Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 23
ERLENT
Tékk-
lands-
stjórn í
mótbyr
STUÐNINGUR við tékk-
nesku stjórnina, sem er skipuð
mið- og hægriflokkum, hefur
minnkað nokkuð og er það
rakið til verulegrar lækkunar
á gengi tékknesku krónunnar
og aukins aðhalds í opinberum
útgjöldum. Vinsældir Vaclavs
Klaus forsætisráðherra og
flokks hans, Borgaralega lýð-
ræðisflokksins, hafa samt
aukist en það á ekki við um
hina stjórnarflokkana tvo.
Stjórnin nýtur nú stuðnings
38,5% kjósenda en stjórnar-
andstaðan 40%. Eru þar jafn-
aðarmenn stærstir og raunar
stærsti stjórnmálaflokkurinn
samkvæmt þessu með 28%.
Manson í eit-
urlyfjum
BANDARÍSKI fjöldamorð-
inginn Charles Manson hefur
verið fundinn sekur um eitur-
lyfjasölu en honum er haldið
í fangelsi í Kaliforníu. Hann
var dæmdur til dauða fyrir
að hafa skipulagt mörg morð,
þar á meðal á leikkonunni
Sharon Tate, 1969 en slapp
við gasklefann þegar dauðar-
efsing var afnumin í Kali-
forníu. Hún var síðar tekin
upp aftur.
Vatn á myllu
Le Pens
FRAMMÁMENN í röðum
gaullista í Frakklandi telja,
að sú ákvörðun Lionels Josp-
ins, forsætisráðherra sósíal-
ista, að leyfa þúsundum ólög-
legra innflytjenda að vera um
kyrrt í landinu muni auka inn-
flytjendastrauminn og verða
til að auka stuðning við Þjóð-
arfylkingu Le Pens.
Silkiblað í
Shanghai
EITT stærsta dagblaðið í
Shanghai, Wen Hui, verður
gefið út á silki 1. júlí í tilefni
af því, að þá taka Kínverjar
við stjórn í Hong Kong. Verð-
ur silkiupplagið að vísu tak-
markað, aðeins 5.800 eintök,
og verður hvert selt á 42.000
ísl. kr. Útgefendur ábyrgjast,
að silkiblaðið endist í 500 ár.
Engin enska,
takk
SIGUR sósíalista í Frakklandi
getur þýtt, að hætt verði við
sérstakt enskuátak í hernum.
Til stóð að drífa þar upp 1.000
manns, sem talað gætu ensku
en það er talið nauðsynlegt
vegna aukinnar þátttöku
Frakka í hernaðarsamstarfi
NATO og í alþjóðlegu gæslu-
liði. Sósíalistum finnst hins
vegar, að meira en nógu langt
hafi verið gengið í þessa átt
og sagt er, að hershöfð-
ingjarnir séu því fegnir. Þeir
telji það næstum ógerlegt að
finna 1.000 enskumælandi
menn í franska heraflanum.
Reuter
Hiti
í Péturs-
borg
HITASTIG í Pétursborg
í Rússlandi fór í 30 gráð-
ur í gær og þótti sumum
nóg um hitann. Þeirra á
meðal var þessi ísbjarn-
armamma í dýragarði
borgarinnar, sem fór
með hún sinn í kælandi
bað.
HVAÐ METUR ÞÚ MEST?
j á I m a r
r u
hjálmarnir eru ekki aðeins
með CE öryggisstimpil heldur
líka ASTM og ANSI sem af
mörgum eru taldir mun betri
öryggisstimplar.
ofbirtu og úrkomu.
Opið laugardaga frá 10-16
ÖRNINNU
SKEIFUNNI 11 • SÍMI 588 9890
og því vandaðri því betri. Bandarísku TREK
hjálmarnir eru með þeim betri.
Vapor TFtEMC
Fyrir unglinga og fulloróna, með
skyggni, hnakkaspennu og
hraðstillismellu.
Litir: Svart, blátt og rautt.
Kr. 3.252.- stgr.
t'b
TBUEMC
LadyBug (mynd) og
Trucks & Tractors
Fyrir ungbörn.
Mjög djúpir og verja því einstaklega vel.
Tvær stærðir
Kr. 2.993,- stgr.
Lunar
Fyrir unglinga og fullorðna, með
skyggni, hnakkaspennu og
hraðstillismellu og harðskel undir
og ofaná.
Litur: Grænn
Kr. 4.166,- stgr.
Dinosaur tmzemc
Fyrir börn og unglinga, með
skyggni, hnakkaspennu og
hraðstillismellu.
Tvær stærðir
Kr. 2.993,- stgr.
Doodle TMZEMC
Fyrir börn og unglinga, með skyggni,
hnakkaspennu og hraðstillismellu.
Tvær stærðir
Kr. 2.993,- stgr.
Skyggni
ver augun gegn
meira ö^,
•rr
Mt.Lion
Fyrir börn og unglinga, með
skyggni, hnakkaspennu og
hraðstillismellu.
Tvær stærðir
Kr. 2.993,- stgr.
| Hnakkaspenna
heldur hjálminum mun
stöðugri á ferð.