Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 25.06.1997, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ í undirbún- ingi er að koma á fót skemmtigarði í Hong Kong tileinkuðum kvikmynd- um Jackie ! Chan. Hong ■r Kong, hafa tekiðaðsérað meta hugmyndir opinberraaðilaumupp- byggingu á sérstöku kvik- myndasvæði. Hugmyndin er að MYNDBÖNDMVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Hong Kong á krossgötum byggja upp kvikmyndaver, kvik- myndasöfn, skemmtigarða, og hótel á eyjunum Ma Wan og Tsing Yi. Hjá Golden Harvest Films er þegar hafinn undirbúningur að skemmtigarði tileinkuðum kvik- myndum þeirra stærstu stjörnu, Jackie Chan. ► ÞAÐ eru ekki allir sem kvíða yfirtöku kínverskra stjórnvalda á Hong Kong. Margt starfsfólk í kvikmyndaiðnaðinum þar vonast t.d. til að samvinna við kínverska kvikmyndagerðarmenn hleypi nýju fjöri í framleiðsluna. Und- anfarin ár hefur kvikmyndafram- leiðsla í Hong Kong dregist saman og einnig hagnaðurinn. Kvik- myndagerðarmenn binda þess " / vegna vonir sínar við að samrunn- inn færi þeim nýjar fjármögnun- arleiðir, nýtt hæfileikafólk, og nýja uppbyggingu á iðnaðinum. Enginn á þó von á því að breyt- ingar komi strax í kjölfar yfirtöku Kína. Hinn nýskipaði leiðtogi Hong Kong, Tung Chee-hwa, mun hafa í mörg horn að líta og kvik- myndagerð líklega ekki ofarlega á forgangslistanum. Menn virðast þó tilbúnir til að bíða um stund í þeirri trú að kínverskir leiðtogar átti sig á því að það er þeim í hag að Hong Kong kvikmyndaiðnað- urinn vaxi á ný. Sá vöxtur kæmi til með að færa yfirvöldum pening og væri jafnframt menningarleg lyftistöng. Erlendir kvik- myndagerðarmenn ætla ekki að missa af væntanlegri hagsæld og hafa sumir þegar sett upp útibú í Hong Kong eða stofnað til samvinnu við innlend fyrir- tæki. Fyrirtæki Francis Ford Coppola, American Zoetrope, hefur komið á fót framleiðslufyr- irtæki í Hong Kong, og það sama hefur kvikmyndaleikstjórinn Wa- yne Wang gert með Chrome Dragon. Sljórnarmenn annars fyrirtækis, Phoenix Pictures, hafa verið í viðræðum við eigend- ur kvikmyndaversins Media Asia um að framleiða myndir fyrir kínverska markaðinn og einnig myndir fyrir alþjóðamarkaðinn. Ferðamálafrömuðir í Hong Kong vilja einnig byggja upp kvikmyndaiðnaðinn en þeir sjá það sem aðferð til þess að halda í blómlegan ferðamanna- iðnaðinn. Yfirmenn hjá Golden Harvest Films, einu fjöl- hæfasta kvik- mynda- stúdíói Ljósmyndasýning Morgunblaðsins í Borgarnesi m Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1995 og 1996. í Sparisjóði Mýrasýslu hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Sýningin stendur til föstudagsins 4. júlí og er opin á afgreiðslutíma sparisjóðsins. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. Ég mæli með Áhrifavaldar æskuáranna Benedikt Ingólfs- son háskóla- og söngnemi BENEDIKT segir myndbandagláp sitt vera í meðallagi „miði maður við aðra fulltrúa hinnar afþreying- arsinnuðu X-kynslóðar sem ég tilheyri víst samkvæmt am- erískum staðli. Reyndar kýs ég frekar að kvikmyndahús virkilega gimiieg- ■ J er að ræða en mynd- bandið er vissulega prýðilegur valkost- ur þegar slík iðja hentar manni. Og þá fer maður yfirleitt á Klapparstíg- inn þar sem úrvalið er myndarlegast og viðmótið elskulegast. Þessar myndir sem ég vel myndi ég ekki endilega sitja á lista yfir bestu mynd- ir allra tíma, en fyrir ýmsar sakir eru þær samt í uppáhaldi hjá mér ásamt fleiri myndum. Þær eiga það flestar sammerkt að hafa öðlast dálæti mitt fyrir mörgum árum þegar ég var bam eða unglingur, þótt vissulega höfði þær til manns á fleiri forsendum nú en þá.“ ef ... if ...