Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 25

Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1997 25 Hrein form MYNPLIST Nýlistasafnið LISTKYNNING ÁSGERÐURBÚADÓTTIR Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga. Til 29. júní. Aðgangur ókeypis. VEFLISTAKONAN Ásgerður Búadóttir er gestur Nýlistasafnsins þessa dagana og í því tilefni hafa verið hengdir upp fimm vefir á veggi Pallsins svonefnda. Auk þess gefst gestum kostur á að glugga nánar í listferil og viðhorf hennar á tveim myndböndum, loks liggur frammi mjög ítarleg skrá faglegra upplýsinga á fjórblöðungi ásamt sýningarskrám innlendum og er- lendum. Öll er kynningin hin skilvirkasta og myndböndin sem Halldór Björn Runólfsson og Hrafnhildur Schram eru ábyrg fyrir, frumflutt 1982 og 1994, dijúg og mikilsverð viðbót. En þar sem þau eru í góðri lengd, einkum hið síðarnefnda, væri æski- legra að eitthvað annað og nota- legra væri í boði undir sitjanda gesta en þessir framúrstefnustólar, þótt í sjálfu sér séu þeir athyglis- verðir, en þurfa trauðla lengri kynningartíma en listaverkin. En vel að merkja þá standa þessar kynningar full stutt eins og raunar flestar sýningar á staðnum, telst engan veginn í samræmi við safn- heitið. Það er svo alveg rökrétt að kynna sitthvað úr íslenzkri sjón- listasögu með þessum hætti, eink- um vegna þess að það er hlutverk samtímalistasafns og ungir eru illu heilli margir afar lítið inni í þróun- inni frá stríðslokum fram að „þeirra" tíma. Það er þannig ekki að ófyrir- synju, að verið er að kynna annars landsþekkta listamenn með þess- um hætti á staðnum, auk þess að kynningin er sér á báti um góðan umbúnað, mikilsverðast er að það gerir starfsemi safnsins_ í senn virkari og sveigjanlegri. Ásgerður Búadóttir er einn af þekktustu og traustustu listamönnum tíma- skeiðs á sjötta áratugnum, er nokkrir þeir komu fram sem einna mest hefur kveðið að á listavett- vangi fram til þessa, þótt misvirk- ir hafi verið á sýningavettvangi. Margir jafnframt um árabil í for- ystusveit FÍM, er það starfaði af hvað mestum krafti. Þá nýtur hún heiðurslauna ríkisins. Námsferill- inn lýsandi dæmi um iistamann sem fer hægt af stað, en er sívirk- ur og fijór í sinni listsköpun. Þann- ig hóf Ásgerður nám við Handíða- og myndlistarskólann 1942 og var þar viðloðandi til 1946, er hún hélt til Kaupmannahafnar, og nam við listakademíuna til ársins 1950. Naut handleiðslu prófessors Vil- helms Lundströms, sem nú telst einn merkasti málari Dana á öld- inni. Fyrstu einkasýningu sína heldur hún á vinnustofu sinni árið 1962. Þótt ekki sjáist bein áhrif frá lærimeistaranum í verkum Ásgerð- ar, eru hin óbeinu þeim mun greini- legri, því Lundström var afar heill og traustur í sinni vinnu, formhugs- unin skýr og meitluð, aðdáun hans á sköpunarverki náttúrunnar og yfirburðum hennar ótvíræð. Sagði, að það skipti litlu hvernig maðurinn bæri sig að í hugarheimi sínum, því hann væri jafnaðarlega bundinn fímm afmörkuðum skilningarvit- um. Hugmyndaflug mannsins væri því afar takmarkað í samanburði við sjálfa náttúruna og þær mörgu furður er hún byði upp á. Hann sæi því enga ástæðu til að hunsa nátt- úruna né vanrækja. Þetta sagt af manni sem minnst gerði af því að mála landslag, en hafði afar næmt auga fyrir formrænu inntaki hluta í næsta umhverfi, og meðal þess sem hann leitaði iðulega til í sam- stillingar sínar, kyrralíf, var kló- settrúllan, þ.e. sívalt og klassískt frumform hennar. Auðvitað varð Ásgerður fyrir áhrifum úr fleiri áttum, en mestu varðar að hún hefur brotið þau undir persónuleika sinn og þróað með sér afar sterk sérkenni svo myndir hennar eru auðþekkjanleg- ar í langri fjarlægð. Og það er ein- mitt hin djúpa virðing fyrir náttúru- mögnunum sem er kennimark þeirra. Um leið bera þau hinni löngu akademísku skólun vitni, með grunnmálin í fyrirrúmi, sem veitt hefur henni dijúga yfirsýn og frelsi til svipmikilla verklegra at- hafna. Afar gott dæmi um traust og heil vinnubrögð er myndin Kyrrð, sem fylgir þessum pistli og er gerð 1993. Bragi Ásgeirsson Útileikhús- ið Hér fyr- ir austan FIMMTA sýningarsumar Útileik- hússins Hér fyrir austan hófst á laugardaginn með dagskrá um samskipti Egilsstaðamanna og Héraðsbúa og á miðvikudaginn hefjast aðalsýningar Útileikhúss- ins; í þetta skipti er aðalsýningin þríþætt: Kráarstemmningarverk eftir Seyðfirðinginn Halldór Vil- hjálmsson, huldufólkssaga sem að sögn gerðist í Skriðdal og var end- urskrifuð fýrir svið af Snæfríði Ingadóttur, blaðamanni og tónlist- ardagskrá, sem er