niður alla brekkuna alla leið að Skjöldólfsstöðum. Ég man allar ferðirnar með börn og barnabörn til útlanda og gjafirnar við heimkomuna, sem veittar voru af heilurn hug. Alltaf gefandi. Þú varst fullur metnaðar fyrir þína hönd og okkar allra. Og þú gerðir líka kröfur til okkar. Ég man þegar ég ung og alger nýgræðingur kom inn í fjölskylduna og var að byija að spila brids. Við sátum fjögur og vorum að spila niðri í Miðstræti og þið Hulda komuð í heimsókn. Þú horfðir þegjandi á okkur spila og skammaðir mig svo á eftir fyrir kæruleysið í leiknum. Ég fékk þá yfírhalningu sem ég gleymi aldrei og reyndi að vanda mig meira, fyrst á eftir að minnsta kosti. En hlýjan og velvildin þegar eitthvað amaði að er ógleymanleg. Guðmundur Viðar átti góða daga hjá ykkur þegar hann vildi ekki skipta um skóla og var að Ijúka Flensborg. Og húsaskjól var okkur öllum veitt þegar við þurftum á að halda og aldrei um það haft, þó að okkur fylgdi álag á ykkur vegna smábarnanna sem með okkur voru. Þetta er ótímabær kveðja og við söknum þín mikið. En við reynum að halda merkinu uppi og styðja okkar börn eins og þú studdir við okkur. Hjartans þakkir fyrir allt. Þín tengdadóttir, Margrét. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Árni Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingar hf., er látinn, sléttra sjötíu og tveggja ára. Banamein hans var heilablóð- fall. Með Árna er genginn sá mað- urinn sem lengst og best dugði Tryggingu hf. Hann var fyrsti starfsmaðurinn, sem ráðinn var til félagsins 17. september 1951, en félagið var stofnað 17. maí þá um vorið. Það féll í hans hlut að ráða fólk til hinna ýmsu starfa, eftir því sem félaginu óx fiskur um hrygg. Ævinlega gekk hann á undan fólki sínu í flekknum, leiðbeinandi og skipuleggjandi eftir því sem störfin urðu fjölbreyttari,_ en allir urðu að sækja í smiðju Árna, enda hafði hann vaxið með félaginu og reynd- ar innt af hendi öll störf sem til féllu. Hann byrjaði sem vélritari og vélritaði fyrstu skírteinin, var jafn- framt gjaldkeri, innheimtumaður, tjónaskoðunarmaður, bókari og hvaðeina, sem með þurfti. Seinna varð hann skrifstofustjóri, aðstoð- arframkvæmdastjóri og aðalfram- kvæmdastjóri í nítján ár til ársins 1990 er hann tók sæti í aðalstjórn félagsins og sat þar til dauðadags. Af upptalningu þessari má sjá, að það var félaginu ómetanlegt happ þegar þessi ungi maður, að- eins 26 ára, útskrifaður frá Verzl- unarskóla íslands, réðst í þjónustu þess. Árni var góðum gáfum gæddur og hæfileikaríkur. Hann var mikið náttúrubarn, sem hafði yndi af útiveru hverskonar, bráðfiskinn laxveiðimaður og stundaði ferðalög bæði innanlands og utan svo sem kostur var. Hann hafði mikið yndi af spilamennsku, þá einkum brids og taflmennsku, þar sem hann keppti oft og einatt. Þeir eru marg- ir ferðafélagar Árna sem minnast hans á ferðalögum bæði utan og heima, en allir munu þeir geta lok- ið upp einum munni um ágæti hans og hjálpsemi, ef einhvers þurfti með. Eftir fjörutíu ára samstarf á sá sem hér stýrir penna Áma mikið upp að unna og reyndar fjölskyldu hans allri. Að líkum lætur, að margt hefur á dagana drifið öll þessi ár, en efst í huga er þakklæti til hans fyrir umburðarlyndi og gæsku mér og mínum sýnda, öll þessi ár. Þá eru minningar hugþekkar frá ferðalögum okkar hjóna með þeim hjónum bæði innan lands og utan. Árni stóð ekki einn, hans góða kona, Hulda Ágústdóttir, stóð með honum sem klettur alla tíð. Árni var góður faðir og þá ekki síður afi, sem best kemur fram í ást og umhyggju barna og barna- barna til hans, allt til hinstu stund- ar. Um leið og ég bið fyrir Árna vini mínum bið ég Guð að varðveita Huldu og ástvini hans alla. Hvíl í friði. Ágúst Karlsson. Eik hefur fallið. Sterkur, traust- ur, rótfastur stofn, hár og sveigjan- legur. Leiðir okkar Árna Þorvaldssonar lágu fyrst saman á árinu 1973. Breytingar voru í aðsigi á umboði Tryggingar hf. á Suðurlandi. Úr varð stofnun fyrirtækisins Suður- garður hf., með aðsetur á Selfossi og var Árni stjórnarformaður þess í nær tuttugu ár. Ákvörðunin var ekki óumdeild og fæstir höfðu í raun trú á að þetta tækist. En Árni var bæði framsýnn og áræð- inn og eftir stendur blómlegt fyrir- tæki á sviði trygginga- og ferða- mála. Ég vil að leiðarlokum þakka Árna fyrir framúrskarandi gott samstarf. Ég þakka allt það sem ég hef af honum lært og þann tilstyrk er hann veitti mér við að ná árangri í rekstri. Ég þakka þær góðu stund- ir er við áttum saman á bökkum laxveiðiáa. Þær stundir verða mér sterkar í minningunni. Þær voru sérstakar. Ég sendi Huldu og fjölskyldu innilegusu samúðarkveðjur og bið þess að eikin haldi áfram að blómg- ast og dafna á æðri tilverustigum. Þorsteinn S. Ásmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.