Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OPINBERAR HEIMSÓKNIR OG FJÖLMIÐLAR OPINBERAR heimsóknir þjóðhöfðingja og annarra helztu ráðamanna ríkja hafa enn þýðingu, þótt fjarskipti og margvísleg samskipti þjóða í milli hafi stóraukizt frá því, sem áður var. Opinberar heimsóknir á borð við heimsókn Italíufor- seta undanfarna daga þjóna m.a. og ekki sízt þeim tilgangi að vekja athygli á því landi, sem gesturinn er fulltrúi fyrir og samskiptum þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli. Til þess að allur almenningur geti orðið eins konar þátttakandi í slíkum samskiptum þurfa fjölmiðlar að hafa aðstöðu til að gegna því hlutverki, sem þeim er ætlað, að miðla upplýsingum til hins almenna borgara. Það fer heldur ekki á milli mála, að þeir, sem eru fulltrúar íslenzku þjóðarinnar hveiju sinni, hvort sem er við móttöku gesta hér eða í slíkum heimsóknum á erlendri grund telja það nokkru skipta, að upplýsingar um þessi sam- skipti komist til almennings. Af þessum sökum vakti það nokkra furðu, þegar fjölmiðlum barst tilkynning frá utanríkisráðuneytinu síðla föstudags í síð- ustu viku, hvað starfsmönnum þeirra var ætluð takmörkuð aðstaða til þess að gegna ofangreindu hlutverki. í þeirri tiikynn- ingu sagði m.a.: „Það er brýnt að þeir fréttamenn og mynda- tökumenn, sem ætla að fylgjast með móttökuathöfninni við Bessastaði séu komnir á svæðið þegar kl. 11.15, þegar svæðinu verður lokað af öryggisástæðum. Bak við kirkjuna verður að finna afmarkað svæði með palli fyrir myndatökumenn og ann- að fyrir fréttamenn. Sjónvarpið (RÚV) annast eitt myndatökur i veizlu forseta íslands á sunnudagskvöld sem og í móttöku borgarstjóra í Höfða fyrr um daginn. Aðrar stöðvar geta feng- ið efni hjá Sjónvarpinu. Rúmur aðgangur til myndatöku verður í Vinaskógi og á Þingvöllum á mánudaginn, sem og á Nesja- völlum og í hestabúinu að Dallandi. Engar myndatökur eru leyfðar í Granda á þriðjudag og engin aðstaða er til myndatöku í Stofnun Arna Magnússonar.“ Utanríkisráðuneytið kvaðst aðspurt senda út slíkar reglur samkvæmt fyrirmælum frá húsráðendum á þeim stöðum, sem heimsóttir væru svo og frá forsetaembættinu. Kornelíus Sig- mundsson, forsetaritari sagðist hins vegar ekkert vita um þess- ar reglur. Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, sagði í sam- tali við Morgunblaðið sl. sunnudag: „Það er eins og skrifstofa forsetaembættisins átti sig ekki alveg á í hvaða landi þeir eru.“ Og bætti því að tilkynningin væri „gerræðisleg". Forseti íslands, herra Olafur Ragnar Grímsson, brást snar- lega við til þess að laga það, sem misfarizt hafði í samskiptum við fjölmiðla með því að boða fréttastjóra þeirra til fundar við sig eftir hádegi á sunnudag og var það lofsvert. í samtali við forsetann, sem birtist í sjónvarpinu í fyrra- kvöld, mátti hins vegar greina annan tón en þar sagði forset- inn aðspurður hvort breytingar hefðu orðið á aðgengi úölmiðla að móttökum á vegum forsetaembættisins: „Við hjónin höfum nú leitazt við að greiða mjög götu fjölmiðla og sumum hefur nú kannski fundizt nóg um hvað það snertir, þannig að við höfum veitt fjölmiðlum aðgang að heimsókninni sem og öðrum atburðum eftir beztu getu . . . Að við séum að loka embættinu fyrir fjölmiðlum eins og ég sá í blaði hér um helgina er mikill misskilningur og það satt að segja undrar mig að þeir, sem þekkja mig skuli setja slíkt á blað.