Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ veiðist enn þá einn og einn „ísaldarurriði" í Þingvallavatni. Kristján Agúst Halldórsson veiddi þennan 5 punda urriða í vatn- inu á silfraðan Tóbíspón í vor. Skráning á silungsveiði fer batnandi VEIÐIMÁLASTOFNUN sendi um síðustu mánaðamót frá sér saman- tekt um úrvinnslu á veiðiskýrslum frá vertíðinni 1996. Fyrir löngu hef- ur komið fram að heildarstangaveiði á laxi nam rétt tæpum 30.000 löx- um, sem var 4.800 löxum minni afli en 1995, en eitt og annað fleira at- hyglisvert kemur fram í samantekt- inni. Til dæmis, að skráðir voru 21.624 smálaxar sem nam 73,4% af heildarveiðinni, en stórlaxar voru 7.812 talsins, eða 26,6%. Hlutföll smálaxa og stórlaxa eru athyglisverð í ljósi þess að smálaxa- göngur þóttu bregðast fyrir öllu Norðan- og Norðasustanverðu land- inu. Hefði ekki svo farið hefði mun- að meiru, en Vesturlandið heldur smálaxinum vel inni í þessari mynd, því þar veiddust alls 13.411 laxar af mumræddum tæpum 30.000 og það er fyrst og fremst smálax sem veiðist á Vesturlandi. Batnandi silungaskráningar í ofangreindri skýrslu frá Veiði- málastofnun kemur og fram að 55.767 silungar hafí verið skráðir í veiðibækur, en búast má við að þar sé aðeins dropi í hafinu á ferðinni. Skýrslan er unnin af Guðna Guðbergs- syni fiskifræðingi og segir hann að skráning á silungsveiði hafi farið batn- andi á undanfömum árum en þó vanti á að öll silungsveiði sé skráð. Fimm hæstu urriðaámar voru þessar: Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa 2.813 fisk- ar, Grenlækur 2.730, Fremri Laxá á Ásum 1.301, Skaftá 813 og Hvítá í Borgarfírði 722. Tvær síðast nefndu ámar eru nýjar inni á lista ef svo mætti að orði komast og gæti það bent til vaxandi sjóbirtingsveiða. Fimm efstu bleikjuárnar voru þess- ar: Fljótaá 6.931, Víðidalsá og Fitjá 2.782, Vatnsdalsá 2.498, Eyjafjarð- ará 2.098 og Staðarhólsá og Hvolsá 1.490. Ekkert óvænt á ferðinni þar. Böðvar áfram formaður LV Böðvar Sigvaldason á Barði í Mið- fírði var endurkjörinn formaður Landssambands veiðifélaga til næstu þriggja ára á aðalfundi sambandsins fyrr í þessum mánuði. Með honum í stjóm verða Vigfús B. Jónsson Laxa- mýri, Bragi Vagnsson Burstafelli, Svavar Jensson Hrappsstöðum og Ketill Ágústsson Brúnastöðum. Fundurinn ályktaði um endurskoðun veiðilöggjafar, eflingu Veiðimála- stofnunar, hreinleika íslenska veiði- vatna, uppkaup laxanetja í sjó og skipulag miðhálendisins. Samvinna ABU og LS Landssamband stangaveiðifélaga og sænsk/bandaríska veiðivörufyrir- Pennavinir í SIO löndum. international Pen Friends. Sími BB1 B1B1. Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson HAUKUR Geir Garðarsson veiddi fýrsta lax sumarins í Laxá í Leirársveit, 11 punda hrygnu í Laxfossi. tækið ABU Garcia hafa gert með sér kynningarsamning sem hefur í för með sér fjárhagslegan ávinning fyrir LS. LS leggur Veiðimanninum ehf til kynningarefni um stangaveiði sem mun fylgja sérstökum veiðivöru- settum sem seld verða á næstu miss- erum. LS ber úr býtum ákveðna prósentu af hveiju seldu setti og vill ABU með þeim_ hætti efla stangaveiðiíþróttina á íslandi. Flækjur úr sögunni... eða svo gott sem Flækjur kunna brátt að heyra sögunni til, en um þessar mundir er um eitt ár síðan að Seglagerðin Ægir, sem er umboðsaðili Daiwa á íslandi, flutti inn fyrstu kasthjólin sem kölluð eru „Twist buster". Hönnun þeirra hjóla er byltinga- kennd og liggur breytingin fyrst og fremst í nýrri hönnun á móttökubún- aði línu þar sem hún lendir inn á spólu. „Við vorum spenntir að prófa þetta við íslenskar aðstæður, því sagt var að þessi nýja hönnun eyddi nánast algerlega