Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DR. KOZAKOU-Marcoullis, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi, af- henti forseta íslands trúnaðarbréf sitt fyrr í mánuðinum. Hún er sendiherra Kýpur á Norðurlöndun- um og í Eystrasaltsríkjunum. Hún lætur vel af dvöl sinni á íslandi í þessari fyrstu heimsókn til landsins. „Meginverkefni mitt, sem sendiherra á Norðurlöndun- um, er að viðhalda þeim góðu tengslum sem Kýpur hefur við ís- land. Það er löng hefð fyrir góðum samskiptum milli landanna, og Is- land hefur veitt okkur stuðning í þeim vanda sem við er að etja á Kýpur. Á árunum fyrir sjálfstæði landsins, á sjötta áratugnum, var ísland eitt af fyrstu löndunum til að lýsa stuðningi við sjálfstæði Kýpur. Þetta kunnu Kýpurbúar ákaflega vel að meta.“ Kýpurbúar kaupa fisk af íslend- ingum og við kaupum m.a. sítrus- ávexti og fatnað frá þeim. „En það eru mörg tækifæri til að færa út kvíarnar, og ég hef átt hér fundi með frammámönnum í viðskiptalíf- inu,“ segir dr. Kozakou-Marcoullis. Menning í níu þúsund ár Á Kýpur hefur verið menning í um níu þúsund ár, og dr. Kozakou- Marcoullis bendir á að allan þann tíma hafi landinu verið stjómað af herraþjóðum. „Egyptum, Ássýr- ingum, Persum, Rómveijum, og seinna meir Ottómönum og Bret- um. Kýpur er landfræðilega á ákaflega mikilvægum stað og því skipt miklu fyrir þær þjóðir, sem hafa farið með yfirráð, að hafa Kýpur sem hluta af veldi sínu. Við höfum því orðið að líða margt á þessum tíma.“ Grískra áhrifa byijaði að gæta á Kýpur fyrir þúsundum ára, en það var ekki fyrr en á tímum Ottó- manveldisins, á 15. til 19. öld, að fólk af öðru þjóðemi settist þar að. „Fram að því hafði aldrei flust þangað fólk frá þeim þjóðum sem ERLEPJT Aukin bjartsýni á að Kýpurdeilan leysist Töluverðrar bjartsýni gætir á að leið til lausnar á Kýpurdeilunni finnist í viðræðum forseta landsins og leiðtoga Kýpur-Tyrkja, sem hefjast í næsta mánuði. Sendiherra Kýpur á íslandi, dr. Erato Kozakou-Marcoullis, segir í viðtali við Kristján G. Arngrímsson að jákvæðar undirtektir við umsókn Kýpur um aðild að ESB hafi aukið verulega líkurnar á að deilan leysist. höfðu haft vald yfir eynni. Það varð því ekki fyrr en þá sem landnemar komu frá Tyrklandi. Kýpur- Tyrkir nútímans em afkomendur þeirra og eru mikilvægur hluti af íbúafjölda landins." Sjálfstæðisbarátta Kýpur náði hámarki á sjötta áratugnum og 1960 varð það sjálf- stætt ríki og er aðili að SÞ og Evrópuráð- inu. Stjómarskráin, sem tók gildi 1960, reyndist óviðunandi „vegna þess að hún veitti Kýpur-Tyrkjum of viðtækt neitunarvald", segir dr. Kozakou- Marcoullis. „Og 1963 kom fyrst upp alvarleg stjórnmálakreppa, það urðu árekstrar milli hópa og Tyrkir drógu sig út úr stjórn lands- ins.“ Síðan hefur stjórn Kýpur-Grikkja verið viðurkennd á alþjóða- vettvangi sem lögmæt stjóm landsins. Ein- ungis Tyrkland viður- kennir stjórn Kýpur- Tyrkja. Misheppnuð byltingartilraun var gerð 1974, en varð til þess að tyrkneskur her var sendur til eyjar- innar á þeim forsend- um að gæta þyrfti ör- yggis tyrkneskra Kýp- urbúa. „Tyrkir beittu hervaldi og neyddu alla Grikki, sem bjuggu á þeim svæð- um sem Tyrkir helguðu sér, til að yfirgefa heimili sín og um það bil þriðjungur íbúa landins, um tvö hundmðu þúsund manns, næstum því jafn margir og allir Islending- ar, urðu að flóttafólki. Síðan þá hefur skipting eyjarinnar verið DR. ERATO Koz- akou-MarcouIlis. óbreytt," segir dr. Kozakou-Marco- ullis. Rök fyrir því hvemig þjóðinni skyldi skipt vom einföld: þjóðernið eitt réði. Tyrkir hafa nú um 35 þúsund manna herlið á eynni. Þrátt fyrir að SÞ hafi samþykkt fjölda ályktana um nauðsyn þess að Kýpurdeilan verði leyst hefur lítið þokað. „Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri SÞ, Boutros Bout- ros-Ghali, sagði í einum af sínum mikilvægu skýrslum, að enginn árangur hefði náðst vegna skorts á pólitískum vilja af hálfu Kýpur- Tyrkja. Þessi skortur hefur orðið til þess að ekki hefur fundist lausn, lausn sem byggð væri á ályktunum SÞ og samþykktum milli forseta Kýpur og leiðtoga Kýpur-Tyrkja,“ segir dr. Kozakou-Marcoullis. Tyrkir vilji halda óbreyttu ástandi, „ástandi sem Öryggisráðið og al- þjóðasamfélagið hefur lýst sem óviðunandi." Vilji Kýpur-Grikkja stendur til stofnunar sambandsrik- is eins og því er lýst í ályktun Öryggisráðsins, „þar sem talað er um myndun sambandsríkis sem væri eitt fullveldi, væri einn rétta- raðili á alþjóðavettvangi, eitt ríkis- fang en tvö samfélög.