Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 8
 8 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 FRÉTTIR ■ Háskólinn ber ekki ábyrgð á skýrsu Ragnars og Birgis Þórs Hvattur til að segja eitthvaðiil - svo menn hneykslist ekki á því sem frá skólanum kemur - segir i NÚ vantar okkur bara 1 stk. skýrslu sem sýnir að Stjáni sægreifi er besti vinur landsbyggðarinnar . . . Ekkí má snerta samtímis vél og jörð ef ekið er á háspennulínu EF VINNUVÉLAR eða önnur öku- tæki komast í snertingu við há- spennulínu ber ökumanni að halda kyrru fyrir í stjómhúsi og snerta alls ekki vélina og jörð samtímis með því að stíga út úr ökutækinu segir í leiðbeiningum um vinnuvélar í námunda við háspennulínur. í frétt í blaðinu í gær af óhappi þegar kranabóma á vörubíl lenti á háspennulínu, er haft eftir bílstjór- anum að hann hafi áttað sig of seint á því að hann sýndi ekki rétt viðbrögð þegar hann kastaði sér út úr bílnum. í leiðbeiningum sem Vinnueftirlit ríkisins og Löggilding- arstofan, áður Rafmagnseftirlit rík- isins hafa gefið út segir að ef ekki takist að losa vélina með eigin afli og tilfæringum úr snertingu við háspennulínuna þá eigi að halda kyrru fyrir í ökutækinu og gæta þess að aðhafast ekkert fyrr en tryggt er að spennan hafí verið tek- in af línunni og hún jarðtengd. Ef hættulegt virðist vera að halda kyrru fyrir af öðrum orsökum, þá á ökumaður að stökkva jafnfætis út úr vélinni og gæta þess að snerta ekki vélina og jörð samtímis. mVöM GRIP SHIFT skiptar F|allah|ólabúðin G.Á.PÉTURSSON ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580 SHIMANO bremsur/glrar Aísláttur allt að 20% af 199B árgerðinni. CD MIKIÐ ÚRVAL FYLDIHLUTA OPIDFRÁKL. 9-18 LAU. 10-18 RAÐGREIÐSLUR MORGUNBLAÐIÐ Vestur-íslendingur í 52 ár „Eg reyndi ætíð að fræða börn- in um Island“ G UÐNY Magnús- dóttir, sem hefur búið í Bandaríkjun- um í rúma hálfa öld, hefur dvalið hér á landi síðustu daga í tilefni sjötugsafmæl- is síns 16. maí. Guðný kynntist eigin- manni sínum, Marvin Hey- er, sumarið 1943, en hann gegndi herþjónustu á ís- landi á stríðsárunum 1941-45. „Elsti bróðir minn, sem bjó í Vestmanna- eyjum, hafði beðið mig að koma þangað til að hjálpa konu sinni um sumarið. Þau áttu þá árs gamalt barn og eignuðust annað bam um þetta leyti. Ég samþykkti það, fór á þjóðhátíð í Eyjum og kynntist þá eiginmanni mínum, sem var í hljóm- sveit og spilaði á hátíðinni. Hann bað mig um að hafa samband við sig þegar ég færi til Reykjavíkur um haustið og ég gerði það. Við giftumst svo árið 1945 og höfum verið gift síðan, í 52 ár.“ - Voru það mikil viðbrigði að flytj- ast til Bandaríkjanna árið 1945? „Já, það var það auðvitað. Manni fannst þetta vera mjög stórt og mikið land. Ég fór út að sumarlagi og það var óskaplega heitt. Ég fór strax suður til Flórída því maðurinn minn var enn í hemum og starfaði þar. Ég fór þangað 1. ágúst að ég held og ég man að það var rosaleg- ur hiti.“ - Þú hefur væntanlega saknað austfirsku fjallanna þegar þú bjóst í Iowa? „Jú, ég saknaði alltaf fjallanna. Við erum nýflutt til Colorado og þar sé ég blessuð fjöllin daglega. Það er mjög fallegt í Colorado og þar er margt sem minnir mig á Island, sérstaklega fjöllin og vötnin sem em skammt vestan við bæinn þar sem ég bý.