Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ H LAIMDIÐ Nýr meirihlnti og kosningabandalag þriggja framboðslista á Fáskrúðsfírði Mótvægi við ægi- vald Framsóknar Nýtt meiríhlutasamstarf á Fáskrúðsfírði, „hræðslubandalagið“, var tekið upp til að hamla á móti ægivaldi framsóknarmanna í atvinnulífí og stjómun sveitarfélagsins. Framboðin mynda kosningabandalag fyrir næstu kosningar til að reyna að koma í veg fyrir að Framsóknarflokkurinn nái meiri- hluta. Helgi Bjamason kynnti sér málið. LARS Gunnarsson forystu- maður framsóknarmanna. FRAMSOKNARFLOKKURINN hefur stjómað hreppsmálum á Fá- skrúðsfirði í áratugi, fyrir utan örfá ár sem Alþýðubandalag og Sjálf- stæðisflokkur höfðu meirihluta. Síð- ustu árin hafa framsóknarmenn myndað meirihluta til skiptis með Alþýðubandalagi og Sjálfstæðis- flokki en á þessu kjörtímabili hafa allir flokkarnir þrír verið í meiri- hluta. Samtök óháðra, sem er óháð framboð undir forystu Alþýðu- flokksmannsins Eiríks Stefánsson- ar, formanns Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar, hefur ávallt verið í minnihluta. Ofríki framsóknarmanna Sú þróun sem leiddi til kosninga- bandalags og slita á meirihlutasam- starfi hófst á fundi hjá Samtökum óháðra í lok desember en þá var ákveðið að óska eftir viðræðum við Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokk um sameiginlegt framboð við næstu hreppsnefndarkosningar. „Hér hef- ur verið gífurleg fólksfækkun. Það fækkaði um 8% á síðasta ári og um 16% á síðasta áratug. Það er aðal- lega fólk sem stutt hefur þessa þrjá lista sem hefur farið en framsóknar- fólkið ekki. Við sáum að ef boðið yrði fram með óbreyttum hætti myndi Framsóknarflokkurinn ná hreinum meirihluta,“ segir Eiríkur um ástæðu þess að óskað var eftir viðræðum við hina flokkana. Sem dæmi um þetta nefnir hann að sex frambjóðendur af þeim 14 sem skip- uðu lista óháðra við síðustu kosning- ar hafi þegar flutt í burtu, fimm af lista Alþýðubandalags, fímm af lista Sjálfstæðisflokks en enginn af lista Framsóknarflokksins. Hann rekur þessa þróun til ægi- valds Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga yfir atvinnulífínu á staðnum. Kaup- félagið er langstærsta fyrirtækið, er með verslun, þjónustu, útgerð og fiskvinnslu. Þá er það stærsti hlut- hafinn í Loðnuvinnslunni hf. og stjómar sami maðurinn, Gísli Jóna- tansson kaupfélagsstjóri, öllum þessum rekstri. „Kaupfélagið ræður öllu atvinnulífínu og þar eru fram- sóknarmenn í öllum -------------- stjórnunarstöðum og passa upp á að enginn komist þar að nema hann sé með réttan lit á flokks- skírteininu. Einokun er aldrei til góðs. Hvað á sá starfsmað- ur að gera sem lendir upp á kant við stjómanda kaupfélagsins? Hann á fárra kosta völ og flytur úr bæn- um,“ segir Eiríkur. Alþýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur ákváðu að taka áskomn Samtaka óháðra og lauk viðræðun- um með jákvæðri niðurstöðu og samþykktu öll framboðin að bjóða fram sameiginiegan lista í hrepps- nefndarkosningunum að ári. „Það náðist málefnaleg samstaða um öll þau mál sem fjallað var um og þar bar atvinnumálin auðvitað hæst,“ segir Albert Kemp, fulltrúi Sjálf- stæðisflokks og oddviti Búðahrepps. Nýju valdhafamir eru ekkert að Ieyna því að samstarfi þeirra er ætlað að mynda mótvægi gegn valdi kaupfélagsins og framsóknar- manna. „Framsóknarmenn sýna visst ofríki. Það er til dæmis talið betra að menn séu réttu megin í gólitíkinni þegar ráðið er í störf. Ég tel að það ætti að heyra sög- unni til að menn þori ekki að tjá skoðanir sínar af hræðslu við að verða settir niður í vinnu og fá skila- boð úr höfuðstöðvum fýrirtækisins um að hafa hægt um sig,“ segir Albert. Magnús Stefánsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins, segir að allt of mikil tenging sé milli kaupfélagsins og framsóknarmanna og það sé slæmt fyrir kaupfélagið og byggð- arlagið. „Það gengur illa að dylja þessi tengsl. Við alþýðubandalags- menn viljum veg kaupfélagsins sem mestan og dettur ekki í hug að leggja stein í götu þess en við viljum að kaupfélagið sé fyrirtæki allra