flutt af tríói frá Norðfirði. Tveir leikendanna koma frá Seyðisfirði og leikstjórinn keyr- ir frá Fáskrúðsfirði. Snarl og glyrna Dagskráin á laugardaginn hét Snarl og glyrna - orðlist alþýðu á Egilsstöðum og Héraði og segir í kynningu að glyrna sé mjólkur- dropinn sem menn bættu út á snarlið sitt í gamla daga. Flytjendur koma víða af Héraði. M.a. verður aftur sunginn hinn skemmtilegi bragur um hvalrek- ann mikla (sem ekki var) eftir sr. Siguijón í Kirkjubæ og rímur kveðnar af Páli Pálssyni úr Hrafn- kelsdal. Nútímavísur fá að njóta sín og unglingadeild Leikfélags Fljótsdalshéraðs leggur fram sinn skerf. Ásmundur Þórarinsson, Víf- ilsstöðum í Hróartungu, hefur skipulagt þessa sérsýningu sem er í tilefni 50 ára afmælis Egilsstaða- bæjar. Fangará ferð og flugi KVIKMYNPIR Bíoborgin, BíóhöII- i n , Kringlubíó, Borg- arbíó á Akureyri FANGAFLUG „CONAIR" ★ ★ ★ Leikstjóri: Simon West. Framleið- andi: Jerry Bruckheimer. Aðalhlut- verk: Nicholas Cage, John Cusack, John Malkovich, Colm Meaney, Steve Buschemi, Ving Rhames. Touchstone Pictures. 1997. EINVALALIÐ leikara kemur fram í nýjustu hasarmynd framleið- andans Jerry Bruckheimers, Fanga- flugi. Myndin fjallar um hóp hættu- legustu fanga Bandaríkjanna, sem fluttir eru flugleiðis í nýtt öryggis- fangelsi, en í 30.000 fetum taka þeir völdin í farinu og stefna í frels- ið. Bruckheimer, frægur fyrir að gera hasaróperur eins og þessa í samvinnu við félaga sinn Don Simp- son, sem nú er látinn, hefur fengið leikara á borð við Nichoias Cage, John Malkovich og John Cusack til þess að manna stöðurnar og þeir gera óneitanlega heilmikið fyrir skemmtigildi myndarinnar, sem er þó talsvert fyrir. Eins og við mátti búast er myndin einn gegnumgang- andi hasar með úr hófi fram mærð- arlegum inngangskafla og jafnvel enn væmnara lokastefi. Allt þar á milli er einhver hressilegasta flug- ferð sem farin hefur verið. Leikstjórinn er nýr, Simon West að nafni, og honum auðnast að halda nafni Bruckheimers á lofti enn um hríð. Tekist hefur á undraverðan hátt að gera fangamynd sem er sam- bland af „The Dirty Dozen“ og „Airport ’73“ með dúndrandi rokk- tónlist, hávaðasömum skotbardög- um, eldsprengingum ógurlegum og hveiju spennu- og áhættuatriðinu á fætur öðru samansaumuðum í ógn- arhraðri frásögn. Aðferðafræði Bruckheimers kemur kannski hvergi betur fram en í Fangaflugi. Hann sér áhorfandanum fyrir slíku magni af áreiti að ekkert annað kemst að í húga hans en ytri spenna og glæsi- leiki vel hannaðra og fullkomlega heppnaðra hasaratriða. Ef hann reynir að kafa dýpra og ætlar að skoða fínni tilfinningar persónanna, verður hann bara hlægilegur. Per- sónur hans þola enga smásjárskoð- un. Þær eru pappafígúrur sem ýmist eru skotnar í tætlur eða sprengdar í loft upp og alls ekki skapaðar til annars. Cage stendur sig vel innan þess ramma sem eini fijálsi fanginn um borð í vélinni. Hann er með eilífan sársaukasvip á andlitinu og er aðeins að húkka sér far á leið í frelsið bú- inn að sitja af sér átta ára fangelsis- dóm fyrir að hafa drepið mann í sjálfsvörn. Hann er fyrrum hermað- ur og gerist bandamaður lögreglunn- ar á jörðu niðri þar sem John Cusack heldur um taumana með ágætum árangri. John Malkovich er foringi fanganna, margfaldur morðingi sem kallaður er Vírusinn. Malkovich fer einstaklega létt með að halda geggj- un sinni undir stjórn með kaldhæðn- islegum dauðahúmor. Ving Rhames er hægri hönd hans illúðlegur mjög og Steve Buschemi leikur einskonar Hannibal Lecter og er fullkomlega óskiljanleg persóna í myndinni. Fangaflugið er sumarskemmtun og býsna skemmtileg sem slík. Henni er ekki ætlað annað en að skemmta áhorfandanum í tvo tíma og tekst það ætlunarverk sitt fullkomlega. Arnaldur Indriðason Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar á eftirtöldum gjöldum: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 5. tímabili með eindaga 15. júní 1997 og virðisaukaskatti til og með 16. tímabili með eindaga 5. júní 1997 og öðrum gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. júnf sl. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslutiar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Reykjavík, 25. júnf 1997. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavfk Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Isafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavfk Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisftrði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslutnaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.