Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Offramboð veldur hruni
á endurvinnslumörkuðum
Sydney. Reuter
ENDURVINNSLA á úrgangi er
orðin það mikil í hinum vestræna
heimi að myndast hafa heilu fjöll-
in af óseldum úrgangi og markað-
urinn fyrir notaðan pappír og
flöskur hefur hrunið.
Verðlækkunin hefur verið slík
að svo gæti farið að Astralar
neyddust til að borga Indónesum
fyrir að taka á móti rusli. Verðið
á endurunnum plastflöskum hef-
ur lækkað úr 700 dollurum (tæp-
um 50 þúsund krónum) tonnið í
lok síðasta árs niður í 200 doll-
ara (um 14 þúsund krónur) nú.
Verð á endurunnum pappír náði
hámarki 1995 og var þá 200
dollarar tonnið, en er nú milli
70 og 80 dollarar (milli fimm
þúsund og tæplega sex þúsund
króna).
Borga með
pappírnum
Rob Campbell, stjórnandi sam-
vinnufélags stjómvalda í Sydney
um endurvinnslu, undirritaði fyrir
skömmu samning við Indónesíu
um útflutning á sex þúsund tonn-
um af pappír. Hann sagði verðið
það lágt að félagið hygðist hætta
útflutningi.
Ástralar flytja venjulega út um
130 þúsund tonn af notuðum
pappír að andvirði 13 milljóna
dollara (rúmlega 900 milljóna
króna) fyrir um 75 dollara tonnið.
Nýjasta samningi Ástrala, sem
gerður var við Indónesa, fylgdu
hins vegar ýmsar sporslur þannig
að þegar upp er staðið borga
Ástralar fimm dollara (um 350
krónur) með hveiju tonni, að sögn
Tonys Notts, framkvæmdastjóra
útflutnings og viðskipta hjá fyrir-
tækinu Australian Paper.
„Fólk vill endurvinna þannig
að það flokkar meira og meira
rusl, en það eru takmörk fyrir
því hvað hægt er að taka við
miklu,“ sagði hann.
Holskefla frá
Evrópu
Að sögn Notts eykst geta Ástr-
ala til að taka við endurunninni
vöm um einn til tvo hundraðs-
hluta á ári. Framboð endurunn-
innar vöru aukist hins vegar um
10 af hundraði á ári.
Markaðurinn fyrir notaðan
pappír í Asíu hefur verið í lægð
í um ár, einkum vegna þess að
heilu holskeflumar af pappír hafa
borist frá Evrópu.
Þær þjóðir, sem flytja inn papp-
ír (Kórea, Indónesía, Taiwan,
Kína, Thailand og Filippseyjar)
hafa allajafna leitað til Bandaríkj-
anna. í lögum Evrópurílqa, sem
fara fram á að úrgangur sé endur-
unninn, er ekki kveðið á um það
hvað eigi að gera við það rusl, sem
safnað er saman og bjargað. I
Bandaríkjunum er hins vegar ekki
sama offramboðið á efni til endur-
vinnslu og í Evrópu og Ástralíu.
Ástæðuna sagði Nott vera þá að
Bandaríkjamenn söfnuðu ekki jafn
miklum úrgangi saman til endur-
vinnslu og hefðu þannig reynt að
skapa jafnvægi á markaðnum.
Sagði Nott að þegar notkun á
úrgangspappír í heiminum næmi
90 milljónum tonna á ári þyrfti
ekki mikið til að markaðurinn
færi úr jafnvægi.
1,5 -2,0 M.
VERÐ AÐUR KR.1.380-
NÚ KR. 790-
2,0-2,5 M.
VERÐ ÁÐUR KR. 1.880-
NÚ KR. 990-
40-75 CM.
VERÐ ÁÐUR KR. 240-
NÚAÐEINS KR. 160-
SUMARBLÓM, GARÐPLÖNTUR, RUNNAR,
SKÓGARPLÖNTUR, VERKFÆRI, O.FL.
FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG KL. 14-19
BOGIFRANZSON SKÓG VERKFRÆÐING UR
VEITIR LEIÐBEININGAR UM RÆKTUN
SUMARHÚSALÓÐA OG PLÖNTUVAL
PLONTUSALA
IFOSSVOGI
Fossvogsbletti 1 (fyrlr neðan Borgarspítala) Opiö kl. 8 -19. helgar kl. 9 -18. Sími 564 1777
Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin
LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG
SELJA HNAUSPE
MIRKIBERRÓTAPL.