snúningi á línu. Við sáum fram á að gömlu „góðu“ flækjurnar væru kannski úr sög- unni. Nú er þetta búið að vera í umferð hér á landi í ár og búið að reyna hjólin við allar aðstæður. Nið- urstaðan er sú að hjólin hafa farið langt fram úr björtustu vonum. Sjálfir höfum við prófað hjólin og margir hafa keypt þau hjá okkur og lýst ánægju sinni. Ný sporðaköst Eggert Skúlason fréttamaður er byijaður að vinna nýja syrpu af stangaveiði- og náttúrulífsþáttunum sem nefndir hafa verið Sporðaköst og má reikna með þáttunum á dag- skrá Stöðvar 2 eftir næstu áramót. Þetta er fjórða syrpa Sporðakasta, en að þessu sinni verða þættirnir unnir á bökkum Hrútafjarðarár, Straumfjarðarár, Vatnsdalsár og Kjarrár, auk þess sem einn verður trúlega gerður í bleikjuveiði í Loð- mundarfirði og hefur verið til athug- unar að vinna einn þátt erlendis, hvað sem úr verður. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til RÚV HULDA hringdi og vildi hún senda RUV þakklæti fyrir frábæra sögu, „Gesti“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur, sem lesin hefur verið að undanförnu í síðdegisút- varpinu. Einnig sendir hún Maríu Sigurðardóttur kær- ar þakkir fyrir góðan upp- lestur sem var bæði skýr og greinilegur. Myndir af forseta og frú UNDIRRITUÐ var á ferð um miðbæ Hafnarfjarðar á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Það vakti undrun mína að hvergi sást mynd af forsetahjónunum í búð- argluggum eða bönkum eins og verið hefur venja undanfarin ár. Þetta er fallegur siður sem væri leitt að félli niður. Sérstaklega fannst mér þetta leitt þar sem forsetahjónin sýndu okkur þann heiður að vera viðstödd athöfn þegar lagður var homsteinn að nýju skátaheimili. Guðrún Benediktsdóttir. Tapað/fundið Grá yrjótt ullarpeysa tapaðist GRÁ yijótt ullarpeysa tap- aðist við Álftamýrarskóla 20. júní eftir hádegið. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 553-1089 eftir kl. 17. Skjalataska tapaðist í maí BRÚN skjalataska með pappíram í tapaðist 23. maí, líklega á strætis- vagnastöð við Vesturgötu eða á svæðinu frá Ægis- götu og niður að Garða- stræti. Uppl. í síma 552-5430 eða 551-6875. Úr og körfubolti töpuðust í Hafnarfirði UNGUR piltur í unglinga- vinnu í Hafnarfirði tapaði úrinu sínu við Mosabarð um miðjan júní. Einnig tapaði hann körfuboltan- um sínum, tegund Orlando Magie, við Hvaleyrarskóla í maí. Þeir sem hafa orðið varir við þessa hluti era beðnir að hringja í síma 565-2337. Fundarlaun. Hjól fannst MOONGOOSE-hjól fannst við Vallengi sl. laugar- dagskvöld. Eigandinn má vitja þess í síma 586-1084 Dýrahald Snúður er týndur í Grafarvogi MIG langar að tilkynna hvarf á kettlingi sem hvarf 22. júní frá Beijarima í Grafarvogi. Kettlingurinn er 3 mánaða gamall, svart- ur og hvítur að lit. Andlitið er hvítt frá augum og nið- ur eftir bringu og kviði, loppurnar eru með breiðri hvítri rönd upp eftir fótun- um að framan. Tveir drengir tóku hann úr garði okkar í Beijarima 16 þar sem hann var við leik með mömmu sinni. Hann var ekki merktur en heitir Snúður. Hans er sárt sakn- að af heimilinu. Allar upp- lýsingar eru vel þegnar í síma 587-6087. Kettlinga vantar heimiii TVÖ kettlingakrútt bráð- vantar gott og ástríkt heimili þar sem þeir geta verið í friði. Þeir eru þriggja mánaða og kassa- vanir. Uppl. í síma 552-0834. Tveir kettlingar þurfa heimili TVEIR átta vikna gamlir, kassavanir kettlingar þurfa að eignast góð heimili. Annar er bröndóttur, hinn svartur með hvítar loppur. Áhugasamir dýravinir eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 565-6377. Fjórir kettlingar óska eftir heimili FJÓRIR fallegir kettling- ar, algerir snyrtipinnar, óska eftir góðum heimilum sem fyrst. Uppl. í síma 565-3672 eða 555-0515 (Þorgerður). SKÁK Umsjón Margeir Pétursson ÞESSI stutta skák var tefld á Evrópumeistara- móti landsliða í Pula í Króatíu í vor. Hvítt: Bel- otti (2.405), Ítalíu, svart: Grabarczyk (2.480), Pól- landi, skoski leikurinn, 1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - exd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rxc6 - bxc6 6. e5 - De7 7. De2 - Rd5 8. c4 - Rb6 9. g3 - g6 10. Rd2 - Bg7 11. Rf3 - 0-0 12. Bg5 - De6 13. 