Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Að húka á grafarbakkanum
ÞEIR SEM tala um
málefni aldraðra enda
ræðu sína æ oftar á
því að vara framtíðina
við „gamla fólkinu“.
Þetta fólk, sem oft
eru ráðamenn þjóðar-
innar, tönnlast sí og æ
á þeirri hættu sem
þjóðfélaginu stafar af
því þegar öldruðum
fjölgar hlutfallslega.
Þegar stöðugt fjölgar
fullorðnu fóki sem
verður á „framfæri"
sífellt færri “vinnandi“
manna.
Þessi málflutningur
er siðlaus, heimskuleg-
ur og ósanngjarn. Hann hleður upp
samviskubiti hjá eldri kynslóðinni
sem er búin að skila sínu eða nálg-
ast starfslokin. Þessu fólki er raun-
ar líkt við „engisprettuplágu“ sem
flæða muni yfir „velferðarþjóðfé-
lagið“ upp úr aldamótunum.
í þessari umræðu allri er nær
aldrei minnst á annað en þann
fjárhagslega „vanda“ sem við
blasir. I þessari umræðu er engin
hugmyndafræði á ferðinni. í þess-
ari umræðu eru engar vangaveltur
um félagslegan sjálfsákvörðunar-
rétt einstaklinganna. Ekki minnst
á reisn og sjálfsvirðingu manns-
ins.
Það er raunar ótrúlegt hvað full-
orðið fólk hefur óendanlegt lang-
lundargeð gagnvart þessum
hræðsluáróðri sem dynur linnu-
laust í eyrum.
Það er mjög brýn nauðsyn í
þessari umræðu að koma málinu
út úr þessum þrönga farvegi. Að
koma á dagskrá einhverri raun-
hæfri hugmyndafræði
sem leitt gæti til far-
sællar þróunar. Að
gera upp við sig áður
en það verður um
seinan hvort forsjár-
hyggjan á að ráða
ríkjum í framtíðinni
og tekið verði við
gömlu fólki eins og
pakkavöru í
„geymslu“ þegar fer
að halla undan fæti,
eða hvort skapa eigi
nýjan grundvöll fyrir
ftjóu lífi og reisn ein-
staklingsins.
Þarna þarf fullorðið
fólk og ekki síður þeir
yngri að hafa forustu um að skapa
nýtt viðhorf og nýja hugmynda-
fræði.
Þessa umræðu er nú lífsnauðsyn
að hefja af alvöru um þá þróun
sem er fyrirsjáanleg á högum full-
orðins fólks í náinni framtíð. Til
að leggja orð í belg er hér ætlunin
að skýra frá svolítilli tilraun sem
gerð er í Kópavogi.
Hér er um að ræða samtök fólks
sem hófu starfsemi 1983 og hafa
starfað óslitið síðan.
Þessi samtök bera hið undar-
lega nafn „Hana nú“. Þetta nafn
er þannig til komið að í upphafi
vildu þessir frumherjar sem stofn-
uðu samtök'in mynda sér sérstöðu
og hugmyndasamkeppni var hald-
in um nafn á samtökin. Þetta
nafn fékk flest atkvæði í leyni-
legri atkvæðagreiðslu þrátt fyrir
að önnur nöfn biðust eins og „Mjúk
lending", „Sóleyjarhópurinn"
o.s.frv.
Teningnum var kastað og þessir
frumhetjar nýs félagslífs aldraðra
höfðu heppnina með allt frá upp-
hafi. í fýrsta lagi hafði Kópavogs-
bær strax jákvæða afstöðu til þess-
arar starfsemi og hefur alla tíð
stutt Hana nú með því að skapa
starfseminni ytri ramma. Hana nú
er lausbeislaður félagsskapur. Það
er ekki formlegur félagsskapur.
Engin stjórn. Engin félagsgjöld.
Allar uppákomur og þátttöku
borga þátttakendur sjálfir eins og
aðrir meðlimir þjóðfélagsins.
Hana nú er lausbeislað-
ur félagsskapur fólks,
segir Hrafn Sæmunds-
son, sem hefur hvorki
áhuga á því að eignast
„áhyggjulaust ævi-
kvöld“ né setjast í
„helgan stein“.
Framlag bæjarins stendur undir
skipulagsvinnu eingöngu og að-
gangi að húsnæði.
Hitt atriðið sem réði kannski
úrslitum var að Ásdís Skúladóttir
leikstjóri gekk nánast í upphafi til
liðs við frumherjana og hún hefur
verið tengiliður Hana nú-klúbb-
anna við lífæðar þjóðfélagsins allan
tímann og er enn á fullu.