íbúanna," segir Magnús. Meirihlutasamstarfi slitið Á seinni stigum viðræðna um sameiginlegt framboð kom upp sú hugmynd að rétt væri að Alþýðu- bandalag og Sjálfstæðisflokkur slitu meirihlutasamstarfí við Framsókn- arflokk og flokkamir tækju strax við völdum. Varð það niðurstaðan og var nýr meirihluti myndaður í síðustu viku. Albert Kemp var kos- inn oddviti út kjörtímabilið, Magnús Stefánsson varaoddviti og Eiríkur Stefánsson formaður hreppsráðs. Ekki vora allir á eitt sáttir um slit á meirihlutasamstarfinu enda ber mönnum saman um að það hafi gengið ágætlega og lítill skoðanaá- greiningur komið upp. Menn nefna þó skiptar skoðanir um sölu hluta- bréfa hreppsins í Loðnuvinnslunni. Björgvin Baldursson, hreppsnefnd- armaður Alþýðubandalagsins, var mótfallinn því að slíta meirihluta- samstarfinu en ákvað að standa --------- ekki í vegi fyrir því að Framsóknar- vilji meirihluta flokks- menn sýna manna hans næði fram visst ofríki að ganga og sagði af sér störfum í hreppsnefnd. ““„Ég ákvað að víkja til að félagar mínir hefðu fijálsar hendur við að framkvæma þetta,“ segir hann. Við tók Magnús Stefánsson. „Við töldum óeðlilegt að halda áfram að vinna með framsóknar- mönnum eftir að við höfðum ákveð- ið að ganga til samstarfs við hina flokkana, það hefði verið óheiðarlegt bæði gagnvart okkar fólki og fram- sóknarmönnum," segir Magnús. „Auðvitað er mönnum misboðið þegar samstarfsmenn ganga á bak orða sinna. En lýðræðið er svona þó það sé skondið að fulltrúi minnsta framboðsins sé oddviti hálft kjör- tímabilið," segir Lars Gunnarsson, efsti maður á lista Framsóknar- flokksins. Albert Kemp var oddviti þriðja ár kjörtímabilsins en sam- kvæmt samkomulagi fyrri meiri- hluta átti Lars að taka við nú. Lars segir að úr því hinir flokkamir hafí verið búnir að mynda kosninga- bandalag hafí verið eðlilegt að þeir slitu samstarfinu, hann hefði til dæmis aldrei viljað starfa sem odd- viti við þær kringumstæður. „Við ætlum að veita nýja meirihlutanum málefnalega en harða andstöðu þetta síðasta ár kjörtímabilsins,“ segir hann. Viya annað sterkt fyrirtæki Nýi meirihlutinn hefur gert mál- efnaskrá sem fulltrúar hans hyggjast framkvæma á því ári sem er til loka kjörtímabilsins og á því næsta ef þeir fá umboð kjósenda til að stjóma áfram. Atvinnumálin era efst á blaði. Forystumenn meirihlutans benda á að kvóti staðarins hafí minnkað um 63% frá því kvótalögin voru sett á og kaupfélagið geri nú út eitt skip í stað þriggja. Þeir benda á fólksflótt- ann. Á síðasta ári fækkaði um 54 á Fáskrúðsfírði og íbúatalin fór niður undir 650 sem er svipaður fjöldi og var á staðnum fyrir 30 áram. „Við ætlum að snúa þessari þróun við og tryggja að fólk fái að njóta sannmælis," segir Albert Kemp. „Það er stefna okkar að vinna að því að hér verði annar stór atvinnu- veitandi við hliðina á kaupfélaginu. Þessu er ekki stefnt gegn kaupfélag- inu heldur til að efla atvinnu og byggð á Fáskrúðsfírði," segir Magn- ús Stefánsson. Þremenningarnir segja að reynt verði að laða að sterkt atvinnufyrirtæki, helst fyrirtæki sem hefði kvóta og skip. Þeir segja að hreppsfélagið hafí ekki bolmagn til að láta mikið fé af hendi rakna til að stuðla að slíku. Hreppurinn á þó kost á að kaupa Ióð sem liggur að sjó, þar sem gömul söltunarhús, Hilmishús, era, og segja þeir mögu- legt að bjóða hana fram. Einnig segja þeir að það komi fyllilega til greina að nýta hlut Búðahrepps í Loðnu- vinnslunni hf. með einhveijum hætti til að styðja nýjan atvinnurekstur. „Við viljum standa við bakið á hveijum þeim sem vill setja hér upp nýjan atvinnurekstur og þar er kaupfélagið ekki undanskilið. En samskiptin verða þá að breytast, ekki þýðir fyrir kaupfélagið að vera með endalausar kröfur á hendur sveitarfélaginu,“ segir Albert. Þeir félagar líta til norðlensku fyrirtækj- anna sem hafa komið sér upp að- stöðu á Austfjörðum, UA á Vopna- fírði, Skagstrendings á Seyðisfirði, Samheija á Eskifirði og KEA á Stöðvarfírði. Hafa hreppsnefndar- menn rætt óformlega við einhver stórfyrirtæki, meðal annars KEA og Granda hf. Staðan á Fáskrúðs- Morgunblaðið/Helgi