Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FT URVERINU Markaðssetning vistvænna sjávarafurða „Verðum að sýna frumkvæði“ ISLENDINGAR eiga að sýna frum- kvæði í markaðssetnigu á vistvæn- um sjávarafurðum. Þetta er skoðun Eyjólfs Guðmundssonar, doktors- nema í auðlindahagfræði við háskól- ann í Rhode Island í Bandaríkjunum. Hann fjallaði um ný fiskveiðistjórn- unarlög í Bandaríkjun og áhrif um- hverfisverndarsamtaka á fiskveiði- stjórnun þar í iandi á málþingi sem Sjávarútvegsstofnun Háskóla ís- lands gekkst fyrir í gær. Eyjólfur segir nýju fiskveiðilög- gjöfina í Bandaríkjunum vera al- menna hreyfíngu í átt til uppbygg- ingar og verndunar fískistofna. Þannig verði ekki lengur reynt að ná sem hagkvæmastri nýtingu út úr fiskveiðistjórnunarkerfinu, heldur verði litið á fiskveiðar sem nokkurs- konar hliðarafurð. „Þá er einnig við- urkennt í lögunum að ýmsir þættir í uppbyggingu á strandsvæðum hafa áhrif á vistkerfí sjávar og þannig verði framleiðslugeta sjávarins minni. Það þýðir að jafnvel þó Bandaríkjamönnum takist að kom- ast upp úr þeirri dýfu sem þeir eru í núna, þá mun þessi löggjöf koma í veg fyrir það að þeir nái sama afrakstri fiskistofnanna og áður. Ennfremur eru í lögunum ákvæði um brottkast afla. Samkvæmt nú- verandi fiskveiðistjómun, í til dæmis Beringshafi, er brottkast hluti af kerfinu, mönnum er heimilt að henda verðminni fisktegundum, í ákeðnum magni. í lögunum er gert ráð fyrir að brottkast verði minnkað til muna og fínna verði leiðir til að nýta þann afla sem annars væri hent,“ segir Eyjólfur. Hann segir að hinsvegar eigi eftir að koma í ljós hvort framkvæmd iaganna verði í samræmi við það sem til sé ætlast. Fiskveiðunum sé nú stjórnað af átta fiskveiðiráðum eftir svæðum, sem hafi tiltölulega fijálsar hendur með það hvernig þau stjórna veiðunum, að þau gefnu að þau fylgi eftir þeirri almennu stefnu sem finna má í Iögunum." Áhrif umhverfissamtaka mikil Morgunblaðið/Arnaldur EYJÓLFUR Guðmundsson, doktorsnemi í auðlindahagfræði. Eyjólfur segir hlut umhverfís- verndarsamtaka við gerð nýju lag- anna hafa verið mjög mikinn. Bandaríkjamenn hafi hinsvegar ekki þurft að gefa mikið eftir, því í þess- um iðnaði hafi verið mikið tómarúm. „Iðnaðurinn var illa skipulagður og ekki tilbúinn til að beijast sameigin- lega fyrir ákveðnum málefnum. Ein- stök umhverfisverndarsamtök höfðu reynt að eiga við einstök fiskveiði- ráð, meira að segja með lögsókn, en með takmörkuðum árangri. Um- hverfissamtökin sáu því fram á að til þess að hafa áhrif þurftu þau að hafa áhrif á löggjöfina sem síðan hefur áhrif á ráðin. Þau komu sér saman um að stofna með sér samtök sem voru í upphafi samtök fimm stærstu umhverfissamtakanna. Undir Iokin voru þessi samtök í for- svari fyrir um 100 samtök, m.a. fiskimanna, sportveiðimanna og samtaka eiginkvenna fískimanna. Þessi samtök voru því orðin mjög sterk og virkuðu sem afl sem sýndi þingmönnum fram á að hér var á ferðinni málefni sem kjósendur höfðu áhyggjur af. Þetta ferli tók tæp fjögur ár og löggjöfin breyttist talsvert á leiðinni. En umhverfissinn- ar eru yfir höfuð nokkuð sáttir við lyktir mála og telja sig hafa náð fram þeim markmiðum sem þeir settu fram í upphafi. í Iöggjöfinni er ofveiði skilgreind mjög nákvæm- lega, í henni var komið heilmild fyr- ir viðskiptaráðherra til að grípa meira inn í þessi mál en honum var áður heimilt.