Saga Hana nú er öll til í pappír
og tölvudiskum og þessa sögu
þyrfti að taka saman í bók og
koma henni á framfæri í umræð-
unni núna.
Hér verður fullyrt að þessi litla
og hljóðláta tilraun í Kópavogi er
ein allra ef ekki allra merkilegasta
félagsleg tilraun sem gerð hefir
verið á Islandi. Og hugmyndafræði
Hana nú er ekki mótuð að fræðing-
um með sveittan skallann við skrif-
borð heldur hefur hún gegnum
árin mótast af starfi og hugmynda-
auðgi þátttakenda.
Og hver er nú þessi hugmynda-
fræði Hana nú? Það kemur betur
í ljós þegar sagan verður skráð.
En grunntónninn er þessi:
Frá upphafi hefur fólkið í Hana
nú neitað að láta stimpla sig út
úr þjóðfélaginu á vissu aldurs-
skeiði. Það neitar að hlýða þeirri
kvöð að eiga „áhyggjulaust ævi-
kvöld“ eða setjast í „helgan stein“
á þeim forsendum að verða annars
flokks þegnar í þjóðfélaginu sem
þýðir í raun að þegar þú hefur
lokið ævistarfí þínu eða ert búinn
að fá „bréfið“ frá Tryggingastofn-
un um að þú sért orðið „löggilt
gamalmenni" þá farir þú sjálfkrafa
í biðstöðu og farir að húka á graf-
arbakkanum og bíða eftir því að
rekunum verði kastað.
Svona einfalt
er nú þetta!
Takmarki sínu nær Hana nú-
fólkið með því að tengjast stöðugt
öllum þáttum þjóðfélagsins, vera
þátttakandi í öllu sem er að gerast
og taka þátt í allri pælingu.
Hér verður aðeins drepið á örfá
sýnishorn úr starfi Hana nú.
Blóminn af bestu skáldum og rit-
höfundum og listamönnum þjóðar-
innar hefur komið og unnið með
Hana nú gegnum tíðina og vís-
Hrafn
Sæmundsson
indamenn og fræðimenn á fjöl-
mörgum sviðum koma við sögu.
Enginn þáttur í þjóðfélaginu er
utan sviðsins. Hvort sem það er
undirbúningur að sýningu í Óper-
unni eða að Hæstiréttur sé að
kveða upp dóma þá er Hana nú á
staðum. Fótabúnaður kvenna í
Kína og rómantíkin í Hvanneyrar-
skál á síldarárunum eru verkefni
í klúbbum Hana nú. Og sorgin og
gleðin eru krufin til mergjar á
spjallkvöldum hópsins.
Og Bókmenntaklúbbur Hana
nú nær yfir breitt svið. Þar eru
til að mynda lesin verk nútímahöf-
unda og þeir síðan fengnir á stað-
inn og sérstök bókmenntadagskrá
er árlega æfð undir stjórn faglegs
leikstjóra og farið með út um land-
ið og nú í sumar til útlanda. Og
leikhúslíf er snar þáttur í starfi
Hana nú og tónleikar og Hana
nú-félagar eru löngu hættir að
óttast verk sem í upphafi fá bara
eina stjörnu! Og þar sem gleði og
gaman er á ferðinni er Hana nú
mætt og kráarferðir Hana nú eru
mjög eftirminnilegar uppákomur!
Og Laugardagsganga Hana nú
hefur „aldrei“ fallið niður frá
1983. Þetta eru bara örfá sýnis-
horn úr starfi Hana nú.
Starfsemi Hana nú hefur ekki
látið mikið yfir sér. Þó hefur af
og til verið reynt að benda á þessa
hugmyndafræði á „æðri stöðum"
í ráðuneytunum og hjá verkalýðs-
hreyfingunni til að mynda. Ekki
hefur þetta fengið hljómgrunn á
þessum stöðum. Kannski hefur
hugmyndafræðin „áhyggjulaust“
ævikvöld - saddur eða svangur -
fest of djúpar rætur í þjóðfélagi
sem er þó í meiri þróun en nokkru
sinni fyrr á öldinni?
Höfundur er fulltrúi á
Félagsmálastofnun Kópavogs.
i M °r G u'W /
^SV'h!
VERÍÐ VÍÐBÚir) • StÍLLÍÐ Á FI]I 102.2
FsstuJ^gKrv 13.
l3.i3
STJORnU
RKnDEmian PhRDJ
Samtök áhugamanna um stjörnuspeki
FÉLAG IJM BÆTT MANNLÍF
8Kjr}Ar[ÐI LEIÐ
JHúlftm tlttfélatjíó
SIJARNAN