Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 43

Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 43
! MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ1997 43 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Virða skal það sem vel er gert Frá Hrafnkatli A. Jónssyni: ÞAÐ ER til siðs að veitast að ráða- mönnum þjóðarinnar þegar þeir segja eða gera eitthvað sem ekki þykir til fyrirmyndar. Það er hins vegar ekki oft sem ástæða þykir til að hrósa fyrir áhrifaríka ræðu, eða viturlega ákvörðun. Það þykir sjálfsagt að teknar séu réttar ákvarðanir og á sama hátt telst ekki til tíðinda þótt forystumönnum í stjórnmálum mælist vel. Ég ætla að bregða hér út af venju, ef til vill vegna þess að ég hefi ekki hikað við að gagnrýna þegar mér þykir sem rangt sé sagt eða gert. Það tilefni sem ég tel að sé hrósvert er ávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra sem hann flutti á þjóðhátíðardaginn. Ég tel að forsætisráðherra hafi á skýran og myndugan hátt sett fram stefnumótun í veigamiklum málum sem skipta allan almenning á íslandi miklu máli. Hann vék þar fyrst að utanríkis- málum og vakti athygli á þeim stór- kostlegu breytingum sem orðið hafa í Evrópu á síðustu árum, sem með- al annars hafa leitt til þess að leið- togi Rússlands þykir sjálfsagður gestur meðal forystumanna NATÓ- ríkjanna og jafnframt að nú lítur út fyrir inngöngu fyrrum aðildar- ríkja Varsjárbandalagsins og ríkja eins og Eystrasaltsríkjanna í Atl- antshafsbnandalagið á næstu árum, án þess að til komi veruleg and- staða frá Rússum. Mér þótti hins- vegar skipta enn meira máii um- fjöllun hans um Evrópusambandið. Ég hefi talið að það skipti íslend- inga mjög miklu máli að fram færi hreinskiptin umræða um Evrópu- sambandið og með hveijum hætti ísland ætti að hafa samskipti við Evrópu. Mér hafa verið það mikil vonbrigði hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haldið á því máli. Þær brotalamir sem á allra síðustu mán- uðum hafa verið að koma i upp- byggingu Evrópusambandsins hafa þó sannfært mig um að þar hefur verið haldið á málum af skynsemi og framsýni. Eftir _sem áður er umræðan um stöðu íslands gagn- vart Eyrópu jafn nauðsynleg og áður. Ég tel að forsætisráðherra hafi hafið þessa umræðu í ávarpi sínu 17. júní. Umfjöllun Davíðs Oddssonar um íslensk efnahagsmál eru þó það í ávarpi hans sem mér þótt mestum tíðindum sæta. Þar lagði hann áherslu á grundvöllinn í stefnu Sjálfstæðisflokksins í áratugi um sátt á milli stétta og virðingu fyrir hinum mannlegu gildum sem leggja verði á ekki minni aherslu en lög- mál markaðarins. Ég hvet alla til að kynna sér þjóðhátíðarávarp for- sætisráðherra og þá sérstaklega þann kafla þess sem fjallar um efnahagsmál. Ég vona svo sannar- lega að Sjálfstæðisflokkurinn muni fyikja sér á bak við formann flokks- ins í þessari stefnumótun og þess muni sjá stað í verkum núverandi ríkisstjórnar og ákvörðunum Al- þingis á næstu misserum. HRAFNKELL A. JÓNSSON, héraðsskjalavörður, Egilsstöðum. p SL The Gathering • íslandsmeistaramót verður haldið í hátíðasal Háskóla íslands 28.-29. júní. Skrásetning í verslunum Míþríl Skólavörðustíg, Fáfni Hverfisgötu, Jack&.Jones Selfossi, Bókabúð Keflavíkur og Bókabúð Jónasar Akureyri. Nánari uppiýsingar við skrásetningu. SÉRSTAKUR DÓMSTÓLL í BRETLANDI FÉLAGARÉTTUR Nr. 001205, 1997 MAL THE NORWICH UNION LIFE INCURANCE SOCIETY °g MÁL NORWICH UNION ANNUITY LIMITED °g MÁL NORWICH UNION FRANCE °g MÁL NORWICH UNION LIFE INSURANCE IRELAND LIMITED °g MÁL NORWICH UNION LIFE & PENSIONS LIMITED °g MÁL VARÐANDI LÖG UM VÁTRYGGINGA- FÉLÖG FRÁ 1982 Hér með tilkynnist að hinn 23. apríl 1997 gaf sérstakur dómstóll hennar hátignar út tilskipun samkvæmt skrá 2C með lögum um vátryggingafélög frá 1982 þar sem samþykkt ér áætlun um flutning til Norwich Union Annuity Limited, Norwich Union France, Norwich Union Life Insurance Ireland Limited og Norwich Union Life & Pensions Limited á langtímaviðskiptum (samkvæmt skilgreiningu 1. kafla (1) laganna), sem The Norwich Union Life Insurance Society (sem nefnist NULIS í skjali þessu) annast og um stuðningsákvæði til að framkvæma framangreinda áætlun. Aætlunin hefúr nú verið framkvæmd og samkvæmt skilmálum hennar hafa langtímaviðskipti NULIS verið flutt til framangreindra félaga. VERIÐ ÞAR SEM EG ER , y , ALMENNA MOTID I VATNASKOGI 27. - 29. JÚNÍ 1 997 • Biblíufræðsla • Samkomur Barnastundir Lofgjörð, sálgæsla og fyrirbæn Fjölbreytt útidagskrá fyrir alla aldurshópa Tvennir tónleikar Föstudagskvöld kl. 23:00 Hans-lnge Fagervik .ardagskvöld kl. 23:00 Inge Fagervik ásamt íslenskum tónlistarmönnum Ókeypis tjaldstæði Margskonar leiktæki Svefnpokapláss • Matsala • Mótsgjald kr. 1500 fyrir 15 ára og eldri, ókeypis fyrir börn I® Silkiprent hf. Samband íslenskra kristniboösfélaga Holtavegi 28,124 Reykjavík, sími 588 8899

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.