“ - Þér hefur líkað vel að búa í Bandaríkjunum? „Já, ljómandi vel. Ég var mjög heppin að því leyti að það var mjög vel tekið á móti mér og fólk var afskaplega gott við mig. Auðvitað hjálpaði það mjög mikið og ég hef alltaf kunnað vel við mig í Banda- ríkjunum." Guðnýju bauðst fljótlega starf sem bankagjaldkeri og sinnti því í 26 ár. Jafnframt átti hún sæti í stjóm sjúkrahúss í Webster City, sem er bær á stærð við Akureyri og er í hinum víðfeðmu landbún- aðarhéruðum Iowa-ríkis. Kirkju- legt starf og trúrækni hafa alla tíð verið henni mjög hjartfólgin, meðal annars hafði hún um 25 ára skeið umsjón með sunnudagaskóla bama í söfnuði sínum og kenndi við bibl- íuskóla fyrir 14-15 ára börn á sumrin. Auk þess hafði hún umsjón með unglingastarfí ______________ safnaðarins í nokkur ár. „Ég reyndi ætíð að fræða bömin um ísland og stundum reyndi ég að kenna þeim söngva eins og „Jesú bróðir ______ besti“ en það tókst þó ekki alltaf vel! Ég sagði þeim frá því hvemig það var að alast upp á Islandi og stundum var ég beðin um að koma í barnaskólann og segja frá landinu. Viðtökumar voru mjög góðar og börnin höfðu mjög gaman af þessu, sérstaklega þegar þau heyrðu mig tala íslensku. Fólkið vissi svo lítið um ísland á þessum tíma og þar til fyrir nokkrum ámm. Þegar ég Guðný Magnúsdóttir ► Guðný Magnúsdóttir fæddist 16. maí 1927 á Reyðarfirði. For- eldrar hennar voru Rósa Sig- urðardóttir og Magnús Guð- mundsson. Auk Guðnýjar eign- uðust þau sjö börn, en þau eru: Aagot, húsmóðir, d. 1983, Emil fyrrverandi kaupmaður á Grundarfirði, Torfhildur, fyrr- verandi símstöðvarstjóri á Eski- firði, Aðalbjörg, húsmóðir á Fáskrúðsfirði og i Reykjavík, Stefanía, húsmóðir í Reykjavík, Guðmundur, fræðslustjóri á Reyðarfirði, og Sigurður, fram- kvæmdastjóri, í Reykjavík. Guðný ólst upp að hluta hjá frændfólki sínu að Felli í Breiðdal, en á unglingsárunum starfaði hún i verslun Silla og Valda o g ennfremur við hús- þjálp þjá Thyru og Sveinbirni Finnssyni í Reykjavík. Árið 1945 giftist hún Marvin Heyer, liðs- manni í Bandaríkjaher hér á landi á stríðsárunum. í lok stríðsins árið 1945 fluttustþau til Webster City í Iowa og stofn- uðu þar heimili. Þau eignuðust tvo drengi, Neal og Kent, sem eru báðir búsettir í Denver í Colorado, og hjónin fluttust þangað nýlega frá Webster City. „Eg saknadi alltaf aust- firsku ffjall- anna fór út var ég t.d. kynnt fyrir konu sem sagði þegar hún sá að ég var ljóshærð: „Nú, þú ert þá ekki esk- imói!“ Þannig að fólkið vissi nú ekki mikið um ísland á þeim tíma, en það hefur þó breyst síðustu árin.“ - Finnst þér hafa orðið miklar breytingar á íslandi frá þvíþú flutt- ist til Bandaríkjanna ílok stríðsins? „Já, miklar, einkum í Reykjavík sem hefur stækkað svo mikið. Annars vil ég segja að fólkið á íslandi er alltaf jafn yndislegt og vingjamlegt." „Eg er ein af þeim heppnu stúlk- _________ um frá íslandi, sem giftust bandarískum hermönnum. Ég hef kynnst dásamlegu fólki í Bandaríkjunum og þar var mér vel tekið. Ég ___^_ hef notið þess að búa í Bandaríkjunum en það merkir þó ekki að ég hafí aldrei saknað Islands. Ég tel að eftir því sem fólk eldist sakni það systkina sinna meira. Þegar fólk er ungt er það önnum kafíð við störf og barna- uppeldi. En það er dásamlegt að koma heim til Islands, sem er mjög sérstakt og engu öðru landi líkt,“ sagði Guðný og kvaðst þakklát systkinum sínum fyrir að hafa gert ferðina til æskuslóðanna mögulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.