Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 5

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 B 5 ið er algengt í fjölskyldunni. Þegar ég sagði lækninum frá ákvörðun okkar var hann strax sammála. Hann var ánægður með að ég tók af skarið sjálf. Eg fór í uppskurð í lok mars sem gekk vel.“ I ljósi ættarsögunnar er áhættu- samt fyrh' Valgerði að fá gei'vibrjóst. „Eg var með stór brjóst og það er mjög skrýtið að venjast því að vera ekki með neitt öðru megin. Stundum set ég fyllingu í brjóstahaldarann en hún er léttari en venjuleg brjóst. Eg er nú að bíða eftir að bólgurnar hverfi svo ég geti fengið mér betri fyllingu. Undh' venjulegum kringumstæðum gæti ég fengið gervibrjóst, en í ljósi ættarsögunnar er það varasamt. Ef ég fæ krabbamein aftm- er eidlðara að greina það þegar maður er með gervibrjóst og þar sem krabbamein er svo algengt í fjölskyldunni verð ég að vera við öllu búin.“ Ættarsjúkdómur Eins og fram hefur komið er krabbamein óvenjualgengt í fjöl- skyldu Valgerðar. Amma hennar og FJÖLSKYLDA Valgerðar stuttu áður en hún fluttist búferlum til Kanada. Aftari röð f. v.: María, Valgerður og íris. Fremri röð f. v.: Ingi, Jón Páll, Sandra, dóttir írisar, María Kroyer og Þór. Mér fannst svolítið erfítt að byrja að tala um dauðann en eftir á fann ég að það var mikill léttir. Það er líklegt að ég lifi ekki eins lengi og aðrir þó ég sé staðráðin í að berjast eins og ég get. Reyndar höfðum við rætt möguleikann á krabbameini löngu áður en ég fékk sjúkdóminn. Eg hafði til dæmis spurt Kalla hvort hann gæti tekið því ef það þyrfti að taka af mér annað eða bæði brjóstin og þá sagði hann að það skipti hann engu máli. Núna þegar við höfum gengið í gengum þessa reynslu kem- ur í ljós að þetta er rétt. Auðvitað hefur svona reynsla mjög mikil áhrif á hjónabönd og náin sambönd. En hjá okkur Kalla hefur reynslan verið jákvæð. Sambandið hefur styi'kst og dýpkað ef eitthvað er. Mér hefur aldrei fundist ég þurfa að vera hrædd um hjónabandið. Fyrst eftir að brjóstið var tekið svaf ég alltaf í bol og vildi ekki að hann horfði á mig. ímyndaðu þér, hái'laus og brjóstalaus," og Valgerður hlær, „en Kalli var ekkert feiminn og mér fannst ég ekkert minni kona fyrir bragðið. Samlíf okkar er jafn gott og skemmtilegt og áður.“ Ekki svo slæmt! Valgerður á ótrúlega auðvelt með að ræða þessa erfíðu lífsreynslu og það er augljóst að hún er í mjög góðu andlegu jafnvægi. „Ég er mjög ham- ingjusöm í mínu einkalífi. Ég er í mjög góðu hjónabandi og á yndisleg- an dreng. Að mörgu leyti er ég ör- ugg með sjálfa mig. Miklu öruggari en þegai' ég var yngri. Þess vegna hefur það reynst auðveldara fyrir mig að vinna úr þessum erfiðleikum. Við erum líka fjárhagslega vel stæð og ég hef ekki þurft að hafa neinar áhyggjur í þeim efnum.“ „Og veistu,“ segir hún og brosir, „þetta er ekki svo slæmt. Þetta hefur opnað augu mín fyrir mörgu. Núna nýt ég lífsins miklu betur en áðui'. Margt sem áður fór í taugarnar á mér gerir það ekki lengur. Það er engin ástæða til að vorkenna mér. Ég lít ekki á mig sem sjúkling. Mér líður mjög vel og ég er staðráðin í að sigrast á krabbameininu.