“ Vegna þessara ummæla forseta íslands er óhjákvæmilegt að hafa orð á eftirfarandi: í fyrsta lagi hefur Morgunblaðið ekki gagnrýnt forsetann fyrir að „loka embættinu fyrir fjölmiðlum". I öðru lagi er því miður ekki hægt að líta öðru vísi á en utanríkisráðuneytið og forsetaembættið sýni öðrum fjölmiðlum en RÚV ókurteisi með einhliða tilkynningu um að „aðrar stöðv- ar“ geti fengið efni hjá ríkissjónvarpinu. Hér er væntanlega átt við Stöð 2 en ekki var upplýst hvernig dagblöðin ættu að geta aflað myndefnis af þeim viðburðum, sem um var að ræða. Þetta var þá fyrst leiðrétt, þegar Morgunblaðið gerði athuga- semdir. í þriðja lagi er ástæða til að vekja athygli á að aðstaða sú, sem ijölmiðlum var sköpuð við Bessastaði var allsendis ófull- nægjandi. A allt þetta og fleira var forseta bent, þegar hann efndi til fundar með fulltrúum fjölmiðla á Bessastöðum og í því ljósi kemur á óvart, að hann skuli í sjónvarpsviðtali á mánudags- kvöldi lýsa „undrun“ á þeim athugasemdum, sem fram hafa komið. Morgunblaðið hefur ekki áhuga á öðru en góðum samskiptum við forsetaembættið, hvort sem um er að ræða opinberar heim- sóknir eða aðra viðburði. Hins vegar er ljóst, að fjölmiðlar geta ekki sætt sig við vinnubrögð af því tagi, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Væntanlega verður úr þessu bætt með þeim viðræðum milli fjölmiðla og forsetaembættis, sem forseti kvaðst á sunnudag mundu beita sér fyrir, að fram færu. Mikill niðurskurður á sóknardögum bla Ósætti um einyrkja Ófriður hefur lengst af ríkt um veiðar smábáta hér við land frá upphafí fískveiði- stjórnunar 1984 og stóðu mörg spjót á sjávar- útvegsráðherra eftir að samkomulag var gert við trillukarla í fyrravor um 13,9% aflahlut- deild úr heildarþorskkvóta landsmanna. Jóhanna Ingvarsdóttir rifjar hér upp helstu atriði samkomulagsins svo og viðbrögð tals- manna úr ýmsum áttum. INNLENDUM VETTVANGI ÚTVEGSMENN, aðrir en smábátasjómenn, töldu þá aðferð, sem beitt < ef ríkisstjórnin teldi það vera hlutverk sitt að semja á laun um aukinn vei SAMKOMULAG, sem gert var milli sjávarútvegsráðuneyt- isins og Landssambands smábátaeigenda og sam- þykkt var á Alþingi í júníbyrjun 1996, fól í sér breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfí smábáta, sem hafa svokall- að krókaleyfi. Breytingar þessar köll- uðu á hörð viðbrögð annarra útvegs- manna um land allt sem töldu að með samkomulaginu við trillukarla væri verið að rýra aflahlut aflamarksskipa og krókabátum umbunað sérstaklega á kostnað þeirra, nú þegar fyrirséð væri aukning þorskkvótans að nýju á næstu árum. Þeirri aðferð, sem nú væri beitt við fiskveiðistjórnun hér við land, væri í hættu ef ríkisstjórn teldi það vera hlutverk sitt að semja á laun um aukinn veiðirétt eins hóps á kostnað annars. Útvegsmannafélög um land allt skoruðu á stjórnvöld að falla frá ásetningi sínum um löggildingu sam- komulagsins sem þeir töldu að væri mesta mismunun, sem um getur í sögu fiskveiðistjórnunar síðustu árin. Hinsvegar væri verið að auka úreld- ingargreiðslur fyrir krókabáta, sem skipaeigendum á aflamarki sé ætlað að greiða. Vinnubrögð af þessu tagi dæmi sig sjálf og geti vart talist lýð- ræðisleg eða til þess fallin að auka sátt milli aðila í greininni, sagði m.a. í ályktun, sem stjórn LÍÚ sendi frá sér eftir að samkomulagið var kynnt. Köld vatnsgusa í andlit atvinnugreinarinnar Ennfremur sagði í álykt- un LÍÚ: „Útvegsmann hafa sýnt fyllstu ábyrgð og að- gætni við uppbyggingu þorskstofnsins og tekið á sig mikla tekjuskerðingu vegna niðurskurðar í þorskveiðiheimildum á undanförnum árum. Afleiðingar þessa niðurskurðar hafa komið illa við