Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
LANDHELGISGÆSLAN gerir tundurduflið óvirkt um borð í Eyrúnu Ár í Þorlákshöfn.
Eyrún ÁR-66 frá Þorlákshöfn fékk tundurdufl í trollið
Jómfrúrferð skipstjórans
Selfossi. Morgunblaðið.
EYRÚN Ár-66 frá Þorlákshöfn voru um borð. Jón Ævarr Erlings- tundurdufl þá höfðum við strax
fékk tundurdufl í trollið laust fyr-
ir hádegi í gær. Eyrún var stödd
10 mílur fyrir sunnan Krísuvíkur-
bjarg þegar duflið uppgötvaðist í
trollinu. Sprengjusérfræðingar
Landhelgisgæslunnar voru kall-
aðir til þegar skipið kom með
duflið að landi og voru þeir búnir
að gera það óvirkt laust eftir
klukkan 17 í gær. í áhöfninni á
Eyrúnu eru fjórir menn, sem allir
son er skipstjóri á Eyrúnu en
þetta var jómfrúrferð Jóns sem
skipstjóra.
„Þetta er alveg með ólikindum,
fyrsta ferðin og ég fiska tundur-
dufl úr hafinu," sagði Jón. Hann
var að vonum talsvert órólegur
þegar uppgötvaðist að um tundur-
dufl var að ræða, en fyrst í stað
héldu þeir að oliutunna væri i troll-
inu. „Þegar við sáum að þetta var
samband við landhelgisgæsluna,
okkur var leiðbeint mjög vel og
við sigldum með tundurduflið í
land í Þorlákshöfn," sagði Jón.
Jón Ævarr telur það hafa verið
mikla mildi hversu skaplegt veðr-
ið var. Siglingin frá Krísuvíkur-
bjargi og í Þorlákshöfn tók rétt
rúma tvo tíma. Ef vont hefði ver-
ið i sjóinn þá hefði þeim sennilega
ekki tekist að koma því að landi.
Óljóst með sumarfrí hjá sáttasemjara
Tuttugu og sjö
mál óafgreidd
ENN er 27 málum ólokið hjá ríkis-
sáttasemjara. Fundir hafa staðið
fram á nótt undanfarna daga, en
þrátt fyrir það hefur dregist að ljúka
samningum. Þórir Einarsson ríkis-
sáttasemjari segir óljóst hvernig
haldið verður á málum af hálfu
embættisins í sumar, en nokkur erf-
ið mál séu eftir sem óvíst sé hvort
náist að klára fyrir mánaðamót.
Bíldekk
undan
vörubíl
DEKK undan vörubíl lenti
framan á bíl, sem kom úr
gagnstæðri átt á Vestfjarða-
vegi við Tungudal í gærmorg-
un. Engin slys urðu á fólki.
Slysið varð skammt frá
gangamunnanum í Tungudal
þegar dekk losnaði undan
vörubíl, sem þar var á ferð og
hafnaði framan á bílaleigubíl
með erlendum ferðamönnum.
Bíll ferðamannanna varð
óökufær en enginn slasaðist.
Í gær voru á fundi samninga-
nefndir flugfreyja, leikskólakenn-
ara, póstmanna, símamanna, nátt-
úrufræðinga, hárgreiðslumanna,
ljósmæðra, múrara, kennara í
Tækniskólanum, kennara í Kenn-
araháskólanum og þroskaþjálfa.
Flugfreyjur voru á sínum 31. fundi.
Ekki náðist að klára neinn samning.
Þórir sagði að hann myndi á
næstunni ræða við samninganefnd
ríkisins um hvernig hún vildi halda
á málum næstu vikurnar. Hann
sagðist gera sér vonir um að mörg
mál kláruðust fyrir mánaðamót, en
það væru nokkur mjög erfið mál
eftir sem búast mætti við að tíma-
frekt yrði að klára. Hann tiltók sér-
staklega samninga við lögreglu-
menn og bifreiðastjórafélagið
Sleipni.
Lagaskylda að boða fundi
Samkvæmt lögum ber ríkissátta-
semjara að kalla samninganefndir á
fund á a.m.k. hálfs mánaðar fresti.
Þórir sagðist telja að til að sinna
þessari lagaskyldu væri óhjákvæmi-
legt að hafa einhveija lágmarksvakt
í Karphúsinu í sumar. Starfsmenn
embættis ríkissáttasemjara hefðu
hins vegar þörf fyrir að komast í
sumarfrí eins og aðrir eftir erfiðan
vetur.
Siglinga-
keppni frá
Plymouth
HINN 7. júní sl. hófst siglinga-
keppni skútna milli Plymouth og
Reykjavíkur. Að keppninni stendur
einn virtasti og elsti siglingaklúbbur
Bretlands, Hið konunglega sigl-
ingafélag Vestur-Englands. Áætlað
er að skúturnar komi að landi 17.
júní nk. við golfvöllinn á Seltjarnar-
nesi.
Að sögn Jóns Skaptasonar hjá
Siglingafélagi Reykjavíkur hefur
undirbúningur að keppninni staðið
í ár og var hann unninn í samvinnu
siglingafélaganna tveggja, í
Reykjavík og Plymouth, auk hafna-
stjóra borganna. Keppendumir
koma frá 4 þjóðlöndum og eru tveir
menn í hverri áhöfn. „Þetta er tölu-
verð þrekraun enda eru allir þessir
keppendur þrautreyndir og gerð var
krafa um að þetta væri ekki fyrsta
sigling keppenda yfir opið haf,“
segir Jón.