“ Grípa þarf til aðgerða strax FASTEIGfJ ER FRAMTIÐ FASTEIGNA Sudurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fax 568 7072 S/M/ 568 77 68 MIÐLUN Sverrir Kristjansson lögg. fasteignasali II Þór Þorgeirsson, söium. Kristín Benediktsdóttir, ritari. Vesturbær - einbýli Sögufrægt stórt einbýlishús ásamt 27 fm bílskúr á frábærum stað í gamla vesturbænum. Teikningar á skrifstofu. Upplýsingar eingöngu á skrifstofu. Glaðheimar Glæsileg 5 herb. 134 fm íbúð á 2. hæð í fjórbýlishúsi ásamt 28 fm bílskúr. Glæsilegt eldhús og bað. Sólstofa útaf stofu. Merbau parket. Þvottaherb. í íb. Útsýni. Áhv. 5,0 millj. húsbréf. Ljósheimar - lyftuhús Góð 3ja herb. 80 fm íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi. íbúðin er stofa með vestursvölum og miklu útsýni. 2 rúmgóð herbergi. Flísalagt bað. Parket. Hús nýviðgert og klætt að utan. Áhv. 3,3 millj. Verð 6,9 millj. Orrahólar - lyftuhús 3ja herb. 88 fm íbúð á 3. hæð f lyftuhúsi. íb. er stofa með suðursvölum og góðu útsýni. 2 góð herb. Húsvörður. Gervihnattadiskur. Verð 6,5 millj. Faxafen - atvinnuhúsnæði I einkasölu ca 1500 fm verslunarhúsnæði á þessum frábæra stað. Til greina kemur að selja eignina í hlutum. Áhv. góð lán. Til greina kemur að taka minni eign uppí. Eyjólfur segir því ijóst að um- hverfisverndarsamtök hafi haft mik- il áhrif á hvernig fiskveiðistefna Bandaríkjanna þróaðist. íslendingar ættu að geta séð í löggjöfinni hvað það sé sem þessi samtök sækist eft- ir. „íslendingar ættu að geta séð hvort einhverskonar samstarf við slík samtök er eitthvað sem þeir vilja. Löggjöfin sem slík kemur ekki til með að hafa bein áhrif á íslenskan sjávarútveg en hins vegar getum við notfært okkur hana til þess að und- irbúa okkur undir framtíðina. Þá er ég að tala um næstu fimm ár. Við þurfum að vera í stakk búin til að ná tengslum við hina almennu neyt- endur sjávarafurða sem gera kröfur um að varan sé umhverfisvæn. Þó að fiskveiðar íslendinga séu að mörgu leyti umhverfisvænar er neyt- endum ekki vel kunnug sú stað- reynd. Við verðum því að koma þess- um upplýsingum á framfæri. En hvernig, hveiju viljum við kosta? Ætlum við að gera það einir eða í samvinu við umhverfisverndarsam- tök? Hveiju viljum við þá fóma í staðin? Hvað skilyrði verða okkur sett? Greenpeace er til dæmis leynt og ljóst á móti frystitogurum. Til þess gæti komið að við þyrftum að fórna hvalveiðum endanlega ef við ætluðum að ganga til samstarfs við umhverfisverndarsamtök. Annað eru deilur okkar við Norðmenn. Upp gæti komið sú krafa að við þyrftum að gefa eftir í þeim deilum til að komast inn í slíkt samstarf. Þessum spurninum er öllum ósvarað og í raun geta umhverfísverndarsamtök ekki svarað þessum spurningum í dag. Þess vegna er það mín skoðun að við þurfum að sýna ákveðið frum- kvæði í þessum málum, hvort sem það felst í að við kynnum sjálf okk- ar vörur sem vistvænar eða göngum til samstarfs við aðra aðila um slíkt. Það er fyrst og fremst stjórnvalda að ákveða hvaða aðferðum verður beitt. Ef við bíðum of lengi getur verið að við verðum að taka því sem að okkur er rétt í þessum málum. Ég tel því að við þurfum að taka fljótt og vel á þessum málum, en um leið gera okkur grein fyrir því að það kostar peninga," segir Eyjólf- ur. IMEYTENDUR Afurðamarkaður Suðurlands 18 útstöðvar Vörutegund Lágmarks verð Hámarks verð Svínalæri 331 331 Svínahryggur 568 , 568 Svínahnakki ; / 322 M 322 Svínasíða ‘j(</// 203 . 