Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 MÍÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 FRÉTTIR Andvari VE með franskt veiðileyfi á „Hattinum“ Veiðileyfíð ekki fengist staðfest ÍSLENSKUM stjórnvöldum hefur ekki borist heimild þess efnis að Andvari VE geti nýtt franska veiði- heimild á Flæmska hattinum. Norðmenn og Kanadamenn hafa mótmælt veiðum íslenskra skipa fyrir erlend ríki á Flæmingja- grunni. Guðbjörg ÍS er nú að veiðum á Flæmska hattinum og nýtir þar pólskt veiðiieyfi og heimilaði Norð- vestur-Atlantshafsfiskveiðiráðið (NAFO) tilfærslu leyfísins á sínum tíma. Eftir afgreiðslu þess máls lýstu norsk og kanadísk stjórnvöld sig ósammála afstöðu NAFO í þessum málum og vildu að íslensk skip hættu að veiða fýrir erlend ríki á svæðinu. íslensk stjórnvöld svöruðu því til að ef slíkar leyfis- veitingar væru heimilaðar af NAFO yrði þeim heldur ekki mót- mælt af þeirra hálfu. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðu- neytinu er ekki ljóst hver afstaða NAFO er varðandi hina frönsku veiðiheimild Andvara VE. Ekki byrjaðir að nýta leyfið íslenska fyrirtækið NASCO ehf. hefur síðustu vikur unnið að öflun veiðileyfa fyrir innlend og erlend skip á Flæmska hattinum og er fyrirtækið sjálft með tvö rússnesk skip í rekstri á svæðinu. Fyrirtæk- ið hefur nýverið haft milligöngu um að útvega Andvara VE franskt veiðileyfi til veiða á Flæmingja- grunni og hefur skipið þegar hald- ið til veiða. Veiðileyfið hljóðar upp á 100 daga en skipið hefur enn ekki byijað að nýta dagana þar sem NAFO hefur ekki staðfest leyfisveitinguna. Atli Viðar Jóns- son, framkvæmdastjóri NASCO ehf., segir frönsk stjórnvöld hafa sent NAFO beiðni um að Andvari VE fái leyfið. Það sé síðan ís- lenskra stjórnvalda að samþykkja leyfið að fenginni umfjöllun NAFO um erindið. „Staðfesting NAFO hefur enn ekki borist íslenskum stjórnvöld- um, þannig að formlega séð getur Andvari ekki byrjað að nýta heim- ildina fyrr en leyfið er fengið. En okkur sýnist að það sé komið for- dæmi fyrir slíkum leyfisveitingum og eigum ekki von á öðru en við lútum sömu lögum og reglum og aðrir. Við höfum ekki trú á að mótmæli Norðmanna og Kanada- manna breyti neinu í því sam- bandi,“ segir Atli. Fjögnr dauðaslys í umferðinni á árinu FJÖGUR dauðaslys hafa orðið í umferðinni hér á landi það sem af er árinu eða jafnmörg og fyrstu fimm mánuði ársins 1996. Allt árið í fyrra voru dauðaslys í um- ferðinni 10. Sigurður Helgason hjá Umferð- arráði segir að dauðaslys í umferð- inni séu mun færri nú og á síðasta ári en verið hefur undanfarin ár. Hann segir þó að ekki sé alveg að marka tölfræðina því tölurnar séu það lágar. Umferðarráð leggur mikla áherslu á að brýna fyrir fólki að nota öryggisbelti og draga úr umferðarhraðanum til þess að koma í veg fyrir slys. Sigurður kveðst hafa tilfinn- ingu fyrir því að slysum á börnum á hjólum hafi fjölgað að undan- förnu. „íslenskir foreldrar eru mjög djarfir að senda lítil börn, 6-10 ára gömul, á reiðhjólum út á götur. Með því eru þeir að taka áhættu því börn hafa engar for- sendur til þess að takast á við umferð á þessum aldri,“ segir Sig- urður. Ný þota frá Boeing millilendir hér á landi Fer hærra, hraðar og lengra Morgunblaðið/Jim Smart HAL Johnson, yfirumsjónarmaður tilraunaflugs Boeing, Ken Higgins og Steve Ford, markaðsstjóri nýju þotunnar. BOEING 737-700, ný þota frá Boeing-verksmiðjunum, milli- lenti á Keflavíkurflugvelli i gær- morgun. Þotan var að koma af flugsýningu í París og var á leið til Bandarikjanna. Hún fær stað- festingu frá flugmálayfirvöld- um i september næstkomandi og verður fyrsta vélin afhent í október. Þotan hefur nýja vængi, nýja hreyfla, nýjan lendingarbúnað og ný stjórntæki. Hún flýgur hærra og hraðar en aðrar þotur frá Boeing-verksmiðjunum, auk þess að fara lengri vegalengdir. Samanborið við eldri gerð Boeing 737 er nýja vélin 10% hraðskreiðari og 7% sparneytn- ari. Auk þess er hún örlítið stærri. Að sögn Bobs Monteiro, vélamanns Boeing-verksmiðj- anna, kostar hún um 30 til 35 milljónir dollara eða rúma tvo milljarða ísl. króna. 