Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 23 ERLENT Tékk- lands- stjórn í mótbyr STUÐNINGUR við tékk- nesku stjórnina, sem er skipuð mið- og hægriflokkum, hefur minnkað nokkuð og er það rakið til verulegrar lækkunar á gengi tékknesku krónunnar og aukins aðhalds í opinberum útgjöldum. Vinsældir Vaclavs Klaus forsætisráðherra og flokks hans, Borgaralega lýð- ræðisflokksins, hafa samt aukist en það á ekki við um hina stjórnarflokkana tvo. Stjórnin nýtur nú stuðnings 38,5% kjósenda en stjórnar- andstaðan 40%. Eru þar jafn- aðarmenn stærstir og raunar stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt þessu með 28%. Manson í eit- urlyfjum BANDARÍSKI fjöldamorð- inginn Charles Manson hefur verið fundinn sekur um eitur- lyfjasölu en honum er haldið í fangelsi í Kaliforníu. Hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa skipulagt mörg morð, þar á meðal á leikkonunni Sharon Tate, 1969 en slapp við gasklefann þegar dauðar- efsing var afnumin í Kali- forníu. Hún var síðar tekin upp aftur. Vatn á myllu Le Pens FRAMMÁMENN í röðum gaullista í Frakklandi telja, að sú ákvörðun Lionels Josp- ins, forsætisráðherra sósíal- ista, að leyfa þúsundum ólög- legra innflytjenda að vera um kyrrt í landinu muni auka inn- flytjendastrauminn og verða til að auka stuðning við Þjóð- arfylkingu Le Pens. Silkiblað í Shanghai EITT stærsta dagblaðið í Shanghai, Wen Hui, verður gefið út á silki 1. júlí í tilefni af því, að þá taka Kínverjar við stjórn í Hong Kong. Verð- ur silkiupplagið að vísu tak- markað, aðeins 5.800 eintök, og verður hvert selt á 42.000 ísl. kr. Útgefendur ábyrgjast, að silkiblaðið endist í 500 ár. Engin enska, takk SIGUR sósíalista í Frakklandi getur þýtt, að hætt verði við sérstakt enskuátak í hernum. Til stóð að drífa þar upp 1.000 manns, sem talað gætu ensku en það er talið nauðsynlegt vegna aukinnar þátttöku Frakka í hernaðarsamstarfi NATO og í alþjóðlegu gæslu- liði. Sósíalistum finnst hins vegar, að meira en nógu langt hafi verið gengið í þessa átt og sagt er, að hershöfð- ingjarnir séu því fegnir. Þeir telji það næstum ógerlegt að finna 1.000 enskumælandi menn í franska heraflanum. Reuter Hiti í Péturs- borg HITASTIG í Pétursborg í Rússlandi fór í 30 gráð- ur í gær og þótti sumum nóg um hitann. Þeirra á meðal var þessi ísbjarn- armamma í dýragarði borgarinnar, sem fór með hún sinn í kælandi bað. HVAÐ METUR ÞÚ MEST? j á I m a r r u hjálmarnir eru ekki aðeins með CE öryggisstimpil heldur líka ASTM og ANSI sem af mörgum eru taldir mun betri öryggisstimplar. ofbirtu og úrkomu. Opið laugardaga frá 10-16 ÖRNINNU SKEIFUNNI 11 • SÍMI 588 9890 og því vandaðri því betri. Bandarísku TREK hjálmarnir eru með þeim betri. Vapor TFtEMC Fyrir unglinga og fulloróna, með skyggni, hnakkaspennu og hraðstillismellu. Litir: Svart, blátt og rautt. Kr. 3.252.- stgr. t'b TBUEMC LadyBug (mynd) og Trucks & Tractors Fyrir ungbörn. Mjög djúpir og verja því einstaklega vel. Tvær stærðir Kr. 2.993,- stgr. Lunar Fyrir unglinga og fullorðna, með skyggni, hnakkaspennu og hraðstillismellu og harðskel undir og ofaná. Litur: Grænn Kr. 4.166,- stgr. Dinosaur tmzemc Fyrir börn og unglinga, með skyggni, hnakkaspennu og hraðstillismellu. Tvær stærðir Kr. 2.993,- stgr. Doodle TMZEMC Fyrir börn og unglinga, með skyggni, hnakkaspennu og hraðstillismellu. Tvær stærðir Kr. 2.993,- stgr. Skyggni ver augun gegn meira ö^, •rr Mt.Lion Fyrir börn og unglinga, með skyggni, hnakkaspennu og hraðstillismellu. Tvær stærðir Kr. 2.993,- stgr. | Hnakkaspenna heldur hjálminum mun stöðugri á ferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.