205 Svínasxankar 00 o 60 Svínalundir 927 927 Kálfalæri UK3 278 278 Afurðamarkaður Suðurlands Flein vöruteg- undir bætast við í LOK síðasta árs hóf Afurðamark- aður Suðurlands starfsemi sína í samstarfi við íslandsmarkað. Viku- lega síðan hafa verið haldin uppboð á kjötvörum, og ýmsu grænmeti um klukkan 15 á þriðjudögúm. Uppboðið fer fram hjá 18 útstöðv- um víðsvegar um landið. Von er á nýjum útstöðvum í næstu framtíð en núna eru þær t.d. í Reykjavík, Hafnarfirði, Breiðafirði, Vest- mannaeyjum, á Þorlákshöfn, Húsa- vík, Dalvík og Selfossi. Að sögn Jónasar Jónassonar framkvæmdastjóra Afurðamarkað- ar Suðurlands bætast sífellt nýjar vörutegundir við en kjötvörur eru aðalsöluvaran. „Mesta salan er í svínakjöti en grænmeti, eins og kartöflur, hefur verið tregt í sölu fram til þessa,“ segir hann. Undan- farið hefur sala verið þónokkur í nauta- og lambakjöti. - Hveijir eru það sem kaupa hjá ykkur? „Það eru aðallega verslanir af höfuðborgarsvæðinu svo og af landsbyggðinni, veitingastaðir og Þess má geta að framvegis á fimmtudögum birtist á neytendasíðu tafla yfir þær afurðir sem boðnar voru upp síðastliðinn þriðjudag á Afurðamark- aðnum. Fyrsta taflan birt- ist í dag. Fræðslubæklingur um Nivea sólarvörur J.S. HELGASON ehf. hefur gefið út fræðslubækling sem heitir Nivea sólarvörur - spurningar og svör. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu J.S. Helgason segir að í bæklingn- um sé leitast við að svara spurning- um neytenda um sólarvörur eins og hvernig eigi að velja rétta sólar- vörn, hvemig eigi að nota hana og svo framvegis. Bæklingurinn er gefinn út á öllum Norðurlöndum. Hægt er að nálgast bæklinginn í þeim verslunum þar sem Nivea sól- arvörur fást. Þá hafa tvær nýjungar bæst við sólarvörur Nivea. Fáanleg er nú sérstök vörn fyrir börn en sólarvör- ur fyrir börn eru vatnshrindandi og því geta þau leikið sér í vatni án þess að sólarvörnin fari af. Þá hef- ur ný sólarvörn fyrir andlit bæst í hópinn en hún er rík af E-vítamín- um og á að vinna gegn ótímabærri öldrun húðarinnar. ♦ ♦ ♦ Ný húð- hreinsilína Miðborgin - Laust Til leigu er ca 80-90 fm húsnæöi á 2. hæð í bakhúsinu á Laugavegi 1. Hentugt t.d. fyrir arkitekta, verkfræðinga, auglýsingafólk eða smávöruheildsölu. Laust strax. Nánari upplýsingar milli kl. 10 og 17. Fasteignasala íslands, sími 588 5060. SNYRTIVÖRUFYRIRTÆKIÐ Christian Dior hefur sent frá sér nýja húðhreinsilínu. Um er að ræða hreinsikrem fyrir feita húð, hreinsi- gel, andlitsvatn og maska auk and- litsvatns fyrir þurra húð sem inni- heMur ekki alkóhól. í fréttatilkynningu frá David Pitt ehf. kemur fram að uppistaðan í hreinsilínunni séu laukar hvítu lilj- unnar sem hafi græðandi og hreins- andi eiginleika. Þá hafa verið unnar náttúrulegar amínósýrur úr gras- kersfræjum. í kjötvinnslur." - Eruð þið að bjóða lægra verð en tíðkast? „Fyrirtækin sem eru að selja vöru sína stjórna auðvitað lág- marksverði. Skilyrði fyrir kaupanda til að komast að uppboðsmarkaðn- um er að hann komi með banka- ábyrgð og við teljum að með því að greiðsla er tryggð með þeim hætti geti seljendur lækkað vöru sína nokkuð frá því sem almennt gengur og gerist. Kaupandinn getur með þessu móti keypt fleiri en eina vörutegund á sama stað og á góðu verði. Við teljum því að við séum fullkomlega samkeppnisfærir.“ i te I fc I I * i t i i » » i í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.