Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
FULLTRÚAR Kvenfélags Landakirkju ásamt fulltrúum Sjúkrahúss Vestmannaeyja er Kvenfélags-
konurnar afhentu Sjúkrahúsinu tækin að gjöf.
Vestmannaeyjum - Kvenfélag
Landakirkju færði Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja tæki að gjöf fyr-
ir skömmu en á síðustu tveimur
árum hefur Kvenfélagið gefið
Sjúkrahúsinu tæki og búnað að
verðmæti 2,6 milljónir króna.
María Gunnarsdóttir, formaður
Kvenfélags Landakirkju, af-
henti gjöfina fyrir hönd félags-
ins en Björn í. Karlsson, yfir-
læknir skurðdeildar, tók við
gjöfinni fyrir hönd Sjúkrahúss-
ins. María sagði í stuttu ávarpi
sem hún hélt við afhendinguna
að á síðustu fimm árum hefði
félagið gefið Sjúkrahúsinu tæki
Sjúkrahús-
inu í Eyjum
berast gjafir
og búnað fyrir um fimm milljón-
ir króna. Björn tók við gjöfunum
og þakkaði Kvenfélaginu fyrir
og sagði að Sjúkrahúsið væri
illa sett ef það hefði ekki notið
velvildar líknarfélaga í Vest-
mannaeyjum sem hafa verið ötul
við að gefa Sjúkrahúsinu ýmis-
konar tæki og búnað.
Búnaður sá sem Kvenfélagið
gaf nú samanstendur af bækl-
unarlækningatæki, sem er notað
við meðhöndlun erfiðra bein-
brota, lokunarvél og hliðar-
plötu, sem notuð er til að loka
umbúðum með sótthreinsuðum
áhöldum, baðsegli, sem er til
hagræðingar við að koma sjúkl-
ingi, sem á erfitt með að hreyfa
sig, í bað.
Björn í. Karlsson, sagði að
þessi tæki sem afhent hefðu
verið ættu eftir að koma sér vel
og væru góð viðbót við þann
búnað sem fyrir væri á sjúkra-
húsinu.
Rótarýmenn gróð-
ursetja í Þórsmörk
Hvolsvelli - Félagar í Rótarý-
klúbbi Rangæinga fóru á dögun-
um í árlega gróðursetningaferð
í Þórsmörk. Þar hafa þeir gróður-
sett ásamt fjölskyldum sinum á
hveiju vori í 8 ár.
Þetta vorið var í þriðja sinn
gróðursett í tilraunareit á svo-
kölluðum Rana. Þar er gróður-
sett í grastoppa eftir sáningu.
Hefur þetta tekist vel og að sögn
Sveins Runólfssonar, land-
græðslustjóra, sem stjórnað hef-
ur gróðursetningu, litu 2 ára
plöntur mjög vel út í vor. Margir
sjálfboðaliðar hafa gróðursett í
Þórsmörk undanfarin ár og hefur
gróðurfar þar tekið miklum
stakkaskiptum síðan friðað var
þar fyrir búfé.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Heitt vatn finnst í miðju þorpinu á Drangsnesi
Nýtt hótel risið
á Hallormsstað
NÝTT hótel á Hallormsstað var tek-
ið í notkun í síðustu viku en það var
reist á liðnum vetri. Hótelið byggir
eignarhaldsfélagið Hallormur og er
það áttunda Fosshótelið. Fram-
kvæmdastjóri þeirra er Ólafur Þor-
geirsson en hótelstjóri á Hallorms-
stað er Sigríður Sigmundsdóttir.
Framkvæmdir við bygginguna
hófust í lok nóvember og var tekið
á móti fyrstu gestunum fimmta
júní. Hótelið er á tveimur hæðum,
með 21 tveggja manna herbergjum,
setustofu og aðstöðu til eldunar
fyrir þá sem þess óska. Hótelið er
rekið í tengslum við sumarhótelið á
Hallormsstað en nú í vor var samið
um rekstur þess við Fosshótel til
næstu sjö ára.
