Morgunblaðið - 12.06.1997, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 47
MINNINGAR
INGIBJORG
VETURLIÐADÓTTIR
-4- Ingibjörg Vet-
* urliðadóttir
fæddist á ísafirði
14. október 1912.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
hinn 24. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðrún Halldórs-
dóttir, f. 3. septem-
ber 1889, og Vet-
urliði Guðbjarts-
son, f. 26. júní
1883. Þau hjónin
Guðrún og Vetur-
liði bjuggu mestan
sinn búskap á Lækjarmótum á
ísafirði. Börn þeirra fæddust
alls 19, en 13 náðu fullorðins-
aldri. Þau eru: Halldóra, f.
1910, d. 1994, Ingibjörg sem
hér er kvödd, Salvör, f. 1914,
Veturliði, f. 1916, d. 1993,
Rakel, f. 1918, d. 1984, Lára,
f. 1921, d. 1991, Jóhanna, f.
1923, Guðmunda, f. 1925,
Sveinbjörn, f. 1929, Margrét,
f. 1930, Erla, f. 1932, Júlíus,
f. 1933, og Svala,
f. 1936.
Árið 1944 giftist
Ingibjörg eftirlif-
andi eiginmanni
sínum Róberti
Bjarnasyni, f. 31.
október 1917. For-
eldrar hans voru
Bjarni Bernharðs-
son og Ragnhildur
Höskuldsdóttir.
Börn þeirra Ingi-
bjargar og Róberts
eru: 1) Ragna
myndlistarmaður,
f. 3. apríl 1945, gift
Pétri Arasyni og þeirra synir
Pétur Ari, f. 1967, andaðist á
1. ári, og Kjartan, f. 1972. 2)
Droplaug, f. 17. september,
1946, d. 6. ágúst 1995. Hennar
börn: Ingibjörg, f. 1965, María,
f. 1968, Berta, f. 1971, Harpa
Hrönn, f. 1973, og Gunnlaugur
Orri, f. 1975.3) Andvana fædd-
ur drengur 1948.
Útför Ingibjargar fór fram
frá Bústaðakirkju 5. júní.
OLAFUR
HELGASON
+ Ólafur Helgason fæddist á
ísafirði 2. desember 1924.
Hann lést á heimili sínu í
Reykjavík 24. maí síðastliðinn
og fór útför hans fram frá
Dómkirkjunni 3. júní.
Við Ólafur Helgason vorum ná-
skyldir og foreldraheimiiin lágu
hlið við hlið. Það var dálítill aldurs-
munur, en kynnin urðu meiri upp
úr tvítugu og upp frá því leit ég
á hann sem besta vin minn.
Að loknu stúdentsprófi leitaði
hann sér farvegs í lífinu, las m.a.
hagfræði og bókmenntir við Kaup-
mannahafnarháskóla. Hann bjó
um tíma hjá Ástu Eiríksdóttur og
Svavari Guðnasyni og bast þeim
ævilöngum vináttuböndum. Hafn-
arárin voru umbrotaár og vafa-
laust að sumu leyti erfið, en hann
aflaði sér á þeim árum lífsreynslu
og mannskilnings sem urðu honum
mikils virði á lífsleiðinni.
Upp úr 1950 hóf hann störf í
Útvegsbankanum og vann þar alla
sína starfsævi. Störf hans öll ein-
kenndust af framúrskarandi hæfni
og dugnaði og hann fékk stöðugt
erfiðari verkefni: forstaða ábyrgð-
ardeildar, útibússtjóri í Vest-
mannaeyjum, eftirlitsmaður úti-
búa, aðstoðarbankastjóri og hann
þótti að síðustu sjálfsagður í starf
bankastjóra. Allra best hafa hæfi-
leikar hans sennilega nýst í starfi
útibússtjóra, þar sem hann setti
sig rækilega inn í atvinnulífið og
studdi allan heilbrigðan atvinnu-
rekstur. Þrek hans og starfshæfni
nýttust mjög vel í gosinu í Vest-
mannaeyjum, en þá varð hann
framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs
samhliða útibússtjórastarfinu.
Hinar svívirðilegu nornaveiðar í
tengslum við leit að sökudólg í
Hafskipsmálinu skyggðu nokkuð á
gleði hans síðasta starfsárið, og
hann sagði mér að stuðningur konu
sinnar hefði ráðið úrslitum um að
hann komst óskaddaður úr þeirri
orrustu.
Ólafur var góður stærðfræðing-
ur og kenndi þá grein um langt
tímabil samhliða vinnu sinni og
einnig eftir að hann hætti aðal-
störfum. Kennsla átti mjög vel við
hann og veitti honum mikla
ánægju.
Ólafur giftist bekkjarsystur
sinni, Sigríði Helgadóttur, og þau
eignuðust fjögur börn, sem upp
komust. Það leyndist engum, að
samband þeirra var framúrskar-
andi náið. Tengslin við börnin og
barnabörnin voru líka óvenju sterk
og innileg.
Ólafur var meðalmaður á vöxt,
ekki beint smáfríður, en með mjög
hreinan og eftirminnilegan svip.
Hann var fjörlegur og fremur ör
í lund, með mjög ríka kímnigáfu,
sem þó var gjörsneydd allri rætni
og háði, og yljaði upp öll sam-
skipti við hann. Bak við hressilega
framkomu var djúpur mannskiln-
ingur og samúð með öllum sem
áttu erfitt og minna máttu sín. Það
kom ekki síst fram í kennslunni.
Þegar leiðir skiljast ríkir djúpur
söknuður og heimurinn varð
snauðari og fátæklegri við fráfall
hans.
Magnús Ásmundsson.
