Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 1
142. TBL. 85. ÁRG. Friðar- áætlanir í Kongó út um þúfur Brazzaville, París. Reuter. BORGARASTRÍÐ geisar nú í Brazzaville, höfuðborg Kongós. Bardagar brutust út í fyrradag á milli hersveita Pascals Lissoubas forseta og Denis Sassou Nguesso í Brazzaville í Kongó og héldu þeir áfram af fullri hörku í gær. Bardagarnir, sem rufu vikugam- alt vopnahlé, standa um flugvöllinn í borginni. Þeir hafa slegið mjög á vonir manna um komu samninga- nefndar á vegum Sameinuðu þjóð- anna, þar sem stofnunin hefur sett vopnahlé og afvopnun flugvallarins sem skilyrði fyrir afskiptum af mál- inu. Aðstoðarmaður Denis Sassou Nguesso sagði á miðvikudag að þeir hefðu ráðist á flugvöllinn eftir að forsetinn neitaði að flytja herlið sitt þaðan eins og vopnahléssamkomu- lag kvæði á um. Bardagar héldu áfram um flug- völlinn í gær. Síðustu erlendu hjálp- arstarfsmennirnir sem eftir voru í Kongó flýðu þá landið, þar sem bar- dagamir lömuðu starfsemi þeirra. Yfír eitt þúsund manns fallið Bardagamir hafa hrundið af stað nýrri öldu flóttafólks frá Brazza- ville. Milli 1.000 og 3.000 manns hafa fallið í borginni frá því bardag- ar brutust út í byrjun júní. Þá hafa, að sögn talsmanns Rauða krossins, a.m.k. 17.000 manns flúið borgina en yfirráð yfir henni skiptast nú milli þriggja fylkinga; þeirra Lis- souba forseta, Sassous Nguesso, sem var áður forseti, og borgar- stjórans Bernard Kolelas. Alnetslög brot á tjáningar- frelsi Washington. Reuter. HÆSTIRÉTTUR í Bandaríkj- unum felldi í gær sögulegan dóm, er hann ógilti lög sem setja miklar skorður við ósæmilegu myndefni og texta á alnetinu. Telja dómarar hæsta- réttarins lögin brot á stjórnar- skrárákvæði um tjáningar- frelsi. Úrskurður hæstaréttarins er talinn mikið áfall fyi-ir stjórn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, sem lét setja lögin árið 1996 en þau banna dreif- ingu klámefnis til þeirra sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Eru viðurlög við þeim allt að tveggja ára fangelsi. Hæstiréttm' staðfesti með úrskurði sínum dóm sem felld- ur var í Philadelphiu en þetta er í fyrsta sinn sem hæstirétt- ur beitir ákvæðum bandarísku stjórnarskrárinnar tii verndar tjáningarfrelsinu gegn hinu giáðarstóra og umfangsmikla alneti. STOFNAÐ 1913 72 SÍÐUR B/C FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flaggað í fagnað- arskyni Bandaríkjaforseti ávarpar Umhverfisráðstefnu SÞ Ströngum losunar- mörkum hafnað DRYKKJASALI í Peking dregur reiðhjól sitt framhjá kínverskum fánum sem flaggað er í tilefni af því að Bretar afhenda Kínverjum Hong Kong um mánaðamótin. Kín- versk stjórnvöld hafa reynt að vekja þjóðernisvitund þegnanna í aðdragandanum að því að Kína endurheimti brezku borgnýlend- una og hafa fyrirskipað að þjóðfán- inn sjáist sem víðast við hún. Stjórnarskiptin í Hong Kong hafa víða vakið blendnar tilfinn- ingar. Meðal þeirra sem fylgjast vel með því sem fram fer eru íbúar portúgölsku nýlendunnar Macao, en hún verður afhent Kfnverjum árið 1999. John Chang, utanríkisráðherra Tævan, sagði í gær að Tævanar muni fylgjast vel með framvind- unni í Hong Kong og að þeir óski íbúum þar alls hins bezta. Hann tók hins vegar fram að ekki standi til að Tævan fylgi í kjöifarið og sameinist meginlandi Kína. ■ Saka Breta/23 Samcinuðu þjóðunum. Reuter. í ÁVARPI Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna, á Umhverfísráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ), er heitið stuðningi Bandaríkjanna við að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda og eiturefna út í and- rúmsloftið, en í ræðunni er þeim mikla samdrætti slíkrar losunar sem Evrópusambandsríkin leggja