Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 13 Væntanleg — jarðgöng undir Hvalfjörð Andriösey Skjólbelti Kjalarnes Drög að aðalskipulagi Kjalarneshrepps 1 I íbúabyggð I 1 Atvinnusvæði I j Landbúnaður 1 I Smábýli U§ Skógrækt Sumarbústí Hofsvík Brimnes Saltvíko^ N Mosfell Fyrirhugaðar brýr og vegtenging upp í Álfsnes ”Víbine Geldinga nes SELTJARNARNES Doktor í eðlisfræði •HARALDUR Páll Gunnlaugs- son varði doktorsritgerð sína í eðlis- fræði við Kaupmannahafnarhá- skóla 6. maí sl. Heiti ritgerðar- innar er „The Magnetic Pro- perties Experi- ment on Mars Pathfínder and Mars Surveyor“ ogfjallarum hönnun seguleiginleika tilraunar- innar um borð í geimförunum „Mars Pathfinder" og „Mars Surveyor“. Leiðbeinandi Haraldar var lektor Jens Martin Kndusen og andmæl- endur lektor Morten Bo Madsen við Kaupmannahafnarháskóla, dósent Steen Morup og dósent Otto V. Nielsen, báðir við Tækniháskóla Danmerkur. Ritgerðin fjallar um hönnun tækja, sem byggð eru á föstum seglum. Þau munu safna segul- mögnuðu ryki sem er í andrúmsloft- inu á Mars og verða ýmsir eiginleik- ar ryksins síðan rannsakaðir, svo sem seguleiginleikar, ljóseiginleikar og efnasamsetning. Hluti tækjanna er um borð í geimfarinu „Mars Pathfinder" sem skotið var upp af bandarísku geim- ferðastofnuninni (NASA) 4. desem- ber á síðastliðnu ári og mun lenda á Mars 4. júlí á þessu ári. í ritgerðinni er f arið í gegnum þau atriði sem liggja til grundvallar hönnuninni, því næst reiknuð út sú uppröðun segla sem hámarkar vís- indalega niðurstöðu mælingarinnar. Haraldur er fæddur í Reykjavík 9.júní 1967 og.var búsetturþar til 24 ára aldurs er hann flutti til Danmerkur. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Pálmi Steindórsson, forstjóri Dynjanda ehf., og Guðrún Haraldsdóttir húsmóðir. Haraldur varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1993. Sambýliskona Haraldar er Bolette M. Christen- sen, lektor við Institut for Stats- kundskab við Kaupmannahafn- arháskóla. Haraldur starfar nú við Kaup- mannahafnarháskóla við undirbún- ing þess að taka við mæliniðurstöð- um frá geimfarinu og er í Pasadena í Kaliforníu við undirbúning lend- ingarinnar hinn 4. júlí. Ráðið í stöð- ur lögreglu- manna RÁÐIÐ hefur verið í 19 stöður lög- reglumanna sem starfa munu við embætti ríkislögreglustjóra, en nýtt og breytt skipulag lögreglumála tekur gildi 1. júlí næstkomandi. Að sögn Boga Nilssonar ríkislög- reglustjóra verða tveir yfirlögreglu- þjónar hjá embættinu og sex að- stoðaryfirlögregluþjónar sem hafa flestir umsjón hver með sínu sér- sviði. í stöður yfirlögregluþjóna hafa verið ráðnir þeir Hörður Jó- hannesson yfírlögregluþjónn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og Jón Bjartmarz sem starfar hjá lögregl- unni í Reykjavík. í stöður aðstoðaryfirlögreglu- þjóna hafa verið ráðnir þeir Arnar Jensson, sem verður í fyrirsvari fyrir rannsóknir efnahagsbrota, Bjarni Jóhann Bogason verður í fyrirsvari fyrir tæknirannsóknar- stofu, Bjöm Halldórsson verður í fyrirsvari fyrir upplýsingamiðstöð í fíkniefnamálum, Gisli Pálsson verð- ur í fyrirsvari fyrir deild sem veitir aðstoð við rannsókn sakamála, Smári Sigurðsson verður í fyrir- svari fyrir alþjóðadeild og Jón M. Gunnarsson, sem verður aðstoðar- yfirlögregluþjónn á almennu sviði. FRÉTTIR í DRÖGUM að nýju aðalskipulagi fyrir Kjalarneshrepp, ef af sameiningu við Reykjavík verður, er gert ráð fyrir að í framtíðinni verði 20-25 þúsund manna byggð á Kjalarnesi. Tillaga samstarfsnefndar um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur 184,2 milljónir í framkvæmd- ir og rekstur á Kjalamesi TILLAGA samstarfsnefndar um sameiningu Reykjavíkur og Kjalar- neshrepps gerir ráð fyrir að skipað- ur verði vinnuhópur fulltrúa frá hvoru sveitarfélagi, sem fjalla á um fjármál Kjalarneshrepps og þær framkvæmdir sem nauðsyn- legt er að ráðast í á yfirstandandi kjörtímabili. Gert er ráð fyrir að samtals verði veitt 184,2 milljónum í rekstur og framkvæmdir fram til ársins 2002. Þar af er gert ráð fyrir að veija Ibúum Kjalarness verður tryggð sam- bærileg félagsþjónusta og Reykvíkingum 42 milljónum í gatnagerð á þessu ári og 33 milljónum árið 1998. Jafn- framt 25 milljónum til viðbyggingar við Klébergsskóla árið 1998 og 65 milljónum árið 1999. Ný byggð fyrir 300 íbúa Lagt er