Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
EINS og fleiri hef ég fylgst með
umræðum um úrlausnir vegna um-
ferðar á Miklubraut og víðar. Uppi
eru ráðagjörðir sem kosta munu mik-
ið fé, en eru þó skammgóður vermir.
Vandamál þeirra sem búa við um-
ferðaræðar verða ekki leyst með þeim
aðferðum sem reifaðar hafa verið og
munu leiða til þess að margir geri
kröfur vegna þess ástands sem þeir
nú búa við. Ákvarðanir embættis- og
og stjómmálamanna gefa fordæmi
sem aðrir hljóta að færa sér í nyt,
hvort sem þeim líkar betur eða verr.
Aðrir hagsmunahópar og einstakling-
ar munu ganga á lagið. Eftirlitsstofn-
anir og ráðgjafar margskonar og
fjölmiðlar munu taka undir nýjar
kröfur vegna annarra hagsmuna.
Áfram verður gengið í sameiginlega
sjóði sem enginn stendur vörð um.
Hollustuvernd og hagsmunir em flók-
in blanda. Hagsmunir fólks sem býr
við fjölmennar umferðaræðar eru
skertir vegna þjóðfélagsþróunar, sem
það sjálft á þátt í, eins og við öll.
Þegar við stöndum frammi fyrir út-
gjöldum, sem vegna tímaskorts verða
ekki leyst nema með staðbundnum
úrlausnum, þyrftum við að gefa
gaum að því hvort ekki megi koma
í veg fyrir ný mál af þessu tagi.
Þegar ég sit úti á góðviðrisdögum
heyrist á köflum vart mannsins mál
fyrir æfmgaflugvélum. Þegar fréttist
hvað samborgarar mínir fá áorkað
læðist að mér og grönnum mínum
von um að fá einhveiju álíka fram-
gengt til að tryggja þægindi (holl-
ustu) og verðgildi eigna. Reyndar
starfaði ég við það um árabil að
mæla hljóð - sem kallast hávaði við
sérstakar aðstæður.
Tvennt er
minnisstætt
Ég þurfti að mæla
hljóð frá kælivél í fisk-
búð. Ég kom til mæl-
ingar á kvöldin er kyrrð
færðist yfir. í næstu
íbúð bjuggu eldri systk-
in í samliggjandi stof-
um. Bróðirinn var kom-
inn í ró og dottaði með-
an ég mældi. Hrotur
yfirgnæfðu kælivélina
þannig að ég varð að
vekja hann til að geta
mælt. Mottó: Systirin
þoldi ekki hljóð frá and-
stæðum fisksala en
amaðist ekki við hrot-
um elskaðs bróður!
Hitt dæmið var það að ég mældi
hávaða lengi frá flugvellinum. Vinn-
an snerist um þetta mál sem ég var
vakinn og sofinn við enda fylgdist
ég með flugferðum utan við
gluggann. Frá því að ég hætti þessu
starfi veldur flugumferð mér vart
teijandi ónæði.
Furðulegt er, miðað við kostnað
af samgöngum, fjárfestingar-, við-
halds-, rekstrakostnað og tjón, hins
opinbera og einkaaðila, að ekki skuli
hafa verið stofnað til vísindarann-
sókna í samgöngumálum, reyndar
óskiljanlegt að umferðarlagagerð
styðjist ekki við vísindalegar rann-
sóknir. Þess var getið í blaðagrein
að „framleiðni" Keflavíkurvegarins
hefði aukist svo að ekki væri þörf á
að tvöfalda akreinar vegna þess að
meðalhraði á henni hefði aukist í
nærri 90 km/klst. Hvort slysatíðni
breyttist fylgdi ekki sögunni. Hér
er enn um mikla fjár-
hagsmuni að tefla.
Sennilega er Vega-
gerðin með margvísleg-
ar rannsóknir á sínum
vegum. Ef vísindalegar
rannsóknir eru skipu-
lagðar í vega- og um-
ferðarmálum er sjálf-
sagt vandi að ákveða
þeim stað í stjórnsýslu
svo rannsóknimar verði
óháðar. Það er góðra
gjalda vert að grafa
umferðaræðar í jörðu,
gera hljóðmanir um allt
land, veita fólki styrki
til að gera gluggarúður
hljóðheldar, kaupa hús-
eignir til niðurrifs
o.sv.frv. ef stuðst er við þekkingu
og rannsóknir.
Brýnt er að gera rann-
sóknir á samgöngumál-
um, segir Eggert As-
geirsson, og stuðla að
markvissri þróun.
En hvað ætti þá að rannsaka?
Ekki er ég sérfróður í því máli en
bendi á atriði sem hafa þýðingu.
