Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrimur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BROTALÖM í OPIN- BERUM ÚTBOÐUM SAMTÖK iðnaðarins hafa gagnrýnt framkvæmd opin- berra útboða hér á landi. í samtali við Svein Hannes- son, framkvæmdastjóra samtakanna, í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær kemur fram að þótt reglur um opinber útboð hafi orðið skýrari með gildistöku samnings- ins um Evrópskt efnahagssvæði sé brotalöm í fram- kvæmdinni og sjálf útboðsgögnin ekki nægilega vönduð. Sveinn nefnir sem dæmi að lágmarksgæðakröfur séu ekki tilgreindar í útboðsgögnum, en ekki sé sjálfgefið að lægsta tilboðið sé alltaf það hagstæðasta. Sé dæmi, sem Sveinn tilgreinir, um að Vegagerðin hafi gengið til samn- inga við verktaka sem ítrekað hafi brotið reglur um þunga- skatt, er það alvarlegt mál enda hefur fjármálaráðuneyt- ið skorið upp herör gegn viðskiptum við „kennitöluhopp- ara“ eins og Sveinn kallar þá. Þá segir Sveinn dæmi þess að sveitarfélög hundsi regl- ur um opinber útboð og að sveitarstjórnarmenn hygli sveitungum, samherjum í pólitík, ættingjum og vinum. Óháðan úrskurðaraðila skorti til að fylgjast með því að sveitarfélög fari eftir reglunum. Verk fyrir opinbera aðila eru stór hluti af viðskiptum verktakafyrirtækja. Það skiptir því miklu að vel sé að opinberum útboðum staðið og þess gætt að öll fyrirtæki sitji við sama borð. Þannig er jafnframt tryggt að vel sé farið með fé skattgreiðenda og hagkvæmnissjónarmið látin ráða en ekki sjónarmið stjórnmála eða kunningsskap- ar. Gagnrýni Sveins Hannessonar gefur tilefni til við- bragða af hálfu stjórnvalda. EKKINÆGILEG „AFKÖST"? Yalgerður Baldursdóttir, yfirgeðlæknir á barna- og unglingadeild Landspítalans, lýsir ástandinu á deild- inni með eftirfarandi orðum i samtali við Morgunblaðið í gær: „í alltof stórum hluta mála erum við ekki að vinna eins og bezt verður á kosið. Tilfelli, sem deildin vísar frá sér, lenda í höndum aðila, sem oft eru síður í stakk búnir til að taka á þeim ... Við erum í raun að vísa fólki út á kaldan klakann ... Það þarf að samhæfa þjónustu deildar- innar við félagsmálakerfið, sem á að þjóna börnum og unglingum með hegðunarvandamál... Þörfin er svo mik- il, að það er ekki hægt að láta staðar numið núna og þó að við höfum fengið aukna fjárveitingu á síðasta ári nægir hún engan veginn, þar sem mikið hefur skort á jafna uppbyggingu starfseminnar.“ Morgunblaðið leitaði umsagnar Þóris Haraldssonar, aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra, um stöðu þessara mála. Hann sagði m.a. í samtali við blaðið í gær, að „deildin hafi hins vegar ekki þótt sýna nægjanleg af- köst, þrátt fyrir aukið fjármagn og því séu málefni henn- ar til endurskoðunar hjá spítalanum“. Það er ástæða til að spyrja heilbrigðisráðherra og að- stoðarmann ráðherrans hvað átt sé við með því að barna- og unglingageðdeildin hafi ekki sýnt „nægjanleg afköst". Er hægt að mæla afköst í starfi sem þessu? Hvernig eru þau mæld? Á deildin að geta útskrifað einhvern ákveðinn fjölda ungmenna á einhverjum ákveðnum tíma? Telja yfirvöld heilbrigðismála, að starf af þessu tagi sé ein- hvers konar færibandavinna? Að það sé hægt að tala um „afköst“ í þessu sambandi? Auðvitað verða allir að búa við aðhald. Það á við þessa deild Landspítalans eins og allar aðrar. En ummæli sem þessi um jafn alvarlegt mál og sálarheill og geðheilsu ungs fólks eru ekki við hæfi. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að mæla „afköst" í starfi sem þessu. Og líklegt má telja, að vandinn á þessu sviði aukist stöðugt þannig að þörfin fyrir sérhæft starfsfólk verði stöðugt meiri. Nútímaþjóðfélagi fylgja augljóslega mikil sálræn og geð- ræn vandamál hjá fólki á öllum aldri en ekki sízt ungu fólki. Það er ekki hægt að krefjast ákveðinna „afkasta" af því fólki, sem vinnur við þessi erfiðu vandamál. Það kemur í ljós á löngum tíma, hvort starf þess skilar ár- angri. Og stundum getur starf þess ekki skilað árangri nema í skamman tíma í senn en það er líka árangur. Fiskvinnslunefnd sjávarútvegsráðherra skilar tillögi Morgunblaðið/Golli ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra og Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður fiskvinnslunefndarinnar kynntu niðurstöður um starfsumhverfi og framtíðarmöguleika ís- lenskrar fiskvinnslu fyrir blaðamönnum í gær. Samanburður á fram á íslandi og í N( Fjöldi á rsve rka/sta rf s m. 6 Fjöldi greiddra klst. (þús.ísl. kr.) 15 Vinnust. á ársv./startsm. 2 Millj. Framleiðsluvirði 54 Hráefni 30 Vinnsluvirði 17 Óbeinir skattar (nettó) Laun og launatengd gjöld 10 Vergurhagnaður 7 Visitala ísl.=1B0 Þús. Framleiðsluvirði á ársverk 8.1 Vinnsluvirði á ársverk 2.6 Þús. Framleiðsluvirði á klst. Vinnsluvirði á klst. Heimild: Þjóðhagsstotnm og Siatistisk setranlbyrá Framtíð landvinnslu byggist á aukinni frai Sjávarútvegsráðherra kynnti í gær niðurstöð- ur fískvinnslunefndar, sem hann skipaði til að fjalla um starfsumhverfí og framtíðar- möguleika fískvinnslunnar hér á landi. Jóhanna Ingvarsdóttir sat fundinn og kynnti sér helstu niðurstöður nefndarinnar. FRAMTÍÐ fiskvinnslunnar hér á landi mun ráðast af því hvernig til tekst með að auka framleiðni grein- arinnar sem er um þriðjungi minni hér á iandi en í Noregi og Dan- mörku. Til að svo megi verða er brýnt að búið verði í haginn fyrir greinina eins og kostur er. Þar þurfa að leggj- ast á eitt aðgerðir stjórnvalda og greinarinnar sjálfrar. Engin töfra- lausn er til staðar heldur þarf marg- þættar ráðstafanir á ýmsum sviðum. Þetta er ein helsta niðurstaða fisk- vinnslunefndar, sem sjávarútvegs- ráðherra skipaði í nóvember sl., til að fjalla um starfsumhverfi og fram- tíðarmöguleika fiskvinnslunnar. Sjávarútvegsráðherra ásamt nefnd- armönnum kynnti þær tíu tillögur, sem nefndin mælir sérstaklega með að höfð verði að leiðarljósi við stefnu- mótun varðandi starfsumhverfi land- vinnslunnar, á blaðamannafundi í gær, en formaður nefndarinnar var Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Aðrir í nefndinni voru Ágúst H. Elíasson framkvæmda- stjóri, Elínbjörg Magnúsdóttir fisk- verkakona, Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri og Logi Þormóðs- son fiskverkandi. Margþættar ráðstafanir nauðsynlegar til bjargar Lagt er til að stöðugleiki verði tryggður í efnahagslífinu á grunni markaðsbúskapar og agaðrar hag- stjórnar. Menntun verði efld á öllum sviðum sjávarútvegs og greinum sem tengjast honum, ekki síst á sviði framleiðslu og stjórnunar. Eftirlits- aðilum verði fækkað í sjávarútvegi, eftirlitskerfið einfaldað og dregið út kostnaði vegna þess. Til þess að stuðla að lækkun raforkuverðs verði orkubúskapurinn endurskipulagður með markaðssjónarmið að leiðarljósi. Við endurbætur á samgöngukerfinu verði jafnan tekið mið af þörfum sjáv- arútvegsins. Skýra þurfi betur á alþjóðavett- vangi og afla fylgis við nýtingar- stefnu í sjávarútvegi sem byggist á hagkvæmni og sjálfbærri nýtingu auðlinda. Verðmyndunarkerfi á fiski upp úr sjó verði áfram fijálst. Auk þess þurfi upplýsingar um gæði hrá- efnisins og kanna verði kosti þess og galla að koma á samræmdu staðlakerfi fyrir gæðaflokkun alls sjávarfangs. Stefna skuli að því að atvinnuöryggi fyrir starfsfólk í fisk- vinnslu verði sambærilegt og í öðrum greinum. Þá hvetur nefndin fyrirtæki í landvinnslu til að huga vel að fram- leiðnimálum sínum og gera ráðstaf- anir til að auka afköst starfsfólks og stjórnenda og bæta nýtingu fastafjármuna. Að lokum leggur nefndin til að lögmál markaðarins verði áfram ráðandi