Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÍÐIÐ þið bara ég á eftir að góma ykkur þó seinna verði skrattakollarnir ykkar. Ný brú yfir Miklu- braut í smíðum Göngubrúin tilbúin inn- an skamms NÝJA göngubrúin yfir Miklubraut verður væntanlega tekin í notkun í byijun næsta mánaðar. Borgarverk hafði með höndum jarðvinnuna vegna brúarinnar og lauk því verki að mestu leyti á síðasta ári. Undanfarið hefur verið unnið við annan undirbúning að uppsetningu brúarinnar og frá- gang á staðnum og er því nú lokið. Að sögn Péturs Ingólfssonar, verkfræðings og hönnuðar brúar- innar, er nú verið að smíða brúna sjálfa hjá Stálbæ ehf. Hún verður síðan flutt á staðinn í bitum og sett þar saman. Það verður að öllum líkindum um mánaðamótin. Þá á aðeins eft- ir að setja gólfefni á brúna og þegar því er lokið er hún tilbúin til notkunar. ---♦ ♦ ♦ Fylgi R- lista 53-54% Það er gott að til er gott sem gerir manni gott ÍSLENSIC GARÐYRKJA ÍCÍa/ VeX -kjaml málslm! SAMRÁÐ Reykjavíkurlistans lét í júní gera skoðanakönnun um fylgi Reykjavíkurlistans og D-lista Sjálfstæðisflokks í borginni. Sam- kvæmt henni segjast 38% kjósenda ætla að kjósa Reykjavíkurlistann og 32% Sjálfstæðisflokkinn, en 30% voru óákveðnir. Sé aðeins tekið tillit til svara þeirra sem ákveðnir eru fengi Reykjavíkurlistinn 53-54% og D- listinn 46-47%. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Samráði Reykjavíkurlistans var skoðanakönnunin gerð af óháðum aðila. Úrtak var 800 manns og heimtur um 70%. Rannsóknir í leikskólum þriggja landa Eykur skilning milli þjóða Brigitte Hemard SOKRATES er á vegum Evrópusambandsins samskiptaáætlun um menntun. Ein grein þess, Concessus, snýr að skólum og tengir skólastarf í ýmsum löndum. Það styður og veitir möguleika á ýmiskonar sam- skiptum, m.a. milli skóla- stjóra og kennara. Einnig með tengdum rannsóknum og þá skilyrði að þijár þjóðir standi að þeim. Eitt af rann- sóknaverkefnunum í gangi snýr að leikskólum í Frakk- landi, Belgíu og íslandi. Af Islands hálfu stendur Laufás- borg í Reykjavík að því undir forustu leikskólastjórans Jó- hönnu Thorsteinsson. Verk- efninu stýrir Brigitte Hemard leikskólastjóri í Frakklandi. Hún er hér nú í annað sinni og tækifærið er notað til að spyrja hana hver sé tilgang- urinn og út á hvað þetta rann- sóknaverkefni gangi. „Tilgangurinn eru rannsóknir á menntunarkerfinu og markmiðið að bæta það. Verkefnið sem hér um ræðir snýr að leikskólum með börn á aldrinum 2-6 ára. Leikskól- arnir eru í þremur löndum, Belg- íu, íslandi og Frakklandi. í þessum löndum er mismunur í mennta- kerfunum, þau hafa ólíkan takt. En aðalatriðið er að börnin sem við erum að bera saman séu á sama aldri. Við leggjum áherslu á tvennt, að veita börnunum svig- rúm og rými til sköpunar. Tökum fýrir tvo þætti, annars vegar tón- list, og hinn þátturinn snýr að myndlist, „Art plastique". Þá í sambandi við mengun, þ.e. tengj- um listir og mengun. Þarna er um að ræða að flytja hugmyndir á milli í þeim tilgangi að ná fram betri skilningi milii þjóða. í því að kynnast öðrum þjóðum geta falist möguleikar á að skilja betur sitt eigið land. Út frá því spyija börnin meira út í sitt eigið. Við sóttum um styrk til Sokrates- áætlunarinnar, lögðum fram okk- ar hugmyndir og höfum fengið stuðning til þriggja ára. Gegn um verkefnið veitast börnunum möguleikar til sam- skipta. Börn