Framhald á
ef vel tekst til
Keppni nú kemur í stað siglinga-
keppni á milli Plymouth og New-
port á Rhode Island og ef vel tekst
til mun henni vera framhaldið hér-
lendis á tveggja ára fresti. Munu
þá væntanlega íslenskir siglinga-
menn verða meðal þátttakenda.
Mörg hundruð félagsmenn munu
vera í Hinu konunglega siglingafé-
lagi og er Filippus drottningarmað-
ur verndari félagsins. í Siglingafé-
lagi Reykjavíkur eru um 200
manns.
Athöfnin við komu skútnanna til
Reykjavíkur mun verða með líkum
hætti og þegar haldið var úr höfn
í Plymouth. íslenski sendiherrann,
Benedikt Ásgeirsson, var heiðurs-
gestur þeirrar athafnar og mun
breska sendiherranum verða sýndur
sami heiður hérlendis. Keppendum
verður síðan haldin veisla í Reykja-
vík. Þeim sem vilja fylgjast nánar
með keppninni er bent á heimasíðu
Hins konunglega siglingafélags
Vestur-Englands:
http://pilgrims.com/rwyu/
iceland.html
Laxyeiðum í sjó
við ísland lokið
UNDIRRITAÐ hefur verið sam-
komulag sem markar endalok lax-
veiða í sjó við ísland. Veiðar hafa
verið stundaðar frá bæjunum Þurs-
stöðum, Lambastöðum og Rauðanesi
á Mýrum og Innra Hólmi og Kúiu-
dalsá í Hvalfirði um langt árabil.
Samtök áreigenda við Faxaflóa
ásamt Norður-Atlantshafslaxasjóði
Orra Vigfússonar hafa síðustu tvö
árin unnið að því að kaupa upp lagn-
ir umræddra jarða með þeim ár-
angri að í fyrra voru veiðiréttindi
Lambastaða leigð og Þursstaða
keýpt upp og í vor voru réttindi
Kúludalsár einnig keypt. Umræddir
aðilar hafa nú samið við eigendur
Innra Hólms og Rauðanesbæjanna
um kaup á réttindum þeirra. Sam-
kvæmt skrám Veiðimálastofnunar
veiddust 3.515 laxar í sjávarnet við
ísland í fyrra og liggur fyrir að nán-
ast allur sá afli var í lagnir Innra
Hólms og Kúludalsár.
„Laxveiðum í sjó við strendur ís-
lands er með þessu nánast lokið um
ævarandi framtíð. Þetta eru metnað-
arfullir samningar, því villti laxinn
í Atlantshafi hefur átt í vök að veij-
ast og nauðsynlegt er að bregðast
við með viðeigandi aðgerðum. Allir
þurfa að hagnast og fara ánægðir
frá borði. Nú hafa netarétthafar
rétt fram hjálparhönd og eðlilegt að
aðrir geri hið sama. Laxinn hefur
verið grundvöllur fyrir byggð víða í
sveitum landsins og því er mikilvægt
að tryggja afkomu þessara bænda
með því að efla aðrar búgreinar á
sömu stöðum," sagði Orri Vigfússon
í samtali við blaðið í gærkvöldi, en
hann og Jón Gíslason, formaður
samtaka áreigenda við Faxaflóa og
veiðifélags Laxár í Kjós, rituðu nöfn
sín á samkomulagið ásamt ábúend-
um jarðanna sem nefndar voru.
Orri gat þess að árið 1983 hefði
Alþingi samþykkt að fela ríkisstjórn-
inni að gera ráðstafanir til að stöðva
allar laxveiðar í sjó f Norður-Atlants-
hafinu, en þrátt fyrir þverrandi laxa-
stofna hefði ekkert verið aðhafst.
„Því er ég þakklátur viðkomandi
landeigendum og fyrir skörulega
framgöngu Guðmundar Bjarnasonar
landbúnaðarráðherra og starfs-
manna ráðuneytisins. Ráðherra lagði
alla tíð áherslu á að í flóknum hlunn-
indamálum eins og þessum verði að
ná árangri með ftjálsum samning-
um. Þetta hefur nú tekist,“ bætti
Orri við.
Tímamótasamningar
Orri bætti við að mjög væri litið
til forystu íslands í sambandi við
stjórnun fiskveiða, sérstaklega í
sambandi við villta laxinn sem hér
hefur haldist í jafnvægi á meðan
stofnahrun heijar í nágrannalöndun-
um. ísland sé að auki fyrsta landið
þar sem villti laxinn heldur velli, sem
hefur hreinsað upp alla sjávarveiði.
Þeir samningar sem nú hafi verið
gerðir marki því tímamót.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
4,6 kíló-
metra út-
fallslögn
RÁÐGERT er að draga útfalls-
lögn frá Geldinganesi að Ána-
naustum þar sem lögnin verður
tengd við nýja holræsistöð
Reykjavíkurborgar. Sjálf lögnin
er mikið mannvirki, alls um 4,6
km á lengd.
Unnið var að því í gær að
selja á lögnina steyptar sökkur.
Rörin eru hol að innan og ffjóta
því meðan þau eru dregin að
Ananaustum en þegar þangað
er komið og búið verður að stilla
þau af verður sjó hleypt í þau
svo þau sökkvi.
Annars vegar er um að ræða
yfirfallslögn sem nær 500 metra
út frá holræsisstöðinni en að-
alútrásin nær 4,1 km út frá stöð-
inni. Lögnin liggur á 15-20
metra dýpi en fer niður á 40
metra dýpi þar sem hún liggur
lengst frá landi. 500 metra ein-
ingum verður sökkt í einu og
kafarar bolta þær saman niðri
á hafsbotni. Verkinu á að vera
lokið í september.
H
6
m
I
I
I
C
I
<
c
<
(
(
I
I
' I
J
f.