Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1997 21
LISTIR
Cats slær met
New York. Reuter.
SÖNGLEIKURINN „Cats“ hef-
ur slegið aðsóknarmet, en eng-
inn söngleikur hefur gengið jafn
lengi á Broadway í New York.
Sl. fimmtudag var 6.138. sýning
á Cats og var uppselt, enda voru
margir þeirra 195 leikara,
söngvara og dansara, sem tekið
hafa þátt í sýningunni, viðstadd-
ir og tóku undir í lokalaginu,
„The Ad-Dressing of Cats“.
Cats er eftir Andrew Lloyd
Webber, byggður á bók T.S.
Eliots, og var hann frumsýndur
í London árið 1981. Cats var
frumsýndur 7. október ári síðar
og hafa yfir 8,25 milljónir
manna séð sýninguna, sem sló
met söngleikjarins „A Chorus
Line“. Af því tilefni útnefndi
Rudolph Giuliani, borgarstjóri
New York, 19. júní sérstakan
„Cat’s dag“. Sagði hann söng-
leikina á Broadway vera eitt
helsta aðdráttarafl borgarinnar
og það bæri að viðurkenna.
Tuttugu og tveir Ieikarar
koma fram í sýningunni og hef-
ur verið skipt um þá flesta. Þó
hefur leikkonan Marlene Dani-
elle leikið í Cats frá upphafi á
Broadway. Um eitt tonn af hári
hefur farið í hárkollurnar, 5.782
hnjáhlífar hafa verið notaðar
og yfir 48.000 smokkar, sem eru
settir á hljóðnemana til að koma
í veg fyrir að svitinn á andliti
leikaranna eyðileggi þá.
Á ÆFINGU á Ieikritinu Tristan og ísól, sem frumsýnt verður á
sunnudaginn kemur. Á myndinni eru Erling Jóhannesson, Ásta
Arnardóttir og Björn I. Hilmarsson.
Tristan og ísól,
ástarleikur
LEIKHÓPURINN Augnablik
frumsýnir nýtt íslenskt verk, Trist-
an og ísól, ástarleik, næstkomandi
sunnudag, 29. júní, í Borgarleik-
húsinu. Eins og nafnið bendir til á
verkið rætur að rekja til goðsagn-
arinnar um Tristan og Isól, sög-
unnar um ástina og dauðann.
Verkið er samið af leikhópnum
en höfundur handrits og leikstjóri
er Harpa Arnardóttir. Það eru
rússíbanarnir Eubar Kristján Ein-
arsson gítarleikari, Daníel Þor-
steinsson harmonikku- og hljóm-
borðsleikari og Kjartan Guðnason
slagverksleikari, sem sjá um tón-
listina.
Leikarar eru átta: Anna E. Borg,
Ásta Arnardóttir, Björn I. Hilmars-
son, Erling Jóhannesson, Ólafur
Guðmundsson, Ólöf Ingólfsdóttir
dansari, Sigrún Gylfadóttir og
Steinunn Ólafsdóttir. Hljóðmaður
er Jakob Tryggvason og ljósahönn-
uður Jóhann Pálmason. Leikmynd
gerir Ósk Vilhjálmsdóttir og bún-
inga Sonný Þorbjörnsdóttir mynd-
listarmenn.
TOLLI við verk á sýningunni.
Ný spor hjá Tolla
TOLLI hefur opnað málverkasýn-
ingu í Galleríi Horninu, Hafnar-
stræti 15. Sýningin ber yfirskrift-
ina Ný spor og þar fetar Tolli,
segir í kynningu, að nokkru aðrar
slóðir en á undanförnum sýningum
og sýnir átta ný fígúratív olíumál-
verk byggð á goðsögulegum minn-
um.
Tolli hefur hefur haldið fjölda
sýninga víðs vegar innan lands sem
utan.
Sýningin verður opin alla daga
kl. 11-23.30 og stendur til mið-
vikudagsins 9. júlí. Sérinngangur
gallerísins er eingöngu opinn kl.
14-18, en á öðrum tímum er inn-
angengt um veitingahúsið.
Picasso end-
urheimtur
í tvígang
Grenoble. Reuter.
MÁLVERK eftir Pablo Picasso,
sem metið er á um 7 milljónir
dala, um 490 milljónir ísl. kr. og
var stolið fyrir fimm árum, er
fundið. Er þetta í annað sinn sem
verkinu er stolið og það endur-
heimt.
Verkið, „Barn og brúða“, er
eign listasafnsins í Grenoble í
Frakklandi og voru forráðamenn
þess að vonum glaðir er þeir
fréttu að það hefði fundist
óskemmt, en það var málað árið
1901.
Verkinu var stolið í fyrra
sinnið árið 1949 og fannst viku
síðar. í ljós kom að skólastjóri
virts listaskóla lét ræna því þar
sem hann var svo ósáttur við það
hvernig það var sýnt. Verkinu
var aftur stolið árið 1992 á opn-
unartíma safnsins, og liðu 18
klukkustundir frá því að stuldur-
inn uppgötvaðist. Nú, fimm árum
síðar, höfðu sérsveitir frönsku
lögreglunnar, sem leita uppi
stolna listmuni, upp á verkinu.
J ónsmessunætur draumur
í skógi á Egilsstöðum
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Ragnheiður Kristjánsdóttir
FRÁ sýningu Leikfélags Flj ótsdalshéraðs á Draumi á Jónsmessunótt.
HVERNIG fórum við að áður en
við eignuðumst skóginn? Jú, jú, við
komust af, en í dag getum við alls
ekki án hans verið. Þangað förum
við í göngutúra með fjölskylduna,
trimmum til að bæta heilsuna,
sjáum sýningarnar hans Philips á
sviði Útileikhússins og svona mætti
lengi telja. Nú hefur skógurinn
okkar fengið enn eitt hiutverkið.
Hann er orðinn leiksvið. Félagar í
Leikfélagi Fljótsdalshéraðs undir
leikstjórn Jóns St. Kristjánssonar
hafa sett á þetta svið leikritið
Draum á Jónsmessunótt eftir W.
Shakespear.
Það hefst á leiksviði Útileikhúss-
ins, en áður en áhorfandinn veit
af er hann farinn að elta leikarana
út um allan skóg. Er jafnvel stund-
um fyrir. En það gerir ekkert til.
Leiksviðið er svo stórt — maður
færir sig þá bara. Og leikarar koma
ekki inn á þetta leiksvið bara úr
einni eða tveimur áttum. Þeir koma
alls staðar að svo athygli áhorfand-
ans sefur aldrei og þegar allir eru
orðnir rjóðir og sælir endum við
leikinn aftur á leiksviði Útileik-
hússins. Gallabuxur, mótorhjól,
álfar, um 400 ára gamall texti og
skógurinn okkar. Hljómar spenn-
andi og er spennandi leiksýning á
stórkostlegu leiksviði.
Upplýsingar um næstu sýningar
fást í Upplýsingamiðstöð ferða-
mála í síma 471 2320. Ef rignir
má draga fram bomsurnar og ekki
gleyma að þetta er útileikhús á
Islandi og fínt að taka með sér
lopapeysuna þótt veður sé gott
þegar lagt er í hann.
GRLRNT
-háþróuó Miísuhishi tækni
HEKLA