Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.06.1997, Qupperneq 43
I; MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 43 AÐSENDAR GREINAR Molar af borði húsbóndans GÓÐIR þjáningar- bræður og - systur, það er elli- og eftir- launafólk og aðrir lág- launahópar, þá hafið þið heyrt erkibiskups boðskap, varðandi kjör ykkar. Aldrei þessu vant var staðið við loforð sem forsæt- isráðherra lét falla fyrir nokkru að greiðslur yrðu hækk- aðar, „að mati ríkis- stjórnarinnar" til þeirra sem fengju greitt frá almanna- tryggingum. Þakka ber það sem gert er, ef það horfir til leiðrétting- ar á gamalli skuld, en betur má ef duga skal, því sú leiðrétting ef kalla má það því nafni eru molar af borði húsbóndans, og stendur tæpast undir því auglýsingar- skrumi, sem til var stofnað við að tilkynna þessa ákvörðun. Fróðlegt væri að heyra og sjá hvað lagt hafi verið til grundvallar þegar þessir öldungar og öryrkjar voru lagðir á stall og metnir til verðs, spyija mætti hvort þar hefði ráðið lífsafkoma einstaklingsins, eða sjóðir ríkisins. Eins og fram kemur í fréttatilkynningu ríkisstjórnar- innar um kostnað ríkissjóðs af þessum greiðslum hljómar hún eins og verið sé að vekja sektarkennd hjá því fólki sem fær þessar greiðslur. En ég leyfi mér að minna á að í jan. 1988 var gengið út frá því að skattleysismörk og ellilífeyr- ir ættu í framtíðinni að fylgja verð- bólgu, flestum er kunnugt um hveijar efndir hafa þar verið á. Samkvæmt þvi ætti ellilífeyririnn að vera um 29 þús. og skattleysis- mörkin nálægt 80 þús. Á ómeng- aðri íslensku væri þetta kallað gripdeild eða þjófnaður, sem hinir öldruðu hafa orðið að þola bóta- laust ásamt ýmsum öðrum skerð- ingum af hálfu hins opinbera. Það fer varla milli mála hver tilgangur löggjafans var, fyrir einu og hálfu ári, þegar hann tók úr sambandi verðtryggingarákvæðið á greiðsl- um frá Tryggingastofnun við al- menna launaþróun í landinu. Föstudaginn 23. maí sl. var félags- málaráðherra í viðtali hjá Ríkisút- varpinu þar sem meðal annars bárust í tal hinar lágu greiðslur til ellilífeyrisþega, og fannst mér hann alveg óvenju hreinskilinn í svari sínu er hann sagði að aldrei hefði verið ætlunin að aldraðir og öryrkjar fengju sömu upphæð og samið yrði um á almennum mark- aði. Það er vonandi að þessi sjónarmið ríkis- stjórnarinnar verði geymd en ekki gleymd hjá því fólki sem í hlut á. Á vegum ríkis- stjórnarinnar er til nokkuð sem kallast jaðarskattanefnd. Lít- ið lífsmark virðist vera með henni en hún er ágæt til síns brúks, því hægt er að vitna til hennar um að hún sé að vinna í málunum. Því ber að fagna að Guðmundur ýmislegt hefur verið Jóhannsson gert fyrir hina öldruðu og margt er í boði á hinu félagslega sviði en galli er á gjöf Njarðar að til að njóta þess sem í boði er, þarf peninga, og Lítið lífsmark virðist með jaðarskattanefnd, segir Guðmundur Jóhannsson, þegar kemur að málefnum hinna öldruðu. Ú’öldamargir verða að neita sér um þetta. Ekki væri það rétt að setja alla aldraða undir sama hatt, sem betur fer er allstór hópur sem hefur nóg fyrir sig að leggja, en hinir eru í miklum meirihluta, sem hafa lítið meira en til hnífs og skeiðar. Hver er orsökin til þess að kjör hinna litlu í þjóðfélaginu hafa versnað, eins og raun ber vitni um, á síðasta áratug? Hefur fjármagnið gufað upp? Ég held að það sé til staðar og kannski rúmlega það, en skatta- og efnahagsstefna stjórnvalda hefur verið á þann hátt, að tekjuskiptingin er óeðlileg í þjóðfélaginu og auðurinn hefur safnast á fárra manna hendur en að sama skapi dregist saman hjá minnihlutahópunum. Það eru komnir falskir tónar í plötuna sem oft hefur verið spiluð við hátíðleg tækifæri „búum öldruðum bjart ævikvöld". Aldraðir biðja ekki um ölmusu, þeir vilja lifa eðlilegu lífi og geta gengið uppréttir og horfst í augu við samferðamenn sína. Með vinsemd og virðingu til allra semjhlut eiga að máli. Höfuadur er eftirlaunaþegi. UMFERÐARORYGGISÁÆTLU N 1997-2001 Kynning: Á Hótel Selfossi, fimmtudasinn 12. júní kl. 17.00 í samstarfi viö Samband umferöaröryg3isnefnda á Suöurlandi Allt áhusafólk um aukiö umferöaröryssi velkomiö. Dómsmálaráöuneytið 'qym VEGAGERDIN u UMFERÐAR RÁÐ Laugavegi 40, ■ s. 561 0075 SJÁÐU 'rr y >>> MILLI ÞIN OG VEIÐINNAR ER STERKUR STRENGUR ertu tilbúinn í slaginn? Veiöihjólin fré Abu Garcia, Cardinal 80R seríunni eru hjól, tilbúin til mikilla átaka. Þau eru meö grafít umgjörö, öruggum og liprum bremsudiskum úr tefloni sem tryggja mýkra bremsusviö, sér- stökum útbúnaöi (Anti-Line- Twister) sem kemur í veg fyrir snúning á línu. Öll hjólin í 80 seríunni eru meö kúlulegum. CARDINU H J 6 L : Verð frá kr. 3.950 jSAbu Garcia Fæst í öllum betri veiöiverslunum um land allt HEKLA meiriþœgindi-meiri íburður-meiri gœði ! MITSUBISHI / miklunt t>u inm ! V.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.