Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 13 AKUREYRI Kálfur af nýju holda- nautakyni Arnarneshreppi. LENGI var beðið eftir kálfmum hennar Spíru á Ytri-Reistará í Arn- arneshreppi. Ástæðan er sú að búist var við að kálfurinn yrði sá fyrsti í Eyjafirði undan holdanauti af frönsku Limousin kyni sem bytjað var að dreifa sæði úr sl. sumar. Hitt var og að Spíra átti tal fyrir 9-12 dögum og ekki var vitað hvort allt væri með felldu. Ákveðið var í fyrrasumar að prófa Limousin kynið á kúm í Eyja- firði og á Egilsstaða- og Hvanneyr- arbúunum. Limousin naut eru há- fætt og hyrnd og þótti ástæða til að fara hægt í sakirnar með notkun þeirra áður en fyrir liggur hvernig kúm gengur að fæða kálfana. Burð- urinn hjá Spíru gekk vel og eðlilega fyrir sig, en búast má við að kýr sem fá við þessum nautum gangi lengur með en venjulegt er með alíslensk fóstur. Kristján bóndi Pétursson á Ytri- Reistará hefur lagt rækt við holda- nautabúskap frá því að notkun á Galloway nautum hófst fyrir 18 árum. í hjörðinni eru nú um 40 hausar, nokkrar kýr ganga með kálfa af Aberdeen Angus og Lim- ousin kyni. Annars er Kristján þekktur fyrir annað en holdanauta- búskap, því hann hefur átt eitt af- urðamesta kúabú um langt árabil, kýr hans hafa mjólkað um 5.000 kg að meðaltali sl. 25 ár. Norræn vina- bæjavika hafin VINABÆJAVIKAN NOVU 97 var sett við hátíðlega athöfn í Iþrótta- höllinni á Akureyri á mánudag. Fulltrúar frá vinabæjum Akur- eyrar á Norðurlöndunum voru viðstaddir setninguna ásamt fleiri gestum. Þórarinn E. Sveinsson, forseti bæjarstjóniar Akureyrar, setti vinabæjavikuna og hann sagðist m.a. vonast til að veðrið myndi lag- ast þessa björtustu daga ársins, þótt veðurspáin væri ekki allt of hagstæð. Hann sagði vinabæjasam- starfið hafa verið misjafnlega öflugt í gegnum tíðina en þó hafi það verið jákvætt og vinatengsl fólksins í þessum löndum styrkst á þessum árum. Fulltrúar vinabæj- anna stigu einnig í ræðustól og fluttu stutta kynningu um heimabæi sina. Þá lék lúðrasveitin Randers pigegarde við setninguna. Lúðra- sveitin er skipuð 45 stúlkum og setti sveitin skemmtilegan svip á athöfnina. Lúðrasveitin mun að öðru leyti spila á miðbæjarsvæðinu meðan vinabæjavikan stendur yfir. Sýning á handverki Eftir setninguna var opnuð sýn- ing í anddyri Iþróttahallarinnar, á handverki frá hvetju bæjarfé- lagi sem þátt tekur í vinabæjavik- unni. Auk ungmenna frá Akur- eyri taka jafnaldrar þeirra frá Randers í Danmörku, Vasterás í Svíþjóð, Álesund í Noregi og Lahti í Finnlandi þátt í dagskrá vinabæjavikunnar. Frá Narsaq, vinabæ Akureyrar á Grænlandi, komu einnig nokkir þátttakendur, þó að Narsaq taki ekki að stað- aldri þátt. I ár eru 50 ár frá því vinabæir Akureyrar á Norðurlöndunum hófu skipulegt samstarf. Vegna þessara timamóta var ákveðið að kjörorð vikunnar verði „fortíð, nútíð og framtíð". Ungmennin starfa saman í hópum en um er að ræða hestamennsku, róður og fimleika og ennfremur eru starf- andi listahópur og umhverfis- og náttúruhópur og þá er dagskrá í gangi fyrir bæjarfulltrúa og emb- ættismenn vinabæjanna. Morgunblaðið/Björn Gíslason DANSKA lúðrasveitin Randers pigegarde setti skemmtilegan svip á setningu vinabæjavikunnar á Akureyri. FINNSK blómarós opnar sýningu á handverki frá heimabæ sínum, Lahti, í anddyri Iþróttahallarinnar. Ævintýraferð með blinda ferðamenn FERÐAMÁLAMIÐSTÖÐ Eyja- fjarðar og Blindrafélagið hafa um nokkurt skeið haft með sér sam- vinnu um skoðun á þeim möguleik- um sem svæðið hefur til að sinna ferðaþjónustu fyrir blinda ferða- menn. I kjölfarið hefur verið ákveð- ið að efna til tveggja reynsluferða með blinda ferðamenna í sumar og er þegar fullbókað í fyrri ferðina, sem hefst nk. föstudag. Aðgengi fyrir blinda ferðamenn þykir með besta móti á svæðinu og er fyrri ferðin farin í samvinnu við Sportferðir, Ferðaþjónustuna Ytri- Vík/Kálfskinn og Flugfélag íslands. Hér er um að ræða