Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Árni Elíasson
fæddist í Helg-
árseli í Garðsárdal
í Eyjafirði 12. októ-
ber 1904. Hann lést
á Landspítalanum
að morgni mánu-
dagsins 23. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Elías Árnason og
Sigurmunda Sig-
mundsdóttir í Helg-
árseli. Þau eignuð-
ust tíu börn og
komust átta þeirra
á Iegg. Árni var sjö-
unda barn hjónanna í Helgárs-
eli. Fjóla á Syðra-Seli í Hruna-
mannahreppi er ein systkin-
anna á lífi. Látin eru Sigrún,
Eiríkur, Líney, Sigurbjörg,
Emma og Elín.
Árni ólst upp í Helgárseli en
flutti ungur suður og bjó þar
síðan. Hann sótti um skeið sjó-
inn frá Kotvogi í Höfnum og
kynntist þá lífsförunaut sínum,
Fanneyju Gunnlaugsdóttur, f.
7.9. 1914, d. 1.12. 1994. Þau
gengu í hjónaband 11. nóvem-
ber 1933 og eignuðust sjö börn.
Þau eru: Hildur, f. 22.6. 1934,
d. 15.8. 1934; Elías Hilmar, f.
25.11. 1935, k. Steinvör Sigurð-
ardóttir; Gunnlaugur Örn, f.
15.2. 1939, k. Sólveig Helga-
Hann fæddist norður í Eyjafirði,
það var sveitin hans. Þangað fannst
honum gaman að fara, þó ekki
væri nema í huganum. Arka um
Garðsárdal, þar sem hann þekkti
hveija þúfu og hvern stein. Minnast
þess þegar hann gekk um fjöllin á
degi hverjum, allt haustið og færði
björg í bú með því að skjóta ijúpu,
sem var flutt í skip og seld til út-
landa. Þá var vertíð, þúsundir fugla
lágu í valnum og veiðimaðurinn
lærði að umgangast náttúruna,
elska dýrin og virða bráðina. Hann
var frár á fæti og arkaði um ijöll
og dal, sumar og vetur. Hann var
dugmikill í vinnu og dró heldur
ekki af sér í leik. Hann unni góðum
félagsskap og var hvers manns
hugljúfi.
Þessi góði sonur Garðsárdals er
fallinn frá. En verkin hans lifa og
viðmótið gleymist ekki þeim fjöl-
mörgu sem fengu að njóta. Eyja-
íjörður varð ekki vettvangur Áma
Elíassonar í starfi, hann fór suður
á vit nýrra ævintýra, fyrst í Hrepp-
ana, í vinnu til Líneyjar systur sinn-
ar, svo suður í Hafnir. Sveitamaður-
inn gjörðist sjómaður og sótti sjóinn
af eljusemi. Það var sjaldnast dans
á rósum að róa til fiskjar og hafið
tók stundum sinn toll. Einu sinni
átti Árni að fara í róður með félög-
um sínum en var þrábeðinn að
skipta um pláss í það sinn. Hann
sá þá aldrei meir, því skipið kom
dóttir; Guðrún Est-
her, f. 13.8. 1940,
m. Jón Haukur
Baidvinsson; Ólafur
Jón, f. 21.6. 1945,
k. Þórunn Bernds-
en; Ómar Þór, f.
9.11. 1950, k. Mar-
grét Pétursdóttir;
Svanhildur Ágústa,
f. 25.10. 1955, m.
Jón Baldvin Hall-
dórsson. Barnabörn
Árna og Fanneyjar
eru 12 og barna-
barnabörnin fjögur.
Árni og Fanney
fluttu frá Kotvogi að Gróttu á
Seltjarnarnesi vorið 1936. Árni
gerðist þar aðstoðarmaður
vitavarðarins og gegndi því
starfi í níu ár. Árið 1945 fluttu
þau hjón upp á Nesið og Árni
fór að vinna í frystihúsinu ís-
birninum. Þar starfaði hann
samfleytt í 34 ár. Hann tók virk-
an þátt í baráttu verkafólksins
fyrir bættum kjörum og var
trúnaðarmaður starfsmanna í
Isbirninum. Árni var virkur
félagi í Verkamannafélaginu
Dagsbrún og sat jafnan þing
Alþýðusambands Islands.
