Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 45
1 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 45 MINNINGAR VALUR GÚSTAFSSON + Valur Gústafs- son fæddist í Reykjavík 21. júní 1933. Hann lést í Reykjavík eftir langvarandi heilsu- leysi 10. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gústaf Kristjáns- son, kaupmaður, f. 1.10 1904, d. 6.3. 1968, og Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 4.7. 1910, d. 20.12. 1976. Valur varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1955 og lauk námi frá Konunglega leik- listarháskólanum breska 1959. Hann var ókvæntur og barn- laus. Systkini Vals eru: 1) Inga Dóra Gústafsdóttir, f. 1.5. 1931, innflytjandi. Maki Einar Lövdahl, læknir, f. 22.6. 1929. Dætur þeirra Sigurlaug Lövdahl, f. 4.4.1958, B.A. Háskóla Is- lands, Jóhanna Lövdahl, f. 14.2. 1960, kennari og B.A. Háskóla ís- Iands, maki Gunn- laugur Sigfússon, læknir, f. 23.2. 1961, Ragnhildur Lövdahl, f. 1.5.1971, háskólanemi. 2) Agnar Gústafsson, hrl., f. 28.10 1926. Maki Inga Dóra Hertervig, f. 8.12. 1930. Börn þeirra Gústaf, f. 21.5. 1952: Snorri, f. 30.12. 1955, prófessor, maki: Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, f. 4.8. 1959, hjúkrunarfræðingur. Útför Vals fór fram í kyrr- þey. Útför gamals vinar míns og skólafélaga, Vals Gústafssonar, I var nýlega gerð í kyrrþey. Fyrstu ( kynni okkar Vals voru í ellefu ára bekk Laugarnesskóla. Kennari okkar var Skeggi Ásbjarnarson, mikill sómamaður og þjóðkunnur stjórnandi barnatíma í Ríkisút- varpinu á árum áður. Mikil vinátta tókst með okkar Val, sem hélst til æviloka. Á ég margar góðar minn- ingar frá gleðistundum sem við áttum saman, því oft var brugðið I á leik á þessum árum. Valur var mikill námsmaður og margt til lista lagt. Þegar í barna- skóla Ieyndu listrænir hæfileikar hans sér ekki. Hann lék aðalhlut- verk í mörgum leikritum, sem Skeggi stjórnaði, bæði í skóla og útvarpi. Má þar meðal annars nefna leikritin Vistaskipti og Mar- ías, sem Skeggi skrifaði eftir sög- um Einars H. Kvaran rithöfundar. Einnig lék hann annað aðalhlut- verkið í kvikmynd Óskars Gísla- sonar, Síðasti bærinn í dalnum. Hann hélt leikferli sínum áfram á skólaárunum, við góðan orðstír, allt fram að stúdentsprófi árið 1955. Þá fór hann til náms í Lond- on og lauk prófi frá Royal Aca- demy of Dramatic Arts árið 1958. Eftir að Valur kom heim frá námi starfaði hann sem leikari við Þjóð- leikhúsið á árunum 1959-60. Síðan vann hann hjá Pósti og síma á árunum 1963-7, hjá Veiðimála- stofnun árið 1968, heildverslun S. Ármanns Magnússonar árin 1970-6 og hjá Ragnari Ármanni Magnússyni endurskoðanda árin 1977-8. Þá lauk starfsferlinum. Allt frá unglingsárum hafði hann átt við veikindi að stríða. Hann var ókvæntur og barnlaus. Valur var óvenju hæfileikaríkur og listrænn. Ljóðlist, myndlist og tónlist áttu hug hans og hjarta. Innsæi hans í heim listanna var einstætt. Hann hefði náð þar langt og margt listrænt verk lægi vafa- laust eftir hann, hefði forsjónin hagað því svo. Tungumál voru honum auðlærð og náði hann góðum tökum á þeim. Sérstaklega var honum enskan töm eftir námsárin í London. Hann var einarður og hreinskiptinn, og sinnti af áhuga því sem hann tók sér fyrir hendur. Sérstaklega er mér minnisstætt þægilegt viðmót hans, einlægni og skilningur. Góð- semi og gófuglyndi einkenndu framkomu hans og stundum sýndi hann aðdáunarverða fómfýsi. Frá unglingsárum Vals er mörgum eft- irminnilegt hugmyndaríki hans og sköpunargáfa, og hve skemmtileg- ur og orðhagur hann gat verið. Okkur skólafélögunum verður hann ógleymanlegur. Að leiðarlokum kveð ég Val vin minn með innilegu þakklæti fyrir samfylgdina. Aðstandendum votta ég einlæga hluttekningu. Jón L. Arnalds. HA UKUR JACOBSEN + Haukur Jacob- sen fæddist í Reykjavík 24. apríl 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 8. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 20. maí. Með fáeinum orðum viljum við minnast ein- staklega ljúfs og góðs manns. Móðir okkar, Kristjana Bjargmunds- dóttir Mellk, kynnti Hauk fyrir okk- ur systkinunum og fjölskyldum okkar fyrir um það bil fjórum árum. Honum var strax tekið sem einum af fjölskyldunni því þau urðu mjög náin og auðséð að kærleikur þeirra sýndi að þau áttu mjög vel saman. Yndislegt er að geta fundið þannig félags- skap og kærleika. Lífið færir okkur alls konar þrautir bæði auðveldar og erfiðar og þess vegna er svo einstak- lega gott og gefandi að geta deilt því með öðrum. Það gleður okkur mikið að Hauk- ur og móðir okkar gátu notið lífsins mjög vel með stórum og góðum vinahópi. Það var svo indælt að sjá hve gott var á milli þeirra. Oft áttum við öll Ijúfar og góðar stundir með þeim, bæði heima hjá Hauki á heimili hans í Breiðabliki, en þar bjó hann síðastliðin þrjú ár, á heimili móður okkar og á heimil- um okkar systkinanna. Stórt skarð er því komið í líf okkar og munum við sakna hans mikið þar sem hann var orðinn svo stór þáttur í okkar daglega lífi. Framkoma Hauks var sérstak- lega prúð og þægileg. Aldrei sagði hann styggðaryrði um neinn í okk- ar eyru. Hann leit alltaf á það góða í lífinu. Við þökkum innilega fyrir þessi góðu kynni og þökkum Hauki sérstaklega fyrir allt sem hann veitti móður okkar af gleði og félagsskap. Elsku mamma, Guð gefi þér styrk til að sefa sorg þína. Við vottum fjölskyldu Hauks og vinum hans öllum innilega samúð. Guð blessi minningu Hauks Jacobsens. Marilyn Herdís, Karen, Róbert Mellk og fjölskyldur. HULDA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR + Hulda Ragna Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 14. október 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hallgríms- kirkju 7. maí. Það kom okkur systkinunum á óvart þegar okkur bárust þær fréttir að hún Hulda systir Sigrún- ar ömmu okkar væri dáin. En vegna lítilla samskipta á undan- förnum árum er það ekki óeðli- legt. Sem börn eigum við systkinin yndislegar minningar frá Freyju- götunni. Sigrún Lína heitin amma okkar bjó á Bjarnastíg í næstu götu við Siggu langömmu og Huldu frænku svo það fylgdi öllum heimsóknum til hennar að skjótast yfir til langömmu og Huldu og gæða sér á kræsingunum sem þær höfðu alltaf á boðstólum. Okkur var ávallt tekið opnum og hlýjum örmum og afhentar litabækur og litir til að leika okkur. Þarna gat maður dundað sér tímunum saman og ekki má gleyma róluvellinum sem var þarna við hliðina. Þetta var eins og að koma í annan heim þar sem maður gat vappað um og notið barnæskunnar til hins ýtr- asta. Það var alveg sama á hvaða degi maður kom, Hulda var alltaf í eldhúsinu leikandi við hvern sinn fingur og inni í stofu voru borðin full af tertum og ýmsu góðgæti sem gott var að gæða sér á. Þetta BBIDS var allt