Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 35
gðisþjónustunni
ráðið verði einnig formlegur sam-
starfsaðili þeirra samtaka sem vinna
að mati á lækningatækni og gerð
klínískra leiðbeininga erlendis.
Vísað er til þess að samræmdir
biðlistar séu ein gerð klínískra leið-
beininga en þeir hafi nokkra sérstöðu
þar sem þeir lúti ekki beint að því
hvernig meðhöndla skuli einstaka
sjúklinga, en aðstoði við skipulagn-
ingu á klínískri vinnu. Biðlistarnir
geti nýst vel til að sýna fram á hvar
skortur sé á þjónustu, að því tilskildu
áð þeir séu vel unnir og sýni fram á
raunverulegt ástand. Sanngjarnt sé
að ákveðnar reglur séu um há-
marksbið á biðlista og í vissum tilvik-
um geti verið nauðsynlegt að grípa
til sérstakra átaksverkefna ef biðlisti
verði of langur.
Forgangsröðun krefst
samvinnu
í skýrslunni er bent á að forgangs-
röðun krefjist samvinnu Alþingis,
stjórnvalda, heilbrigðisstofnana, heil-
brigðisstétta og almennings. Það sé
skylda lækna að taka þátt í forgangs-
röðun, en með því geti þeir stuðlað
að góðri nýtingu þeirra auðlinda sem
varið er til heilbrigðismála og gert
þannig fleirum kleift að nóta heil-
brigðisþjónustu en ella væri. For-
gangsröðuninni megi skipta í fjóra
flokka, þ.e. forgangsröðun fjármagns
milli málaflokka í ríkisrekstri, for-
gangsröðun fjármagns innan heil-
brigðiskerfisins, forgangsröðun
sjúklingahópa og forgangsröðun ein-
stakra sjúklinga. Nauðsynlegt sé að
allir þeir aðilar sem koma að for-
gangsröðun vinni saman þar sem
ákvarðanir á einu stigi geti leitt til
brejTinga á öðrum stigum, og leggur
nefndin til að settur verði á stofn
vinnuhópur skipaður fulltrúum heil-
brigðisstétta og stjórnvalda sem
móti stefnu stjómvalda hvað varðar
forgangsröðun innan heilbrigðiskerf-
isins og forgangsröðun sjúklinga-
hópa.
Áhersluþættir
í niðurstöðum sínum leggur nefnd-
in áherslu á nokkra þætti varðandi
forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu.
í fyrsta lagi er lögð áhersla á að sið-
ferðilegar forsendur verði hafðar að
leiðarljósi við forgangsröðun. Þá setji
stjórnvöld fram markvissa heilbrigð-
isáætlun með mælanlegum markmið-
um, þau geri áætlun um mannafla-
þörf heilbrigðisþjónustunnar á næstu
áram og áætlanir verði gerðar um
húsnæðisþörf í heilbrigðisþjónustu,
endurnýjun og notkun þess húsnæðis
sem þegar er til staðar, og loks geri
stjórnvöld áætlun um fjárveitingar
til heilbrigðisþjónustunnar til þriggja
ára í senn.
Þá hlutist heilbrigðisyfirvöld til um
að fram fari fræðsla um eðli for-
gangsröðunar og könnun á skoð-
unum almennings á aðferðum við
forgangsröðun. Settur verði á stofn
vinnuhópur skipaður fulltrúum heil-
brigðisstétta og stjómvalda sem
móti stefnu að því er varðar for-
gangsröðun, og hvert stig
heilbrigðiskerfísins og tilfærsla sjúkl-
inga innan þess verði skilgreint með
tilliti til hlutverks og skilvirkni og
lokið verði uppbyggingu frumheilsu-
gæslu fyrir alla landsmenn. Áhersla
er lögð á að Læknafélag íslands
hafi forgöngu um að læknar samein-
ist um mat á lækningatækni, gerð
klínískra leiðbeininga og samræmdra
biðlista, og athuga þurfi kosti fjar-
lækninga og reglubundinna ferða
sérfræðilækna til fámennra staða.