í starfsumhverfi fiskvinnslunnar. Ekki sértækar aðgerðir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að sú staðreynd, að framleiðni skuli vera allt að þriðjungi minni hér á landi en í samanburðar- löndunum Noregi og Danmörku, sé fyrst og fremst sláandi. Þó viðbúið hafi verið að munurinn væri einhver, hafi enginn gert ráð fyrir svo afger- andi mun sem raun ber vitni. Ráðherra segir að ekki sé verið að leggja til einhvetjar sértækar að- gerðir botnfiskvinnslunni til bjargar, eins og gert hafi verið áður, heldur sé fyrst og fremst verið að leggja áherslu á að skapað verði það al- menna efnahagslega umhverfi sem stöðugleiki og markaðslögmál skapa atvinnugreininni, en hún verði síðan sjálf að glíma við innri skipulags- vanda. „En síðan eru nokkur atriði, sem stjórnvöld verða að huga betur að til þess að tryggja betur þá um- gjörð, sem atvinnugreinin starfar í, eins og endurskipulagningu á eftir- litsiðnaði og aukinni áherslu á menntun, en höfuðboðskapurinn er sá að greinin þarf að stórbæta fram- leiðni á gruhdveili þeirra almennu efnahagslegu skilyrða, sem eru fyrir hendi.“ Meira af ormi í íslenskum þorski Ekki er hægt að meta með vissu hvaða þættir skýra mikinn fram- leiðnimun, en sennilega er þar um marga samverkandi þætti að ræða, að mati nefndarmanna, t.d. mismun- andi samsetningu framleiðslunnar, mismunandi nýtingu á greiddum vinnutíma, mismunandi gott skipulag á vinnunni og mismunandi afköst starfsfólks. Ekki er sennilegt að mis- munur á framleiðni verði skýrður með því að norsk og dönsk fisk- vinnsla nýti fullkorrnari tækni en íslensk fiskvinnsla. „Það er vel þekkt að hráefni, sem berst á land,_ er misgott til vinnslu. Þorskur við Ísland er með mikið af hringormi, en þorskur í Norður-Nor- egi er nær ormalaus, ýsa við ísland er hinsvegar mun betra hráefni en ýsa við Noreg og Danmörku. Svo virðist sem fiskverð í löndunum taki að verulegu leyti tillit til þessa gæða- munar, þannig að hann skýri ekki þann mismun sem fram kemur þegar framleiðnin er mæld sem verðmæta- sköpun á vinnueiningu." í þeim kafla skýrslunnar sem fer í að lýsa starfsumhverfi fiskvinnsl- unnar, er lögð sérstök áhersla á að mikilvægt sé að efnahagsstefnan miði að því að búa fiskvinnslunni og sjávarútvegi í heild stöðugt og hvetj- andi starfsumhverfi. í því sambandi er lögð áhersla á að halda núverandi stefnu í gengismálum þannig að gengi verði haldið innan viðmiðunar- marka. Forsenda þess sé að verð- bólga hér á landi verði svipuð og í heistu viðskiptalöndum. Áhersla er lögð á stöðugleika í verðlagsmálum og sem mest samræmi milli vaxta hér og í helstu viðskiptalöndum og ríkisfjármálastefnu sem stuðlar að þessum markmiðum. Ennfremur segir að verðmyndun- arkerfið á fiski upp úr sjó hafi breyst mikið til hins betra á undanförnum árum þó margt megi enn bæta, en verð á fiski eigi áfram að vera frjálst. Menntun og rannsóknir þarf að stórefla Að mati nefndarmanna er launa- kostnaður og framleiðni í fiskvinnslu áhyggjuefni. Launakostn- ----------- aður sem hlutfall af tekjum þörf 8 er hár en laun eru lág sem hættll og framleiðni. Á þessu stöfi þurfi að gera bragarbót með samræmdum ráðstöf- unum á mörgum sviðum, m.a. þurfi að auka afköst og bæta stjórnun fyrirtækja í greininni, auka menntun á öllum stigum vinnslunnar og tækni- væða greinina í ríkari mæli en gert hefur verið. „Menntun á sviði sjáv- arútvegs þarf að stórefla. Gildir þetta um öll starfssvið innan sjávarútvegs- ins og greina sem tengjast honum. Átak hefur verið gert í þessum efnum á háskólastiginu á undanförnum árum en ekki þarf síður að bæta grunnmenntun í greininni." Að sama skapi telja nefndarmenn nauðsynlegt að efla rannsóknir og tengja þær þörfum greinarinnar. Sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.