Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 44

Morgunblaðið - 12.06.1997, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ *> AFMÆUSTILBOÐ! Svefnpoki og stór bakpoki saman: —wmssnn****" g|Æf _ _ BHH 24 l/lra; 1.250,- 15 litra: 990,- j íl tjJjjjJiJJJJsJJJÍ 2x200geða Nordurtanga 3 Raykjavíkurvegt 72 600 Akureyrl 220 Hafnarfjðröur 462 6662 565 5560 HoNagðröum v/Holtaveg 104 Reykjavtk 568 7499 GREINARGERÐ SLYSATRYGGING SJÓMANNA Á HENTIFÁNASKIPUM Könnun á tilkynntum sjóslysamálum síðustu þriggja ára leiddii ljós að bætur hafa áður verið afgreiddar athugasemdalaust vegna slysa sjómanna á hentifánaskipum, hafí laun þeirra verið greidd hér á landi, segir í greinargerð Trygg- ingastofnunar ríkisins, sem Morgunblaðið hefur verið beðið um að birta. „SAMKVÆMT 24. gr. almanna- tryggingalaga nr. 117/1993 eru launþegar sem starfa hér á landi slysatryggðir. Starf um borð í Is- lensku skipi eða íslenskri flugvél jafngildir starfi hér á landi. Við skilgreiningu á hugtakinu „íslenskt skip“ verður meðal annars að horfa til 11. gr. almannatrygg- ingalaganna, sem kveður á um rétt til ellilífeyris, og hefur verið breytt á þann veg að réttur sjómanna til ellilífeyris frá 60 ára aldri miðast við lögskráningu í tiltekinn tíma á íslensk skip eða skip gert út af ís- lenskum aðilum. Slík breyting vár hins vegar ekki gerð á 24. gr. lag- anna varðandi slysatryggingu og hlýtur því að verða að túlka ákvæð- ið svo að einungis sé átt við skip sem skráð eru hér á landi. Réttur sjómanna til sjómannaellilífeyris samkvæmt almannatryggingalög- um er þannig víðtækari en réttur til slysabóta samkvæmt sömu lög- um. Enn fremur má benda á að samkvæmt 2. tl. 2. gr. laga nr. 35/1993 um eftirlit með skipum er íslenskt skip hvert það skip sem skráð er hér á landi og rétt hefur til að sigla undir íslenskum fána. Því er ótvírætt að sjómenn er starfa um borð í hentifánaskipum geta ekki talist slysatryggðir samkvæmt almannatryggingalögunum. Tryggingagjald Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. al- mannatryggingalaga skulu útgjöld slysatrygginga borin af tekjum rík- issjóðs af tryggingagjaldi. Á fjár- lögum er þó sérstaklega ákveðið framlag til að standa straum af kostnaði vegna sjúklingatrygging- ar og slysatryggingar íþrótta- manna. Um tryggingagjald gilda lög nr. 113/1990. I 1. gr. laganna segir að launagreiðendur skuli inna af hendi sérstakt gjald, trygginga- gjald, af greiddum vinnulaunum, þóknunum, reiknuðu endurgjaldi og öðrum tegundum greiðslna og launa eftir því sem nánar segir í lögunum. Gjaldið skuli innheimt samkvæmt lögum nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lagt á með opinberum gjöldum samkvæmt lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Tekjum af tryggingagjaldi skal ráðstafað þannig að atvinnuleysistrygginga- sjóður fái í sinn hlut 0,5% og Vinnu- eftirlit ríkisins 0,08%. Það sem eft- ir stendur rennur til Trygginga- stofnunar ríkisins til að fjármagna lífeyris- og slysatryggingar al- mannatrygginga. Því eru tengsl tryggingagjalds og slysatrygginga óbein, tryggingagjaldið sem slíkt er ekki iðgjald af slysatryggingu heldur hefur það verið skilgreint sem skattur. EES-svæðið Meginreglan varðandi sjómenn sem starfa á skipum er sigla undir fána aðildarríkis EES-samningsins er sú að þeir eiga að tryggja sig í fánalandinu (d-liður 2. mgr. 13. gr. EBE-rgj. 1408/71). Ef sjómaður hins vegar þiggur laun frá íslensk- um aðila (með aðsetur á íslandi) þá er hann sjúkra-, slysa- og lífeyr- istryggður hér á landi þó svo að skipið sigli undir fána annars aðild- arríkis (4. tl. 14. gr. b. EBE-rgj. 1408/71). Sjómenn á hentifánaskip- um geta því verið slysatryggðir hér á landi svo framarlega sem þeir þiggja þaun frá íslenskum aðila og skipið siglir undir fána aðildarríkis EES-samningsins. Synjanir slysatryggingadeildar í mars sl. tilkynnti Eimskipafé- lag íslands um slys á sjómanni um borð í ms. Altona, sem skráð er í Antiqua. í kjölfar sérstakrar lög- fræðilegrar skoðunar sem þetta mál fékk vegna nýlegra breytinga á starfsháttum í slysatrygginga- deild, var bótaskyldu synjað í ljósi ofangreindra staðreynda. í maí var tveimur sams konar málum vegna ms. Dísarfells síðan synjað. Könnun á sjómálum í slysatryggingadeild Eftir að synjun deildarinnar í Dísarfellsmálunum komst í hámæli og fulltrúar Eimskipafélags íslands og Samskipa höfðu fullyrt að greiddar hefðu verið slysabætur í málum sjómanna á hentifánaskipum var ákveðið að fara ofan í kjölinn á afgreiðslu sjómála í slysatrygg- ingadeild. Skoðuð voru tilkynnt sjó- slysamál árin 1994 til 1996. 1996 voru tilkynnt samtals 434 Hver er é Ég hef komið fram í auglýsingum fyrir Húsasmiðjuna, en inig hefur vantað ákveðin persónueinkenni. í mörgum helstu verslunum og veitingahúsum la^tlíiitSser hægt að fá póstkort semhtfxr svona út og aftan á mgar. Svaraðu ’spumingunum og sendu kortið á útvarpsstöðina FM957 eða skilaðu því í einhverja af verslunum Hxxsasmiðjunnar í síðasta lagi föstudaginnl3. júní. Þú gætir unnið ferð til útlanda eða vöruúttekt í Húsasmiðjunni. Dregið verður úr innsendum |kortum í þættinum Þrír vinir í vanda á FM957 föstudaginn 20. júní. Húsasmiðjan er opin: Verslun Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Opið mán. - fös. 8-18 Lau. 10- 16 Sun. 12-16 Timbursala Súðarvogi 3 -5 • Sími 525 3000 Opið mán. - fös. 8 - 12 og 13 - 18 Lau. 10-14 Verslun og timbursala Helluhrauni 16, Hafnarfirði Sími 565 0100 Opið mán. - fös. 8-18 Lau. 9- 13 Verslun og timbursala Smiðjuvöllum 5, Keflavík Sími 421 6500 Opið mán. - fös. 8-18 Lau. 9-13 Grænt númer Húsasmiðjunnar 800 6688 HÚSASMIÐJAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.