Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 30

Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 LISTIR Leikhús án vitsmuna- legrar yfir- byggingar SIGUR fyrir Baltasar Kormák, segir í umfjöllun Svenska dagbladet um uppfærslu Þjóðleikhússins á leikriti Johns Ford, Leitt hún skyldi vera skækja, sem sýnd var á leiklistarhá- tíðinni í Hallunda í Svíþjóð í lok maí og var leikstýrt af Baltasar Korm- áki. í blaðinu fjallar Lars Ring um uppfærsluna og spjallar við Baltasar sem honum líst greinilega vel á og segir hafa yfirbragð og möguleika kvikmyndastjörnu. Ring segir að uppfærslan á Skækjunni sé sterk endurskoðun á verki Ford. „Leikarahópurinn er full- ur ákafa og styrks. Hilmir Snær Guðnason gerir Giovanni að Hamlet með dráttum frá Kristni og fíflinu. Margrét Vilhjálmsdóttir túlkar Annabellu sem unga, rauðhærða og fallega konu.“ Ring segir að Baltasar skapi ieik- hús án vintsmunalegrar yfirbygg- ingar. En jafnframt segir hann að Baltasar reyni greinilega að setja nútímalegan svip á sýninguna, hann sækist eftir að beita myndrænu tungumáli og öðrum meðölum af- þreyingariðnaðarins, svo sem tón- listarmyndbandsins, næturklúbb- anna og popptónleikanna. „Vinsæld- ir Skækjunnar má kannski skýra með því að tjáning hennar er bein, frásögninni er komið til skila með dramatísku myndmáli en án mikilla heilabrota." Ofnærms-og| astmatyf 20°A rs HAGKAU P CpLYFJABIIÐ Skeifunni Sími 563 5115 Læknasími 568 2510 Opið mán,- fðs. kl. 9-21 laugard. kl. 10-18 sunnud. 12-18 •fifrtrfiölskyktnna^ SUMIR LATA SIG BERAST MEÐ STRAUMNUM - á meðan aðrir standa upp úr Abu Garcia Black Max stangirnar eru geröar úr grafít og meö vönduöum lykkjum sem veita litla mótstööu. BM stangirnar eru bæöi fyrir opin hjól og lokuö og meö þeim fylgir vandaður poki. jSAbu Garcia Veiðistangirnar í Abu Garcia 500 línunni eru ódýrar, en pú getur veriö viss um aö fá mikiö fyrir peningana þína. Stangirnar eru léttar og skemmtilegar, gerðar úr blöndu af fíber og grafít. A B U GARCIA STANGIR: Verö frá kr. 2.950 Fæst t öllum betri veiöiverslunum um land allt Tennessee Williams Óþekkt leikrit sýnt í London London. Reuter. ÓÞEKKT leikrit eftir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams verður frumsýnt í London á næsta ári að því er sagði í tiikynningu frá konunglega þjóðleikhúsinu á Bret- landi í gær, þriðjudag. Leikritið nefnist „Ekki um næt- urgala“ (Not About Nightingales) og var skrifað á íjórða áratugnum þegar Williams var að hefja feril sinn. Síðar skrifaði hann „Spor- vagninn girnd“ og „Kött á heitu biikkþaki" og varð einn helsti leik- ritahöfundur þessarar aldar. Ekki um næturgala Leikritið „Ekki um næturgala“ gerist í fangelsi og úallar að hluta til um sambönd samkynhneigðra. Það er ekki að finna í neinum rit- söfnum Williams. Breski leikarinn Vanessa Redgrave fann leikritið þegar hún var að rannsaka skjöi leikskáldsins, sem andaðist árið 1983. Ætiunin er að sýna það næsta vor. „Það er með ólíkindum að hægt sé að tala um heimsfrumsýningu á nýju verki eftir Tennessee Will- iams,“ sagði Trevor Nunn þjóðleik- hússtjóri. „Það ætti ekki að vera hægt. Þetta er heilt leikrit og mjög átakanlegt... Það fjallar um ung- an fanga, sem hefur ljóðræna til- finningu fyrir sjálfum sér og því, sem hann vill koma í verk.“ Redgrave er ein af fremstu leik- urum Breta, en hún mun ekki koma fram í leikritinu þar sem þar er ekkert kvenhlutverk við hæfi. Skækjan í Svíþjóð Qpel Combo kr. 1.075.000.- án vsk. Opel er mesti seldi bíll í Evrópu 5 ár í röð Bílheimar ehf. tiii Sœvarhöföa 2a Sími:525 9000 -Þýskt eöalmerki lipur sparneytinn eyðir 5,4 lítrum á hundraði miðað við 90 km. hraða rúmgóður tekur 3.130. lítra Elín G. sýnir í Noregi í JÚNÍ stendur yfir sýning á rúmlega 20 málverkum lista- konunnar Elínar G. Jóhanns- dóttur í Provisoriet, Nygaards- gat. 26, Fredrikstad. Sýninguna nefnir hún Gjár og mannlíf. Stærsti hluti verk- anna er nýr, önnur hafa verið sýnd í Galleríi Fold, Kringlunni og í Svíþjóð. Norðurljós á Café Mílanó SIGRÍÐUR Einarsdóttir opnaði sýningu í Café Mílanó 8. júní sl. Þar sýnir hún gou- ache-málverk sem hún hefur unnið í vetur. Þetta er þriðja einkasýning hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.