Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 10

Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart ANNA Guðlaugsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Eyþóra Hjartardóttir, Verslunarskóla íslands, og ísafold Helgadóttir, Menntaskólanum á Akureyri, með verðlaun sín. Yerðlaunaferð til Danmerkur VERÐLAUN í ritgerðasam- keppni danska sendiráðsins í samvinnu við danska mennta- málaráðuneytið og Félag dönsku- kennara voru veitt í sendiráðinu á mánudag. Fyrstu verðlaun, ferð til Danmerkur fyrir tvo, hlaut Anna Guðlaugsdóttir, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ritgerð Önnu fjallaði um rit- höfundinn Karen Blixen og sögu hennar, Gestaboð Babettu. Að sögn Klaus Otto Kappels, sendi- herra Dana á íslandi, var síður en svo auðvelt að gera upp á milli bestu ritgerðanna, en auk fyrstu verðlaunanna voru veitt fern bókaverðlaun. Bókaverð- launin hlutu þær Eyþóra Hjartar- dóttir, Isafold Helgadóttir, Eva Jósteinsdóttir og Arna Eyja Ed- mundsdóttir. Tvær þær síðast- nefndu komust ekki til að taka við verðlaununum en munu fá þau send. Anna var að vonum ánægð með árangurinn og kvaðst þegar vera farin að skipuleggja Danmerkur- ferðina. Hún ætlar að bjóða kær- astanum sínum með sér og hyggj- ast þau dvelja í Kaupmannahöfn i hálfan mánuð í ágúst. Hún er raunar ekki með öllu ókunnug höfuðborg Dana, en hún átti þar heima í tvö ár þegar hún var átta til tíu ára gömul. EIGMMJÐIXMIV Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, sölustjóri. m Sími 588 9000 * Fax 588 9095 • Síðimuila 2 I Skrifstofuhúsnæði óskast 1500 - 2500 fm - staðgreiðsla Traust fyrirtæki vantar 1500-2500 fm atvinnuhúsnæði aðallega fyrir skrifstofur og afgreiðslu. Mest áhersla er lögð á skrifstofur en verslunaraðstaða á jarðhæð væri æskileg (ekki nauðsynleg). Heil húseign æskileg en hluti úr stærri byggingu kemur vel til greina. Svæði: Múlahverfi, Skeifan, gamli borgarhlutinn. Staðgreiðsla - ein ávísun - í boði fyrir rétta eign. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Bárugata - hæð + ris Tvær samþ. íbúðir í þessu glæsilega húsi á frábærum stað í gamla vestur- bænum er til sölu falleg íbúð á 2. hæð, 105 fm, 5 herb. Verð 9,2 millj. Og einnig lítil 4ra herb. rishæð. Verð 5,5 millj. Seljast saman eða hvor í sínu lagi. I suðurhlíðum Esju 30 mín. frá Reykjavík Mjög góður ca 50 fm sumar- bústaður ásamt geymsluhúsi á friðsælum stað í nágrenni Reykjavikur. Verð 2,5 millj. Gott kr. 1 millj. kr. lífeyrissjóðslán getur fylgt. Skipti mögul. á bíl. Flyðrugrandi -130 fm Falleg endaíb. á 3. hæð (efstu) í nýl. fjölbýli á eftirsóttum stað. Tvennar svalir, þar af 30 fm í suðvestur. Stór stofa, 3 svefnherb. Sauna í sameign. Verð aðeins 9,7 millj. Valhöll fasteignasala, Mörkin 3, sími 588 4477. Undirbúningi að byggingu tónlistarhúss haldið áfram Hægt verður að taka ákvörðun fyrir árslok STEFÁN P. Eggertsson, formaður nefndar um tónlistarhús, telur að allar upplýsingar um byggingu og rekstur tónlistarhúss liggi fyrir síðar á þessu ári og þess vegna eigi að vera hægt að taka ákvörðun í málinu fyrir árslok. Ákvörðunin sé hins veg- ar pólitísk og hún verði ekki tekin nema Alþingi og Reykjavíkurborg fallist á að leggja fram fjármagn til málsins. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær leggur nefnd um tónlistar- hús fram þrjá kosti varðandi stað- setningu tónlistarhúss, Öskjuhlíð, við Hótel Sögu og í Laugardal þar sem Samtök um tónlistarhús hafa átt lóð frá árinu 1985. í skýrslunni er lýst áhuga á að kannaðar verði til hlítar hugmyndir um að staðsetja tónlistarhús í tengslum við ráð- stefnumiðstöð, annaðhvort við Hótel Sögu eða neðanjarðar í Öskjuhlíð í tengslum við Perluna. Áhugi á tengingu við ráðstefnumiðstöð í skýrslunni segir um staðsetning- una: „Ef tenging tónlistarhúss við Perluna eða Hótel Sögu reynist ekki góður kostur þá telur nefndin að heppilegast sé að reisa húsið í Laug- ardal þar sem Reykjavíkurborg hef- ur lagt Samtökum um tónlistarhús til lóð.“ Stefán var spurður hvort túlka bæri þetta með þeim hætti að nefnd- in vildi fremur byggja í Öskjuhlíð eða við Hótel Sögu en í Laugardal. „Þessi hugmynd um að tengja húsið við ráðstefnuaðstöðu getur orðið ráðandi um staðarvalið. En það er alls ekki svo að við teljum lóðina inn í Laugardal ekki vera heppilega. Það er eingöngu þessar nýju hug- myndir sem hafa komið fram frá Hótel Sögu og Reykjavíkurborg um að tengja þetta við byggingar sem eru til staðar sem valda því að við viljum skoða fleiri kosti.