sannkallaða ævintýraferð sem hefst með kvöld- skemmtun á Ytri-Vík á föstudags- kvöld. Á laugardagmorgun verður farið í reiðtúr áður en lagt er í hálendisferð á sérútbúnum jeppum að Laugarfelli, þar sem verður gist um nóttina. Á sunnudeginum verð- ur síðan haldið vestur fyrir hálend- ið og ekið niður í Skagafjörð. Við Jökulsá vestri bíður starfs- fólk Ævintýraferða tilbúið með gúmmíbáta og ferðalöngunum boð- ið upp á fljótasiglingu. Að lokinni baráttu við fljótið verður efnt til útigrillveislu áður en haldið er á ný til Akureyrar, þar sem ferða- langanna bíður flug til Reykjavíkur. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson SPIRA með sinn fjórða kálf, rautt naut sem vó 43 kg við fæðingu 23. júní sl. Spíra er með hring í nösum eins og naut en hún var á sínum yngri árum mjög aðgangshörð með horn sín og neydd- ist Kristján til þess að grípa til þessa óyndisúrræðis. Hornin eru frá langömmu hennar komin en móðir og amma voru kollóttar. Hún er sjálf nærri 80% af skoskum Galloway nautum komin. Bollar til sýnis á kaffihúsi Á FUNDI bæjarstjórnar Akureyrar í gær var samþykkt að ráða Svein- björn Markús Njálsson í stöðu skólastjóra við sameinaðan skóla á Brekkunni til eins árs. Áður hafði meirihluti bæjarráðs mælt með því að Sveinbjörn yrði ráðinn skóla- stjóri. Þá var samþykkt að ráða Ólaf B. Thoroddsen í stöðu skólastjóra við Síðuskóla, Sigríði Ásu Harðar- dóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra Síðuskóla og Guðmund Þór Árna- son í stöðu skólafulltrúa Akur- eyrarbæjar. Skólanefnd hafði áður mælt með ráðningu þeirra í stöð- urnar. Sturla Kristjánsson, sem einnig hafði sótt um stöðurnar við Síðu- skóla og stöðu skólafulltrúa var á fundi bæjarstjórnar í gær ráðinn til að hafa með höndum sálfræði- þjónustu við grunnskóla bæjarins. Fáar umsóknir í stjórnunarstöður Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lögðu fram bókun á fundi bæjarstjórnar, þar sem gagnrýnd er samþykkt meirihluta bæjarráðs í síðustu viku varðandi ráðningu skólastjóra við sameinaðan skóla á Brekkunni. Þar kemur m.a. fram að bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins vilja ekki taka ábyrgð á og eru ekki sammála þeirri máls- meðferð sem viðhöfð er við ráðn- ingu skólastjóra við skólann. Þar sé lagt til að ráðið sé í stöðuna án þess að hún væri auglýst að nýju og án þess að fyrir liggi umsögn skólanefndar. í bókuninni vekja bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins einnig athygli á hversu fáar umsóknir berast nú um stjómunarstöður á sviði skóla- mála hjá Akureyrarbæ. Það sé sorgleg staðreynd að ekki þyki eftirsóknarverðara að starfa að þeim málum hjá bænum. SÝNINGIN Koppar og kirnur, var nýlega opnuð á Café Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Þar sýnir Jenný Valdimarsdóttir verk sín en hún nam leirkerasmíði við Den danske husflidshöjskole í Kerte- minde Danmörku á árunum 1989- 1991. Jenný hefur áður sýnt verk sín á samsýningum á íslandi, í Dan- mörku og Þýskalandi. Sýningin samanstendur aðallega af bollum og er frábrugðin mörgum öðrum að því leyti að gestir Karólínu fá tækifæri til að drekka úr listmun- unum og gerast þannig í raun þátttakendur í sýningunni. Sýn- ingin stendur til 12. júlí nk. Bæjarstjórn Akureyrar Ráðið í stjórnunarstöð- ur á sviði skólamála hAskúunn ÁAKUREVni Auglýsing um starf umsjónarmanns Háskólinn á Akureyri auglýsir eftir starfsmanni í 75% stöðu umsjónarmanns við háskólann. Starfið felur m.a. í sér þrif og umsjón með byggingum og tækjum háskólans, umsjón með kaffistofu og öryggiseftirlit. Laun eru samkvæmt kjarasamning- um starfsm. ríkisins/verkalýðsfélagsins Einingar. Upplýsingar um starfð veitir ívar Ragnarsson í síma 463- 900 mánudaginn 30. júní. Umsóknarfrestur er til 5. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi á aðalskrifstofu háskólans á Sólborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.