0-0-0?! (Byijun hvíts er mis- heppnuð) 13. - a5 14. Kbl - Ba6 15. Hcl - Hfb8 16. Hc2 og nú höfum við stöðuna á stöðumyndinni: 16. - Rxc4 17. Hxc4 - Hb4 (Annar skemmtilegur vinningsleikur var 17. - d5, því ef hvítur drepur í framhjáhlaupi ogleikur 18. exd6 þá á svartur 18. - Hxb2+) 18. Rd2 - Bxc4 19. Rxc4 - Df5+ 20. Dd3 - Dxg5 21. Dxd7 - Hd8 22. h4 - Hxd7 og hvítur gafst upp. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNIHREKKVÍSI Víkverji skrifar... AÐ er ekki á hveijum degi sem starfsmenn Morgunblaðsins drekka kaffi með forseta íslands á Bessastöðum. Víkveiji varð þess heiðurs aðnjótandi sl. sunnudag að sitja fund með forsetanum á Bessa- stöðum ásamt starfsystkinum, þar sem starfsaðstaða fjölmiðla í tengsl- um við opinberar heimsóknir var til umræðu. XXX FORSETINN bauð viðstöddum upp á kaffi og það vakti sér- staka athygli Víkveija, þegar þjón- ustustúlkan bar fram kaffið, að hún bauð forsetanum fyrst að fá sér kaffi, hvað hann þáði. Þessu næst bauð hún forsetaritara kaffibolla, sem hann þáði ekki, og loks var komið að því að gestunum væri boðið upp á kaffíbolla! Víkveiji telur að forsetaembættið sé með þessu að taka upp erlenda siði hinna kon- ungbornu, sem eru framandlegir og beinlínis ógeðfelldir í íslensku samfélagi. Hér á landi er fyrir því rótgróin og elskuleg hefð, sem ein- att gengur undir nafninu „íslensk gestrisni", að gestgjafinn, hver sem hann er, býður gestum sínum fyrst upp á veitingar og hugar í kjölfar þess að eigin þörfum. XXX VEGIR Guðs eru órannsakan- legir, það vitum við öll. En það eru vegir Pósts og síma líka. Mönnum er ugglaust í fersku minni að siglingakeppni frá Bretlandi lauk hér í Reykjavíkurhöfn á þjóðhátíð- ardaginn. Það var The Royal Plymouth Yacht Club, sem stóð fyrir keppninni, sem þótti takast mæta vel. Skömmu eftir að keppn- inni lauk barst bréf hingað til lands, sem sent var frá ofangreindum sigl- ingaklúbbi og átti að berast til for- manns Siglingaklúbbs íslands. Bréfið endaði, samkvæmt upplýs- ingum Víkveija, á skrifborði í for- sætisráðuneytinu! Hveijar skyldu svo skýringar þessa vera? Jú, á umslagi bréfsins var ritað: The President of the Icelandic Yacht Club. Auðvitað eru þeir ekki seinir á sér í póstþjónustunni að leggja saman tvo og tvo og fá út fimm. Þeir sjá á umslaginu President, sem þýðir jú forseti, og þar af leiðandi kemur þeim enginn í hug nema Ólafur Ragnar Grímsson, en sú var tíðin að forsetaembættið og forsæt- isráðherraembættið deildu húsa- kynnum í Stjórnarráðshúsinu, þótt nú um stundir sé hvorugt embættið með skrifstofur sínar þar. xxx KANNSKI er það sem gerðist þarna hjá Pósti og síma ekki svo ósvipað því sem iðulega mun gerast með póst sem sendur er frá Boston í Bandaríkjunum hingað til íslands. í Boston býr mikill fjöldi íra og munu þeir margir starfa við póstþjónustuna þar í borg. Víkveiji þekkir mörg dæmi þess, að bréf og aðrar póstsendingar sem áttu að fara til íslands (Iceland á ensku) höfðu viðkomu á Irlandi (Ireland á ensku) einfaldlega vegna þess að þeir sem flokkuðu póstinn lásu rangt á umslög og umbúðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.