-1968 Leikstjóri: Lindsey Anderson. Malc- olm McDowell, David Wood, Richard Warwick og Christine Noonan. „Þessi mynd gerist í breskum, íhalds- sömum heimavistarskóla í lok sjö- unda áratugarins. í myndinni á skól- innn að öllum líkindum að vera tákn fyrir staðnaðar valdastofnanir og afturhaldsöfl samfélagsins. Nokkrir nemendur, sem ekki hlíta aganum sem skyldi, gera uppreisn í lok mynd- arinnar — nærtækt umfjöllunarefni árið 1968. Myndin hafði talsvert mikil áhrif á skopskyn mitt og bróð- ur míns þegar við sáum hana ungir í sjónvarpinu enda er Malcolm McDowell óborganlegur í henni þótt vart fái hann þá einkunn fyrir starf sitt um þessar rnundir." Ekki horfa núna Don’t Look Now -1973 Leikstjóri: Nicolas Roeg. Julie Christie, Donald Sutherland og Hilary Mason. „Ég er feginn því að þegar ég fór til Feneyja á sínum tíma var það ekki um hásumarið í túristahá- vaða heldur mjög snemma vors þegar grár, kyrr og draugalegur andblær ríkti á kvöldin á þröngum götunum og við síkin — alveg eins og í þess- ari dularfullu mynd. Magnað og ógn- vekjandi andrúmsloft — rauði dverg- urinn skelfdi mig ákaflega þegar ég sá myndina fyrst og gerir það reynd- ar enn. Þegar ég sá myndina aftur nokkrum árum síðar tók ég eftir því að í henni eiga Donald Sutherland og Julie Christie prýðilega ástarsenu." Morgunblaðið/Jim Smart „ÉG ER svo einkennilega gerður að hafa gaman af sjálfsmeðvituðum persónum úr amerískri borgaralegri og menntaðri millistétt.“ Hjartarbaninn Deer Hunter -1978 Leikstjóri: Michael Cimino. Robert De Niro, John Cazale, John Savage, Meryl Streep, Christopher Walken, George Dzundza og Chuck Aspe- gren. „Vissulega ekki gallalaus mynd en afar áhrifarík fyrir minn smekk. Yfírleitt leiðast mér Víetnam-myndir (að verkum Olivers Stones meðtöld- um) en þetta er heldur ekki dæmi- gerð Víetnam-stríðsmynd. Sam- bandi, eða sambandsleysi, vinanna í þessu einkennilega samfélagi stáliðn- aðarbæjarins í Pennsylvaníu eru gerð sterk skil. Manni verður ósjálfrátt hugsað til harðgerra vina sinna sem erfiða í andsnauðu umhverfí kerskál- ans í álverinu í Straumsvík. Góður leikur og De Niro svíkur ekki frekar en endranær. Lagið fræga í upphafi og lok myndarinnar, sem John Will- iams flytur á gítarinn sinn, er sömu- leiðis einstaklega fagurt." Hanna og systur hennar Hannah and her Sisters -1986 Leikstjóri: Woody Allen. Woody All- en, Michael Caine, Mia Farrow, Carrie Fisher, Barbara Hershey, Lloyd Nolan, Max von Sydow og Dianne Wiest. „Ég gæti alveg eins valið einhveija aðra Woody Allen- mynd, en þessi er með þeim sterk- ari. Bergmaníska alvaran í bland við taugaveiklunarkenndan húmor Al- lens. Leikaraúrvalið er skemmtilegt eins og yfirleitt hjá Allen síðustu ár. Ég er líka svo einkennilega gerður að hafa gaman af þessum sjálfsmeð- vituðu persónum úr amerískri, borg- aralegri og menntaðri millistétt. Samtölin eru áhugaverð, fólkið er yfírleitt afskaplega opinskátt en um leið þjakað af einhverri tilvistar- kreppu sem það er vel að merkja ákaflega meðvitað um. Mia Farrow er auðvitað góða systirin." MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Jólin koma Ofbeldishefð (Jingle All the Way)k k (Violent Tradition)-k ~k'h LeyndarmálRoan Óvæntir fjölskyldu- Inish meðlimir (The Secret ofRoan Inish)-k k 'h (An Unexpected Family)^ ★ ★ Eigi skal skaða Flagð undir fögru skinni (First Do No Harm)-k ★ ★ (Pretty Poison) k 'h Ótti Eiginkona efnamanns (Fear)-k'k'h (The Rich Man’s Wife)+ 'h Jack Djöflaeyjan (Jack)kr k (Djöflaeyjan)k ★ ★ 'h Vondir menn í vígahug Plágan (Marshall Law)-k 'h (The Pest)k ★ ★ Heigi í sveitinni Krákan: Borg englanna (A Weekendin the Country)-k ★ ★ (The Crow: City of Angels)k Köld eru kvennaráð Allt fyrir aurana (The First Wives Club)-k ★ ★ (If Looks Could Kill)'h

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.