Utför Árna Elíassonar fer
fre.m frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
ekki aftur að landi. Þetta greyptist
í hugann.
Ungi norðanpilturinn, þessi
myndarlagi maður, sá unga og
glæsilega stúlku í Kotvogi, Fann-
eyju Gunnlaugsdóttur. Hún var tíu
árum yngri og lengi taldi hann sig
ekki eiga möguleika á að ná ástum
hennar. En hugirnir féllu saman og
hjónaband þeirra átti eftir að verða
fijósamt, hamingjuríkt og veita
mörgum ánægju, langt út fyrir
nánustu ijölskyldubönd.
Búskapur varð ekki ævistarf
Árna Elíassonar og ekki sjó-
mennska, heldur fiskvinnsla. En
áður fengu sjófarendur á Faxaflóa
að njóta starfskraftanna. Ungu
hjónin í Kotvogi fluttu í Gróttu á
Seltjarnesi, þar sem Árni varð að-
stoðarmaður vitavarðarins. Það var
stríð í heiminum og tíðar skipaferð-
ir í nágrenni Gróttu. Úr vitanum
sást líka stundum til lögbijóta á
sjó. Þeir hrukku í kút við að mæta
sjónauka vitavarðarins í Gróttu
þegar þeir brugðu sínum eigin á
loft til að kanna hvort nokkur væri
á verði í vitanum. Vitavörðurinn
hló dátt í spaugsemi sinni. Og
Grótta nýtur þess að hafa hýst
Árna og fjölskyldu. Varnargarðarn-
ir, sem hann hlóð þar gegn ágangi
sjávar, eru fagurt vitni um dvölina.
Hann var baráttumaður, hetja í
Dagsbrún, trúnaðarmaður í ísbirn-
inum í áratugi, fátækur sjálfur af
veraldarinnar gæðum en ríkur í
sálinni, ríkur að vinum, ríkur í
einkalífi sínu. Þessu ríkidæmi sínu
var hann ávallt tilbúinn að deila
með öðrum. Það var nógu erfitt að
afla fanga fyrir sitt eigið stóra
heimili en samt alltaf hægt að rétta
öðrum hjálparhönd, veita þeim skjól
og jafnvel brauðfæða. Stundum
þurfti að beijast af hörku fyrir
bættum kjörum og fara í verkfall.
Þá var hann í fylkingarbijósti, oft
með félaga sínum og vini Guð-
mundi J. Guðmundssyni. Saman
fara þeir tveir nú yfir móðuna
miklu, sem gæti talist táknrænt.
Árni lést á útfarardegi Guðmundar,
rúinn líkamlegum þrótti, sem hann
hafði haldið til loka en heill í hugs-
un og með sömu glettnina í svip.
Á tjóríia áratug var drengurinn
úr Garðsárdal hetja fólksins í ís-
birninum. Hann barðist fyrir bætt-
um kjörum þess en var um leið
skemmtilegur félagi. Atvinnulífið
færði honum aldrei auðlegð en hann
bætti það sjálfur upp margfalt með
gnótt hreinleika í hjarta og sál.
Árið 1979 tók við nýr kafii í ævi
Árna og Fanneyjar. Þau urðu hrók-
ar alls fagnaðar meðal aldraðra í
Furugerði 1 og sem fyrr traustir
vinir vina sinna og leiðtogar í starfi
og ieik. Lífskeðja þeirra tveggja var
samofin og þegar hún féll frá fyrir
þremur árum brotnuðu í honum
bein. Þau greru en sálin hans aldrei.
Minn kæri tengdafaðir er horfinn
úr Furugerði og getur ekki lengur
boðið mér „ijóma“ af örlæti sínu
og gæsku. Hann var hjartahlýr,
stefnufastur, kíminn og skemmti-
lega stríðinn, gæðablóð og merkis-
maður. Það var gott að vera í ná-
vist hans. Hann var mér mikið.
Jón Baldvin Halldórsson.
