Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslensku Everestfararnir þrír eru væntanlegir í grunnbúðirnar upp úr hádegi í dag Harðfiskurinn á toppnum ÍSLENSKU leiðangnrsmennirnir fara í dag yfir Khumbu-ísfallið þar sem notast er við stiga yfir sprungur. Myndina tóku þeir félagar fyrr í leiðangrinum. Tómir súrefniskútar og stíflaðar grímur EVERESTFARARNIR, Björn Ól- afsson, Einar Stefánsson og Hall- grímur Magnússon voru í nótt í þriðju búðum eftir um sex tíma ferð úr Suðurskarði þar sem þeir höfðu hvílst nokkuð eftir förina á tindinn. í dag fikra þeir sig niður í grunnbúðir, sem eru um 1.700 metrum neðar. Það er erfið ferð yfir ísfallið og gæti tekið fimm tíma ef vel gengur. „Það er alveg ljóst á þeim tal- stöðvarsamskiptum sem við höf- um átt við okkar menn að löng og flókin saga er ósögð af þeim 19 klukkustundum sem það tók að ná hæsta tindi jarðar og að tjöldum aftur. Þar koma við sögu stormur, stíflaðar súrefnisgrímur, illt göngufæri, tafír og bið í 8.700 m hæð, erfið og löng niðurferð og margt fleira,“ segir Hörður Magnússon, annar aðstoðarmaður þremenninganna, og sagði að kokkarnir í þriðju búðum hefðu tekið á móti piltunum með heitu tei. Hörður hafði það eftir fjalla- mönnum í bandarískum leiðangri sem er á uppleið að þeir hefðu mætt afskaplega þreyttum mönn- um í fjallinu. Fimmtu búðir eru í nærri 8 þúsund metra hæð og náði Hörður talstöðvarsambandi við íslensku leiðangursmennina í þriðju búðum síðdegis í gær. Björn var fyrstur niður og sagði hann hina væntan- lega um klukkustund síðar. Hörð- ur hafði eftir honum að þeir hefðu lítið hvílst í fimmtu búðum, feng- ið svolítið súrefni til að ná því að sofna en um leið og áhrif þess fjöruðu út vöknuðu menn aftur ískaldir, hvíldin væri lítil en hægt að viðhalda kröftum. Aldrei verið eins hræddur Hörður sagði að fleiri stefndu nú á tindinn eftir að svo vel tókst hjá íslensku piltunum, bæði úr þeirra leiðangri og öðrum. „Þeir félagar Chris Brown og Watts, sem dvöldu með strákunum í Suð- urskarði og reyndu með þeim þann 19. en treystu sér ekki dag- inn eftir, komu niður í grunnbúð- ir í dag. Þeir sögðu svolítið aðra sögu af fyrstu tilrauninni til að komast á tindinn en strákarnir. Þeir hafa aldrei lent í svona slæmu veðri og hefur Chris Watts nærri 20 ára reynslu af klifri í Himalaja- Qöllum. Chris Brown hefur aldrei verið eins hræddur á ævinni og átökin að koma niður aftur drógu úr þeim mátt. Þeir segja svo að verið hafi ákaflega hvasst þegar lagt var upp í annað sinn og þeim hafi ekki komið til hugar að leggja af stað þótt þeir hefðu haft krafta til. Það er ljóst að strákarnir eru veðurvanari af íslandi en þeir og finnst minna til veðurhæðarinnar koma. Chrisarnir tveir segjast hafa gert sitt besta en það hafi bara ekki verið nóg. Þeir eru þó svekktir yfir því að þeir telja ann- an hópinn okkar fá betri aðstæður og að þeir hefðu átt góðan mögu- leika með honum. Kraftar þeirra eru hins vegar á þrotum og þeir munu ekki reyna aftur.“ Annar hópurinn með þeim Jon Tinker leiðangursstjóra, Mark, Eric og Chris Brown ásamt Lakpageilo sherpa, DarTensi sherpa og Danuru sherpa fór upp Flateyri. Morgunblaðið EINS og fram hef- ur komið í fréttum höfðu Everestfar- arnir með sér harðfisk úr Ön- undarfirði. Fram kom á heimasíðu þeirra að harðfisk- urinn væri eina fæðan sem þeir gætu haldið niðri. Harðfiskurinn góði reyndist eiga rætur sínar að rekja í Neðri- Breiðadal þar sem hjónin Halldór Mikaelsson og Guðrún Oskars- dóttir reka harð- fiskverkun ásamt fjórum börnum sínum. Halldór segir að þau hafi verkað harðfisk í nær 10 ár. „Vinsælust er ýsan, þá steinbítur og þar á eftir kemur þorskur. Háannatíminn í fram- leiðslu er í kringum þorrablót- in, þá er mest að gera,“ segir Halldór. Guðrún var spurð um tildrög þess að harðfiskurinn lenti ofan í bakpokum þeirra Ever- estfara. Hún sagði að systir sín sem byggi í Reykjavík og væri mikil útivistarkona og um leið félagi í íslenska Alpaklúbbnum hefði oft haft í för með sér harðfisk frá sér í ferðum sín- um. Everestfararnir og þá aðallega Hallgrímur Magnús- í Suðurskarð í dag og reynir