Bjamason FORYSTUMENN nýja meirihlutans við Ráðhúsið á Fáskrúðs- firði, f.v. Magnús Stefánsson, Albert Kemp og Eiríkur Stefánsson. firði er hins vegar ólík því sem ann- ars staðar er algengast, kaupfélagið er lokað fyrirtæki svo ekki er hægt fyrir önnur fyrirtæki að kaupa hlut í því til að innsigla samstarf. Þau fyrirtæki sem rætt hefur verið við hafa ekki á dagskránni að byggja upp frá grunni atvinnurekstur í öðr- um landshlutum. Lars Gunnarsson segir að það sé í sjálfu sér ekki æskilegt að mestall- ur atvinnurekstur sé á einni hendi. Þetta hafí hins vegar þróast svona á Fáskrúðsfírði eins og víðar. „Þetta er að gerast í sjávarútveginum. Fyrirtækin sameinast eða taka upp samvinnu. Hér eigum við fyrirtæki sem lengi hefur verið sterkt og hef- ur verið að efla sig meðal annars með stofnun Loðnuvinnslunnar hf. Það er ekki kaupfélaginu að kenna að önnur sjávarútvegsfyrirtæki hafa farið á hausinn. Ákveðin röskun hefur orðið vegna þess en sem betur fer er fólk farið að flytja hingað aftur og það er bjart framundan á Fáskrúðsfírði," segir hann. Meiri þörf á iðnaði Lars Gunnarsson segir að fram- sóknarmenn séu ekki hlynntir því að selja hlutabréfin i' Loðnuvinnsl- unni til að setja í annað sjávarút- vegsfyrirtæki. „Við viljum frekar að þessir peningar verði nýttir til að þjóna fólkinu, til að stækka skól- ann, koma upp æskulýðsheimili, klára íþróttahúsið eða uppbyggingu gatna. Svo gæti verið gott að eiga þennan eignarhlut sem varasjóð,“ segir hann. Lars er jafnframt for- maður stjómar Kaupfé- lags Fáskrúðsfírðinga síðan í vor. Hann segir að kaupfélagið sé að skapa 30-40 ný störf í síldarflökun, söltun og frystingu og þurfi greinilega farand- verkafólk til að anna auknum um- svifum. Hann segir enga þörf á að byggja upp annað sjávarútvegsfyr- irtæki við hliðina á kaupfélaginu. „Atvinnulífíð hér er of einhæft og við erum hlynntir því að hér verði komið upp öðram iðnaði. Hér er til dæmis komið útibú frá Netagerð Ingólfs og það er mjög jákvætt,“ segir Lars. Magnús Stefánsson segir að vissulega sé það rétt að nær ekkert atvinnuleysi sé nú á Fáskrúðsfírði. „En við sættum okkur ekki við þá fólksfækkun sem orðið hefur og vilj- um að fólki fari að fjölga aftur. Það gerist ekki nema með nýjum at- vinnufyrirtækjum," segir hann. Olíkar persónur Lars telur ekki að flokkarnir þrír nái markmiðum sínum í næstu kosn- ingum. „Þetta hjálpar frekar fram- sóknarmönnum til að ná hreinum meirihluta en hitt enda tel ég að fylgi Framsóknarflokksins byggist á því fólki sem býður sig fram en ekki kaupfélaginu. Forystumenn hinna framboðanna era ólíkir, þeir geta kannski unnið saman í eitt ár en aldrei til lengdar. Kjósendur þurfa að hugsa sig vel um áður en þeir greiða þessu framboði atkvæði sitt,“ segir hann. Þremenningarnir gera sér grein fyrir efasemdum sumra um að þeir geti unnið saman. Þeir segjast hafa náð vel saman og era þess fullvissir að samstarfíð muni ganga vel. Þeir ætla að nota árið sem eftir er af þessu kjörtímabili til að sanna það að þeim takist að vinna vel saman, „tilkeyra" samstarfið. Magnús Stef- ánsson segir að mikill einhugur sé hjá því fólki sem undirbúið hefur samstarf framboðanna. „Menn eru sammála um að leggja sig alla fram í vinnu til þess að þetta megi tak- ast. Við ætlum að undirbúa mál vel fyrir fundi. Auðvitað verða mála- miðlanir en við ætlum okkur að ná saman um málefnin innbyrðis og helst líka við framsóknar- menn og koma einhuga fram,“ segir hann. Forystumenn nýja meirihlutans segja að fólk geti ekki búist við róttækum breytingum í stjórnun sveitarfélagsins þar sem búið sé að samþykkja fjárhagsáætlun en það verði vart við áherslubreytingar. Einn þeirra segir til dæmis að sam- skiptum kaupfélagsins og sveitarfé- lagsins verði komið í eðlilegra horf. Tekið verði málefnalega á erindum kaupfélagsins en skrúfað fynr sjálfsafgreiðslu félagsins nú, þegar það hefði ekki sömu aðstöðu til hagsmunagæslu. Meiriþörfá nýjum iðnfyr- irtækjum i Í i i ( i i k i i i i ji < < t í i < U !< < i i ( <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.