Þó að dauðinn sé oft kærkomin
hvíld, ekki síst öldrúðu fólki, er eins
og maður sé aldrei viðbúinn honum.
Ingibjörg móðursystir mín hafði
verið mikill sjúklingur til margra
ára, svo eflaust hefur hvíldin verið
henni líkn í þraut.
Fyrsta minningin um frænku
mína er frá því að ég er fímm ára,
að hún kom frá ísafirði til Reykja-
víkur til að sjá tímabundið um heim-
ili foreldra minna, þar sem móðir
mín var þá rúmliggjandi. Það er
ekki gott að lýsa því með orðum
hvílíka gleði og öryggi Ingibjörg
flutti með sér þegar hún birtist.
Hún er í mínum huga eins og álf-
kona, há, grönn og fallegt hárið
bylgjaðist um herðar hennar. Mikið
dáði ég þessa fallegu frænku mína.
Hún var sérlega skapgóð og létt í
lund, og í öllum sínum veikindum
hin síðari ár, heyrðist hún aldrei
kvarta. Ég minnist þess þegar ég
var lítil stelpa á ísafirði hjá afa og
ömmu, hversu mikið var sungið,
hlegið og jafnvel kveðið á Lækjar-
mótum, þegar þau systkinin komu
saman. Þetta var barnmargt heim-
ili og því kom það af sjálfu sér, að
þær eldri sem enn dvöldu í föður-
garði léttu undir á heimilinu. En
nú er enn eitt skarð komið í þennan
stóra og sérlega samheldna systk,-
inahóp.
Róbert og Ingibjörg byggðu sér
hús í Langagerði 64 hér í borg og
hefur heimili þeirra staðið þar í rúm
40 ár. Þar ræktuðu þau garðinn
sinn í orðsins fýllstu merkingu og
var afar gaman að koma þangað
og skoða þennan unaðsreit þeirra.
Haustið 1995 urðu þau fyrir
þeirri þungbæru sorg að missa
yngri dóttur sína, Droplaugu, af
slysförum, yndislega konu í blóma
Iífsins. Var hún öllum harmdauði.
Dugnaður Ingibjargar var þá ótrú-
legur. Það var eins og henni væri
gefinn ofurmannlegur kraftur til
þess að standast þessa raun.
Hin síðustu ár naut hún sérstakr-
ar umhyggju Rögnu dóttur sinnar,
sem annaðist hana af mikilli ástúð
og er henni þakkað það af alhug.
Við sem þekktum Ingibjörgu og
vorum henni samtíða erum öll rík-
ari að hafa fegið að kynnist svo
heilsteyptri og góðri konu.
Að lokum vil ég senda Róberti,
Rögnu, Pétri og öllum ástvinum
Ingibjargar og fjölskyldum þeirra
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Ingibjargar
Veturliðadóttur.
Sigrún Aradóttir.
t
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
INGIBJÖRG SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR,
Efstaleiti 14,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðju-
daginn 10. júní.
Karl Eiríksson
og fjölskylda.
t
Ástkær móðir okkar,
GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR,
Gunnlaugsgötu 2,
Borgarnesi,
lóst aðfaranótt þriðjudagsins 10. júní.
Sigríður Héðinsdóttir
Hólmfríður Héðinsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
konu minnar,
INGIBJARGAR VETURLIÐADÓTTUR,
Langagerði 64,
Reykjavík.
Kyrir hönd aðstandenda,
Róbert Bjarnason.
t
Ásktær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HILMAR HILMARSSON
fyrrv. bifreiðastjóri,
Þórustíg 16,
Njarðvík,
verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 13. júní kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Njarðvíkurkirkju eða aðrar líknarstofnanir.
Rósmary K. Sigurðardóttir, Ólafur Guðmundsson,
Sigurður H. Ólafsson, Hafdís H, Þorvaidsdóttir,
Halidór B. Ólafsson, Lilja S. Guðmundsdóttir,
Flóra H. Ólafsdóttir,
Styrmir Gauti og Eyrún Lif.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
ÁSA JÓNS PETERSEN,
Njálsgötu 4,
sem lést fimmtudaginn 5. júní sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun,
föstudaginn 13. júní, kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast Ásu, er vinsamlegast
bent á líknarsamtök.
Borge Petersen,
Ingolf Petersen, Sigrún Petersen,
Örn Petersen, Berglind Ólafsdóttir,
Gyða Stadil og barnabörn.
t
Elskuleg amma mín og langamma okkar,
ÁSTA SIGURBJARNADÓTTIR,
Skjóli
v/Kleppsveg,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu-
daginn 13. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Minningarsjóð Skjóls.
Edda Herbertsdóttir, Jóhann Gunnar Jónsson,
Ragna Soffía Jóhannsdóttir,
Jón Birgir Jóhannsson,
Gústav Jóhannsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GÍSLI HILDIBRANDUR GUÐLAUGSSON,
Smáraflöt 18,
Garðabæ,
lést á deild 11E á Landspítalanum þriðju-
dag-inn 10. júní sl.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
mánudaginn 16. júní kl. 13.30.
Jóna Valgerður Höskuldsdóttir,
Höskuldur, Valgerður, Anna Hildur, Þórlaug, Auður Rún,
tengdabörn og barnabörn.
t
Elskuleg systir mín,
KISTÍN HANNESDÓTTIR
frá Stóru-Sandvík,
Stóragerði 36,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 14. júní kl. 13.30.
Magnea Katrín Hannesdóttir.
t
Systir mín og móðursystir okkar,
BJARNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði miðviku-
daginn 4. júní, verður jarðsungin frá Foss-
vogskapellu föstudaginn 13. júní kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Bjarni Jóhannsson,
Svana og Helga Ragnarsdætur.