“ Samtök um tónlistarhús 'fengu úthlutað lóð í Laugardal 1985. Hald- in var samkeppni miili arkitekta um teikningar árið 1986 og var tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts val- in. Hann lauk við að fullhanna upp- drætti 1988, en síðan hefur málið legið niðri. 1992 var sett fram hug- mynd um tónlistarhús við Ingólfs- garð án þess að málið væri unnið frekar. Húsið minnkað Stefán sagði að ef ákvörðun yrði tekin um að reisa tónlistarhús í tengslum við ráðstefnumiðstöð yrði hönnun hússins að taka eitthvert mið af því. Nefndin legði einnig til að byggt yrði heldur minna hús en upphaflegar hugmyndir gerðu ráð fyrir. Einnig þyrfti að endurskoða fyrri hugmyndir um að hafa leik- sviðsaðstöðu í húsinu, en nefndin mælir með að þeim verði hafnað. Stefán sagðist hafa skilið hug- myndir forsvarsmanna Hótels Sögu um byggingu tónlistarhúss við Suð- urgötu á þann veg að þeir vildu byggja ráðstefnumiðstöð í tengslum við hótelið og tónlistarhúsið, en jafn- framt hefðu þeir opnað á þann möguleika að hótelið legði fram fjár- muni til byggingar tónlistarhúss. Ekkert hefði hins vegar verið rætt við forsvarsmenn Háskóla Islands enn sem komið væri, en skólinn á lóðina. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Skemmdir á raðhúsi MIKLAR skemmdir urðu af völdum reyks og elds á raðhúsi við Dalsel um miðjan dag í gær en þar kom upp eldur í kjallara. Kallað var á slökkviliðið eftir að nágrannar urðu reyks varir. Var í fyrstu óttast að fólk væri í húsinu en svo reyndist ekki vera. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvilið- inu var gríðarlegur reykur í húsinu þegar að var komið og erfitt að greina hvar upptök eldsins væru. Farið var inn í húsið á jarðhæð en við eftirgrennslan kom í ljós að eldurinn kom úr kjailara. Slökkvi- starf gekk greiðlega og ekki urðu skemmdir á næstu húsum. Eldsupp- tök eru ókunn. Breytingar á varðskipum Land- helgisgæslunnar Pólska tilboðinu tekið LANDHELGISGÆSLAN tók tilboði pólskrar skipasmíðastöðvar í útboði gæslunnar á breytingum á tveimur af varðskipum sínum. Að sögn Haf- steins Hafsteinssonar forstjóra Landhelgisgæslunnar var tilboð pólsku stöðvarinnar langlægst og þrátt fyrir kostnað í sambandi við flutning á skipi og mannskap út til Póllands þá hafi pólska stöðin verið langt undir íslensku tilboðunum. „Tilboð pólsku stöðvarinnar hljómaði upp á 12.992 þúsund krón- ur fyrir annað skipið en fyrir hitt skipið var tilboðið 14.780 þúsund krónur. Þegar flutningskostnaður hefur verið lagður ofan á þessi tilboð hækkar lægri talan upp í 17.476 þúsund krónur og hin upp í 19.590 þúsund krónur. Lægsta íslenska til- boðið hljómaði hins vegar upp á 21.130 þúsund og 23.600 þúsund krónur," segir Hafsteinn. Annað skipið sem um ræðir er nú þegar haldið utan til viðgerðar en ráðgert er að gera við möstrin á báðum skipunum og loka göngum að aftan undir skutnum. Andlát HERMANN RAGNAR STEFÁNSSON HERMANN Ragnar Stefánsson, danskenn- ari og dagskrárgerðar- maður, lést á Landspít- alanum 10. júní sl., 69 ára að aldri. Hermann fæddist 11.7. 1927 í Reykjavík, sonur Rannveigar Ól- afsdóttur og Stefáns Sveinssonar, kennara og verkstjóra á Neðri- Rauðalæk á Þelamörk í Eyjafjarðarsýslu. Her- mann lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræða- skóla Reykjavíkur árið 1945 og danskennaraprófi frá Inst- itut Carlsen í Kaupmannahöfn árið 1958. Hann lauk við gráðu í félags- ráðgjöf frá Chicago háskóla í Bandaríkjunum árið 1962, dans- námi og gráðu í dansi frá Arthur Murrey Dancestudio í Chicago árið 1964 auk þess sem hann stundaði nám í Svíþjóð og við háskólana í Leicester og í Sheffield í Englandi. Hermann starfaði á endurskoð- unarskrifstofu Björns Stefánssonar og Ara Thorlacius á árunum 1946- 1953 og starfaði sem skrifstofumað- ur í Keflavík á vegum Hins íslenska steinolíufélags frá 1953-1957. Hann var danskennari og stjórnandi Dansskóla Hermanns Ragnars frá 1958 til æviloka. Hermann hafði um- sjón með Stundinni okkar fyrir RÚV-Sjón- varp frá 1973-1977, var forstöðumaður Bú- staða á vegum æsku- lýðsráðs Reykjavíkur- borgar frá 1976-1985 og starfaði sem skáti í ' Væringjum frá 1937 og í Skátafélagi Reykja- víkur frá sama tíma til ársins 1957. Hermann stofnaði Bræðrafélag Bústaðasóknar 1964 og var fyrsti formaður þess og hann var einn af stofnendum og varaformaður Styrktarfélags krabbameinssjúkl- inga og aðstandenda þeirra árið 1986. Hann sá einnig um útvarps- þáttinn Ég man þá tíð frá árinu 1982, og um þættina Dansrásin á rás 2 og Saumastofugleði á rás 1 frá 1989. Hermann varð heiðursfélagi Danskennarasambands íslands á 25 ára afmæli þess árið 1989. Eftirlifandi eiginkona Hermanns er Unnur Arngrímsdóttir. Börn þeirra eru Henny, Arngrímur og Bjöm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.