Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 56

Morgunblaðið - 25.06.1997, Side 56
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK JAK 55 flugvél Björns á leið í loftið með Makagonovu. Heimsmeistari í listflugi kennir Islendingum TVÖFALDUR heimsmeistari í list- flugi, Kalida Makagonova, er komin hingað til lands til þess að þjálfa ís- lenska listflugmenn. Hún þjálfar landslið Rússa í listflugi og keppir einnig með liðinu. Það var fyrir til- •*tilli Júrí Resetovs, sendiherra Rússa á Islandi, sem Makagonova kemur hingað til lands. Makagonova sýndi listir sínar við Tungubakka í Mosfellsbæ í gær. Þar voru staddir m.a. Arngrímur Jóhannsson, forstjóri Atlanta, sem er r.iikill áhugamaður um listflug, Magnús Nordal og fleiri áhuga- menn. Makagonova flaug JAK 55 listflugvél sem er í eigu Björns Thoroddsen og vöktu tilburðir hennar í lofti óskipta aðdáun við- ^B^ iddra. Engum duldist að þama tlaug heimsmeistari sem á að baki 2.400 flugtíma í listflugi. „Ég er mjög glöð að vera komin hingað til fslands," sagði Maka- gonova í stuttu samtali við Morgun- blaðið í gær eftir sýninguna á Tungubakka. Hún er borin og barn- fædd í Moskvu þar sem hún býr ásamt eiginmanni srnum og sautján ára syni þeirra. „Ég vonast til að geta veitt ís- lenskum atvinnuflugmönnum, sem eru áhugasamir um listflug, ein- hverja tilsögn. Ég vona líka að ég hafi tækifæri til þess að sjá eitthvað af þessu fagra landi og hitta skemmtilegt fólk.“ Makagonova kvaðst vonast til þess að Islendingar sæju sér fært að senda keppnislið í næstu heims- meistarakeppni í listflugi, og hún væri tilbúin að leggja sitt af mörk- um þá tíu daga sem hún verður hér á landi. Bifreiðaskoðun Islands Hlutur ríkisins seldur FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu ákvað á fundi sínum í gær að leggja til við dómsmálaráð- herra að allur hlutur ríkisins í Bifreiðaskoðun íslands verði seldur í dreifðri sölu til almennings með svipuðum hætti og þegar hlutur rík- isins var seldur í Lyfjaversluninni og Jgrðborunum. Um er að ræða 44,6% hlutabréfa í félaginu. Landsbréf hf. munu annast söluna sem áætlað er að fari fram síðar í sumar. Að sögn Skarphéðins Berg Stein- arssonar, deildarstjóra í fjármála- ráðuneytinu og ritara framkvæmda- nefndar um einkavæðingu, hefur Landsbréfum hf. verið falið að ann- ast sölu á hlutabréfum ríkisins í Is- lenska járnblendifélaginu. Um er að ræða sölu á 26,5% hlutabréfa í félag- inu þannig að eftir söluna mun ríkið eiga 12% í Islenska jámblendifélag- inu. ■ Lagt til/16 Úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg Upplýsingar um afla skila sér illa Morgunblaðið/Jim Smart Kalida Makagonova undirbýr sig fyrir brottför. Björn Thoroddsen flugmaður fylgist með. UPPLÝSINGAR frá öðrum þjóðum en okkur íslendingum um út- hafskarfaaflann á Reykjaneshrygg skila sér ekki með þeim hætti sem samþykkt hafði verið af aðildarþjóð- um NEAFC. Nýjustu tölur frá öðr- um en okkur eru frá 1. júní, þrátt fyrir að tilkynna beri um aflann vikulega. Samþykkt þessi, sem allar aðildarþjóðir voru meðmæltar, gild- ir fyrir úthafskarfa og norsk-ís- lenska síldarstofninn. Að sögn Guðmundar Kristmunds- sonar hjá Fiskistofu hafa aflatölur íslenskra skipa um þessar tegundir verið gefnar út vikulega, en mjög brösuglega hefur gengið að fá afla- tölur annarra þjóða. Nýjustu tölur um úthafskarfaafla annarra þjóða eru frá 1. júní sl., en aðild að NEAFC eiga Danmörk fyrir hönd Færeyja og Grænlands, Evrópu- sambandið, ísland, Noregur, Pól- land og Rússland. Guðmundur segir að ógemingur sé að fylgjast með því hversu mikill heildaraflinn á Reykjaneshrygg sé orðinn því fyrir utan gloppóttar upplýsingar aðild- arlandanna, sé á svæðinu fjöldi veiðiskipa frá löndum sem standa utan NEAFC