Ólafur Þorgeirsson segir hótelið
byggt á sömu hugmynd og viðbygg-
ing Hótels Mosfells á Hellu sem
teiknistofan Arkform teiknaði en
skipulag innréttinga sá Hildigunnur
Johnson um. Hefur hún einnig séð
um hönnun á öllu innra skipulagi
annarra Fosshótela. En er þörf fyr-
ir nýtt hótel á þessu svæði?
„Við teljum svo vera,“ segja þau
Sigríður og Ólafur. „Ýmsir ferða-
hópar hafa þegar bókað vel í allt
sumar og síðan er talsvert mikið
um einstaklinga sem hafa hér við-
dvöl. Að vetrinum verður starfsemi
hér í lágmarki en hægt að taka á
móti ráðstefnum eða einstökum
hópum sem fá veitingaþjónustu í
skólahúsinu eða sjá um sig sjálfir
í nýja hótelinu og fá aðstöðu fyrir
fundahöld í skólanum en forráða-
menn hans eru mjög liðlegir í að
hliðra til ef svo ber undir.“
Að eignarhaldsfélaginu Hallormi
standa auk Fosshótela þrír hreppar
á svæðinu, Byggðastofnun, Lífeyr-
issjóður Austurlands og Búnaðarfé-
lagið. Önnur Fosshótel eru í Reykja-
vík Hótel Lind, og City Hótel, An-
ing á Sauðárkróki og Varmahlíð,
Harpa á Akureyri og í Kjarnaskógi
og á næsta ári bætist Bifröst í hóp-
inn.
NÝJA hótelið að Hallormsstað var reist á aðeins sjö mánuðum
og var opnað í byijun mánaðarins.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
ÓSKAR Torfason, vatnsveitustjóri, mælir hitann í borholunni.
Drangsnesi - Það er óhætt að
segja að Drangsnesingar hafi al-
deilis dottið í lukkupottinn eða
eigum við að segja heita pottinn,
því heita vatnið er komið og það
í miðju þorpinu. 13 sekúndulítrar
af 60 stiga heitu vatni úr rann-
sóknarholu er meira en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona.
Undanfarna daga hefur jarð-
bor Ræktunarsambands Flóa og
Skeiða verið á Drangsnesi. Rann-
sóknasvæðið er á tveggja km
kafla meðfram sjónum frá Bása-
brekku og út að Malarhorninu.
Hafa verið boraðar 7 rannsókn-
arholur 50 metra djúpar og áttu
niðurstöður þeirra borana að
gefa til kynna hvar staðsetja
skyldi vinnsluholu. Niðurstöður
úr þessum borunum lofuðu góðu
og var ákveðið að dýpka heitustu
holuna í 100 metra til að betri
Krakkarn-
ir vilja
sundlaug
strax
upplýsingar lægju fyrir til frek-
ari ákvarðanatöku.
Þessi tilraunahola gaf aldeilis
góða raun því á 100 metra dýpi
fossuðu u.þ.b. 60 sekúndulítrar
af 40 stiga heitu vatni upp úr
borholunni sem er í vegkantinum
fyrir framan Bræðraborgina sem
kölluð er. Því var ákveðið að fara
enn lengra og var haldið áfram
í 130 metra dýpt. Lengra var
ekki farið því fleiri borstangir
voru ekki á svæðinu en það gerir
kannski ekkert til því úr þessari
rannsóknarholu streyma nú 13
sekúndulítrar af 60 stiga heitu
vatni. Nægjanlegt vatn til að hita
a.m.k. 90 hús. Vel ríflegt fyrir
núverandi byggð á Drangsnesi.
Hvað framhaldið verður er
ekki ákveðið. Guðmundur B.
Magnússon, oddviti Kaldrananes-
hrepps, sagði að ekki væri tíma-
bært að gefa neitt út um það að
svo stöddu, fyrst þyrftu menn að
komast niður á jörðina aftur. En
skólinn er ekki nema í 40 metra
fjarlægð frá borholunni og ekki
ólíklegt að fyrst af öllu verði
hann tengdur heita vatninu.
En unga kynslóðin er ekki í
vafa um forgangsröðunina. Þau
vilja sundiaug og það strax.