svo aðgengilegt og elsku- legt hjá þeim. Þegar við stækkuðum þá fækk- aði heimsóknunum þegar Sigga langamma okkar dó en þessum æskuminningum gleymum við aldrei og alltaf þegar við systkinin eigum leið nálægt Freyjugötunni rifjum við upp þessar skemmtilegu minningar. En tímarnir breytast og annað tekur við. Heimsóknirnar á Freyju- götu og Bjarnastíginn eru að baki en munu ætíð verma hjörtu okkar og skipa ákveðinn sess í minning- unni. Hvar sem hún Hulda er í dag þá hefur henni verið tekið opnum örmum af móður sinni og föður ásamt Sigrúnu systur sinni og ömmu og föður okkar Sigurjóni. Guð blessi þig, Hulda frænka, og takk fyrir samveruna. Sigrún Lína, Sigurjóna SoffíaogÓliHalldór Sigurjónsbörn. Umsjón Arnór G. Ragnarsson Þátttaka eykst í sumarbrids Sumarbrids hófst mánudaginn 19. maí. 14 pör spiluðu og var miðlungur 156. Lokaröðin var eftir- farandi: Eðvarð Hallgrímsson-Magnús Sverrisson 196 Tómas Sigurjónsson-Friðrik Jónsson 191 Rafn Thorarensen-Hafþór Kristjánsson 180 Guðl. Sveinsson-Sigurjón Tryggvason 170 Þriðjudaginn 20. maí var spilað- ur mitchell með 28 pörum, miðlung- ur 216. Sigurvegarar í N/S: TómasSigurjónsson-EggertBergsson 280 Gróa Guðnad.-Jóna Magnúsd., 264 Þröstur Ingimarsson-Þórður Björnsson 256 Unnur Sveinsd.,-Inga Lára Guðmundsd., 248 í A/V sigruðu eftirfarandi spilar- ar: Júlíus Snorrason-Guðlaugur Sveinsson 287 Dúa Ólaf sd.,-Vilhjálmur Siprðsson jr. 286 HalldórÞorvaldsson-BaldurBjartmarsson 244 EinarJónsson-JakobKristinsson 225 Spilað er alla daga nema laugar- daga í Þönglabakka 1., 3. hæð og spilamennska hefst kl. 19.00. Það er spiluð forgefin spil alla daga, Mitchell mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og fóstudaga og Monrad-barómeter miðvikudaga og sunnudaga. Vikulega eru veitt verðlaun þeim sem skorar flest bronsstig yfir vik- una og einnig dregin aukaverðlaun úr öllum nöfnum vikunnar. Það par sem skorar hæsta prósentuskor í sumarbrids fá að launum ferð og uppihald á Hornafjarðarmótinu í lok september. Þeir sem skora flest stig þrjá daga í röð geta tekið þátt í Flug- leiðaleiknum þar sem vinningshaf- inn fær þátttökurétt með erlendu pari sem kemur sérstaklega til landsins til þess að taka þátt í loka- móti sumarbríds sem haldið verður laugardaginn 6. sept. Þetta verður sveitakeppni með stuttum leikjum. Nú er um að gera að mæta í sumarbrids og næla sér í eitthvað af góðum verðlaunum og skemmta sér við að spila brids. Umsjónarmaður sumarbrids 1997 er Elín Bjarnadóttir og keppnisstjórar eru Jón Baldursson, Sveinn R. Eiríksson og Matthías G. Þorvaldsson. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 15. maívarspilað síðasta kvöldið í vortvímenningnum sem lauk með sigri Þórðar Björns- sonar og Birgis Arnar Steingríms- sonar. Lokastaðan: Þórður Björnss. - Birgir Örn Steingrimss. 739 ÁrmannJ.Lárusson-JensJensson 733 Árni Már Björnsson - Leifur Kristjánsson 707 Meðalskor 648 Skor kvöldsins: N/S ÁrmannJ.Lárusson-JensJensson 288 Árni Már Björnsson - Leifur Kristjánsson 263 Gísli Tryggvason - Guðlaugur Níelsen 235 A/V Ragnar Jónsson - Murat Serdar 252 HelgiViborg-OddurJakobsson 248 Þórður Björnss. - Birgir Örn Steingrimss. 233 Meðalskor 216 Öskalistí brúðBiónanna Gjafaþjönustáfyrir brúðkaupið SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœröu gjöfina ¦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.