Þá þurfi að skilgreina ábyrgðarsvið
heilbrigðisstétta og skipuleggja og
auka þjónustu við ferilsjúklinga.
---------- Kanna þurfi hagkvæmni
: hvort hinna ýmsu möguleika á
itinqar sjúkraflutningum og hvort
i vaxa frekari uppbyggíng
sjúkraflugþjónustu með
þyrlum og flugvélum með
vaktviðbúnaði allan sólarhringinn sé
hagkvæm, og kanna þurfi rekstrar-
hagkvæmni sjúkrahótels í Reykjavík.
Loks þurfi að leggja áherslu á góða
samvinnu milli sjúkrahúsa svo nýta
megi á sem hagkvæmastan hátt
tæki, vaktviðbúnað og aðra þjónustu,
og hið sama gildi um aðrar heilbrigð-
isstofnanir.
TIMSS-RANNSÓKNIN
Morgunblaðið/Ásdís
JAFNVEL þó að almenningur virðist telja að það skipti máli að standa sig vel í stærðfræði og náttúrufræðigreinum er alltof lítil umræða
í skólastofunni um tilgang þess að læra þessar greinar.
B
JÖRN Bjarnason mennta-
málaráðherra segir niður-
stöður TIMSS-rannsóknar-
innar um frammistöðu ís-
lenskra nemenda 3. og 4. bekkjar í
stærðfræði og náttúrufræðigreinum
mikil vonbrigði. Þær taki af allan
vafa um nauðsyn þess að áfram verði
unnið að gagngerri endurskoðun á
íslenska skóiakerfinu. Anna Krist-
jánsdóttir, prófessor á sviði stærð-
fræðimenntunar við Kennaraháskóla
ísiands segir stærðfræði og náttúru-
vísindi meðhöndluð eins og framandi
gesti í íslensku menningarumhverfí
og að alltof lítið sé rætt við nemend-
ur um stærðfræði og tilganginn með
því að læra hana. Askell Harðarson,
doktor í stærðfræði og leiðbeinandi
við Flensborgarskólann, fagnar
TIMSS-rannsókninni og segir að ef
hún hefði ekki komið til hefðu menn
sjálfsagt haldið áfram að una glaðir
við sinn hag án þess að breyta nokkru
eða horfast í augu við vandann.
„Við höfum unnið að gagngerri
endurskoðun á íslenska skólakerfinu
upp á síðkastið og erum að vinna að
því að móta nýjar námskrár fyrir
grunn- og framhaldsskólann. Ég tel
að þessar rannsóknir sýni að í stærð-
fræði svari námsefnið ekki eðlilegum
kröfum og ástæða sé til að efast um
réttmæti þeirrar stefnu og hug-
myndafræði sem fylgt hefur verið við
gerð námsefnis og varðandi kröfur
til nemenda. Einnig tel ég að kennara-
menntunarstofnanir verði með rót-
tækum hætti að huga að innra starfi
sínu og fagbundnum markmiðum þess
náms sem þær veita,“ segir Björn.
Niðurstöðurnar valda
vonbrigðum
„Auðvitað hljóta niðurstöðurnar að
valda vonbrigðum miðað við það sem
menn telja sig hafa verið að gera hér
í skólamálum og hefur ekki skilað
betri árangri en þetta. Hér er um
stefnu að ræða sem var mótuð fyrir
nokkrum áratugum," segir ráðherr-
ann ennfremur. Hann segir ljóst að
ef menn geri ekki kröfur í skólanum,
setji ekki fram skýr markmið og fylgi
ekki þeim kröfum og markmiðum
fram með aga, þá náist ekki árang-
ur. „Menn verða að gera kröfur og
gangast undir próf og reyna
á kraftana í skólunum en
ekki fljóta í gegnum skóla-
kerfið eins og það þurfi
ekkert að reyna á sig.“
Menntamálaráðherra
segir meginatriðið nú vera
að þeir sem vinni að þessum málum
í skólakerfinu taki mið af niðurstöðum
rannsóknarinnar, og átti sig á því að
árangurinn sé ekki meiri en þar komi
í ljós. Ekki sé nauðsynlegt að sitja
margar ráðstefnur til að komast að
raun um það. Þegar sé verið að vinna
að stefnumörkun og endurskoðun á
námskrám í menntamálaráðuneytinu,
sem axli þá ábyrgð sem því beri.