“ VALGERÐUR með syni sínum, Ryan Alexander. VALGERÐUR með móður JÓL í Calgary 1995. Valgerður ásamt foreldrum sínum, Maríu og Jóni Páli sinni Maríu, fyrir um 10 árum. Guðmundssyni, Þór, bróðir Valgerðar, og Bjarney, mágkona hennar. tvær ömmusystur dóu úr krabba- meini og ein ömmusystir er með krabbamein. Móðir Valgerðar og móðursystir dóu úr krabbameini og önnur móðursystir fékk krabbamein fyrir nokkrum áratugum. „Einhvern veginn hef ég alltaf vitað innst inni að ég fengi krabbamein,“ segir Val- gerður, „þegar ég var lítil var amma skorin upp við brjóstakrabbameini og annað brjóstið tekið. Stuttu síðar var hitt tekið. Hún sýndi mér skurð- ina þegar hún kom heim af spítalan- um. Þannig að ég ólst upp við þenn- an sjúkdóm. Ég var sjálf oft búin að reyna að ímynda mér hvernig ég liti út án þess að vera með brjóst.“ Val- gerður segist samt ekki hafa verið undh meira eftirliti en gengur og gerist. „Ég hef farið reglulega í krabbameinsskoðanir en ekkert um- fram það. Ég var auðvitað heppin hvað meinið fannst snemma. Hún segist hafa lært mikið á því að fylgj- ast með öðrum berjast við sjúkdórm inn og það hjálpi henni núna. „I fyrsta lagi veit ég að það er hægt að lifa við þennan sjúkdóm. Ein móður- systir mín, Margrét Hallgrímsdóttir, fékk ki'abbamein fyrir næstum 40 árum og svo aftur fyrir nokkrum ár- um og hún hefur lifað það af. Svo ég veit að ég á von. Ég lærði líka mikið á því að fylgjast með sjúkdómnum í mömmu. Undanfarið hef ég verið reið út í mömmu fyrir að leita ekki lækninga þegar hún fann til. Fyrst fann ég að ég var svolítið lík mömmu að þessu leyti en sem betur fer hefur það breyst. Það er svo margt hægt að gera ef krabbamein greinist nógu snemma. Ég er ekki lengur feimin við að fara til læknis ef það er eitt- hvað að, jafnvel þó það sé eitthvað lítið. Hingað til hef ég sett allt mitt traust á læknana og það hefur gefist vel. Það hefði sjálfsagt ekki verið hægt að lækna mömmu þótt hún hefði farið fyrr til læknis, en við hefðum líklega fengið meiri tíma með henni. Hún fór svo snöggt.“ Miklar rannsóknir hafa verið gerð- ar á krabbameini og ekki síst á sviði erfðafræði. Það hefur til dæmis kom- ið í ljós að ákveðið gen tengist tíðni krabbameins. Fjölskylda Valgerðar er nú í sérstakri rannsókn vegna krabbameins. „Það er verið að gera erfðarannsóknir á dætrum mömmu og hennar systmm. Ein frænka mín á mínum aldri, er með genið en hún hefur enn ekki fengið krabbamein. Systur mínar eru hins vegar ekki með genið. Ég veit ekki hvort ég er með genið eða ekki. Það verður væntan- lega sent sýni heim 1 sumar.