til að iðnríkin setji sér sem tak- mark hafnað sem „óraunsæu" markmiði. Hörð gagnrýni Evrópuríkja Ávarp Clintons var á dagskrá ráðstefnunnar í nótt, að íslenskum tíma, en í gærkvöldi var greint frá inntaki ræðu forsetans á blaða- mannafundi. Evrópuríki hafa gagnrýnt Bandaríkin harkalega á ráðstefnunni, sem staðið hefur í Þróunarlöndum heitið aðstoð viku, fyrir að vilja ekki setja skýr markmið um samdrátt í notkun lofttegunda sem valda gróðurhúsa- áhrifum, og þriðjaheimsríki hafa gagnrýnt Bandaríkin fyrir að neita þeim um aðstoð. Að sögn embættismanna boðar Clinton í ræðunni að Bandaríkin hyggist veita einum milljarði bandai'íkjadala til að hjálpa þróun- arlöndum að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda. Þetta fé mun að mestum hluta koma úr sjóðum sem þegar voru ætlaðir til efna- hagsaðstoðar við erlend ríki. Frá því fyrsta Umhverfísráð- stefnan var haldin í Rio de Janeiro fyi'ii' fimm árum hafa Bandaríkin heldur aukið losun efna sem auka gróðm-húsaáhrif, dregið úr fram- lögum til aðstoðar fátækum ríkjum og ekki gengið að skilmálum al- þjóðlegs samnings um verndun fjölbreytni lífríkisins. Clinton var í gær sagður ætla að lýsa því yfir í ræðu sinni að Bandaríkin, mesti loftmengunarvaldur heims, væru „tvímælalaust ábyrg“ fyrir því að hafa hemil á losun koltvísýrings. Tillögur um losunarmörk lagðar fram í desember í ræðunni er því ennfremur heit- ið, að á alþjóðlegri ráðstefnu um gróðurhúsaáhrifin í Kyoto í desem- ber nk. ætli Bandaríkin að leggja til „raunhæf og bindandi mörk sem munu draga til muna úr losun gróðurhúsalofttegunda." Reuter Daufleg vist um borð í MÍR Koroljov. Reuter. GEIMFARANNA þriggja um borð í rússnesku geimstöðinni MÍR bíður tveggja vikna dapurleg vist þar til birgðafar er væntanlegt með tæki og búnað til að gera við skemmdir, sem urðu á stöðinni eft- ir árekstur við ómannað birgðafar á miðvikudag. Atvikið þykir hið alvarlegasta í 11 ára sögu MÍR en þar hefur hvert óhappið rekið annað. Hefur það að nýju vakið efasemdir um ör- yggi rússneskra geimfara. Er ástandið eitt það hættulegasta frá því 1970 er áhöfn bandaríska tunglfarsins Apollo 13 varð að yfir- gefa það eftir sprengingu um borð. Þykir það jafnast við kraftaverk að henni skyldi takast að komast heilu og höldnu til jarðar um borð í tunglferju geimfarsins. Miklir erfiðleikar steðja að áhöfn- inni vegna orkuskorts og er meðal annars hermt, að af þeim sökum verði það mikið vandaverk og erfitt að lenda birgðafarinu klakklaust við MÍR. Ekki í bráðri hættu Júrí Koptev, forstjóri rússnesku geimferðastofnunarinnar, sagði í gær að geimfararnir þrír í MIR væru ekki í bráðri hættu og ekki væri ráðgert að kalla þá heim. Félli loftþrýstingur í stöðinni þó niður í þriðjung þess sem hann venjulega væri yrði þeim skipað að fara í flóttafar sitt, sem er af gerðinni Sojuz TM-25. Fimmta stigs neyð- arástand er um borð í MÍR en við sjöunda stigs ástand er geimstöðin sjálfkrafa yfirgefin. ■ Þurfa að híma/22 Þjáning til dýrðar guðunum „LÚSÍFER" eða svokallaður „skæradansari" í Ayacucho- fjallahéraðinu í Perú rennir fimm metra löngum stálvír í gegnum vörina á sér í því skyni að sanna vald sitt yfir líkamanum. Með þátttöku í árlegri „skæra- danskeppni" leggja afkomendur Inka-indíána rækt við hefðir þeirrar fornu menningarþjóðar sem felast í því að dansa í skraut- legum búningum með stórum málmstöngum sem beitt er sem Reuter skærum í dansinum, en með því er ætlunin að vekja upp andana. Meðal annarra þrekrauna sem skæradansararnir ganga í gegn- um er glerát, eldganga og að stinga vírbútum í líkamann til að sýna andlegan styrk og nálægð við guðina og hina illu anda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.