“ Fyrstu viðræður í þrjú ár í næsta mánuði heijast í Banda- ríkjunum viðræður forseta Kýpur, Glafcos Clerides, og leiðtoga Tyrkja á eynni, Rauf Denktash. SÞ hafa milligöngu um viðræðurn- ar sem eru þær fyrstu milli deilu- aðila í tæp þrjú ár. Dr. Kozakou- Marcoullis segir miklar vonir bundnar við þessar viðræður, sem hafi komist á vegna umsóknar Kýpur um aðild að Evrópusam- bandinu (ESB). „Við sóttum um aðild 1990, fengum jákvæðar und- irtektir ráðsins þrem árum síðar og þá ákvað ráðið að Kýpur og Malta skyldu fá aðild næst þegar sambandið yrði stækkað. Síðan var ákveðið 1995 að aðildarvið- ræður myndu hefjast hálfu ári eftir næsta leiðtogafund, sem reyndar er nú nýlokið. Áhugi ESB-aðila á lausn Kýpurdeilunnar hefur aukist til muna eftir að þessi tímaáætlun var samþykkt, þannig að aðildarumsóknin hefur haft mjög hvetjandi áhrif á að lausn finnist á deilunni.“ Tilnefning Holbrookes mikilvæg Bandaríkjamenn hafa einnig sýnt aukinn áhuga á að deilan leys- ist, og fyrr í mánuðinum tilnefndi Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, Richard Holbrooke sérstakan sendifulltrúa Bandaríkjanna á Kýpur. Holbrooke gegndi lykilhlut- verki við að koma saman Dayton- samkomulaginu sem batt enda á stríðið í fyrrum Júgóslavíu. Dr. Kozakou-Marcoullis segir tilnefningu hans sýna hversu mikil- vægt Bandaríkjamenn telji að lausn finnist á deilunni. „Þetta sýnir að Bandaríkjamenn ætla að láta hendur standa fram úr erm- um,“ segir hún. „Við erum ákaf- lega þakklát fyrir að Clinton for- seti skyldi tilnefna sinn besta samningamann sem hefur sýnt og sannað hæfileika sína. Við þurfum bráðnauðsynlega að fmna lausn á þessum vanda, og framlag Banda- ríkjanna og Evrópusambandsins er ákaflega mikilvægt. Markmið okkar er sameining landsins, og við erum sannfærð um að með aðild okkar að Evrópusambandinu getum við tryggt og gætt hags- muna bæði Kýpur-Grikkja og Kýp- ur-Tyrkja.“ Ibúar í Kobe í Japan óttaslegnir vegna morðs á ungrim dreng Kennarar og foreldr- ar fá áfallahjálp SERFRÆÐINGAR í áfallahjálp hafa staðið fyrir námskeiði fyrir óttaslegna íbúa í Kobe í Japan að undanfömu eða síðan ellefu ára drengur var myrtur þar á hrotta- legan hátt í Suma Ward í maí síð- astliðnum. Hótanir sem borist hafa frá morðingja drengsins um frek- ari dráp hafa ekki orðið til að róa taugar fólks í borginni og sérstak- lega em íbúar í nágrenni morðstað- arins órólegir. Lögreglan hefur þegar fundið nokkrar vísbendingar sem þrengt geta hringinn í leit hennar að morðingjanum sem seg- ist ætla að láta til skarar skríða á nýjan leik áður en langt um líður. Shiego Tatsuaki, félagsfræðing- ur við Kwansei Gakuin háskólann i Kobe, segir að foreldrar, kennar- ar og aðrir sem séu í umönnunar- hlutverki, verði fyrir miklu álagi þegar ástand eins og nú hefur skapast, myndast. „Börn eru vemduð af foreldrum, kennurum og öðrum fullorðnum í hverfinu," sagði Shiego. „Það er mjög nauð- synlegt að fylgjast vel með and- legri heilsu fullorðins fólks hér á svæðinu, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að það er enn að jafna sig á áfallinu sem það varð fyrir þegar stóri jarðskjálftinn reið yfir borgina árið 1995. Óttast að verða næsta fórnarlamb Einni viku eftir að afskorið höf- uð Jun Hase, grunnskóladrengs, fannst við aðalhlið Tomogaoka bamaskólans í Suma Ward 27. maí síðastliðinn, byijuðu