við tindinn í nótt að sögn Harðar. „Nú er besta veðurspá í margar vikur fyrir morgundaginn og þeir njóta þess að búið er að ryðja slóðina og leggja línur á erfiðustu stað- ina,“ sagði Hörður í gær. Þeim fylgir reyndar einnig talstöðva- búnaður íslendinganna því hann reyndist óaðfinnanlega sem er annað en segja má um aðrar tal- stöðvar. „Við þurfum því að standa vaktina í' nótt aftur til að þeir hafi samband við umheiminn. Við höfum af því fregnir að í nótt muni að minnsta kosti Malaysíu- menn og Nova leiðangurinn bandaríski reyna. Það var öllum hér mjög létt að sálfræðilegi múr- inn var brotinn með árangri okkar manna í gær og það er allt annað að heyra í mönnum hér nú og mun meiri bjartsýni á góðan árangur en áður.“ Veisla ráðgerð í grunnbúðumá sunnudag Jón Þór Víglundsson sagði í samtali við Morgunblaðið úr grunnbúðum laust eftir hádegi í son, hefðu smakkað harðfisk- inn og líkað vel og farið að grennslast fyrir um hvaðan hann kom. Þeir ákváðu síðan að kaupa töluvert magn af þeim hjónum til að nota í baráttu sinni við að klífa hæsta tind jarðarinn- ar. Það hefði gengið eftir og því ekki annað hægt en að sam- gleðjast þeim félögum fyrir þennan frækilega árangur. Hér skaut Halldór inn í að vest- firska „alpaloftið" hefði gert gæfumuninn hvað varðar bragð og gæði harðfisksins af þessu svæði landsins. gær að ætlun þremenninganna væri að fara um sexleytið í morg- un að þeirra tíma úr þriðju búðum til að komast yfir ísfallið áður én sól næði að skína á það sem ger- ist nokkru fyrir hádegi þegar hún nær framhjá tindi Everest þar sem bæði getur orðið þar óbærilega heitt og varasamt ef ísinn fer að hreyfast. Sagði hann þremenning- ana reikna með að komast í grunnbúðir um hádegið og þar myndu kaldar veitingar bíða þeirra. „Þeir verða hér um það leyti sem vænta má frétta af seinni hópnum, hvort honum hafí tekist að ná tindinum ef hann heldur áfram í nótt eins og ráðgert er,“ sagði Jón Þór. „Síðan hinkrum við hér nokkra daga í viðbót þar til hópurinn kemur niður aftur og mikil veisla er ráðgerð á sunnu- daginn til að fagna því sem þegar hefur náðst og jafnvel meiru. A mánudag höldum við svo af stað til Katmandu sem tekur líklega þrjá daga ef við fáum þyrluferð síðast spölinn." Heimferð er síðan ráðgerð 1. júní til London og áfram til Islands 3. júní. Everestfararnir höfundar greina ÞAÐ láðist að geta þess í Morgunblaðinu í gær að greinar um frumheijana á Everest og Sherpana sem birtust á miðopnu blaðsins í gær eru eft- ir íslensku leiðangursmennina á Everest, þá Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrím Magnússon en þar voru birtir kaflar úr fyrri greinum eftir þá. Fjallgarparnir eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Valdimar Kriatinsson FARSÆLL frá Arnarholti og Ásgeir Svan fóru mikinn í forkeppni B-flokks gæðinga í gær og hafa öruggt forskot. Gæðingakeppni Fáks hófst í gær Farsæll með gott forskot FARSÆLL frá Arnarholti hefur gott forskot eftir forkeppni B- flokks gæðinga á Gæðingamóti Fáks sem hófst í gær. Er hann með 8,75 í einkunn en Ásgeir Svan Herbertsson knapi hans er jafn- framt eigandi. Annar er Valiant frá Heggsstöðum sem Hafliði Hall- dórsson sýndi með 8,59 en jafn honum er Snillingur frá Austvaðs- holti sem Gunnar Arnarsson sýndi. I fjórða sæti varð Logi frá Skarði, sem Sigurbjörn Bárðarson sýndi, með 8,55 og Erill frá Kópavogi er fímmti með 8,46. Daníel Jónsson sýndi Eril. Alls komast sextán hest- ar áfram í fullnaðardóm sem fram fer í dag og hefst sú keppni klukk- an sextán. Þá fór fram forkeppni ungmenna í gær og varð þar í efsta sæti Erró frá Langholti, knapi Alma Olsen, með 8,38, Ögri frá Vindási varð annar, knapi Hraínhildur Guð-' mundsdóttir með 8,23, Kolskeggur frá Barkarstöðum þriðji, knapi Gunnhildur Sveinbjarnardóttir með 8,20, Snúður frá Götu fjórði, knapi Bjarni Nicolaison með 8,16 og Skrúður frá Glæsibæ fimmti með 8,08, knapi Davíð Jónsson. Dag- skrá mótsins hefst klukkan 15 í dag með B-flokkskeppni áhuga- manna. Yfirlitssýning kynbóta- hrossa verður á laugardag klukkan 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.