Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biskup Islands um nýja löggjöf um kirkjuna Sjálfstæði tryggt og sveigjanleiki aukinn Nýir lagabálkar um stöðu, stjóm og starfs- hætti kirkjunnar og jarðeignir hennar sem samþykktir voru á Alþingi síðastliðið vor verða til umfjöllunar á prestastefnu í dag. Jóhannes Tómasson ræddi við biskup ís- lands af því tilefni sem segir að lögin marki þáttaskil í starfí kirkjunnar. Morgunblaðið/Jim Smart HERRA Olafur Skúlason biskup segir nýju lögin tryggja sjálf- stæði kirkjunnar og að áhrif ieikmanna séu aukin. Þrotabú Miðils ehf., útgáfufélags Helgarpóstsins Ogreidd laun rit- stjóra dæmd for- gangskrafa HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp þann dóm að kröfur Sæmundar Guðvinssonar, fyrrverandi ritstjóra Helgarpóstsins, á hendur þrotabúi Miðils ehf. skuli teljast forgangs- kröfur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfum Sæ- mundar með dómi sem kveðinn var upp 27. maí síðastliðinn og áfrýjaði Sæmundur dómnum til Hæstarétt- ar. Sæmundur var ráðinn ritstjóri Helgarpóstsins 1. júní 1996 með munnlegum ráðningarsamningi en- áður hafði hann starfað þar sem blaðamaður frá 1. janúar 1996. Með uppsagnarbréfi dagsettu 18. september 1996 var honum sagt upp störfum vegna rekstrarörðug- leika blaðsins. Gerði Sæmundur kröfu um greiðslu eftirstöðva launa fyrir ágústmánuð og fyrir septem- ber, launa í tveggja mánaða upp- sagnarfresti, orlofsinneignar og símareiknings, eða samtals 1.000.754 kr. með dráttarvöxtum. I dómi héraðsdóms sagði m.a. að enda þótt samningssamband aðila hefði á sér þann blæ að vera vinnusamningur ídæddur í búning verksamnings skorti nokkuð á að kröfu sóknaraðila yrði jafnað við kröfu um laun eða annað endur- gjald fyrir vinnu í skilningi gjald- þrotalaga eða bætur vegna slita á vinnusamningi í skilningi sömu laga. Kröfum Sæmundar á hendur þrotabúi Miðils ehf. væri því hafn- að. Sterk einkenni vinnusamnings I dómi Hæstaréttar er komist að þeirri niðurstöðu að krafa Sæ- mundar að frádregnum símakostn- aði verði viðurkennd sem forgangs- krafa. í dóminum kemur m.a. fram að telja verði sýnt fram á það í málinu að samið hafi verið um það milli aðilanna að sóknaraðili ætti rétt á tveggja mánaða uppsagnar- fresti og orlofi og telja verði að samband aðilanna hafi haft sterk einkenni vinnusamnings, en varnaraðila hafí ekki tekist að sýna fram á að samningur aðilanna hafi samkvæmt eðli sínu verið verk- samningur. Verði því að fallast á það með sóknaraðila að launakröf- ur hans falli undir 1. málsgrein 112. greinar gjaldþrotalaga frá 1991 og krafa hans teljist þar með forgangskrafa. Þá var Miðli ehf. gert að greiða Sæmundi samtals 80 þúsund krónur í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Hrafn Braga- son og Pétur Kr. Hafstein. „MERKUSTU atriðin í þessari lög- gjöf eru annars vegar hvernig sjálf- stæði Þjóðkirkjunnar er tryggt og hins vegar að nú tókst að ljúka þessu mikla máli sem verið hefur í umræðunni raunar allt frá árinu 1907 um jarðeignir kirkjunnar," sagði biskup íslands, Ólafur Skúla- son, í samtali við Morgnnblaðið er hann var spurður hver væri að mati hans stærsti ávinningurinn við lagasetninguna. Lögin um stjórn og starfshætti kirkjunnar annars vegar og hins vegar um jarðeignir kirkjunnar eru allmikil að vöxtum og taka til margra þátta í innri málefnum kirkjunnar. Þau ganga í gildi í byij- un næsta árs. Biskup er beðinn að greina nánar frá þeim breytingum: „I meginatriðum er tilgangur lagasetningarinnar að leggja áherslu á sjálfstæði kirkjunnar í sem flestum málum en allt frá því að trúfrelsi var lögleitt hér árið 1874 hefur sjálfstæði hennar eink- um varðað innri málin. Nú er henni einnig tryggt sjálfstæði hvað varðar reglur um veitingu prestakalla, kosningu biskupa, kosningu til kirkjuþings og öll þingsköp þess og ýmsa þætti sem heyrðu áður undir Alþingi.