marga útvegsmenn og hafa þeir verið knúnir til róttækra aðgerða s.s. að selja nýrri skip sín úr landi og hætta störfum við sjávar- útveg. Þeir, sem starfa áfram, hafa orðið að kaupa veiðiheimildir háu verði og taka á sig auknar skuldbind- ingar í trausti þess að tekjur aukist að nýju þegar þorskstofninn hefur náð sér aftur. Því er þessi gjörð sjávarút- vegsráðherra sem köld vatnsgusa í andlit atvinnugreinarinnar. Rétt er að minna ráðherra á að hann hefur réttilega haldið því fram á opinberum vettvangi að engar forsendur væru til þess að auka við 21.500 tonna aflapott krókabáta nú eða þegar þorskkvóti yrði aukinn að nýju. Veiði- heimildir krókabáta í þorski hafa ver- ið rúmlega sjöfaldaðar á örfáum árum úr um 3.000 tonnum í áðurnefnd 21.500 tonn á sama tíma og aflaheim- ildir báta og togara á aflamarki hafa verið skertar um nær 60%.“ Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagði í kjölfar mótmæla LIÚ það ekki vera neitt nýtt að einstakir hópar innan sjávarútvegsins hafi hátt þegar veiðihagsmunir væru annars vegar. Ráðherrann sagði það hafa verið mjög brýnt að ná samkomulagi við LS og það samkomulag væri í mjög góðu jafnvægi þegar tekið væri tillit til þróunarinnar síðustu árin. Það ætti að vera stórút- gerðinni í Iandinu keppi- kefli að skapa frið um fisk- veiðamar. „Ég sé ekki að hún bæti stöðu sína með því að vera í endalausum stríðsátökum við minni báta og trillukarla." Barnaleg viðbrögð og undarlegt orðaval Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði það koma sér mjög á óvart að ráðherra skuli leyfa sér að segja að málið snúist um hagsmuni stórút- gerðar gegn trillum. Arthur Bogason, formaður LS, sagði viðbrögð stórút- gerðarinnar barnaleg og það undar- legt orðaval að útvegsmenn hafi sýnt fyllstu ábyrgð við uppbyggingu þorsk- stofnsins. „Þetta segja sömu menn og veiddu 1,1 milljón tonna af þorski á tímabilinu 1977-1991 umfram það sem fiskifræðingar ráðlögðu. Þar voru ábyrgðarfullu og aðgætnu mennirnir á ferðinni. Það er því álíka mikið að marka þetta bull og margt annað sem frá þeim hefur komið.“ Arthur sagði að smábátaeigendur fengju ekki stærri hlut af afla en þeir nauðsynlega þyrftu. „Við höfum ekki getað ruðst á alþjóðleg hafsvæði eða bætt okkur tekjuskerðingu í kvótabundnum tegundum innan lög- sögunnar með því að fara í aðrar sem eru ekki kvótabundnar. Þetta hefur stórútgerðarliðið getað gert. Þeir verða bara að sætta sig við að auðlind- irnar eru til að allir geti lifað af þeim, en ekki bara þeir. Þeir eiga þær ekki.“ Ákvarðanir stjórnvalda leiddu til offjölgunar Aldrei hefur tekist að koma bönd- um á sókn og veiðar smábáta og nær allar tilraunir til að koma á skynsam- legri veiðistjórn fyrir smábáta hafa verið gerðar í andstöðu við eigendur þeirra. Óhætt er að fullyrða að deil- urnar um veiðar smábáta hafi náð hámarki með samkomulagi Alþingis og Landssambands smábátaeigenda frá því í fyrravor, en það var í fyrsta sinn í einn og hálfan áratug, sem samkomulag hefur orðið um veiði- stjórn milli eigenda smábáta og stjórnvalda. Deilurnar hófust í raun snemma á síðasta áratug þegar veið- um smábáta var stjórnað með aflahá- marki og banndögum og leiddu til stofnunar Landssambands smábáta- eigenda árið 1985. Fjölgun smábáta var lengst af óheft og beindu forystu- menn LS því mjög snemma til stjórn- valda að fjölgun þeirra yrði heft þannig að þeir, sem veiðarnar stund- Veiðiheimildir krókabáta í þorski sjö- faldaðar á ör- fáum árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.