Morgunblaðið - 25.06.1997, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ómissandi menn
BÆKUR
Skáldsaga
THE FRIENDS OF
FREELAND
eftir Brad Leithauser. Alfred A.
Knopf, Inc. New York 1997.508 bls.
SJÓNARHORN íslenskra Ies-
enda á bandarísku skáldsöguna The
Friends of Freeland hlýtur að vera
dálítið sérstakt. Höfundurinn, Brad
Leithauser, byggir söguna svo náið
á íslenskum aðstæðum og menn-
ingu að við eigum trúlega auðveld-
ara með að skilja þann föðurlands-
(vín)anda sem svífur yfír vötnum á
.landinu ftjálsa" en margir sem
hafa ensku að móðurmáli.
The Friends of Freeland er fjórða
skáldsaga Brads Leithauser en
hann hefur áður gefið út þrjár
ljóðabækur og eitt greinasafn. Þessi
hálf-fimmtugi rithöfundur hefur
fengið fjölda verðlauna fyrir skrif
sín og er að auki mikilvirkur blaða-
maður. Það var einmitt í gegnum
blaðamennskuna sem hann komst
fyrst í kynni við ísland og síðan er
hann að eigin sögn ástríðufullur
,íslandsvinur“. Að auki er hann
yfirlýstur aðdáandi Halldórs Lax-
ness. Hann hefur dvalist hér á landi,
m.a. við kennslu og tengist hingað
ýmsum vinaböndum.
Bradhauser þekkir augljóslega
vel til á íslandi og dregur enda
enga dul á hvaðan fyrirmyndin að
,Frílandi“ er komin. Þessi útópíski
staður, eða and-útópíski staður (ó-
land) öllu heldur, er settur niður í
Norður-Atlantshafí, á milli íslands
og Grænlands. Fríland er í raun
klasi fjögurra eyja, kannski ekki
ósvipuðum Færeyjum, sem eru
hijóstrugar og gráar. íbúarnir eru
60 þúsund að töju og ákaflega líkir
nágrönnunum, íslendingum. Saga
þessara frændþjóða er lík og sam-
stíga að mörgu, ef ekki flestu, leyti.
Frílendingar fengu t.d. að kenna á
svarta dauða og upplifðu sín móðu-
harðindi (þegar ,Storblafell“ gaus
1810) með tilheyrandi felli manna
og búfjár. Sjálfstæðið frá Dönum
knúðu þeir fram í seinni heimsstyij-
öld, eftir hernám engilsaxneskra.
Þá eru nöfn Frílendinga ,alís-
lensk“, skírnarnöfn og föðumöfn
(sum þeirra reyndar skringileg, t.d.
,Sveirir“ og önnur ,skökk“, t.d.,
,Snorrison“, en það er í sjálfu sér
aukaatriði og kannski með vilja
gert, hugsanlega með framburð í
huga). Eyjaskeggjar eru kristnir að
lúterskum sið og lifa á físki og ,fyr-
ir físk“, háma í sig ýsu en flytja
út þann gula, og hringorminn með.
Um hveija helgi safnast útúr-
drukknir unglingar saman á Sjálf-
stæðistorgi til að skemmta sér óg-
urlega. Svona mætti lengi telja en
lýsingar á landi og þjóð í 8. og 7.
kafla nærast nær alfarið á klisjum
og ;staðreyndum“ um ísland.
011 þessi líkindi verða til þess að
íslendingur, eða lesandi sem þekkir
vel til á Islandi, hlýtur að gera sam-
anburð á Frílandi og fmmmynd-
inni. Landinn hefur því að sumu
leyti betri, eða öðmvísi, skilning á
því hvert Leithauser er að fara, og
hlýtur að sjá sjálfan sig og landið
sitt í spéspegli. Á stundum fínnst
manni nóg um hvað íslensk sér-
kenni og klisjur um íslendinginn
em notaðar beint: nákvæmnin og
nálægðin e.t.v. of mikil til að satír-
an njóti sín. Það hefur verið viss
vinnuspamaður að taka þetta svona
beint upp. En það er óþarfí að agnú-
ast út í þessa aðferðafræði sem á
auðvitað fullan rétt á sér, bókin
enda ekki skrifuð sérstaklega fýrir
íslendinga!