“ En hvað þýðir það fyrir einstak- ling að vita að hann er með krabba- meinsgen? „Menn vita ekki alveg hvernig á að meðhöndla svona upp- lýsingar, sérstaklega á meðan þær auðvelda ekki lækningu á sjúk- dómnum. Ég veit ekki hvort það hefði breytt miklu fyrir mig ef ég hefði vitað að ég hefði krabbameins- genið. Ég hefði þó líklega hætt að reykja fyrr og ef til vill lesið mér meira til um sjúkdóminn. En þó maður sé með krabbameinsgen er ekki víst að maður fái sjúkdóminn, þó vissulega séu líkurnar meiri. Vit- neskja um genið má ekki hræða fólk of mikið. Hvað um barneignir þegar hugs- anlegt er að börnin erfi genið? „Mig langar til að eignast annað barn. En vegna lyfjameðferðarinnar er mælt með að ég bíði í að minnsta kosti tvö ár. Ef það kemur svo í ljós að ég er með genið getur vel verið að það hafi áhrif á ákvörðun um frekari barn- eignir. Kannski fyndist mér ég vera að gefa barninu mínu þennan sjúk- dóm. Ég hugsa þó að það myndi ekki stoppa mig. Það er svo margt annað sem getur gerst í lífinu en að fá krabbamein. Og svo megum við ekki gleyma því að margir sigi'ast á krabbameini eða að minnsta kosti læra að lifa við það í áratugi.“ Jákvætt hugarfar Það vekur athygli hvað Valgerður er bjartsýn og jákvæð þegar hún ræðir um sjúkdómsreynslu sína. „Þetta er miklu auðveldara þegar maður er með svona lítinn gaur,“ segir hún og horfir á son sinn, „hann hefur hjálpað mér ótrúlega mikið. Ég vona að ég fái dálítinn tíma sér- staklega til að sjá hann vaxa úr grasi. En sá sem hefur hjálpað mér mest er maðurinn minn.“ Þú segii' gjarnan „við“ þegar þú talar um sjúkdóminn og sjúkdóms- reynsluna. Hvernig hefur maðurinn þinn stutt þig? „Kalli fékk krabba- mein um leið og ég,“ segir Valgerður ákveðið, „hann fékk ekki líkamlegu einkennin en hann fékk sálrænu ein- kennin. Það að fá krabbamein snert- ir alla 1 kringum mann og mest nán- ustu fjölskyldu. Frá upphafi hefui Kalli komið með mér í viðtölin við læknana og í lyfjameðferðimar sem var mikill stuðningur fyrir mig. Við höfum alltaf getað rætt málin mjög opinskátt sem hefur hjálpað okkur báðum mjög mikið. Við höfum til dæmis rætt um dauðann því hver sá sem stendur frammi fyrir þessum sjúkdómi kemst í návígi við dauðann. ýrara en þig grunar aðferðast með Plúsferðum! / Flug Brottför 29. júlí Flugfargjald pr. mann kr. %/ V l/t Miðað við t\’o fullorðna og tvö börn 2-11 ára. Flugfargjald miðað við 2 fullorðna.2ú.90O.- (m. flugv.skatti) Gisting \\ÖuOi ° / l/ o ’ * pr. mann: IMIMI42165. Flugv.skatlar innif. Verðið miðast við tvo fullorðna og tvö börn 2-11 ára, | gistingu í íbúð á Trebol í 2 vikur. Ef 2fullorðnirferðast saman, kr. 59.900.-pr mann. ALLTAÐ VERÐAIFPSELT! 18. júni: Örfá sæli laus. 25.júní: 15 sæti laus. Verð pr. mann kr. 19.900.- / beinuflugi í sumar. Innif. flug og flugv.skattar. FRANKFURT m Brottför alla mánudaga ísumar. Innif flug og flugv.skattar. Umboðsmenn Plúsferða: Akranes: Auglýsingablaðið Pésinn Stillholti 18, sími 431 42221431 2261. Sauðárkrókur: Skagfirðingabraut 21, sími 453 6262. Akureyri: Iiáðhústorg 3, sími 462 5000. FERÐIR Fyrsta brottför 23. júní. Heimk. 17. ágúst. Innif. flug og flugv.skattar. Faxafeni 5 108 Reykjavík. Sími: 568 2277 Fax: 568 2274 Vestmannaeyjar: Eyjabúð Strandvcgi 60, sími 481 1450 Selfoss:Suðurgarður hf Austurvegi 22, sími 482 1666. Kejlavík:IIafnargötu 15, sími421 1353.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.