Elsku tengdapabbi minn, Árni
Elíasson. Núna er komið að því að
kveðja þig. Það er svo stutt síðan
að við þurftum að kveðja ástkæra
eiginkonu þína, Fanneyju, sem lést
fyrir tveimur og hálfu ári. Það var
svo þung byrði fyrir þig að missa
hana og mikill söknuður hjá okkur
öllum í fjölskyldunni. Nú eruð þið
bæði horfin frá þessu jarðlífi. Helst
vildi ég fá ykkur til okkar aftur,
ég sakna ykkar það mikið. En þótt
þið séuð nú horfin getur enginn
tekið þær minningar sem ég á um
ykkur. Síðan Fanney dó hefur hug-
urinn oft leitað aftur í tímann. Eg
minnist til dæmis ferðalaganna
okkar þegar við skruppum austur
til Fjólu og alltaf var komið við í
kaupfélaginu og eitthvað fallegt
skoðað. Eins hugsa ég oft til ykkar
þegar ég mætti ykkur á Vestur-
landsveginum á leiðinni í Mosó í
appelsínugulu Mözdunni ykkar. Þú
sast alltaf teinréttur með hattinn
og fylgdist vel með keyrslunni.
Eins þegar við fórum í ferðalög
og sváfum í tjaldi sem endaði alltaf
með því að við Fanney fengum al-
gjört hláturskast en það eru
ógleymanlegar stundir. Þú varst
með hangikjötið og vasahnífinn
þinn sem þú skarst kjötið með af
mikilli rósemi. Ef þú hefðir fengið
hangikjötið og vasahnífinn á spítal-
ann hefði það óheitanlega glatt þig.
Þegar ég heimsótti þig um daginn
snertir þú ekki matinn þinn. Þegar
ég spurði þig hvers vegna þú borð-
aðir ekki sagðir þú reiður: Þetta er
ekki matur, þetta er baun ofan á
baun. Þá las ég fyrir þig pistil úr
dagblaði þar sem tíundað var hvaða
matur var á boðstólum á þínum
yngri árum. Súrsað kjöt, grautar
og framvegis. Þá brostir þú breitt
og sagðir: „Þetta er sko almennileg-
ur _matur.“
Ég man líka þegar ég var fyrst
að koma inn í íjölskylduna hvað
mér þótti gaman að sögunum þín-
um. Þú hafðir svo mikla frásagnar-
gleði og ég naut þess svo innilega
að hlusta á þig, elsku tengdapabbi
minn. Eins þykir mér svo dýrmætt
þegar þú sagðir mér frá bernsku
þinni á þinn rólega hátt. Þú varst
alltaf svo fylginn þér. Eins vil ég
þakka þér hvað þú varst góður afi
sem var svo dýrmætt og var metið
af miklu þakklæti. Heimilið ykkar
Fanneyjar var svo litríkt og kær-
leiksríkt, þar átti ástkæra tengda-
mamma mikinn þátt. Það var svo
mikill missir þegar hún féll frá.
Elsku bestu tengdaforeldrar mín-
ir, ég kveð ykkur og þakka góðum
Guði fyrir að hafa notið þeirrar
ánægju að kynnast ykkur. Ég votta
ástkærum eiginmanni mínum,
systkinum hans, barnabörnum og
tengdabörnum samúð. Megi Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Þórunn.
Sem ég horfi á lítinn son minn
leika sér hérna á gólfinu fyrir fram-
an mig hér í útlöndum, kemst ég
ekki hjá því að velta því fyrir mér
hvort hann muni eiga eins langa
og viðburðaríka ævi og hann afi
átti. Það er svolítið skrýtið fyrir
okkur börn tækni- og tölvualdar að
kveðja þá kynslóð sem upplifað
hefur þvílíkar breytingar á einni öld
að maður getur aldrei búist við því
að reyna nema hluta af öllu því sem
hún hefur séð og heyrt. Því hefur
það verið ómetanlegt að fá að
þekkja afa og ömmu þegar maður
er kominn á fullorðinsár, fengið að
verða smám saman vinur þeirra og
getað fræðst um gamla tímann frá
fyrstu hendi, sem gerir allt mun
raunverulegra en þegar maður les
sögubækur.