622 þotur seldar fyrirfram Hann segir að almenn ánægja hafi verið með vélina í París. Stöðugur straumur fólks hafi skoðað vélina og ekki allir kom- ist að sem vildu. „Það er gott að geta flogið hærra. Þá kemst maður upp fyrir veðrið,“ segir Ken Higgins, varaforseti flug- rekstrardeildar Boeing-verk- smiðjanna. Hann segir að nýja þotan hafi enn ekki verið viðurkennd af flugmálayfirvöldum, en eigi að síður hafi 622 verið seldar fyrir- fram. Það taki Boeing-verk- smiðjurnar mánuð að smíða 22 þotur, þannig að nýja gerðin sé uppseld næstu þijú árin. NÝJA Boeing 737-700 þotan á Keflavíkurflugvelli. Ósætti milli verkamannafélagsins Hlífar og verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði Fyrirhuguð sameiii- ing dregst á langinn VERKALÝÐSFÉLÖGIN í Hafnar- firði, Verkamannfélagið Hlíf og Verkakvennafélagið Framtíðin, deila nú um framgang fyrirhugaðr- ar sameiningar félaganna og hafa bæði sent frá sér tilkynningar vegna samskipta félaganna. í kjölfar sam- eiginlegs fundar stjóma félaganna í maí á síðasta ári voru skipaðar sameiningamefndir í báðum félög- um. Þær nefndir hafa enn ekki hist. Konur eiga jafnan rétt til inngöngu Hlíf hefur, í tilkynningu frá 30. maí sem hengd var upp á vinnu- stöðum í Hafnarfírði, lýst þeirri ákvörðun stjórnar félagsins að kon- ur skuli eiga sama rétt til inngöngu í það og karlar. í tilkynningunni kemur einnig fram að Hlíf hafi ítrekað óskað eftir viðræðum við Framtíðina um sameiningu félag- anna en hingað til hafí það lítinn árangur borið. „Stjórn Framtíðar- innar hefur jafnan dregið málið á langinn þrátt fyrir þá staðreynd að mikill fjöldi félagskvenna vilji sameiningu og félagsfundir í báð- um félögunum ályktað í þá veru. Nú nýlega frestaði stjórn Framtíð- arinnar einu sinni enn ákvarðana- töku í málinu og því óvíst um fram- haldið," segir orðrétt. í tilkynningu Framtíðarinnar, sem send var Fjarðarpóstinum og birt þar sl. föstudag, segir að í til- kynningu Hlífar sé meira og minna gengið á svig við sannleikann um vinnu að sameiningu félaganna. Þá segir að í tilkynningu Hlífar frá 30. maí sé fjallað um sameiningarmál félaganna á mjög ábyrgðarlausan hátt. „Hafðar eru í frammi staðhæf- ingar sem vægast sagt eru hæpnar. Að engu eru höfð eðlileg tilmæli um framgang sameiningarmála og haft í hótunum við félagið með ótrú- lega ósmekklegum hætti. Þessu til áherslu er birt leiðbeining til félags- manna Framtíðarinnar um það hvemig þeir geti yfirgefið félagið.“ Þetta túlka Framtíðarkonur sem íhlutun forystu Vmf. Hlífar í mál- efni annars stéttarfélags og tilraun hennar til að eyðileggja eða veikja félagið og sú íhlutun sé með þeim hætti að hún hljóti að koma til kasta heildarsamtaka félaganna, Verkamannasambands Islands og Alþýðusambands íslands. Jafnrétti næst ekki með kynj askipt ingu Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur Hlífar, segir félagið hafa verið opnað konum einfaldlega vegna þess að því sé ekki lagalega stætt á því að neita konum, sem vinna á félagssvæðinu, t.d. fiskvinnslukon- um, um inngöngu. Ef slíkur um- sækjandi færi í mál við félagið myndi það tapa því. Auk þess hafi forystumenn Hlífar ekki trú á að jafnrétti náist meðan kynjaskipt verkalýðsfélög séu við lýði. Sigurður segir að eftir að borist hafi bréf frá nýrri stjórn Framtíðar- innar um að hún vildi fresta sam- einingarviðræðum í nokkur misseri hafi stjórn Hlífar ákveðið að opna félagið. Ekki sé litið svo á að verið sé að troða Framtíðarkonum um tær og stjómarmenn frábiðji sér fullyrðingar um að þetta hafí verið gert af einhveijum hroka. Hann segir að þetta mál megi alls ekki verða til að koma af stað fjandskap milli félaganna og engan veginn sé búið að útiloka samein- ingu. Hlífarmenn séu alltaf tilbúnir til viðræðna. Ýmislegt tafði upphaf viðræðna Linda Baldursdóttir, formaður Framtíðarinnar, segir sameiningar- viðræður aldrei hafa hafist milli félaganna og á því sé einföld skýr- ing. Fljótlega eftir að sameiningar- nefndirnar hafi verið myndaðar, eða í júní, hafi þáverandi formaður Framtíðarinnar slasast og hafi það óneitanlega haft áhrif á starf fé- lagsins. Formaðurinn hafi ekki komið aftur til starfa fyrr en í októ- ber og þá hafi stjórnarskipti staðið fyrir dyrum. Þau hafi orðið um miðjan desember. Strax eftir ára- mót hafi tekið við vinna við kjara- ' samninga, sem þá voru lausir. 3. i janúar hafi borist bréf frá Hlíf og | óskað eftir viðræðum. í svari við því hafi ný stjórn Framtíðarinnar óskað eftir nokkurra missera fresti meðan hún kæmist inn í mál. Linda segir að þá hafí stjórn Hlífar brugð- ist ókvæða við og sent það sem hún kallar reiðibréf, sem ekki hafi verið svara vert. Viðræður gætu hafíst 1 með haustinu ) Linda segist ekki vita hvaðan j þeir tugir kvenna komi, sem stjórn Hlífar segi að sæki um inngöngu í félagið á hveiju ári. A.m.k. hafi engin Framtíðarkona á almennu samningssviði félagsins sagt sig úr því. Varðandi framhaldið segir Linda að ekki verði slegið á neinar hend- ur, frekar að sáttahönd verði rétt ) út. Sumarið sé hins vegar tími lít- k illa athafna en með haustinu megi , gera ráð fyrir að sameiningarvið- » ræður geti hafist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.