Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 15

Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 15 verð áður 1.690 kr. á Kringlukasti 990 kr. l;-l; Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson BOÐIÐ var til móttöku þegar tollafgreiðsluhúsið var formlega tekið í notkun. Morgunblaðið/Björn Björnsson Kuldatíð fyrir norðan Sauðárkróki - Dagana fyrir þjóð- hátíðina var víða kuldalegt um að litast á Norðurlandi og þrátt fyrir erfiðleika sem ferðalangar lentu í á þjóðvegum landsins og hrakspár þeirra eldri um kalt sumar, verra haust og kaldan næsta vetur, voru þó ýmsir sem tóku því sem að hönd- um bar með æðruleysi og reyndu að gera gott úr hlutunum. Þannig voru bræðurnir Sveinn Ingi og Ólaf- ur Andri sem staddir voru á Tyrf- ingsstöðum í Akrahreppi búnir að búa til þennan vígalega snjókarl úr því að svona ágætur efniviður fékkst til verksins þó að kominn væri 15. júní og allt orðið grænt undir snjónum. Seyðisfirði - Hafnarsjóður Seyðis- fjarðar og Austfar hf. buðu fyrir skömmu til móttöku er hið nýja toll- afgreiðsluhús við Fjarðarhöfn á Seyðisfirði var formlega tekið í notk- un. Mikil stakkaskipti verða í að- stöðu tollgæslu og farþega við til- komu nýja hússins. í húsinu er góð aðstaða til þess að tollskoða farartæki af öllum stærðum og til þess að tollafgreiða gangandi vegfarendur. Sótthreinsun á veiðibúnaði fer nú einnig fram innandyra. Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri Austfars hf., hef- ur um árabil barist fyrir því að kom- ið yrði upp mannsæmandi móttöku fyrir alla þá ferðamenn sem koma til íslands um Seyðisfjarðarhöfn. í stuttu ávarpi sem Jónas flutti kom fram að Austfar hf. eitt og sér skil- ar nettó 10 til 12 milljónum króna í ríkiskassann árlega, og erlendir farþegar sem koma með Norröna skiía árlega milli 500 og 600 milljón- um í þjóðarbúið. Hann sagðist vona að ekki tæki 22 ár til viðbótar að ljúka þeim framkvæmdum sem eftir væru til þess að farþegamóttakan gæti talist viðunandi. Þar átti hann við svokallaðan „rana“ sem er vænt- anlega næsti áfangi í framkvæmdum vegna farþegamóttökunnar. Með til- komu ranans geta menn gengið beint úr skipi og inn í farþegaaf- greiðslu og kemur það til með að auðvelda tollskoðun og auka öryggi farþega sem þurfa þá ekki að vera innan um farartækin á bryggjunni. Hann færði öllum þeim, sem að málinu hafa komið, þakkir. Halldór Asgrímsson óskaði þeim, sem að þessu máli hafa staðið, einn- ig til hamingju. Hann minntist á að það er ýmislegt fleira í þessu feiju- hafnarmáli sem hefur þurft að sinna eins og vegurinn yfir Fjarðarheiði sem hefur einnig skánað, og benti á að brátt yrði hægt að aka um hana á bundnu slitlagi. Halldór sagði einnig: „Það er afar mikilvægt að aðstaða sem þessi sé fyrir hendi. Það skiptir miklu máli fyrir ferða- menn sem koma til landsins að vel sé tekið á móti þeim. Það er líka mikilvægt fyrir starfsfólk, sem sinnir skyldum við þessar aðstæður, og afar nauðsynlegt að við reynum að koma í veg fyrir að til dæmis fíkni- efni berist inn í landið." Halldór sagði mikið í húfi að fá ferðamenn hingað til lands og eiga góð samskipti við þau lönd sem feij- an siglir til. Að lokum sagði hann: „Við stöndum í þakkarskuld við þá sem að þessu hafa staðið og ég er sannfærður um að það hefðu ekki aliir komið þessu áfram eins og þeir sem hafa í þessu staðið. Þar ber að sjálfsögðu hæst nafn Jónasar Hall- grímssonar, bæjaryfirvalda á Seyðis- firði og þá ekki síst Færeyinga og aðstandenda Smyril-Line sem hafa staðið mjög þétt saman um að þetta gæti átt sér stað. Og það er rétt hjá Jónasi að opinber yfirvöld á íslandi hafa ekki staðið jafnt fast við bakið á þessari starfsemi og æskilegt hefði verið, en hér hefur orðið mikil bót á í dag og hér á eftir að fara fram mikilvæg starfsemi í framtíðinni. Eg óska öllum sem hér eiga eftir að starfa og fara hér um velfarnað- ar og óska þess að allra þeirra ferða- manna, sem hér fara í gegn, eigi eftir að bíða góðir dagar og ham- ingjurík dvöl hér á landi.“ verð áður 4.490 kr. á Kringlukasti 2.490 kr. verð áður 2.490 kr. á Kringlukasti 1.490 kr. verð áður 2.490 kr. a Kringlukasti 1.490 kr. verð aður 1.490 kr. á Kringlukasti 790 kr. verð áður 1.690 kr. á Kringlukasti 990 kr. verð áður 1.490 kr. á Kringlukasti 790 kr. verð áður 2.490 kr. á Kringlukasti 1.290 kr. ' 'M jf verð áður 1.490 kr. á Kringlukasti 790 kr. m verð áður 11.790 kr. á Kringlukasti 4.990 kr. verð áður 8.990 kr. AIR VOLT SPEED ýV Á á Kringlukasti 5 990 kr~ /gft verð áður 2.490 kr. á Kringlukasti 1.290 kr. verð áður 5.990 kr. 4 lltir á Kringlukasti 2.990 kr. verð áður 10.990 kr. ART skór4lltlr á Kringlukasti 4.990 kr. LAUGAVEGI 67, SIMI 551 2880 KRINGLUNNI SIMI 568 9995 Nýtt tollafgreiðslu- hús tekið í notkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.