Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Fjórir frambjóðendur keppa um kosningn til forseta Irans í dag Góðrar kjörsóknar vænst í sögulegum kosningum Hversu langt á að fylgja trúar- bókstafnum? Teheran. Reuter. UNDANFARNA daga hefur hiti verið að færast í undirbúning for- setakosninganna sem fram fara í íran í dag. Á sunnudag voru 280 manns handteknir vegna óskil- greindra brota á kosningalöggjöf- inni. Á aðfaranótt fimmtudags setti lögregla upp götuhindranir og dreifði mannfjölda er hundruð ungra stuðningsmanna Mohammad Khatami flykktust út á götur Teher- an, veifandi myndum af frambjóð- andanum. Stuðningsmenn helsta keppi- nautar hans, Ali Akbar Nateq- Nouri, hafa einnig dreift myndum um borgina en þó hefur farið minna fyrir þeim en stuðningsmönnum Khatamis. Annar valdamesti maður írans Forsetinn er annar valdamesti maður írans. Fráfarandi forseti, Akbar Hashemi Rafsanjani, sem setið hefur á forsetastóli frá 1989 verður samkvæmt lögum að víkja er annað kjörtímabil hans rennur út í ágúst. Starfsemi stjórnmálaflokka er bönnuð í íran en stuðningsmenn hafa hópað sig saman í kring um frambjóðendurna. Upprunalega sóttust 238 eftir að komast í fram- boð en einungis íjórum var leyfð þáttaka og hafa þeir allir verið próf- aðir í trú á byltinguna. Hinir tveir frambjóðendurnir eru Mohammad Reuter f TEHERAN má hvarvetna sjá myndir af forsetaframbjóðendum. Mohammed Khatami er talinn höfða sérstaklega til kvenna en þær hafa kosningarétt í íran. Mohammadi Reyshahri og Reza Zavarei og eru þeir taldir hafa litla möguleika á sigri. Góðrar þátttöku er vænst í kosn- ingunum enda eru þetta fyrstu kosn- ingamar frá því fyrir byltingu, þar sem einhver áherslumunur er sjáan- legur á milli frambjóðenda. Khatami sem nýtur vinsælda á meðal kvenna, ungmenna og menntafólks styður frjálslegri túlkun íslamskra bók- stafstrúarlaga en nú tíðkast. Nateq-Nouri er hins vegar aftur- haldsamari og nýtur hann stuðnings trúarleiðtoga svo og verslunar- manna sem óttast um sinn hag komi til umbóta. Báðir em þeir 54 ára og hafa sinnt ábyrgðarstörfum á þjóðþinginu. Niðurstaðna úr kosningunum er ekki að vænta fyrr en á mánudag. Fái enginn frambjóðendanna hrein- an meirihiuta verður kosið öðru sinni, sennilega viku síðar. Svefn- og vökugen- ið fundið Boston. Reuter. VÍSINDAMENN við North- westem-háskólann í Boston skýrðu frá því í vikunni sem leið að þeim hefði tekizt að greina örlítið brot erfðaefnis (gen), sem þeir segja að sé ábyrgt fyrir 24 stunda klukk- unni sem stýri svefnvenjum spendýra. Geninu var gefið nafnið „Clock“, sem sagt er standa fyrir circadian locomotor out- put cycles kaput. Ef reglu- bundin skipti á ljósi og myrkri eru ekki fyrir hendi sem gefa dýrinu til kynna hvenær tími sé kominn til að leggjast til hvílu eyðileggur afmyndað form gensins hinn náttúru- lega 24 tíma takt sem stýrir hvíldartakti líkamans. Þessar niðurstöður eru kynntar í bandaríska fræði- tímaritinu Cell, en rannsókn- imar sem þær eru byggðar á þykja vera brautryðjendaverk án þess þó að þær leiði beint til einhvers nytsamlegs fyrir mannkynið. Með uppgötvun- inni er þó gert ráð fyrir að vísindamönnum takizt að öðl- ast betri skilning á hinum líf- fræðilega dægragangi svefns og vöku, sem geri þeim kleift að þróa betri aðferðir til að stjórna honum og ná tökum á vandamálum eins og „þotu- þreytu“ og svefntruflunum. Reuter Rússneskur fljúgandi furðuhlutur í BORGINNI Saratov í Rússlandi vinna starfsmenn flugvélaverk- smiðju að þróun þessa „fljúgandi furðuhlutar". Flugvélin er þróuð samkvæmt leynilegum sovéskum hernaðaruppiýsingum og hana má nota hvort sem er í hernaðar- legum tilgangi eða til að flytja allt að 2.000 farþega. Stefnt