Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 1
142. TBL. 85. ÁRG.
Friðar-
áætlanir í
Kongó út
um þúfur
Brazzaville, París. Reuter.
BORGARASTRÍÐ geisar nú í
Brazzaville, höfuðborg Kongós.
Bardagar brutust út í fyrradag á
milli hersveita Pascals Lissoubas
forseta og Denis Sassou Nguesso í
Brazzaville í Kongó og héldu þeir
áfram af fullri hörku í gær.
Bardagarnir, sem rufu vikugam-
alt vopnahlé, standa um flugvöllinn í
borginni. Þeir hafa slegið mjög á
vonir manna um komu samninga-
nefndar á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, þar sem stofnunin hefur sett
vopnahlé og afvopnun flugvallarins
sem skilyrði fyrir afskiptum af mál-
inu.
Aðstoðarmaður Denis Sassou
Nguesso sagði á miðvikudag að þeir
hefðu ráðist á flugvöllinn eftir að
forsetinn neitaði að flytja herlið sitt
þaðan eins og vopnahléssamkomu-
lag kvæði á um.
Bardagar héldu áfram um flug-
völlinn í gær. Síðustu erlendu hjálp-
arstarfsmennirnir sem eftir voru í
Kongó flýðu þá landið, þar sem bar-
dagamir lömuðu starfsemi þeirra.
Yfír eitt þúsund
manns fallið
Bardagamir hafa hrundið af stað
nýrri öldu flóttafólks frá Brazza-
ville. Milli 1.000 og 3.000 manns
hafa fallið í borginni frá því bardag-
ar brutust út í byrjun júní. Þá hafa,
að sögn talsmanns Rauða krossins,
a.m.k. 17.000 manns flúið borgina
en yfirráð yfir henni skiptast nú
milli þriggja fylkinga; þeirra Lis-
souba forseta, Sassous Nguesso,
sem var áður forseti, og borgar-
stjórans Bernard Kolelas.
Alnetslög
brot á
tjáningar-
frelsi
Washington. Reuter.
HÆSTIRÉTTUR í Bandaríkj-
unum felldi í gær sögulegan
dóm, er hann ógilti lög sem
setja miklar skorður við
ósæmilegu myndefni og texta á
alnetinu. Telja dómarar hæsta-
réttarins lögin brot á stjórnar-
skrárákvæði um tjáningar-
frelsi.
Úrskurður hæstaréttarins
er talinn mikið áfall fyi-ir
stjórn Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta, sem lét setja lögin
árið 1996 en þau banna dreif-
ingu klámefnis til þeirra sem
ekki hafa náð 18 ára aldri. Eru
viðurlög við þeim allt að
tveggja ára fangelsi.
Hæstiréttm' staðfesti með
úrskurði sínum dóm sem felld-
ur var í Philadelphiu en þetta
er í fyrsta sinn sem hæstirétt-
ur beitir ákvæðum bandarísku
stjórnarskrárinnar tii verndar
tjáningarfrelsinu gegn hinu
giáðarstóra og umfangsmikla
alneti.
STOFNAÐ 1913
72 SÍÐUR B/C
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Flaggað
í fagnað-
arskyni
Bandaríkjaforseti ávarpar Umhverfisráðstefnu SÞ
Ströngum losunar-
mörkum hafnað
DRYKKJASALI í Peking dregur
reiðhjól sitt framhjá kínverskum
fánum sem flaggað er í tilefni af
því að Bretar afhenda Kínverjum
Hong Kong um mánaðamótin. Kín-
versk stjórnvöld hafa reynt að
vekja þjóðernisvitund þegnanna í
aðdragandanum að því að Kína
endurheimti brezku borgnýlend-
una og hafa fyrirskipað að þjóðfán-
inn sjáist sem víðast við hún.
Stjórnarskiptin í Hong Kong
hafa víða vakið blendnar tilfinn-
ingar. Meðal þeirra sem fylgjast
vel með því sem fram fer eru íbúar
portúgölsku nýlendunnar Macao,
en hún verður afhent Kfnverjum
árið 1999.
John Chang, utanríkisráðherra
Tævan, sagði í gær að Tævanar
muni fylgjast vel með framvind-
unni í Hong Kong og að þeir óski
íbúum þar alls hins bezta. Hann
tók hins vegar fram að ekki standi
til að Tævan fylgi í kjöifarið og
sameinist meginlandi Kína.
■ Saka Breta/23
Samcinuðu þjóðunum. Reuter.
í ÁVARPI Bills Clintons, forseta
Bandaríkjanna, á Umhverfísráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ),
er heitið stuðningi Bandaríkjanna
við að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda og eiturefna út í and-
rúmsloftið, en í ræðunni er þeim
mikla samdrætti slíkrar losunar
sem Evrópusambandsríkin leggja
til að iðnríkin setji sér sem tak-
mark hafnað sem „óraunsæu"
markmiði.
