Morgunblaðið - 25.06.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 17
Mirror
hættir í
samtök-
um
London. Reuter.
MIRROR blaðaútgáfan kveðst
hafa neyðzt til að segja sig
úr sambandi blaðaútgefenda í
Bretlandi.
Fyrirtækið kvartaði yfir því
að hafa ekki fengið stuðning
frá NAP í baráttumálum sín-
um í greininni.
David Montgomery aðal-
framkvæmdastjóri sakaði aðra
aðila NAP um svik í yfirlýs-
ingu.
Fyrirtækið sagði að ekki
mætti líta á ákvörðunina sem
vantraust á formann NPA,
aðra yfirmenn og starfsmenn.
Barclays
ásælist
NatWest
London. Reuter.
NÝJAR bollaleggingar um
framtíð brezka National
Westminster bankans eru
hafnar og herma blaðafréttir
að keppinauturinn Barclays
Bank Plc. reyni að knýja fram
samruna.
Barclays vísaði fréttinni á
bug og kallaði hana vangavelt-
ur. NatWest sagði að enginn
hefði leitað hófanna hjá bank-
anum.
Áhugi á framtíð bankans
hefur aukizt vegna þess að
boðað hefur verið að hann
muni skila hagnaði og vegna
þess að yfirmaður fjárfest-
ingaviðskipta, Martin Owen,
hefur látið af störfum. Áhug-
inn er enn mikil, þótt bolla-
leggingum sé hafnað.
Malta hyggst
opna fleiri
spilavíti
Valletta. Reuter.
MALTA hyggst opna tvö eða
þijú spilavíti í lúxushótelum
og veita fólki eldra en 18 ára
aðgang til að laða að ferða-
menn.
Á Möltu er aðeins eitt spila-
víti og sér ríkisfyrirtækið
Casma um rekstur þess. Til
þess að fá aðgang verður fólk
að vera orðið 25 ára.
Reed-Elsevi-
er kaupir
Walt Disney-
deild
Amsterdam. Reuter.
ENSK-hollenzka útgáfufyrir-
tækið Reed-Elsevier kveðst
ætla að kaupa viðskiptarita-
deild Walt Disney, Chilton
Business Group, fyrir 447
milljónir dollara.
Kaupin eru háð samþykki
Bandaríkjastjórnar. Búizt er
við að gengið verði frá kaup-
unum fyrir lok júlí.
BAe fær 30
pantanir
London. Reuter.
BREZKA flugiðnaðarfyrir-
tækið British Aerospace (BAe)
kveðst hafa fengið pantanir
að verðmæti 425 milljónir
punda í rúmlega 30 Hawk-
flugvélar frá Ástralíu.
American
Eagle pantar
fleiri flugvélar
Le Bourget, Frakklandi. Reuter.
AMERICAN EAGLE, innanlands-
félag bandaríska flugfélagsins
AMR Corp, hefur tilkynnt að það
hafi pantað 117 innanlandsfar-
þegaþotur fyrir 2,4 milljarða doll-
ara og skiptast þær jafnt milli
tveggja framleiðenda.
American tilkynnti á flugsýning-
unni í París að félagið hefði ákveð-
ið að kaupa nýja 70 sæta útgáfu
Canadair innanlandsþotu kanad-
íska fyrirtækisins Bombardier, en
hafnað núverandi 50 sæta útgáfu
og ákveðið að kaupa í staðinn
EMB-145 flugvélar frá keppinaut-
inum Embraer í Brasilíu.
Að sögn eins æðsta stjómanda
American Eagle, Peters Pappas,
AMERICAN EAGLE hefur keypt EMB-145 flugvélar frá
Embraer í Brasilíu.
mun félagið kaupa 42 fímmtíu
sæta innanlandsþotur og fá rétt til
að kaupa 25 í viðbót. Að sögn
Embraer kosta flugvélar þær sem
pantaðar hafa verið 700 milljónir
dollara.
Pappas og stjóm Bombardier
Aerospace skýrðu einnig frá ann-
arri pöntun í 25 Canadair CRJ 700
flugvélar að verðmæti 700 milljónir
dollara og rétti til að. kaupa 25 í
viðbót.
Með pöntuninni verður American
fyrsta félagið sem kaupir 70 sæta
flugvélina. Hún er knúin nýjum
CF34-8C hreyfli frá General
Electric og afhending flugvélanna
á að hefjast árið 2001.