“ Rammalöggjöf „Hér er, um rammalöggjöf að ræða, raunar nokkuð nákvæman ramma, en síðan verður það hlut- verk nýs kirkjuþings, sem kosið verður á næsta ári, að ganga frá fjölmörgum starfsreglum sem lögin gera ráð fyrir að settar verði.“ Eina af helstu forsendum laga- setningarinnar segir biskup vera þá að nú tókst að ljúka samningum við ríkið um jarðeignir kirkjunnar en árið 1984 voru þær 10% af öllum jarðeignum. „Þar byggðum við á starfí tveggja nefnda sem falið var að kanna eignir kirkjunnar á fyrri tíð og allt til þessa dags en málið hefur verið á dagskrá miklu leng- ur, allt frá 1907 þegar prestar hættu að fá framfæri sitt af þeim jörðum sem þeir sátu á. Er ástæða til að þakka þessum nefndum fyrir það mikla starf sem þær hafa unnið. Samningurinn gerir ráð fyrir að ríkið greiði laun biskups, vígslubisk- upa, 138 starfandi presta og pró- fasta og 18 starfsmanna á biskups- stofu og síðan er gert ráð fyrir sveigjanleika ef fjölgar eða fækkar í þjóðkirkjunni. í staðinn afsalar kirkjan sér jörðum sínum og ég held að það sé hollt fyrir kirkjuna að þessi mál verði nú ekki lengur í umræðunni. Ríkið hefur einhliða ákveðið verð á þessum jörðum og ég held að fundist hafí farsæl og góð lausn á þessum málum öllum með samningnum." Biskup segir að ýmsar starfs- nefndir hafi þegar verið skipaðar til að ijalla um tiltekna málaflokka en það verði síðan hlutverk nýs kirkjuþings og nýs biskups að móta þessar reglur nánar. Þar sem nýtt kirkjuþing verði ekki kjörið fyrr en á næsta ári hafí núverandi kirkju- þingi, sem kemur næst saman með haustinu, verið falið að hefja þetta nefndarstarf þegar á þessu ári. „Ein mesta breytingin verður á starfí kirkjuþings. Áhrif leikmanna eru aukin, þeim er fjölgað og for- seti kirkjuþings kemur úr hópi þeirra en biskup verður ekki lengur forseti eins og verið hefur. Kirkju- þing verður nú skipað 9 prestum sem þeir kjósa úr hópi sínum og 12 leikmönnum sem kosnir eru af sóknamefndum og verða kirkju- þingsmenn úr hópi leikmanna að sitja í sóknarnefnd. Biskup, vígslu- biskupar og forseti guðfræðideildar sitja einnig kirkjuþing með mál- frelsi og tillögurétt en ekki atkvæð- isrétt og þar situr ráðherra einnig eða fulltrúi hans. Kirkjuþing mótar stefnu og er í raun ráðandi aðilinn um öll málefni kirkjunnar. Kirkju- ráði verður síðan falin framkvæmd mála og þar situr biskup í forsæti eins og verið hefur. í stórum dráttum þýðir þetta að nú verða ákvarðanir um flest mál- efni kirkjunnar ekki lengur teknar hjá ráðherra, ríkisstjóm eða Alþingi heldur af kirkjuþingi. Kirkjan hefur sjálf miklu meira að segja um öll eigin mál og þetta tel ég vera lykil- atriði, það sem er miðlægt í allri þessari löggjöf," segir biskup og telur hann einnig að þessi leið muni flýta mjög allri afgreiðslu mála og gera hana skilvirkari. Leikmönnum fært fory stuhlutverk Biskup verður ekki lengur í for- sæti kirkjuþings eins og verið hefur heldur er forseti valinn úr hópi leik- manna. Breytir það einhveiju um valdsvið biskups? „Nei, vald og áhrif biskups verða eftir sem áður töluverð. Hann er áfram í forsæti í kirkjuráði sem hrindir í framkvæmd ákvörðunum kirkjuþings. Það voru kannski nokkuð skiptar skoðanir um þessi áhrif leikmanna, vígðum mönnum fannst eins og kirkjuþing