Þó íslenskir megi skilja bókina
sem (góðlátlega) ádrepu á þjóð og
land hlýtur hún, fyrir aðra, t.d.
Ameríkana, einkum að teljast ádeila
á spillt stjórnarfar og sjálfselska
og sjálfumglaða valdsmenn. En með
þessum orðum erum við komin að
aðalsögupersónum bókarinnar:
Hannibal, forseta landsins, og Egg-
erti, besta vini og aðalráðgjafa
hans. Sá síðarnefndi er helsta skáld
þjóðarinnar, með 50 skáldsögur
útgefnar. Hann er líka sögumaður
og sjónarhomið er hans. Þessir tveir
kumpánar em ,vinir Frílands" í titli
bókarinnar. Þeir vita hvað öðmm
Frílendingum er fyrir bestu og em
ómissandi kjölfesta í áföllum nútím-
ans: spillingu unglinganna, rokk og
róli og efnahagshremmingum.
(,Freeland“ er auðvitað írónísk
nafngift og rangnefni því Hannibal
og aðrir landsfeður halda við hafta-
stefnu og reyna af öllum mætti að
bæla ,ósiði æskunnar". Mörgum
fínnst Eggert óttalegur fasisti og
hann tekur eiginlega undir það sjálf-
ur. Þetta ,skot“ á forræðishyggju á
íslandi, sem í augum Bandaríkja-
manns kann að þykja yfírgengileg,
hefði sjálfsagt hitt betur í mark fyr-
ir nokkrum ámm. í dag er ísland á
góðri leið með að verða sannkallað
,Freeland“ en það væri prýðilegt og
markaðsvænt nafn á .Singapúr
norðursins" sem býður erlendum
fjárfestum upp á ódýra orku (og
stórt land til að menga), hræódýrt
vinnuafl og skriffínnsku í lágmarki,
t.d. léttvæg lög og reglugerðir um
mengunarvamir.)
Hannibal er drykkfelldur en bráð-
snjall lýðskmmari og þaulsetinn for-
seti. Hann er búinn að marglofa því
að fara frá en á bágt með að láta
frá sér völdin og býður sig fram
aftur og aftur. Sagan og fléttan fjall-
ar svo um 5. framboðið og kosning-
amar em þráðurinn sem heldur sög-
unni saman. Það er á brattann að
sækja því Hannibal er orðinn óvin-
sæll og ungi frambjóðandinn stundar
nútímalega framboðsmennsku með
aðstoð sérfræðinga í almennings-
tengslum frá Bandaríkjunum sem
kunna á alla klækina og beita fyrir
sig skoðanahönnunum og svæsnum
auglýsingum.
Persónulíf Eggerts, þroskasaga
og fjölskylduátök eru líka veiga-
miklir þræðir. En þrátt fyrir sögu-
þráð, fléttu, föflu og söguhetjur er
það í raun frásögnin sjálf sem er í
aðalhlutverki. Hún ólmast víða að
póstmódernískum hætti, vindur upp
á sig og ærslast í fjömgum orða-
leik, að sönnu orðmörg, og barrósk
en engu að síður skemmtileg. Sögu-
þráðurinn er tilraun til að hemja
textann og veita aðhald.
The Friends of Freeland er heil-
mikið afrek. Bókin er mikil að vöxt-
um, kannski helstil löng, en
skemmtilega skrifuð og fléttuð.
Hún er líka ósjaldan drepfyndin og
beitt í ádeilu sinni. Samt er eins
og háðsádeilan fletjist út í lokin:
Það kemur á daginn að Hannibal
og Eggert (sem lýsir sjálfum sér
sem rottu og fasista) em, þrátt
fyrir allt, ágætir náungar og bestu
skinn en ekki valdagírugir eigin-
hagsmunaseggir uppfullir af for-
dómum. Sagan sleppir því að draga
þá til ábyrgðar. Það flögrar að
manni að höfundi hafi farið að þykja
(einum of) vænt um persónur sínar
og því gefíð þeim upp allar sakir.
Kannski sleppur hið fijálsa Frón,
allsæmilega, á sömu forsendum.