Valda vonbrigð-
um en koma
ekki á óvart
Nýjar niðurstöður TIMSS-rannsóknarinnar
sýna að frammistaða íslenskra nemenda í 3.
og 4. bekk í stærðfræði og náttúrufræðigrein-
um er svipuð og jafnvel slakari en árangur
nemenda í 7. og 8. bekk, sem kynntur var
sk vetur. Margrét Sveinbjömsdóttir leitaði
viðbragða við þessum tíðindum.
Of lítið rætt
um tilganginn
með stærð-
fræðinámi
„Það hljótum við öll að gera sem að
menntunar- og fræðslumálum vinn-
um, hvar sem við erum á þeim vett-
vangi. Allir verða að axla sína ábyrgð
og líta í eigin barm,“ segir ráðherrann
að síðustu.
Kemur ekki á óvart
Anna Kristjánsdóttir, prófessor á
sviði stærðfræðimenntunar við Kenn-
araháskóla íslands og formaður Flat-
ar, samtaka stærðfræðikennara, segir
niðurstöðurnar síður en svo koma sér
á óvart. „Ég hef i rúman áratug skrif-
að um þetta til ráðuneytisins og ann-
arra aðila og látið í ljósi áhyggjur af
þessum málum,“ segir hún.
Anna telur nauðsynlegt að þessar
niðurstöður verði skoðaðar í víðu sam-
hengi. „Það er svo ótrúlega margt
sem hefur áhrif á að staðan er þessi.
Það er í fyrsta lagi þjóðarvitundin.
Þegar við erum að tala um íslenska
menningu þá er alltaf talað um séris-
lenska menningu, sem kannski er
eðlilegt þegar um er að ræða eyþjóð.
Nú ætla ég alls ekki að gera lítið úr
_________ áherslum okkar á að varð-
veita íslenska tungu og
muna okkar sögu en hins
vegar eru bæði stærðfræð-
in og náttúruvísindin með-
höndluð eins og framandi
gestir í okkar menningar-
umhverfi. Þetta þýðir að vitund fólks
er ekki mjög sterk á þessu sviði. Al-
menningur telur að það skipti máli
að standa sig vel í stærðfræði, en sé
farið ofan í saumana á hvað átt sé
við með því að standa sig vel í stærð-
fræði kemur upp vandræðastaða. Ég
held að árangur nemenda megi að
hluta til skýra með því að of lítið er
rætt við þá um stærðfræði og tilgang-
inn með því að læra hana og einnig
að kennsluhættir eru of einhæfir,"
segir Anna.
I öðru lagi nefnir hún þá breytingu
sem gerð var á skólaskyldu árið 1990,
þegar sex ára bekk var bætt við sem
skyldu og kennslustundum fjölgað í
yngstu bekkjunum. „Þá komu tilmæli
frá menntmálaráðuneytinu um að
þessi aukning yrði notuð til að leggja
aukna áherslu á list- og verkgreinar
og umfjöllun um náttúru og um-
hverfi. Áuk þess var minnst á mikii-
vægi móðurmálsins. Stærðfræðin er
hvergi nefnd og það þýðir að frá opin-
berum aðilum kemur ekki hvatning á
þessum tímapunkti til að auka hana
að sama skapi og annað í byrjenda-
kennslunni. Og það kemur heldur
ekki hvatning til þess að vinna með
hana á verklegri og meira skapandi
hátt.“
Þriðja atriðið sem Anna kemur inn
á er námsefnið. „Námsefnisskortur-
inn sem kennarar upplifa er kannski
að hluta til spurning um hvernig fólk
nýtir námsefnið. Ég er þeirrar skoð-
unar að kennarar eigi að _________
fá meira í hendurnar til
þess að kunna betur til
verka og styrkja sig, á tím-
um þar sem tæknin er að
taka yfir svo marga hluti.