setti eitt- hvað niður við þessa fjölgun leik- manna en ég held að það sé mis- skilningur og tel og vona að það sé rétt að auka með þessu vægi leikmanna. Ég held að leikmenn eigi að finna það að kirkjan ætlast til forystuhlutverks af þeim og það er vissulega gert með því að færa þeim meirihluta kirkjuþingsfulltrúa, auk forseta kirkjuþings. Svo má einnig minna á að kirkju- þing sitja fleiri vígðir menn þótt þeir hafi þar ekki atkvæðisrétt, svo sem fulltrúar guðfræðideildar og biskupar." Meðal nýrra ákvæða í lögunum er hvernig farið er með brot á kirkjuaga: „Biskup hefur yfírum- sjón með kirkjuaga en skipuð verð- ur úrskurðarnefnd til fjögurra ára og getur hver sem er skotið máli til hennar um hvaðeina er varðar presta eða aðra starfsmenn kirkj- unnar. Nefndin getur í úrskurði sín- um lagt til varðandi prest að biskup veiti honum áminningu, færi hann til í starfí eða að hann verði hrein- lega látinn fara. Þessu hefur ekki verið til að dreifa. Þeir sem ekki una slíkum úrskurði geta skotið honum til áfrýjunarnefndar sem ráðherra skipar og skulu sitja í henni menn sem eru kjörgengir til embættis hæstaréttardómara. Úrskurður hennar er endanlegur. Það hefur töluvert lengi verið kallað eftir ein- hverri slíkri leið og ég tel mjög farsælt að nú sé kominn farvegur sem menn geta skotið ágreinings- málum í.“ Prestar ekki lengur æviráðnir Biskup segir að eitt umdeildasta ákvæði laganna hvað presta varðar sé sú breyting að þeir verði ekki lengur æviráðnir. „Um þetta var mikil umræða og sýndist sitt hveij- um. Komu bæði prestar og sóknar- nefndarmenn að þessu máli. En það held ég að hljóti að vera öllum Ijóst að þessi fimm ára regla um starfs- tíma gerir útilokað annað en að breytt verði tilhögun við veitingu prestakalla. Kirkjuþing hlýtur að láta það verða sitt fyrsta verk að endurskoða veitingafyrirkomulagið. Lögin um veitingu prestakalla frá 1987 áttu reyndar að vera endurskoðuð þegar árið 1992 en það hefur dregist. Kjörmannaaðferðin var hugsuð sem millistig í veitingu embættanna með almenna kosningu sem möguleika en mundi vonandi leiða til þess að kirkjustjórnin fengi veitingarvaldið með einhverri íhlutun viðkomandi aðila.“ Fer sáttur „Ég fer úr embætti í árslok mjög sáttur við þessa lagasetningu um stöðu kirkjunnar og er þakklátur þeim mörgu sem hafa unnið að framgangi þessa máls. Þar finnst mér ekki síst ástæða til að geta þess að þáttur Þorsteins Pálssonar, kirkjumálaráðherra, var lykilatriði í lyktum þessa máls og hefur sam- vinna okkar verið mjög góð á alla lund. Mér hefði þótt miður ef ekki hefði tekist að ljúka því nú og tel að nýr biskup hefði staðið frammi fyrir ákveðnum vanda ef svo hefði ekki verið. En ég tel að hann geti gengið rólegur til starfa í þessum þáttaskilum." OPIÐ HÚS Ertu að leigja? Fyrstu kaup? Námsfólk? Til sölu björt og góð 3ja herb. íbúð á 6. hæð í góðu lyftuhúsi með suðvestursvölum og frábæru útsýni. Ný gólfefni og þvottahús á hæðinni. Tilvalin fýrstu kaup eða fýrir námsfólk utan af landi. Verðið er ótrúlegt! 4.950 þúsund og áhvílandi hagstæð lán 3,3 millj. króna með greiðuslubyrði innan við 20 þús. pr. mánuð og lægra sé tekið tillit til vaxtabóta. Ath. góð húseign þar sem öllum viðgerðum er lokið. Snyrtileg sameign og traustur húsvörður. LAUS STRAX. Rósa sýnir íbúðina í dag og næstu daga og er við í síma 567 9172. Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568 2800. SUMARTILBOÐ falleg gæðahandklæði 20% afsláttur JöL Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, W FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.