Mótorhitarar
Svo viil til að ég hef verið að
lesa greinar um áhrif mótorhitara
á umhverfið. Mótorhitarar eru lítt
þekktir hér þótt þeir fáist keyptir.
Þeir eru raftengdir og tímastýrðir
og eiga að tryggja að bílmótor sé
hæfilega heitur er akstur hefst, t.d.
frá heimili og vinnustað. Þetta
krefst rafmagnstengla á bílastæð-
um. Við stuttar bílferðir minnkar
eldsneytisnotkun um 20-40%. Þegar
frost er 10 C eða meira þarf að
hita mótorinn 1-2 klst fyrir notkun.
í Svíþjóð er talið að bifreiðar séu
ræstar kaldar um 500 sinnum á ári
sem gerir 10 þús. kr. sparnað á
ári. Bílvélar slitna minna og endast
betur en ella. Þá er talið að öryggi
aukist þar sem hrím og móða hverf-
ur fyrr af rúðum. Þess má reyndar
geta að auk mótorhitara er hægt
að hita bílinn að innan líka, þannig
að bíllinn verði hlýr og bræði af sér
snjó. Er af þessu talinn mikill ávinn-
ingur þar sem bifreiðar eru mjög
mikill mengunarvaldur fyrst eftir
að þær fara af stað. Nýjar bifreiðar
í góðu lagi og vel útbúnar menga
umhverfið ekki mjög eftir að þær
hitna. Hér verða ekki talin fram
frekari rök í þessu máli.
Rafmagnsbílar
Rafmagnsbílar hafa, þrátt fyrir
áratuga baráttu Gísla Jónssonar pró-
fessors, ekki átt upp á pallborðið
hér á landi m.a. vegna áhugaleysis,
skattlagningar ríkisins, skorts á
reglumyndun og þjónustu.
Fjarvinna
Telework er það kallað þegar fólki
gefst færi á að stunda sína vinnu í
tölvusambandi við stjórnstöð verks-
ins. Er fjarvinna talin hagkvæm
m.a. til að draga úr umferð, jafna
aðstöðu fólks eftir búsetu og draga
úr margvíslegum kostnaði. Hagræð-
ið er mikið, ekki síst vegna minnk-
aðrar umferðar og mengunar. Er
Ólympíuleikarnir í Atlanta voru und-
irbúnir var mikið átak gert í þessu
máli þar sem vegakerfið annaði ekki
auknu álagi. Finnar leggja árherslu
á þetta til að koma í veg fyrir auðn
í skeijagarði og dreifbýli.
Bifreiðastæði
Víða um lönd eru ýmsar aðgerðir
í bílastæðamálum m.a. til að stuðla
að því að fleiri komi á vinnustað
saman í bíl. Bílastæði og geymslu-
hús eru óhagkvæm í rekstri viðurlög
innheimtast illa og hafa verið gerðar
ráðstafanir til að bjóða rekstur
þeirra út m.a. til að gera rekstur
þeirra markvissari.
Staða þeirra sem nota reiðhjól
og almenningsfarartæki
Þróun á nýju eldsneyti
Komið hefur fram að enginn virð-
ist einu sinni ansa hugmyndum Bald-
urs Elíassonar verkfr. hjá ABB í
Sviss sem hefur aftur og aftur kom-
ið fram með hugmyndir sem geta
orðið okkur þjóðhagslega hagkvæm-
ar. Bragi Árnason prófessor hefur
stjórnað rannsóknum á vetni í mörg
ár án þess að athygli hafi vakið.
Hávaðahindranir
Fjölmargir möguleikar eru á notk-
un tijágróðurs, hljóðmana, glugga
og loftræstingar í húsum til að draga
úr hávaða.
Innflutningur á gömlum farar-
og flutningatækjum
Samfélagslegur kostnaður af slík-
um innflutningi hefur ekk: verið
rannsakaður svo vitað sé. Allt er
þetta gert af viðskiptalegum ástæð-
um og er til komið vegna hátolla á
nýjum og nýlegum bifreiðum.
Slysavarnir - tjónavarnir -
tryggingar
Einna helst er fjallað um þessi
mál á opinberum vettvagni, ráð-
stefnur haldnar og hart tekist á í
viðskiptum. Hagfræðilegar rann-
sóknir hafa ekki verið gerðar svo
vitað sé aðrar en lögbundið eftirlit.
Hér hefur verið drepið á fá atriði
sem hafa áhrif á umhverfi okkar og
kostnað vegna samspils okkar og
vélvæddrar umferðar. Málið er víðf-
eðmara en svo að því verði hér gerð
næg skil.
Brýnt er að gera rannsóknir í sam-
göngumálum og stuðla að markvissri
þróun. Reynslan af rannsóknum er
sú að við fáum mikið fyrir lítið í bráð
en þó einkum í lengd. en við verðum
að hefjast handa þegar í stað.
