Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 29 sir við trillukörlum sr við fiskveiðistjórnunina, í hættu ðirétt eins hóps á kostnað annarra. uðu, gætu haft af því lífsviðurværi. Alþingi kaus hinsvegar að hafa sem mest fijálsræði sem eðlilega leiddi til gífurlegrar fjölgunar bátanna og margfaldaðrar _ hlutdeildar þeirra í þorskaflanum. Á nokkrum árum fjölg- aði smábátum úr um 800 í 2.200 og hlutdeild þeirra í þorskaflanum fór úr 3,3% í upphafi kvótakerfisins í 27% í hittiðfyrra. Á sama tíma var fjölgun annarra fiskveiðifara heft og kvóti þeirra dreginn saman. 13,9% af heildarþorskafla hvers fiskveiðiárs Eitt aðalatriði samkomulagsins frá því í fyrravor var að „krókapotturinn“ svokallaði, þ.e. sameigin- legur hámarksafli króka- leyfisbáta, sem áður var föst tala, 21.500 tonn, yrði í framtíðinni hlutfall af heildarþorskafla lands- manna. Krókabátar fengju aldrei minna en 13,9% af heildarþorskafla hvers fiskveiðiárs og aldrei lægri úthlutun en sem næmi 21.500 tonnum. Með samkomulaginu gafst eigendum krókabáta þá sömu- leiðis kostur á að velja milli þriggja veiðikerfa í stað tveggja áður. Auk sóknardagakerfis með annars vegar handfærum og línu og hinsvegar handfærum eingöngu máttu þeir velja að stunda veiðar með þorskaflahá- marki, sem meira en helmingur smá- bátaeigenda kaus. Eigendur króka- báta áttu að tilkynna val sitt fyrir 1. júlí og var það endanlegt val um hvaða kerfi þeir vildu tilheyra í fram- tíðinni. Banndagarnir 136 í fyrra kerfi voru afnumdir og krókabátasjómönn- um gefinn kostur á að nýta sóknar- dagana á hvaða árstíma sem er, þar sem þeir eru ekki lengur háðir sér- stökum takmörkunum eins og helgar- bönnum og tímabilaskiptingu dag- anna. Þá er hver sóknardagur skil- greindur sem 24 klukkustundir frá því að veiðiferð hefst í stað almanaks- dags, eins og áður var. Samkomulagið kveður einnig á um að heimilt sé að flytja 20% af þorsk- aflahámarki frá einu ári yfir á annað. Þá er heimilt að flytja til krókabáta á þorskaflahámarki, innan hvers físk- veiðiárs, þorsk úr aflamarkskerfínu og gilda um það almennar reglur um flutning aflamarks. Einnig heimila lög- in sameiningu á þorskaflahámarki. Skilyrði fyrir slíku er að veiðirétti og rétti til endumýjunar sé afsalað. Hafí eigandi þorskaflahámarksbáts gert slíkt, öðlast hann rétt til að flytja allt aflamarkið á aðra aflahámarksbáta. Með lögum, sem samþykkt voru um Þróunarsjóð sjávarútvegsins í tengslum við smábátalögin, geta eig- endur báta í sóknardagakerfí nú feng- ið úreldingarstyrk að hámarki 80% af andvirði bátsins greiddan gegn afsali veiðileyfís en án afsals bátsins og 60% ef báturinn er á þorskaflahá- marki til 1. júlí nk. Þessum úrelding- arreglum, ásamt auknu svigrúmi til að færa saman veiðiheimildir í þorsk- aflahámarkskerfinu og hertar end- urnýjunarreglur var ætlað að laga afkastagetu krókabátaflotans að veiðiheimildum og stuðla þannig að lífvænlegra starfsumhverfi. Staða krókabáta er mjög mismunandi Innan krókabátakerfísins eru í reynd nokkrir hópar, mismunandi vel settir, þrátt fyrir að smábátamenn ræði gjarnan málefni krókabáta eins og um einn hóp sé að ræða að sögn Ara Edwald, aðstoðarmanns sjávar- útvegsráðherra. Staðreyndin sé sú að sá mikli niðurskurður, sem nú stefni í á fjölda sóknardaga, komi nú aðeins við ákveðinn hluta krókabáta, en alls ekki alla. Aftur á móti þurfi sú þróun alls ekki að koma á óvart nú. Hún hafi blasað við í mörg ár. Meira en helmingur allra smábáta- eigenda valdi svokallað þorskaflahá- mark í fyrrasumar og munu þeir fá að sækja allt árið en hafa að meðal- tali 60 tonna kvóta í þorski og eru frjálsir í veiðum á öðrum tegundum. 