og hafa því ekki skyldur gagnvart þeim félagsskap. ■ Dræm veiði þarf/C3 Framkvæmdastjóri Básafells hf. um flutning viðskipta frá SH yfir til ÍS Ekki ráölegt að vera hjá báðum sölusamtökunum STJÓRN Básafells hf. hefur að tillögu fram- kvæmdastjóra félagsins samþykkt samhljóða að færa þau viðskipti, sem áður voru hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hf., yfir til íslenskra sjáv- arafurða hf. Amar Kristinsson, framkvæmdastjóri Bása- fells, neitar því alfarið að ÍS hafi boðið betur en SH. Engar viðræður um slíkt hafi farið fram við sölusamtökin. „Á hinn bóginn ef skoðaður er hjá okkur hluthafalistinn, er ljóst að hluthafablokkin IS-megin er stærri en sú sem tengd er SH þó /^keljungur, Burðarás og Jöklar séu hluthafar hjá okkur Uka. Þetta er alfarið mín ákvörðun. Hefði ég tekið ákvörðun á hinn veginn á ég ekki von á því að ég hefði verið beittur neinum þrýstingi heldur," sagði Arnar. „Eftir að hafa farið yfir stöðuna og skoðað mál- ið fram og til baka, tók ég þá ákvörðun að ekki væri ráðlegt að vera hjá báðum sölusamtökunum. Ég stóð frammi fyrir því að þurfa að velja á milli sölusamtakanna og valdi ÍS. Mér fannst það ekki vera valkostur í stöðunni að frysta rækjan færi yfir til SH sem er með mjög mikið af frystri rækju á sinni könnu fyrir og margar stórar rækjuverksmiðjur. Að mínu áliti hafði SH ekkert með það að gera að bæta við sig verksmiðjum," sagði Arnar. Kemur ekki á óvart Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi ákvörðun stjóm- ar Básafells hefði ekki komið sér á óvart í ljósi aðdraganda sameiningarinnar þegar fyrir hafi legið að meirihlutaeigendur félagsins væru sam- starfsaðilar Islenskra sjávarafurða. Að sögn Arnars kemur þessi ákvörðun auðvit- að í kjölfar þess að ákveðið var að loka bolfisk- vinnslu fyrrum Norðurtangans á Isafirði sem var stærsti framleiðandinn fyrir SH. Hún framleiddi um tvö þúsund tonn af frystum afurðum á ári síð- ustu árin, en mun meira á árum áður Amar segir að SH sé í raun að missa meiri viðskipti heldur en ÍS er að fá. „SH er að missa bolfiskvinnsluna, sem tilheyrði Norðurtanganum. Hún verður lögð niður og fer þar af leiðandi ekki til ÍS. Frystitogarinn Orri IS, sem áður var í eigu Norðurtangans, flyst hins vegar frá SH yfir til ÍS. Síðan kemur eitthvað til með að verða fryst af bolfiski á Flateyri og færist sala á þeirri framleiðslu frá SH og yfir til ÍS, en áhersla verð- ur lögð á saltfisk á Flateyri sem seldur verður í gegnum smærri söluaðila ásamt niðursoðinni rækju. ÍS er hvorki seljandi saltfisks né niður- soðinnar rækju.“ Verðmæti framleiðslu Kambs á Flateyri og Norðurtangans á ísafirði sem SH sá um sölu á nam um 900 milljónum króna í fyrra. Arnar áætl- ar að IS komi nú til með að selja um 60% af veltu fyrirtækisins, en áætlað er að velta þess verði á þessu ári 3,7 milljarðar króna. Morgunblaðið/J úlíus Niðurrif samkvæmt áætlun NIÐURRIF á Víkartindi í Háfs- fjöru gengur samkvæmt áætlun, en verið er að hluta skipsflakið í sund- ur og annast bandaríska björgun- arfyrirtækið Titan það verk í um- boði tryggingarfélags skipsins. Bú- ið er að flytja brú og framenda skipsins upp í Qöruna og verið er að vinna að því að taka vélarrúmið af skipinu. A myndinni sem tekin er úr brúnni sést framendinn og það sem eftir er af skipinu í flæð- armálinu. Brotajárnið sem safnast hefur fyrir úr Víkartindi er ennþá allt í Háfsfjöru sem er nú ófær öllum stórum farartækjum og því ekki hægt að flytja brotajárnið í burtu. Telja menn að ekki verði hægt að flytja járnið til Reykjavíkur fyrr en sandurinn frýs næsta haust. Gerð- ur hefur verið samningur við Hr- ingrás hf. um að hirða brotajárnið úr fjörunni og flytja það til Reykja- víkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.