Höfundur er verkefnisstjóri.
Rannsóknarstofa
samgöngumála
Eggert Ásgeirsson
Fyrirmyndir
ÞAÐ má með sanni segja að um-
ræðan um stærðfræðikennsluna hef-
ur verið lífleg sl. ár og allir haft full-
an hug á að gera betur en áður.
Undirritaður hefur í allmörg ár látið
í ljós óánægju yflr lækkandi kröfu-
gerð í framhaldsskólum og ætti því
nú að fagna, þegar þessi umræða
leggur fjölmiðlaflóruna svo rækilega
undir sig. Þó undrast ég hve einhliða
hún hefur verið (þ.e. að mestu um
stærðfræði og raungreinar). Það er
á stundum eins og einkunnasjúkir
unglingar séu að mæna á efsta sæt-
ið og verði miður sín við að sjá gula
kynstofninn tróna á toppnum. Mér
Útiskilti
Vatnsheld og vindþolin
Allar stærðir og gerðir
Margir litir - gott verð
JþOfnasmiðjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiðja Ratahrauni 13 • Sími 555 6100
verður ósjálfrátt hugsað
til hvassra ummæla dr.
Ólafs Daníelssonar fyrir
nærri 70 árum um þá,
sem hann nefndi sem-
inarista. Það gæti verið
þeim síðbúin huggun,
að nú skuli doktors-
gráða í stærðfræði frá
einum af virtustu há-
skólum heims ekki duga
til að stærðfræðikennari
teljist jafningi þeirra
blessaðra. Þeir hafa
hlotið uppreisn æru og
komið fram hefndum
vegna sjö áratuga gam-
alla móðgana.
Ég ætlaði ekki að
fjalla sérstaklega um
stærðfræðikennslu þar sem rangar
áherslur í skólum koma ekki ein-
göngu fram í henni, heldur ekki síð-
ur í móðurmálskennslunni. Þar er
nú sannarlega barist gegn greinandi
hugsun. Málfræðin hefur miklu
stærra hlutverk en það, að nemend-
ur læri móðurmálið og önnur tungu-
mál. Með henni kynnast nemendur
greinandi hugsun og æfast í rökvísi
ekki síður en með beinu námi i rök-
fræði. En seminaristamir hafa nú
komist að því, að málfræðikennslan
skapar málótta og gerir nemandann
ekki að betri málnotanda, jafnvel
hið gagnstæða.
Nú hrellir málfræðin skólabörnin
ekki lengur og vísa ég þá í greinar-
góða frásögn Ásgerðar Jónsdóttur í
Morgunblaðinu 11. maí sl. Málóttinn
er sem sé úr sögunni, en þess eru
um leið fjölmörg dæmi að móð-
urmálskennarar sýni slíka málfars-
lega hroðvirkni (t.d. í blaðagreinum
um skólamál!), að engu er líkara en
þeir séu að benda lesendum á að
Jón Hafsteinn
Jónsson
taka málvöndunarboð-
skapinn ekki of alvar-
lega. Einn komst t.d.
þannig að orði um fyrr-
verandi nemendur sína
„... sjálfir kvarta
margir þeirra yfir því
að þegar út í kennsluna
sé komið hefðu þeir vilj-
að vera öruggari í móð-
uriþálinu". Hann var
að rökstyðja nauðsyn
þess að lengja kennara-
námið! Síðan benti
hann á „að menn virt-
ust gjarnari á að meta
íslenskuna eftir tilfinn-
ingum en önnur fög og
að íslenskunni hefði
ævinlega þótt fara
hrakandi."
Annar ræddi um úrslit samræmdra
prófa og þar stóð m.a. þetta: „Auðvit-
að má segja að rétt væri að segja
ekki margt um þetta mál fyrr en ...“
og einnig þetta: „Þess hefur verið
getið til að kennaraverkfallið sl. vetur
hafí valdið nokkru um hve árangur
var nú slakur — einkum í málfræði
og bókmenntum að því að haft er
eftir formanni SM í Morgunblaðinu."
Fyrir nokkrum árum ritaði sá þriðji
greinaflokk um móðurmálskennslu
og hafði m.a. þetta að segja:
vafasamt er að þorri nemenda á
grunnskólaaldri geti tileinkað sér svo
flókið hugtakalíkan sem málfræði
móðurmálsins er. Auðvitað geta allir
lært að þekkja algengustu orðflokka
— mikið vafamál hvort þeir skilja
hvers vegna hvert orð tilheyri hvaða
flokki, en það leiði ég hjá mér.“ Þá
má ekki gleyma eyðublaðinu frá ein-
um grunnskólanna hér í borg, þar
sem kennarar áttu að láta koma
fram, hvort krakkinn hefði viðunandi
stöðu í grunnfæmi eða ekki. Þetta
eyðublað hefur án efa farið um hend-
ur margra í stjómsýslu skólans áður
en það var prentað. Það er orðið
slæmt, þegar fræðaramir nenna ekki
að vera þær fyrirmyndir, sem þeim
er vafalítið auðvelt að vera.