Afi á „Nesinu“ var einstaklega
ljúfur afi, þolinmóður og alltaf með
kímnigáfuna á réttum stað. Hann
var líka meinstríðinn, stríddi á góð-
látlegan hátt og það er sem mér
finnist að sá eiginleiki hafi erfst
beint í næstu kynslóðir svo ekki
verður um villst. Mér er minnis-
stæður Hæðarendi, ævintýralega
húsið þeirra afa og ömmu sem stóð
á Nesinu. Það var furðulegt í laginu
og þar úði og grúði af alls kyns
furðulegu dóti bakatil og var þar
sannur ævintýraheimur fyrir okkur
krakkana að fá að grúska í. Lóðin
fyrir utan var líka skemmtileg með
útsýni yfir ljöruna og sjóinn, en í
dag sæist sjálfsagt ekki til sjávar
af þeim stað fyrir nýbyggingum.
Afi gantaðist úti á lóð með okkur
krökkunum, sýndi okkur kartöflu-
garðinn sinn sem var næsta heilag-
ur og gaf okkur rabbarbara úr
reitnum þeirra ömmu. Það var hann
sem að kenndi okkur krökkunum
að senda fingurkossa og grípa þá
sem sendir voru til baka og mér
þykir það sérstaklega ljúft að afi
var einmitt að reyna að kenna eins
árs syni mínum að senda sams kon-
ar kossa vikunni áður en við fjöl-
skyldan lögðum af stað í þetta
ferðalag til útlanda.
Afi og amma voru gift í rúm 60
viðburðarík ár og við sem erum
rétt að byija hjúskap hljótum að
óska þess að fá að eiga eins langar
og góðar samvistir. Þau skilja eftir
sig stóra og sérlega samheldna fjöl-
skyldu. Það er með kæru þakklæti
sem ég kveð hann afa minn Árna,
ég trúi því að nú séu þau amma
aftur sameinuð einhvers staðar á
góðum stað. Hvíl í friði, afi minn.
Guðný María og fjölskylda.
Nú er hann kæri afi minn og
einn af bestu vinum mínum búinn
að kveðja þetta jarðneska líf. Afi
var í alla staði yndislegur. Það var
alltaf stutt í grínið hjá þér. Fram
á síðustu stundu hlógum við saman
að einhveijum fyndnum atvikum
sem höfðu á dagana drifið. Afi var
líka fullur af lífsþrótti og vilja.
Hann var sannur harðjaxl. Eg segi
ykkur frá einu fyndnu atviki. Ég,
afi og pabbi minn ákváðum einn
dag að fara í veiði. Við skruppum
upp í Hvammsvík. Pabbi tók stól
með ef afi skyldi þreytast á að
standa við vatnið. Þetta endaði hins
vegar þannig að ég var sá sem
gafst upp og settist á stólinn, en
afi stóð og ætlaði sko að veiða. En
ég var hins vegar löngu búinn að
gefast upp. Þetta er bara eitt fynd-
ið atvik sem ég man um mig og afa.
Kæri afi, þú munt alltaf skipa
stóran sess í lífi mínu. Ég mun
ávallt eiga yndislegar minningar
um þig. Megi Guð geyma þig og
vernda. Ég vil líka votta föður mín-
um og systkinum hans innilega
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
AÐALGEIR SIGURGEIRSSON
bifreiðastjóri,
Skólagerði 2,
Húsavík,
lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga þ: iðjudaginn
24. júni.
Bergþóra Bjarnadóttir,
Bjarni Aðalgeirsson,
Sigurður Aðalgeirsson,
Sigrún Aðalgeirsdóttir,
Guðrún Björg Aðalgeirsdóttir,
Sigurgeir Aðalgeirsson,
Sigríður Aðalgeirsdóttir,
Sveinn Aðalgeirsson,
Þórhalla Sigurðardóttir,
Sigurhanna Salómonsdóttir,
Baldur Baldvinsson,
Erla Bjarnadóttir,
Héðinn Helgason,
Martha Brandt,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁRNI
ELÍASSON
samúð mína. Megi Guð geyma ykk-
ur öll og styrkja.
Ivan Þór Ólafsson.
Árni gerðist aðalfélagi í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún 15. febr-
úar 1945 og var síðan Dagsbrúnar-
maður með stórum staf allt til
hinsta dags. Virkur félagi sem
ótrauður og hiklaus lagði fram sinn
skerf í baráttunni fyrir bættum hag
verkafólks.
