Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 29

Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 29 LISTIR Hljóðbók • ÚT er komin hljóðbókin Ævin- týri Sherlock Holmes eftir sir Art- hur Doyle í flutningi Rúriks Haralds- sonar leikara. Sherlock Holmes kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir rúmlega einni öld og skömmu síðar fóru sögur af honum að birtast á íslensku. Allar götur síðan hefur hann notið mikilla vinsælda, enda mesti leynilögreglu- snillingur heimsbókmenntanna og persónan einstök, segir í kynningu. í hljóðbókinni birtast þijár sögur úr safni ævintýra Sherlock Holmes, en þær heita: Blái gimsteinninn, Þumalfingur vélfræðingsins og Betl- arinn með varaskarðið. Loftur Guð- mundsson íslenskaði sögurnar sem komu út í prentaðri útgáfu fyrir hartnær hálfri öld. Ævintýrí Sheríock Hoimes voru hljóðrítuð í Hljóðbókagerð Blindra- félagsins oggefin út afHljóðbóka- klúbbnum. Bókin erátveimur snældum (3 'U klst.) og verður fyrst um sinn aðeins á boðstólum fyrir félaga Hjóðbókakiúbbsins. Verð snældnanna er kr. 1.690. ---------------- Pinhole ljós- myndasýn- ingu haldið áfram ÁKVEÐIÐ hefur verið að lengja „pinhole“-ljósmyndasýningu Vil- mundar Kristjánssonar til föstu- dagsins 20. júní. Hér er um að ræða ljósmyndir teknar með heimasmíðuðum mynda- vélum og er eingöngu notað títi- prjónsgat í stað linsu. Myndavélarnar sem notaðar voru við tökurnar eru einnig til sýnis ásamt upplýsingum um „pinhole" tæknina. Sýningin er í Galleríi Myndáss, Skölavörðustíg 41. ------» ♦ ♦----- Helgi Jónsson opnar mál- verkasýningu HELGI Jónsson opnar málverkasýn- ingu laugardaginn 14. júní í nýjum sýningarsal í Suðurhlíð 35 í Reykja- vík, (sama hús og Blómabúðin Garðshorn). Sýnd eru 35 málverk máluð með olíu- og vatnslitum. Helgi hefur_ haldið nokkrar sýn- ingar m.a. í Ólafsvík árið 1987, í Hafnargalleríinu árið 1989 og á Mokka sumarið 1992. Sýningin er opin frá kl. 14-19 alla daga. Einnig er hægt að skoða sýninguna í samráði við Helga. I Staðgreiðsluverð: 9.800 kr. húsgögn Armúla 44 • sími 553 2035 Sænski drengjakórinn St. Jacobs Gosskör í tónleikaferð ST. Jacobs Gosskör, sem er einn vinsælasti drengjakór Svíþjóðar, segir í kynningu, verður í tónleika- ferð á íslandi dagana 12.-19. júní. Kórinn var stofnaður á 16. öld. I honum eru 36 piltar og ungir menn Mannaskipti 1 „Að eilífu“ BJÖRN Ingi Hilmarsson hefur tekið við hlutverki Baldurs í sýningu Hafnarfjarðarleikhússins á Að eilífu eftir Árna Ibsen. Björn tekur við hlutverkinu af Baldri Trausta Hreinssyni, sem æfir nú hlutverk sögumannsins í söngleiknum Evítu. Næsta sýning á Að eilífu verður á föstudagskvöld. á aldrinum 8-28 ára. Stjórnandi kórsins er John Wilund og orgelleik- ari_ er Jonas Marklund. I kynningu segir jafnframt að Helgi Felixson kvikmyndaframleið- andi í Stokkhólmi vinni að gerð heimildarmyndar um ferðarlag kórs- ins, sem væntanlega verður sýnd í sænska sjónvarpinu síðar á árinu. Kórinn verður með tónleika á eft- irtöldum stöðum: Hveragerðiskirkju á morgun, föstudag, kl. 20.30. í Grensáskirkju 14. júní kl. 16, í Hall- grímskirkju 17. júní kl. 17, í Skál- holtskirkju 18. júní kl. 14 og í Nor- ræna húsinu sama kvöld kl. 20. Auk þess mun kórinn taka þátt í 17. júní hátíðarhöldum í Reykjavík og athöfn í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal sunnu- daginn 15. júní. ST. Jacobs Gosskör ásamt stjórnandanum John Wilund. TOYOTA bmtf) tVuiíM.’.r I»c*I**f InmjtTM i«l*'Ot»r$ctoÍtilrfi*n oó rr mm |rppin«t i siiium * Imif»*lmt&itr*tvr» Hilntól alflríi itti'ó I 00°o i»»« Ailrilsla *•♦» »|Ó|| * Vbsl.n-slol

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.