En það er eins og áherslan “
liggi alltaf á að búa til efni beint í
hendurnar á börnunum. Við vitum
hinsvegar að kennari getur gert stór-
kostlega hluti án þess að vera alltaf
með mjög litskrúðug gögn í höndun-
um,“ segir hún.
Rangar áherslur í kennslunni?
Anna vekur athygli á því að í þeim
þáttum sem prófað var úr var árang-
ur íslensku nemendanna bestur í rúm-
fræði, tölfræði og líkindareikningi.
Hún bendir á að sammerkt með þess-
um þáttum sé að ekki sé löng hefð
fyrir því hvernig þeir eru kenndir.
Einnig að í gegnum námsefnið sé
sjónum nemenda beint að ýmsu í
þeirra ytra umhverfi, sem virðist
höfða það vel til nemenda að jafnvel
þó að kennararnir séu ekki sérstak-
iega skólaðir í þeim þáttum, þá dugi
það þeim til að koma þeim betur
áfram en í þeim þáttum sem fólk tel-
ur sig kunna best til verka að kenna.
„Ég held að þetta sé atriði sem eigi
að skoða mjög náið og leita skýringa
á. Kannski er bara verið að leggja
áherslu á ranga hluti í kennslunni.
Það verður að mæta þessum börnum
á forsendum þjóðfélagsins eins og það
er í dag,“ segir Anna og minnir á þær
gifurlegu tækni- og þjóðfélagsbreyt-
ingar sem orðið hafa á síðustu árum
en hafa ekki verið teknar með í reikn-
inginn í námsefninu nema að litlum
hluta til.
Samsæri þagnarinnar
Áskell Harðarson, doktor í stærð-
fræði og leiðbeinandi við Flensborgar-
skólann, undrast ekki niðurstöður
TIMMS-rannsóknarinnar en segir að
hefði hún ekki komið til hefðu menn
sjálfsagt haldið áfram að una glaðir
við sinn hag án þess að breyta nokkru
eða horfast í augu við vandann. „Stað-
reyndin er að stærðfræðin hefur verið
fótum troðin víða og kannski einna
mest í Kennaraháskóla íslands. Það
skilar sér náttúrulega í menntun
kennara og hefur áhrif á hveijir fara
í það að kenna og þetta er útkoman.
Þetta hafa örfáir verið að segja en
fáir hafa kært sig um að segja nokk-
uð. Það má segja að hér hafi ríkt
einskonar samsæri þagnarinnar varð-
andi vanda raungreinakennslunnar,“
segir hann. „En núna vildu allir Lilju
kveðið hafa.“
Áskell segir að um stærðfræði-
kennsluna eins og svo margt annað
gildi þetta gamla góða; að fólk upp-
skeri eins og það sái. „Og ef ekki
hefði komið til þetta góða framtak
þá hefði allur fjöldinn sjálfsagt haldið
áfram að una glaður við sinn hag án
þess að breyta nokkru eða horfast í
__________ augu við vandann. Síðan
verða örugglega fundnar
einhveijar bráðabirgða-
reddingar sem þýða hærri
laun hjá starfandi kennur-
um, en ég á svo sem ekki
"““““ von á að það verði endilega
gert neitt sem dugar. Ég held að það
eina sem dugi sé að virkja þá sem
eru virkilega duglegir í þessum grein-
um, eins og til dæmis krakkar á eðlis-
fræðibrautum framhaldsskólanna.
Það þarf að breyta aðstæðum þannig
að þetta fólk líti yfirleitt við því að
fara út í kennslu, því nú er algert
neyðarástand á öllum skólastigum,“
segir Áskell.
Allir verða að
axla sína
ábyrgð og líta
í eigin barm