Tatsuaki og tveir aðrir sérfræðingar í geð- hjúkmn að bjóða upp á áfallahjálp fyrir íbúa og skólastarfsmenn á svæðinu. Tatsuaki sagði að þátt- takendur í þeim fjórum námskeið- um sem þegar hafa verið haldin, hafi verið mjög hræddir, kvíðnir, reiðir og daprir. „Fólkið hræðist það að kannski verði næsta fórnar- lamb einhver úr þeirra eigin fjöl- skyldu," sagði hann. „Þau eru hrædd um að missa stjóm á sér og eins og staðan er í dag sjá þau ekki fram á að morðinginn finnist." Frá því að morðið var framið, hafa börn í Tomogaoka hverfinu, í nágrenni morðstaðarins, haldið sig að mestu heima við. Fullorðnir vakta hverfið dag og nótt og fylgja börnunum til og frá skóla. Foreldr- ar fatlaðra barna hafa sérstaklega látið í ljós reiði vegna atburðarins vegna þess að morðinginn valdi Hase sem fórnarlamb sitt en Hase var andlega fatlaður. Tatsuaki sagði að sumar mæður væm miður sín yfir að hverfíð þeirra sé nú ekki lengur öraggt fyrir glæpum. Traustið og samheldnin brostin Á námskeiðinu ræða þátttak- endur um viðbrögð sín þegar þeir heyrðu fyrst af morðinu, hvaða andleg og líkamleg áhrif það hafði á þá og hvaða aðferðum þeir beittu til að róa taugarnar. Niðurgangur, svefnleysi og mik- il þreyta em algengir kvillar sem streita og kvíði geta valdið og heija nú á íbúana að sögn Tatsuakis. „Við segjum fólkinu að þessi við- brögð séu eðlileg í aðstæðum sem þessum og það sé fullkomlega við góða geðheilsu, þrátt fyrir að að- stæðumar sem þau búa við séu óeðlilegar." Treystir ekki nágrönnum Gagnstætt áhrifum þeim sem jarðskjálftinn hafði á íbúana í Kobe, þegar fólkið stóð saman og bast böndum sem gerði því auð- veldara að takast á við áfallið, þá hefur morðið orðið til þess að fólk- ið treystir nágrannanum ekki eins vel og áður enda gæti morðinginn allt eins átt heima í hverfinu þó ekki hafí enn komið fram neinar áþreifanlegar vísbendingar um hvar hann heldur sig. •(Heimild: Japan Times.) Reuter Hershöfðingi fyrir rétt TIHOMIR Blaskic, einn af hers- höfðingjum Bosníu-Króata í Bos- níustríðinu, var leiddur fyrir stríðs- glæpadómstól Sameinuðu þjóð- anna í Haag í gær. Er hann hæst- settur þeirra, sem fyrir hann hafa komið. Blaksic, sem er aðeins 36 ára gamall, er sakaður um glæpi gegn mannkyni, að hafa staðið fyrir ijöldamorðum á múslimum í Lasva-dalnum í Bosníu á áranum 1992 til 1994. Þá var hann ofursti í her Bosníu-Króata en hafði áður verið foringi í júgóslavneska hem- um. Eftir að hann hafði verið ákærður fyrir stríðsglæpi fékk hann hátt embætti í króatíska hemum og Franjo Tudjman, for- seti Króatíu, heiðraði hann sérstak- lega fyrir frammistöðu sína í stríð- inu. Vakti það víða mikla hneyksl- an. Blaksic gaf sig sjálfur fram við stríðsglæpadómstólinn í apríl sl. og hefur verið í haldi síðan. Segist hann vera saklaus og vísar á bug öllum sakargiftunum. Hér er hann, fyrir miðju, að koma í réttarsalinn í gær. Kongóstjórn eltir uppi flóttafólk Bonn. Reuter. ÞÝSKA stjómin hefur hvatt stjórn- völd í Kongó, sem áður hét Zaire, til að láta hermenn sína hætta að eita erlenda hjálparstarfsmenn á laun til að komast að því hvar flótta- fólk frá Rúanda heldur sig. Martin Erdman, talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins, kvaðst hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að Kongóstjórn beitti þessum aðferð- um við að komast að því hvar flótta- fólkið væri niðurkomið til að geta síðan rekið það burt. Fulltrúar frá Sameinuðu þjóðun- um komu til Kongó í síðustu viku til að kanna hvað hæft væri í frétt- um um, að hermenn Laurents Kab- ila, núverandi forseta landsins, hefðu myrt rúandíska flóttamenn í stórum hópum. Talsmenn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segja, að ekki sé vitað um afdrif meira en 200.000 flóttamanna frá Rúanda, sem hafa verið í Zaire eða Kongó í meira en tvö ár. Aðrar 800.000 sneru heim til Rúanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.