Kinkel kveðst
treysta Frökkum
Bonn. Reuter
KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, sagðist í gær viss um
að Frakkar myndu halda stöðug-
leikasáttmálann, sem er grundvöll-
ur væntanlegs Efnahags- og mynt-
bandalags Evrópu.
Kinkel sagði ennfremur, í um-
ræðum í neðri deild þýska þingsins,
að hann væri sannfærður um að
Frakkar myndu fylgja ströngum
forsendum myntbandalagsins,
EMU, og uppfylla öll skilyrði fyrir
þátttöku í stofnun bandalagsins á
réttum tíma. Áætlað er að banda-
lagið verði að veruleika 1999.
Stjórn Þýskalands virðist hafa
breytt um stefnu, ef marka má orð
Kinkels, því hann sagði einnig í gær
að Þjóðveijar væru reiðubúnir til
þess að samþykkja atvinnumálaum-
ræðu á Evrópusambandsráðstefnu,
sem haldin verður í Amsterdam í
byijun næstu viku, en þó því aðeins
að þetta myndi ekki kalla á aukinn
kostnað fyrir sambandið.
Stöðugleikasáttmálanum er ætl-
að að tryggja stöðugleika nýs
gjaldmiðils, evrós, með þeim hætti
að ríkjum, sem ekki standa við
skuldbindingar í efnahagsmálum,
verði refsað. Sáttmálinn á að öðlast
gildi á fundinum í Amsterdam.
Reutcr
STRANGTRÚUÐ grísk kona hrópar mótmæli gegn Schengen-
samkomulaginu um leið og hún heldur krossi með helgimynd
á lofti. Gríska þingið samþykkti í gær Schengen-samkomulagið.
Grikkir samþykkja
Schengen þrátt
fyrir mótmæli
Aþenu. Reuter.
GRISKA þingið samþykkti Scheng-
en-samkomulagið í gær þrátt fyrir
uppreisn í röðum þingmanna stjórn-
arandstöðunnar og mótmæli, sem
stóðu næturlangt, fyrir utan þingið.
300 sæti eru á þinginu og greiddu
142 þingmenn atkvæði með sam-
komulaginu og 80 á móti. 78 þing-
menn voru fjarverandi.
Schengen-samkomulagið, sem
snýst um það að afnema landa-
mæraeftirlit milli aðildarríkja Evr-
ópusambandsins og auka samstarf
í löggæslu, naut stuðnings sósíalista
og íhaldsmanna, sem eru helsti
stjórnarandstöðuflokkurinn.
53 þingmenn íhaldsmanna huns-
uðu hins vegar flokkslínuna og
greiddu atkvæði gegn samkomu-
laginu.
Héldu á lofti krossum og
helgimyndum
Fyrir utan þingið mótmæltu um
1.000 manns. Mótmælendurnir til-
heyrðu flestir trúarhópum og létu
þeir fyrirberast fyrir utan þingið
með krossa og heígimyndir á lofti.
Hrópuðu þeir trúarleg slagorð.
Mörg þúsund lögregluþjónar
voru fyrir utan þingið og götum var
lokað með þeim afleiðingum að
umferðaröngþveiti myndaðist.
Tveir lögregluþjónar hentu húf-
um sínum og tóku þátt í mótmælun-
um. Þeir voru síðar handteknir.
„í dag samþykkti þingið-skamm-
arlegan samning," sagði systir
María, nunna úr rétttrúnaðarkirkj-
unni. „Schengen merkir engin
landamæri, engin trú, ekkert einka-
líf.“
Trúarhópamir segja að opin
landamæri muni stefna kirkjunni í
hættu. Þeir halda því einnig fram
að talan 666 verði á skilríkjum, sem
eigi að láta borgara í Evrópusam-
bandinu hafa samkvæmt samkomu-
laginu, og það sé tala djöfulsins.
Segja mótmælendurnir að
Schengen muni breyta Evrópu í
risastórt lögregluríki þar sem yfír-
völd hafi aðgang að persónulegum
upplýsingum um borgarana gegn-
um tölvu.
Talsmaður grísku stjórnarinnar
sagði að Schengen-samkomulagið
tæki gildi þegar skilyrðum, sem
tryggðu friðhelgi einkalífs grískra
borgara, væri fullnægt.
smáskór -f
sérverslun með barnaskó 1 í
Mikið úrval af skóm
Dúndur tilboð - ^
af eldri gerðum af skóm. Leður . st_ g6.35
. ..... Verð frá S.790
Erum x blau husi við Fakafen
|
i
I
\
f
I
i
i
I
i
;
I
í
I
L