geta átt samskipti án orða eða tungumáls. Þau hlusta á tónlist og sjá hvernig börnin á hinum stöðunum tjá sig með pappa. Allir leikskólarnir vinna með pappa, en geta svo notað hann eins og þeim sýnist. Börnum á þessum aldri er svo eðlilegt að skapa. Það kemur af sjálfu sér. Eldri börn verða strax svolítið hrædd við að verða gagnrýnd. Þess- vegna tel ég mjög mikil- vægt að vekja börnin svona snemma. Og þetta verkefni getur opnað þeim margar gáttir. - Skilja svona ung börn það sern berst frá öðru landi? „Hvað músíkina snertir þá skilja þau hljóð, svo sem hljóðið í vindinum eða vatninu. En þessi hljóð eru ólík í Iöndum þeirra. Vindurinn blæs öðruvísi á Islandi. Það er svo margt sem þarf að skilja. Þegar ég fer t.d. hér í söfn sé ég að það eru sérstakir litir fyrir ísland. Þegar ég svo sýni krökkunum í hinum leikskólunum skyggnur frá íslandi, segja þau: Enn hvað litirnir eru fallegir! Þau taka við með hrifningu og fá þá hugmynd að svona sé ísland. Og í sambandi við pappavinnuna sáu þau t.d. að krakkarnir í hinu land- inu höfðu fundið upp á því að sauma pappann og það gripu þau.“ - Er þetta þá tilviljanakennt? ► Brigitte Hemard er leik- skólastjóri í bænum Pleurs 120 km austan við París. Hún lauk háskólanámi í París í ráðgjöf um kennslu- og uppeldismál, fyrir öll skólastig, líka háskóla. Eftir það kenndi hún. En frá 1976 hefur hún stjórnað leik- skóla fyrir 2-5 ára börn í Pleurs. Kennir þar, stjórnar og stundar rannsóknir. Nú stýrir hún þriggja ára rannsóknaverkefni í samvinnu Hollands, Frakk- lands og Islands. „Nei,nei, verkefnið er mjög markvisst unnið og undirbúið. Kennararnir vinna með sama tem- að alls staðar, en hafa samt frelsi í túlkun þess. Samræmingin er á minni hendi. Við byijuðum í mars síðastliðnum og ég hefi verið í Belgíu og líka á íslandi áður. Með myndum og öðru efni kynnum við börnunum og líka kennurum og foreldrum það sem verið er að gera. Hugmyndin er að koma svo upp sýningu, sem færi milli land- anna, og helst til annarra landa Evrópusambandsins. Þar leggur hver fram sama verkefnið með sínum sérstaka menningarblæ." - Nú ert þú búin að vera hér íþrjár vikurog varst við undirbún- ing í fyrra? Ertu ánægð með hvernig gengur? „Já, og á eftir að koma oft á næstu þremur árum. Við Jóhanna Thorsteinsson eigum líka eftir að hittast og bera saman bækur okk- ar hér og á hinum stöðunum. I Laufásborg er mikil umræða um menntunarstig í leik- skólum og þar eru þau að þreifa sig áfram. Eg hefi mikil samskipti við aðstoðarmann Jóhönnu þar, Þröst Brynjólfsson, varaformann Félags íslenskra leikskólakennara." - Er mikill munur á leikskólun- um hér og þínum leikskóla í Frakklandi? „Já, þeir eru ólíkir. Hér finnst mér gott að börnin hafa mikinn tíma til að leika sér. Við leggum meiri áherslu á kennslu. Leggjum mikið upp úr málrækt og stærð- fræði, að læra að lesa og skrifa orð. Mér kemur enn á óvart þessi gífurlega hæfni barnanna til að læra. Aðalatriðið að þau fái áhuga og gangi að því af kappi. Þýðir ekki að ætla að þvinga þau. En þá geta þau líka lært bókstaflega allt. Fjögurra ára geta þau til dæmis lært stafrófið, ég hefi reynslu af því. Með markvissu námi er þannig hægt að glæða móðurmálskennslu og grunnvinnu í stærðfræði, þ.e. að flokka, raða og telja.“ Mikilvægt að vekja börnin snemma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.