Geir Svansson
Það má ekki
vera satt
BOKMENNTIR
Börn glíma viö
d a u ð a n n
BARNABÓK
Höfundur Guðrún Alda Harðardótt-
ir. Myndskreyting Halla Sólveig. Mál
og menning 1997. Fyrri útgáfa undir
nafninu „Þegar pabbi dó“ 1983.
Prentsmiðjan Oddi. Alls 30 bls.
DAUÐINN er ekki aðeins óijúf-
anlegur hluti af lífsreynslu hinna
fullorðnu. Börn verða
fyrir missi og erfíðasti
missirinn er án efa að
missa foreldra eða
aðra nána aðstand-
endur. Guðrún Alda
Harðardóttir fjallar
um missi bams í sög-
unni „Það má ekki
vera satt“. Hún sækir
í eigin reynslu og seg-
ir frá viðbrögðum sex
ára sonar hennar við
föðurmissi árið 1981.
í inngangi er vitnað í
inngang fyrstu útgáfu
sögunnar frá árinu
1983 um markmið út-
gáfunnar. „Ef sagan
getur hjálpað einu
barni í glímu sinni við
sorg, þá vil ég leggja mitt af mörk-
um,“ segir í því sambandi (bls. 4)
og skemmst er frá því að segja að
sagan hefur allt til að bera til að
getað hjálpað ungum börnum í erf-
iðu sorgarferli.
Höfundurinn setur sig í spor
drengsins og segir frá því hvernig
hann upplifir atburðarásina og við-
brögð annarra, vina og ættingja, við
dauðsfallinu. Ekki er heldur skotist
undan jafn erfiðum og áleitnum
spurningum og hveijum sé um að
kenna, hvað verði um líkið og hvort
annar komi hugsanlega í stað pabba.
Svör móðurinnar eru heiðarleg og
ættu að geta hjálpað hinum full-
orðnu í að liðsinna barni í svipaðri
aðstöðu og Steinarr. Ekki er síður
mikilvægt að spurningarnar og
margar fleiri skapa umræðugrund-
völl til að byggja á í sorginni. Tján-
ing tilfinninga, í hvaða formi sem
er, er lykillinn að því að nánustu
aðstandendur geti lifað með missin-
um.
Einföld saga og al-
mennar aðstæður ættu
að auðvelda börnum að
setja sig í spor Steinars.
Stíllinn er einlægur og
talmálið eðlilegt. Mynd-
skreyting Höllu Sólveig-
ar er gerð af natni og
eykur skilning lesand-
ans á upplifun söguper-
sónanna. Opnuteikning
er t.d. ljúf túlkun á til-
finningu Steinars fyrir
sambandi feðganna.
Áhyggjulaus og fijáls
eins og fuglinn svífur
Steinar á styrkum hönd-
um föður síns — og sól-
in skín. Ekki er heldur
skuggi yfir teikningunni
af mæðginunum enda heldur lífið
áfram og þótt pabbi deyi lifír hann
áfram í minningunni.
Fyrri útgáfa sögunnar undir nafn-
inu „Þegar pabbi dó“ hefur verið
ófáanleg í allmörg ár. Fagna ber því
að Mál og menning sá ástæðu til
að gefa söguna aftur út enda er hún
útgáfunni og höfundunum til mikils
sóma.
Anna G. Ólafsdóttir.
Guðrún Alda
Harðardóttir
Morgunblaðið/Sveinn
EITT verka Birnu Norðdahl, 76 ára, á hennar fyrstu
málverkasýningu.
Bima Norðdahl sýnir
málverk í Bjarkarlundi
Bjarkarlundur. Morgunblaðið.
FYRSTA málverkasýning Birnu
Norðdahl er í Hótel Bjarkarlundi
í sumar. Birna er 76 ára og mál-
aði sína fyrstu mynd 1965, en
blýantsteikningar hennar voru
löngu áður kunnar. Einnig býr
Birna til ýmsa listmuni sem bera
fallegu handbragði listamanns-
ins gott vitni.
Birna er nú mikið á Dvalar-
heimili aldraðra á Reykhólum,
en er nú heima hjá sér í Bakka-
koti við Suðurlandsveg.
Islensk ættjarðarlög
hljóma í Þýskalandi
Hannover. Morgunblaðið.