Næst skal nefna mætan kennara-
uppalanda utan móðurmálsgeirans,
sem tók ekki alls fyrir löngu nokkra
blaðamenn og landsfeður réttilega
til bæna fyrir gáleysislega notkun á
Það er mikilvægt, segir
Jón Hafsteinn Jóns-
son, að þulir í útvarpi
og sjónvarpi séu meira
en sómasamlegir mál-
notendur.
prósentureikningi. Ekki varð ég þó
sannfærður um að viðkomandi ein-
staklingar væru eins afspyrnu fávís-
ir og þeir virtust. Mér datt nefnilega
í hug að þá skorti bara ögn af þeim
málótta sem nútímakennarar vernda
skjólstæðinga sína svo vandlega fyr-
ir. Skömmu síðar las ég svo grein
eftir þennan sama kennaraupp-
alanda um „nýjar stærðfræðiaðferðir
í byijendakennslu". Þá kom í ljós
að hann (hún) átti ekki við stærð-
fræðiaðferðir heldur kennsluaðferðir
og var því e.t.v. í svipaðri stöðu og
þeir sem féllu í prósentugryfjuna.
Með þessu vil ég ekki gera lítið úr
afglöpum þeirra, sem flaska á pró-
sentureikningi, heldur undirstrika
mikilvægi þess að þeir, sem við
kennslu fást, vandi sitt eigið málfar
og heimti að aðrir geri það einnig.
Ég vil andmæla því að málfræði
sé fánýt og taka undir með Helgu
Sigurjónsdóttur, að kennurum sé því
miður innrætt að vanmeta vitsmuna-
legan þroska skólabarna. Ég vil þó
ganga feti lengra og viðra þá tilgátu
að ein ástæða þessa vanmats kenn-
ara á vitsmunaþroska skólabarna sé
sú, að þeir, sem veljast til kennslu-
starfa, komi ekki í sama mæli og
áður úr efri lögum æskufólks hvað
varðar vitsmunaþroska.
Málfarslegur flumbrugangur ein-
kennir allt of marga unglinga og ekki
bætir innskotið „þúst“ (þú veist!), sem
gjarnan fylgir og á að gera óskiljan-
lega setningu skiljanlega. Hirðulaust
málfar og ónákvæm hugsun eru ná-
skyld fyrirbæri og því er mikilvægt
að knýja unglingana til að greinatexta
í frumþætti sína og gefast ekki upp
þó að sumum reynist það erfltt, þeir
hafa allt að vinna og engu að tapa,
jafnvel þó að sumir þeirra kunni að
fá ögn af heilbrigðum málótta. Hjá
þeim gæti vaknað hæfni til greinandi
hugsunar, sem með þeim blundar.
Þá er mikilvægt að þulir í útvarpi
og sjónvarpi séu meira en sómasam-
legir málnotendur, þeir ættu að vera
yfirburða málnotendur eins og út-
varpsþulirnir voru á fyrstu áratugum
Ríkisútvarpsins. Aðra en slíka ætti
alls ekki að velja í þularstörf. Öskur-
stíllinn í íþróttaþáttunum sljóvgar
vafalaust smekk ungra og gamalla
fyrir máli og kennir þeim að taka
mótþróalaust við tískumáifari ungl-
inga, sem ég ræði ekki frekar hér.
Að lokum vil ég drepa á þá oftrú,
sem sumir hafa á stuttum námskeið-
um fyrir kennara, til að gera þá
hæfa í kennslugrein, sem þeir sinna
af veikum mætti án þess að hafa
fullnægjandi kunnáttu til. Hættan við
þessi námskeið er sú að með þeim
sé verið að „vígja“ til starfa og áhrifa
einstaklinga, sem ekki væru færir
að gera eðlilegu háskólanámi í grein-
inni viðunandi skil. Hætta er á að
slík skemmri skím hafi áhrif á fagleg-
ar kröfur í skólakerfínu. Of langt
hefur nú þegar verið gengið í slaka
á þessum kröfum í stærðfræði og
raungreinum á framhaldsskólastig-
inu og varðandi grunnskólastigið vísa
ég bara til fjölmiðlaumræðu und-
anfarinna mánaða.
Höfundur er fyrrv.
menntaskóiakennari