VISA lækkar
lágmarksgjald
vegna debet-
korta viðskipta
VISA ísland hefur ákveðið að
koma til móts við Kaupmannasam-
tök íslands með lækkun kostnaðar
vegna „síhringikorta" með því
meðal annars að lækka lágmarks-
þóknun í debetkortaviðskiptum úr
sex krónum í fimm krónur á færslu
frá og með 1. júlí næstkomandi.
Ennfremur hefur sjálfvirkri
áhættustýringu almennra debet-
korta verið breytt þannig að tekin
hafa verið upp breytileg og hærri
viðmiðunarmörk þar sem það er
talið eiga við sem þýðir lægra inn-
hringihlutfall og þar með minni
símakostnað.
„Síhringikort“ eru þau kort þar
sem hringt er til kortafyrirtækis
út af hverri greiðslu og eru þau
fyrst og fremst ætluð unglingum
og aðilum sem ekki hafa tékkhefti.
í bréfí sem Visa ísland hefur sent
Kaupmannasamtökum íslands
kemur meðal annars fram að tals-
vert meira hefur verið um útgáfu
„síhringikorta“ en fyrirséð var í
upphafi og eru þau nú yfir 30 þús-
und talsins eða nærri 20% útgefinna
debetkorta.
Að sögn Sigurðar Jónssonar,
framkvæmdastjóra Kaupmanna-
samtaka íslands, er ljóst að um
verulegan ávinning er að ræða
fyrir verslun og þjónustuaðila þar
sem rúmur helmingur allra færslna
vegna viðskipta með debetkortum
lendir í lágmarksgjaldinu. „Við
teljum að verslanir og þjónustuaðil-
ar geti sparað um tíu milljónir
króna á ári með þessari krónu
lækkun. Jafnframt hefur verið
ákveðið að lækka innhringitíðni
vegna debetkorta með því að beita
svipaðri áhættustýringu og verið
hefur í gildi vegna kreditkorta.
Þetta þýðir lækkun símakostnaðar
fyrir verslunina og má segja að
með þessu sé komið til móts við
kröfur Kaupmannasamtaka ís-
lands varðandi „síhringikort" en
samtökin hafa krafist þess að dreg-
ið verði úr útgáfu þeirra en að
öðrum kosti muni þau krefjast
þess að sett verði upp grænt heim-
ildarsímanúmer, gjaldfrítt, fyrir
þessi kort.“
24% aukning á við-
skiptum með debetkortum
í bréfi VISA ísland kemur enn-
fremur fram að debetkortavið-
skipti hafa vaxið mjög hratt á sl.
þremur árum og nema greiðslur
með debetkortum nú nærri 1,5
milljónum færslna og um fimm
milljörðum króna á mánuði hjá
verslunum og þjónustustöðum,
auk þess sem þau eru mikið notuð
til úttektar á reiðufé úr hraðbönk-
um og til greiðslu reikninga og
skuldaskjala í bönkum og spari-
sjóðum. Á þessu ári hafa viðskipti
vaxið um 24% miðað við sama
tíma í fyrra.
Að sögn Sigurðar hafa Kaup-
mannasamtök Islands haft forystu
um sameiginlega kröfugerð versl-
unarinnar og kortafyrirtækjanna
gagnvart Pósti og síma hf. til að
ná fram lækkun á kostnaði við
rafrænar gagnasendingar. „Póstur
og sími hf. hefur ekki fallist á að
lækka gjaldtaxta vegna slíkra
sendinga í almenna símakerfínu
en nýlega féllst fyrirtækið á óskir
Kaupmannasamtakanna um lækk-
un gjaldskrár Samnetsins og jafn-
framt að opna fyrir D-gagnarás í
því símkerfi eftir 2-3 mánuði.
Kaupmannasamtök Islands eru
ánægð með þessa áfanga en munu
halda áfram að leita allra leiða til
að lækka kostnað verslunarinnar
við rafræn viðskipti."
Wösk ZANUSSI
UPPÞVOTTAVÉL
ZW-416
• Tekur borðb. fyrir 12
Hljóðlát
• hxbxd: 85x59,5x60
£UkUt ARR0W
ELDUNAftTÆKI
TFA-14-01
• Ofn með helluborði
• Grill
• Undir- og yfirhiti
Verð áður
Svaíut ZANUSSI
KÆLISKAPUR
ZFC-1602
• Kælir 1 37 Itr.
Frystir 20 Itr.
• hxbxd:
85x54,5x60
Verð áður
Mr&ZZ?
Opið virka daga frá kl. 9:00-18:00, laugardaga frá kl. 10:00-16:00
SUÐURIANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVIK
SÍMI 588 0500
Raðgreiðslur
Raðgrciðslur