Á fyrstu tveimur áratugum Árna
í Dagsbrún voru verkföll og vinnu-
deilur tíðari en síðar gerðist og
Árni var styrkur liðsauki á slíkum
tímum, hvort sem var við verkfalls-
vörslu eða önnur trúnaðarstörf fyr-
ir félagið og málstaðinn. 1946 að-
eins ári eftir að Árni gekk í Dags-
brún skráði hann sig á verkfalls-
vakt. 1947 var mjög hart og erfitt
verkfall. Þá var Reykjavík togara-
bær og mikill afli beið löndunar.
Allir Reykjavíkurtogararnir sigldu
til ísafjarðar og voru losaðir þar
við hörð mótmæli Dagsbrúnar.
1952 verkfall, 1955 sex vikna verk-
fall sem gekk mörgum nær og ekki
vil ég síður minnast framlags Árna
í verkfallinu 1961 þegar stór mál
náðust í höfn og grunnurinn var
lagður að Styrktarsjóði Dagsbrún-
ar. Sjóðurinn sem er besta og oft
eina baktrygging Dagsbrúnar-
manna þegar veikindi eða slys ber
að í lífi manna.
Ég efast um að nokkur geti í dag
gert sér grein fyrir hve erfiðar þess-
ar löngu og stríðu vinnudeilur voru,
ekki hvað síst barnmörgum fjöl-
skyldum þegar menn háðu baráttu
þumlung fyrir þumlung til að ná
fram réttindum sem nú þykja svo
sjálfsögð að flestir halda að þau
hafi verið til staðar allt frá árdögum
íslenskrar verkalýðshreyfingar.
Ámi Elíasson var ýrúnaðarmaður
á sínum vinnustað ísbirninum um
árabil, en hann hóf störf hjá þvi fyrir-
tæki 1945 og vann þar allar götur
til áramóta 1978-1979, þá 74 ára.
Mest vann Ámi í móttöku á fiski og
í flökun og urðu oft langir vinnudag-
amir og myndu ekki samræmast
Evrópustöðlum sem nú gilda.
Börnin hans minnast þess þegar
hann kom heim undir morgun eftir
að hafa alla nóttina unnið við að
koma afla í hús, fékk sér hressingu
með fjölskyldunni, fór svo aftur í
vinnuna og stóð við flökun allan
daginn.
Ætla mætti að eftir slíkt vinnuá-
lag væri allt þrek horfið mönnum
langt um aldur fram en sú varð
ekki raunin með Árna. Þvert á
móti hélt hann andlegu atgervi sínu
til hinsta dags og miklu þreki og
gekk þó ekki heill til skógar því
allt frá sautján ár aldri bjó Árni
við ólæknandi fötlun. Eftir veikindi
varð honum styttri annar fóturinn,
kölkun settist og bagaði mjög upp
frá því. Þó var hann flestum óhölt-
um meiri og drýgri verkmaður.
Páll Guðmundsson sem var verk-
stjóri hjá ísbirninum í áratugi minn-
ist atorku Árna og elju og fróðlegt
væri mörgum að fá að líta í
dagbækur hans, en Árni skráði allt-
af hjá sér vinnutíma og kaupgjald
hveiju sinni.
Árni Elíasson sat mörg ASÍ-þing
sem fulltrúi Dagsbrúnar og átti
sæti í trúnaðarráði Dagsbrúnar í
meira en fjóra áratugi. Ekki veit
ég til þess að hann væri formlega
skráður í neinn stjórnmálaflokk en
það fór ekkert á milli mála að
stjórnmálaskoðanir hans voru vel
vinstra megin við línuna og hann
lá ekkert á því. Hann bar félagið
sitt Dagsbrún fyrir bijósti og vildi
hag þess sem mestan og bestan og
fylgdist vel með mönnum og mál-
efnum fram á síðasta dag.
Kona Árna var Fanney Gunn-
laugsdóttir sem einnig starfaði
árum saman í ísbirninum og síðar
í Granda. Þau komu saman upp
hópi mannvænlegra barna sem voru
stolt og styrkur foreldra sinna.
Við kveðjum okkar góða félaga
með virðingu og þökkum honum
samfylgdina og vottum fjölskyldu
hans samúð okkar og hlýhug.
Halldór Björnsson,
formaður Dagsbrúnar.