er að því að flugvélin fari í sína fyrstu flugferð árið 1999. Albanía Nýju ófremdar- ástandi afstýrt Vín. Reuter. Atvinnu- lausum fækk- ar á Spáni Malaga. Morgunblaðið. HELDUR hefur dregið úr atvinnu- leysi á Spáni á undanfömum mán- uðum ef marka má nýjar tölur sem birtar voru á mánudag. Enn eru þó tæplega þijár og hálf milljón manna án vinnu. Á fyrsta þriðjungi þessa árs fækkaði atvinnulausum á Spáni um 49.400 manns. Þetta jafngildir því að 21,49% vinnufærra manna séu án atvinnu eða alls 3.442.400 manns. Heldur hefur ástandið þó skánað á síðastliðnum 12 mánuðum, en á því tímabili hafa 402.600 manns sem áður voru án atvinnu fengið störf sem þýðir að atvinnulausum hefur fækkað um 1,4%. FRANZ Vranitzky, sérlegur sátta- semjari Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (RÓSE) í Alba- níu, greindi frá því í gær að and- stæðar fylkingar stjórnmálamanna þar í landi hafí fallizt á að þing- kosningar fari fram 29. júní nk. Þar með hefur verið höggvið á erf- iðan hnút, sem hætta var orðin á að valdið gæti nýju ófremdará- standi í landinu. Vranitzky kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið reyndi nú að leggja allt af mörkum sem það gæti til að hjálpa til við undirbún- ing kosninganna, sem fara fram í tveimur umferðum, og til að tryggja að þær verði fijálsar og rétt framkvæmdar í raun. Vranitzky tjáði blaðamönnum að Bashkim Fino, skipaður forsætis- ráðherra Albaníu, hefði hringt í sig kvöldið áður til að tilkynna að stjórnmálaflokkarnir hefðu sam- þykkt að leysa þann hnút sem stjórnmálaástandið í landinu var komið í. Sagði Vranitzky lausn hafa fundizt á fjölda umdeildra atriða, þar með talið skipun yfir- og héraðskosningastjórna. Persson snuprar sendiherra GÖRAN Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sakaði í gær sendiherra Bandaríkjanna, Thomas Sie- bert, um af- skipti af sænskum innanríkis- málum en hann gagn- rýndi Svía fyrir að hyggjast draga úr framleiðslu raforku með kjam- orku. Sagði Persson að það væri ekki í verkahring sendi- herra að koma á framfæri gagnrýni á þennan hátt en Sie- bert hafði þá gagnrýnt áætlan- ir Svía um lokun Barsebáck- versins, sem hann sagði myndu leiða til hærra orkuverðs. Persson Skæruliðar handteknir ÖRYGGISSVEITIR í Perú handtóku fyrir skemmstu leið- toga tvegga deiida sl:æmliða- samtakanna Skínandi stígs í áhlaupi á búðir skæruliðanna í fmmskógum Perú. Þá var gert upptækt mikið af vopnum. Ihaldsmenn kjósa 10. júní ÞINGMENN íhaldsflokksins munu ganga til fyrstu umferðar í atkvæðagreiðslu um nýjan leiðtoga 10. júní nk. Ekki er búist við að neinn frambjóðenda fái stuðning helmings þing- mannanna í fyrstu umferð og því verði að grípa til fleiri um- ferða, þar til niðurstaða fæst. Slóvenía og Rúmenía í NATO? LÍKUR hafa aukist á því að Slóveníu og Rúmeníu verði boð- in aðild að Atlantshafsbanda- laginu á leiðtogafundi þess í Madríd í júlí nk., að sögn heim- ildarmanna innan bandalags- ins. Segja þeir greinilega til- hneigingu í þá átt, þótt ekkert hafl enn verið ákveðið. Kohl lofar 100.000 nýj- um störfum HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, kynnti í gær „at- vinnusamning“ sem hann hyggst gera við verkalýðsfélög og fyrirtæki, til að skapa 100.000 ný störf í austurhluta landsins, þar sem atvinnuleysi hefur verið viðvarandi frá sam- einingu þýsku ríkjanna. Mæta ekki á þingfundi AUSTURRÍSKA stjórnarand- staðan komst í gær að sam- komulagi um að hunsa þing- fundi og nefndarstörf fram til 10. júní til að þvinga ríkis- stjórnina til að hefja opinbera rannsókn á morði á þremur Kúrdum, sem framið var í Vín, og útsendarar írönsku stjórn- arinnar eru grunaðir um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.