Hörð gagnrýni
Evrópuríkja
Ávarp Clintons var á dagskrá
ráðstefnunnar í nótt, að íslenskum
tíma, en í gærkvöldi var greint frá
inntaki ræðu forsetans á blaða-
mannafundi. Evrópuríki hafa
gagnrýnt Bandaríkin harkalega á
ráðstefnunni, sem staðið hefur í
Þróunarlöndum
heitið aðstoð
viku, fyrir að vilja ekki setja skýr
markmið um samdrátt í notkun
lofttegunda sem valda gróðurhúsa-
áhrifum, og þriðjaheimsríki hafa
gagnrýnt Bandaríkin fyrir að neita
þeim um aðstoð.
Að sögn embættismanna boðar
Clinton í ræðunni að Bandaríkin
hyggist veita einum milljarði
bandai'íkjadala til að hjálpa þróun-
arlöndum að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda. Þetta fé mun
að mestum hluta koma úr sjóðum
sem þegar voru ætlaðir til efna-
hagsaðstoðar við erlend ríki.
Frá því fyrsta Umhverfísráð-
stefnan var haldin í Rio de Janeiro
fyi'ii' fimm árum hafa Bandaríkin
heldur aukið losun efna sem auka
gróðm-húsaáhrif, dregið úr fram-
lögum til aðstoðar fátækum ríkjum
og ekki gengið að skilmálum al-
þjóðlegs samnings um verndun
fjölbreytni lífríkisins. Clinton var í
gær sagður ætla að lýsa því yfir í
ræðu sinni að Bandaríkin, mesti
loftmengunarvaldur heims, væru
„tvímælalaust ábyrg“ fyrir því að
hafa hemil á losun koltvísýrings.
Tillögur um losunarmörk
lagðar fram í desember
í ræðunni er því ennfremur heit-
ið, að á alþjóðlegri ráðstefnu um
gróðurhúsaáhrifin í Kyoto í desem-
ber nk. ætli Bandaríkin að leggja
til „raunhæf og bindandi mörk sem
munu draga til muna úr losun
gróðurhúsalofttegunda."
Reuter
Daufleg vist
um borð í MÍR
Koroljov. Reuter.
GEIMFARANNA þriggja um
borð í rússnesku geimstöðinni
MÍR bíður tveggja vikna dapurleg
vist þar til birgðafar er væntanlegt
með tæki og búnað til að gera við
skemmdir, sem urðu á stöðinni eft-
ir árekstur við ómannað birgðafar
á miðvikudag.
Atvikið þykir hið alvarlegasta í
11 ára sögu MÍR en þar hefur
hvert óhappið rekið annað. Hefur
það að nýju vakið efasemdir um ör-
yggi rússneskra geimfara. Er
ástandið eitt það hættulegasta frá
því 1970 er áhöfn bandaríska
tunglfarsins Apollo 13 varð að yfir-
gefa það eftir sprengingu um borð.
Þykir það jafnast við kraftaverk að
henni skyldi takast að komast heilu
og höldnu til jarðar um borð í
tunglferju geimfarsins.
Miklir erfiðleikar steðja að áhöfn-
inni vegna orkuskorts og er meðal
annars hermt, að af þeim sökum
verði það mikið vandaverk og erfitt
að lenda birgðafarinu klakklaust við
MÍR.
Ekki í bráðri hættu
Júrí Koptev, forstjóri rússnesku
geimferðastofnunarinnar, sagði í
gær að geimfararnir þrír í MIR
væru ekki í bráðri hættu og ekki
væri ráðgert að kalla þá heim. Félli
loftþrýstingur í stöðinni þó niður í
þriðjung þess sem hann venjulega
væri yrði þeim skipað að fara í
flóttafar sitt, sem er af gerðinni
Sojuz TM-25. Fimmta stigs neyð-
arástand er um borð í MÍR en við
sjöunda stigs ástand er geimstöðin
sjálfkrafa yfirgefin.
■ Þurfa að híma/22
Þjáning
til dýrðar
guðunum
„LÚSÍFER" eða svokallaður
„skæradansari" í Ayacucho-
fjallahéraðinu í Perú rennir fimm
metra löngum stálvír í gegnum
vörina á sér í því skyni að sanna
vald sitt yfir líkamanum. Með
þátttöku í árlegri „skæra-
danskeppni" leggja afkomendur
Inka-indíána rækt við hefðir
þeirrar fornu menningarþjóðar
sem felast í því að dansa í skraut-
legum búningum með stórum
málmstöngum sem beitt er sem
Reuter
skærum í dansinum, en með því
er ætlunin að vekja upp andana.
Meðal annarra þrekrauna sem
skæradansararnir ganga í gegn-
um er glerát, eldganga og að
stinga vírbútum í líkamann til að
sýna andlegan styrk og nálægð
við guðina og hina illu anda.