1. september sl. voru bátar á þorsk- aflahámarki 533 talsins, en þeim hef- ur nú fækkað niður í 413 vegna ha- græðingar innan hópsins. Aftur á móti blasir við að sóknar- dögum 169 krókabáta í línu- og hand- færakerfi muni fækka niður í 19 og sóknardögum 277 báta í handfæra- kerfinu muni fækka niður í 32 daga á næsta fiskveiðiári, samkvæmt spá sjávarútvegsráðuneytisins, en sóknar- dagar þessara báta á yfirstandandi fískveiðiári eru 84 talsins. Þessa miklu fækkun má einkum rekja til mikils afla bátanna á þessu fískveiðiári, en dæmi munu vera um að á sóknardaga- bátum séu tvær áhafnir svo hægt sé að halda bátunum stöðugt á veiðum þegar gefur á sjó. Þorskafli línu- og handfærabáta er nú þegar orðinn 214% umfram viðmið og handfæra- báta 22% umfram áætlaðan afla. Vildu fá „gólf“ á fjölda sóknardaga Það eru fyrst og fremst krókabátar í sóknardaga- kerfi sem standa nú frammi fyrir miklum niður- skurði. í kjölfar samkomu- lagsins, sem gert var í fyrravor, lét formaður LS á hinn bóg- inn þá þegar í Ijós áhyggjur sínar yfír því að í samningum við ráðuneyt- ið hafi ekki náðst í gegn að sett yrði „gólf' á fjölda sóknardaga þannig að þeim yrði aldrei fækkað niður fyrir tiltekið lágmark. Orn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, sagði lögin ekki vera gallalaus við samþykkt þeirra. Þau bitni verst á þeim, sem eru með nýja og dýra báta. Margir, sem hefðu litla sem enga veiðireynslu frá viðmiðunarár- unum 1992-1994, veldu sóknardaga- kerfið og byggju sig svo undir að dögunum geti fækkað á næstu fisk- veiðiárum. Aðrir treystu sér ekki til að vera innan kerfisins og afréðu að Stórútgerðin bætir ekki stöðuna með stríðsátökum við trillukarla Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson ÍTALÍUFORSETI ræðir við Jóhannes Gijen, kaþólska biskupinn á Islandi, með aðstoð túlks. Heimsókn Ítalíu- forseta lokið fara með báta sína í úreidingu til að fá greidd allt að 80% af verðmæti báta sinna og seldu þá síðan á frjáls- um markaði án veiðiheimilda. í máli Arnar kom einnig fram að LS væri ekki sammála þeim aðferð- um, sem beitt er með lögum um Þró- unarsjóðinn, að bætur verði greiddar þeim aðilum, sem í raun séu neyddir til að afsala sér veiðiréttinum. „Með lögunum um Þróunarsjóðinn lít ég svo á að stjórnvöld séu að viðurkenna að þau hafi gripið svo hastarlega inn í útgerð þessara báta að þau séu neydd tii að greiða bætur þar sem atvinnu- réttindi og eignarréttindi þessara manna eru stjómarskrárvernduð," sagði Örn. Of margir bátar um alltof lítinn kvóta Að sögn Ara Edwald verður ekki séð að hægt verði að ganga lengra í því að taka viðbótarafla, sem verið er að óska eftir, af öðrum hópum. „Það getur þó vel verið að smábátasjó- menn vilji færa til innan