til að áhersla verði lögð á uppbyggingu í Grundarhverfi en Fasteignasalar um Kjalarnes Yerð á fasteign- um mun hækka VERÐ á fasteignum og landi á Kjalarnesi mun fara hækkandi komi til sameiningar Kjalarnes- hrepps og Reykjavíkur, að mati fasteignasala. Það mun þó gerast hægt og velta á almenningssam- göngum og öryggi í skóla- og dagvistarmálum. „Góðir hlutir gerast hægt,“ sagði Jón Guðmundsson formað- ur Félags fasteignasala. „Eg held að sameiningin komi til með að hafa áhrif á markaðinn á Kjalar- nesi, til hins betra. Hún mun hafa áhrif til verðhækkunar á markaðinum en hann hefur verið frekar lélegur. Þetta gerist ekki í einni svipan. Þetta veltur á al- menningssamgöngum og öryggi í skóla- og dagvistarmálum, sem hlýtur að horfa til bóta.“ Magnús Leópoldsson fast- eignasali sagðist halda að sam- einingin kæmi til með að hafa áhrif til hækkunar á íbúðarhús- næði og væntanlega á verð á landi í framtíðinni. „Ég held að þetta gerist ekki á einni nóttu,“ sagði hann. „Ég hef alltaf litið svo á að strandlengjan yrði verð- mæt með tíð og tíma því byggðin sækir þangað. Sérstaklega á ég von á að íbúðaverð hækki. Það verða engin straumhvörf en þær verða seljanlegri. Ég er til dæmis ekki í nokkrum vafa um að það hafði jákvæð áhrif þegar Hita- veita Reykjavíkur kom þarna uppeftir en ég held að mesta breytingin verði þegar Sunda- braut hefur verið lögð. Þá mun þetta gerast.“ þar hefur verið skipulögð ný byggð fyrir um 300 íbúa. Svæðið í næsta nágrenni verður endurskipulagt meðal annars undir ferðaþjónustu og byggð með möguleikum til úti- vistar. Lóðum verður skilað í bygg- ingarhæfu ástandi með sama hætti og annarsstaðar í borginni og skal lóðarumsækjendum einnig gefinn kostur á stærri íbúðalóðum í tengslum við atvinnurekstur sinn eða tómstundir. Jafnframt er gert ráð fyrir að eigendum býla utan skipulagðra svæða verði heimilað að byggja sér íbúðarhús og útihús á landi sínu án þess að til umfangs- mikillar deiliskipulagsvinnu komi. Eftir sameiningu verða gatnagerð- argjöld í þéttbýli þau sömu og í Reykjavík en gatnagerðargjöld af stórum lóðum verða ákveðin með hliðsjón af raunkostnaði, þó aldrei lægri en gatnagerðargjald af venjulegri einbýlishúsalóð. Viðhald gatna og gangstétta Stefnt er að því að settir verði upp tveir ljósastaurar við hveija heimreið á Kjalamesi, þar sem þess er óskað. Borgin mun greiða rekstrarkostnað við tvo staura en húseigendur það sem er umfram. Einnig er stefnt er að því að við- hald á götum og gangstéttum í þéttbýli verði með svipuðum hætti og í Reykjavík og sömuleiðis um- hirða opinna svæða, sem ætluð eru til sameiginlegra afnota. Slitlag og gangstéttar verða lögð á þessu ári við þær götur sem þegar hefur verið byggt við í Grundarhverfi eftir því sem við verður komið og er áætlað að verk- inu ljúki árið 1998. í tillögunum kemur fram að íbú- um Kjalarness verði tryggð sam- bærileg félagsþjónusta og gerist í Reykjavík. Lagt er til að barna- verndarnefnd og félagsmálaráð Reykjavíkur taki yfir verkefni sam- bærilegra nefnda á Kjalarnesi og að Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar veiti félagslega þjónustu. Aldraðir munu fá sama rétt og aðrir Reykvíkingar til þeirrar þjón- ustu sem borgin hefur komið upp og er þar átt við húsnæði, bæði almennt og þjónustuhúsnæði, fé- lagsstarf, félagslega heimaþjón- ustu, heimsendan mat og stofnana- þjónustu. Óskað verður eftir því að eldri borgurum á Kjalamesi verði gefinn kostur á að stunda félagsstarf í Mosfellsbæ. Sameiginleg skólanefnd Fram kemur að í leikskólanum Kátakoti er gert ráð fyrir 30-40 bömum á aldrinum eins til fimm ára í 4-8 klst. á dag og verður leikskólinn byggður upp og starf- ræktur eins og aðrir leikskólar í borginni. Um leið og sameining sveitarfélaganna hefur verið sam- þykkt er gert ráð fyrir að íbúar á Kjalarnesi geti sótt um leikskóla- pláss í borginni og sitji við sama borð og Reykvíkingar. Starfrækt verður sameiginleg skólanefnd Klébergsskóla og leikskólans og mun skólinn starfa með sama hætti og verið hefur með öllum deildum grunnskóla. Er gert ráð fyrir að mötuneyti nemenda verði rekið á ný. Þörf er á sjö kennslu- stofum við skólann og er gert ráð fyrir að viðbygging verði hönnuð árið 1998 og að framkvæmdir hefj ist árið 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.