KIRKJUKÓR Víðidalstungukirkju
er nú í söngferð í Þýskalandi og
mun kórinn koma fram við messu í
Königswither auk þess sem tónleikar
verða haldnir. Stjómandi kórsins er
Guðmundur St. Sigurðsson, en kór-
meðlimir um tuttugu. Á söngskrá
eru islensk ættjarðarlög. Mikil gleði
og spenningur var ríkjandi meðal
söngfólksins og maka þess vegna
ferðarinnar en fjáröflun hefur staðið
í eitt ár.
Á 17. júní-fagnaði sendiráðsins í
Bonn var kórinn meðal gesta og gaf
söngfólkið móttöku sendiherrahjón-
anna hátíðlegan blæ er þjóðsöngur
íslands hljómaði um sali og tún auk
annarra ættjarðarlaga.
Spilað í
Færeyjum
RUT Ingólfsdóttir fíðluleikari,
tekur nú þátt í færeysku tón-
listarhátíðinni „Summartónar".
Þessi hátíð er haldin árlega um
Jónsmessu, og er lögð áhersla
á að kynna þar nútímatónlist,
bæði færeyska og frá öðrum
löndum. Að þessu sinni er einn-
ig lögð sérstök
áhersla á lönd-
in kringum
Eystrasalt og
hefur hátíðin
yfirskriftina
„Löndin við
Eystrasalt og
löndin í Norð-
ur-Atlantshafi
mætast“.
Einnig verður
leikin eldri tónlist frá þessum
löndum.
Rut dvelur í viku í Færeyjum
og heldur sex tónleika víðs veg-
ar um eyjarnar. Á efnisskrá
hennar em verk fyrir einleiksf-
iðlu eftir J.S. Bach, Jón Leifs,
Atla Heimi Sveinsson, fær-
eyska tónskáldið Kristian Blak.
Einnig frumflytur hún verkið
Adagio sem Tryggvi M. Bald-
vinsson hefur samið fyrir hana.
Þórdís Alda
sýnir í Ás-
mundarsal
ÞÓRDÍS Alda Sigurðardóttir
hefur opnað sýninguna Spjöld
sögunnar í Ásmundarsal,
Freyjugötu 41..
Verkin á sýningunni eru flest
unnin á þessu ári. Efnisnotkun
er m.a. jám og textíl og er
blönduð tækni notuð við gerð
þeirra.
Á sýningunni eru lágmyndir
og skúlptúrar og viðfangsefnið
er hið manngerða og náttúru-
gerða umhverfi okkar, segir í
kynningu. Þetta er sjöunda
einkasýning Þórdísar.
Um þessar mundir stendur
yfir sýning hennar, Leiðtoga-
fundur 1997, í Tehúsinu við
Hlaðvarpann á Vesturgötu.
Sýningin í Ásmundarsal
stendur til 6. júlí og er opin
alla daga nema laugardaga frá
kl. 14-18.
Inga Elín
bæjarlista-
maður Mos-
fellsbæjar
BÆJARLISTAMAÐUR Mos-
fellsbæjar 1997 er Inga Elín
Kristinsdóttir, glerlistamaður.
Það var menningarmálanefnd
Mosfellsbæjar
sem annaðist
valið, sem var
staðfest af
bæjarstjórn
Mosfellsbæjar.
Inga Elín
Kristinsdóttir
er Mosfelling-
ur í húð og
hár, fædd árið
1957. Hún
hefur vinnustofu sína í Álafossi
í Mosfellsbæ, hefur haldið
nokkrar einkasýningar, auk
þess sem hún hefur tekið þátt
í fyölda samsýninga.
Starfsstyrkurinri er alls um
300 þúsund krónur, og er lista-
manninum ætlað að nýta féð til
frekari vinnu að listsköpun.
Það var forseti bæjarstjóranr
Mosfellsbæjar, Helga Thorodd-
sen, sem afhenti verðlaunin við
hátíðlega athöfn um leið og
þjóðhátíð var fagnað á.hátíðar-
svæði Mosfellinga í Álafoss-
kvos. Formaður menningar-
málanefndar.
Inga Elín
Kristinsdóttir
Rut
Ingólfsdóttir