krókakerfís- ins, frá þeim hópum sem best eru settir til þeirra sem nú setja fram kröfur. Ég veit ekki hvort menn eru að leggja það til. Það yrði að hlusta á slíkar tillögur. Hækkun heildarþorskafla krókabáta umfram 13,9% af hámarksafla landsmanna hlýtur hinsvegar að vera útilokuð." Rekstrargrundvöllur sóknardaga- báta leit, að sögn Ara, mjög illa út strax að afloknum viðmiðunarárunum 1992-1994 og ætti slæm staða hjá sumum nú ekki að þurfa að koma mönnum í opna skjöidu. Fækkun sóknardaga hafi fyrir löngu verið fyr- irséð enda krókabátar þá þegar orðn- ir alltof margir um alltof lítinn kvóta. „Menn hafa samt sem áður haldið áfram að fjárfesta í þessu kerfí þótt ljóst væri hvert stefndi. Fyrir þeirri fjárfestingu var aldrei rekstrargrund- völlur, en til að koma til móts við þá, sem eru í fj árhagserfiðleikum vegna þessa, samþykkti Alþingi að menn ættu kost á úreldingarstyrk til 1. júlí nk.“ í umfjöllun sjávarútvegsnefnar um frumvarpið á sínum tíma kom fram að meirihluti hennar taldi að LS ætti að sjá til þess að smábátaeigendur stæðu við samkomulagið enda sé með því mjög komið til móts við þá. í nefndaráliti kom einnig fram að meiri- hlutinn æskti þess að ekki yrðu gerð- ar neinar breytingar á þeim regium, sem giltu um sóknardaga eftir gildis- töku frumvarpsins. Allar krókaveiðar verði gefnar frjálsar I ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi LS í nóvember sl., voru stjórnvöld minnt á þær aiþjóðlegu viljayfirlýsingar, sem þau hafa skrifað undir þess eðlis að þjóðum heims beri að virða og styrkja rétt smábátaveiða og strandbyggða. Þá hafi ríkisstjórnin að auki gert rammasamning um lofts- lagsbreytingar, sem segir að stuðla beri að minni orkunotkun við fískveið- ar. Með ólíkindum sé að á sama tíma skuli hundruð smábáta vera úreltir sem nota, í samanburði við stærri skip, nánast enga olíu við sjálfar veið- arnar og margfalt minni olíu til að koma sér á og af miðum. Tii að ís- land geti áfram talist í forystusveit fiskveiðiþjóða, sem veiða æ hærra hlutfall botnfisks með vistvænum veiðarfærum, beri stjórnvöldum að efla þennan flota en ekki úrelda. Þá standi enn óleyst það mál að sóknar- dögum krókabáta geti fækkað svo óheyrilega að útilokað verði að gera þá út. Vandamálið hafi aðeins verið flutt til í tíma um eitt ár þó ýmsar aðrar kringumstæður innan veiðikerf- isins hafi breyst tii batnaðar. Friður muni ekki skapast fyrr en bátum þess- um hefur verið tryggður sóknardaga- fjöldi, sem gerir útgerð þeirra raun- hæfa. „Grundvallarkrafa LS frá stofnun hefur verið að krókaveiðar verði gefn- ar fijálsar. Frá þessari kröfu verður hvergi fallið og þó að hún náist ekki fram enn um sinn mun umræða á alþjóðavettvangi gera að verkum að vistvænleiki veiðarfæra mun vega æ þyngra gagnvart fískveiðistjórnun þjóðanna. Undan þeirri umræðu getur íslenska þjóðin ekki vikist," segir í ályktun síðasta aðalfundar LS. OPINBERRI heimsókn Luigis Scalfaros Ítalíuforseta lauk um hádegi í gær. Forsetinn og fylgdarlið hans áttu hér annasaman morgun áður en haldið var áleiðis til Toronto í Kanada. Dagurinn hófst með heimsókn í Kristskirkju þar sem forsetinn hitti m.a. Jóhannes Gijen, kaþ- ólska biskupinn á íslandi. Scalfaro HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra átti í gærmorgun fund með Jadr- anko Prlic, utanríkisráðherra Bosníu, en í gær lauk þriggja daga óopinberri heimsókn Halldórs til Bosníu- Herzegóvínu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu rætt um ástandið í Bosníu sem væri mjög við- kvæmt. Þar væri verið að reyna að byggja upp lýðræðislega stjórnarhætti, en kosningar verða þar í september. „Það er alveg ljóst að það eru ýmsir í landinu sem vinna á móti því að þarna rísi sjálfstætt ríki til fram- búðar, en það er enginn vafí í hans huga að það er eina leiðin sem þeir geta farið og vilja fara. Á mánudag- inn voru þeir að fjalla um stofnun sendiráða erlendis og það var ákveðið að stofna 32 sendiráð. Þeir hafa hins vegar enn ekki komið sér saman um hveijir eigi að verða þar sendiherrar, en þetta gengur óskaplega mikið út á það að skipta stjórn mála á milli þjóðarfylkinganna. Þarna finnur mað- ur að þótt góður friður sé í landinu eins og er þá eru sárin mikil og það þarf ekki mikið til þess að það sjóði upp úr, og það er alveg ljóst að við- vera alþjóðaliðsins skiptir sköpum í því sambandi," sagði Halldór. Áhersla á stuðning íslendinga Hann sagði utanríkisráðherra landsins leggja mikla áherslu á að er sérstaklega trúrækinn maður og lagði hann á það áherslu að fara daglega til messu á meðan á íslandsdvöl hans stóð. Frá kirkjunni var haldið í Granda hf. og þaðan í Stofnun Árna Magnússonar þar sem gest- unum voru sýnd forn handrit. Að lokum var farið í Háskólabíó þar sem haldin var kynning á þrívídd- artækni fyrirtækisins Oz hf. íslendingar styðji að landið fái aðild að Evrópuráðinu. Halldór segist telja rétt að gera það, en hins vegar upp- fylli landið enn sem komið er ekki öll skilyrði til þess að koma þar inn. Aðspurður hvaða afleiðingar það hefði ef bandaríska herliðið yrði kvatt heim frá Bosníu-Herzegóvínu sagði Halldór að flest Evrópuríkin væru á þeirri skoðun að herlið yrði áfram í landinu. „Þannig að ef það verður fjöigað frá öðrum ríkjum ef Bandaríkjamenn fara þá ætti það að geta gengið. En aðalatriðið er að herliðið verði þarna áfram því þetta samfélag þarf á að- stoð alþjóðasamfélagsins að halda um langa framtíð. Eyðileggingin þarna er alveg gífurleg og það er mikið sem eftir á að gera. Atvinnuleysi er um 50% í múslima- og króatahlutanum og um 80% í serbneska hlutanum. Það er auðvitað öllum ljóst að slíkar tölur sýna að efnahagurinn er nánast í rúst,“ sagði hann. Halidór sagði að heimsóknin tik* Bosníu-Herzegóvínu hefði verið mjög vel heppnuð og það starf sem verið væri að vinna þar í samvinnu við Al- þjóðabankann og Össur hf. hefði gengið mjög vel. „Fyrirtækið hefur staðið sig þarna með sóma, og það er unnið hraðar af okkar hálfu en menn eiga að venj- ast,“ sagði Halldór ennfremur. « Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson EYÞÓR Arnalds og Guðjón Már Guðjónsson frá Oz ásamt Mariönnu Scalfaro, Oscar Luigi Scalfaro Ítalíuforseta, Guðrúnu Katrínu Þor- bergsdóttur og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands. Heimsókn utanríkisráðherra til Bosníu-Herzegóvínu Þarf ekki mikið til að upp úr sjóði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.