Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fékk nýtt líf í svefn- herberginu KAMILLA Líf Ingimars, folald sem að undanförnu hefur dvalist í dýragarðinum við Slakka í Laugarási, er hvers manns hug- ljúfi að sögn Helga Sveinbjörns- sonar forstöðumanns garðsins. En þótt Kamilla Líf sé aðeins sjö vikna gömul, er tilvist hennar í raun lítið kraftaverk. Skömmu eftir að folaldið leit dagsins Ijós vildi hryssan, móðir þess, ekkert með afkvæmið hafa og var sjúkleika eða eymslum í júgrum kennt um að sögn Helga. Folaldið hafði þó fengið nokkr- um sinnum að smakka á móður- mjólkinni, sem talið er hafa orð- ið henni til bjargar. Augun tekin að fölna „Þegar folaldið var nokkurra daga gamalt var hringt í okkur og okkur gefinn kostur á að eign- ast það, tækist okkur að lífga það við. Við brunuðum á staðinn og þá var folaldið lagst, enda ekki fengið næringu í tvo sólarhringa og augun tekin að fölna. í raun var ekkert annað að gera en lóga henni. Við tókum hins vegar til bragðs að aka með skepnuna að Slakka og hringdum í Ingimar Sveinsson á Hvanneyri að ráði dýralæknis okkar, því Ingimar væri sérfræðingur í tilvikum sem þessum. Ingimar gaf okkur upp- skrift að sérstakri blöndu úr barnaþurrmjólk, kúamjólk, kam- illutei og matarsóda, sem við lö- guðum með hraði. Hjá okkur vinnur sænsk stúlka sem þekkir vel til hesta og vildi drífa folaldið beina leið inn í svefnherbergi, sem við og gerð- um. Fyrstu nóttina lá folaldið á gólfinu við hliðina á rúminu og fékk gjöf á tveggja tíma fresti. Klukkan sex næsta morguninn stóð síðan blessuð skepnan á KAMILLA Líf hefur deilt vist- arverum með kálfinum Bláskjá seinustu vikur. Kálf- urinn og folaldið fá sér blund saman og eru að öllu leyti hinir mestu mátar. fætur og horfði í kringum sig,“ segir Helgi. Vakt í 10 sólarhringa Eftir dvölina í svefnherberg- inu var búið um folaldið í nær- liggjandi bílskúr. Ekki hafði gengið vel að gefa dýrinu að drekka úr pela en þess í stað var notast við lokaða könnu með stút, ætlaða börnum, og drakk folaldið fyrrnefnda blöndu úr henni allan tímann. Höfðu heimilismenn á Slakka vaktaskipti og gáfu fol- aldinu á tveggja tíma fresti í alls tíu sólarhringa. „Þetta heppnaðist að lokum sem betur fer og nú er folaldið laust í garðinum, töltir þar við óskipta hrifningu gesta og er hið sprækasta," segir Helgi. Folaldinu var gefið nafnið Líf í fyrstu, bæði vegna þess að sænska stúlkan heitir Líf og vegna þess að heimilisfólkið gaf henni líf. Nafnið lengdist þó von bráðar.eða í Kamillu Líf Ingi- mars, með vísan í uppskriftina góðu og Ingimar Sveinsson. Miðborgarsamtök Reykjavíkur um lokun Hafnarstrætis Slæm áhrif á rekstur verslana MIÐBORGARSAMTÖK Reykjavík- ur harma þá ákvörðun borgarráðs að loka Hafnarstræti til austurs frá Pósthússtræti að Lækjargötu og áskilja sér allan rétt til hörku þegar til lokunarinnar kemur. Fulltrúar Miðborgarsamtakanna segja m.a. að þessi lokun muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir verslun og við- skipti í miðborginni og sérstaklega í Kvosinni og ennfremur að lokunin muni setja samstarf samtakanna og borgaryfirvalda í erfiða stöðu. Fulltrúar Miðborgarsamtakanna og verslunareigenda í Kvosinni kynntu málflutning sinn á Hótel Borg í gær og sagði Guðmundur G. Kristinsson, formaður Miðborg- arsamtakanna, m.a. við það tæki- færi að hagsmunaaðilar í miðborg- inni hefðu átt gott samstarf við borgaryfirvöld frá síðastliðnu hausti, m.a. við vinnu að deiliskipu- lagi miðborgarinnar, og því hefði fyrrnefnd ákvörðun borgarráðs komið á óvart. „Við töldum að það hefði náðst samkomulag um að fresta öllum breytingum í miðborg- inni þar til endanlega hefði verið gengið frá deiliskipulaginu," sagði hann, en í yfirlýsingu samtakanna segir að ákvörðun borgarráðs um lokun Hafnarstrætis setji samstarf aðilanna í erfíða stöðu og sé í raun skilaboð um að núverandi meiri- hluti ætli að fara sínu fram án sam- starfs eða samráðs við hagsmuna- aðila í miðborginni. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að ákvörðun borgarráðs um að setja biðstöð SVR sunnan megin við Hafnarstræti sé brot á núgildandi deiliskipulagi, en þar sé gert ráð fyrir að biðstöðin sé sömu megin og vagnarnir. Rök núverandi meiri- hluta fyrir lokun Hafnarstrætis varðandi umferð gangandi yfir göt- una byggist því á röngum forsend- um. Borgin setji sér framtíðarskipulag Einar L. Nielsen, eigandi verslun- arinnar Rammagerðin, og Ágústína Ingvarsdóttir, eigandi verslunarinn- ar Veiðimaðurinn, segja að fyrri reynsla sýni að lokun Hafnarstræt- is til austurs valdi því að færri versli í verslununum í kring. Þetta hafi til að mynda komið berlega í ljós þegar götunni var lokað í einn mánuð í fyrrasumar á meðan á framkvæmdum við biðstöð SVR í Hafnarstrætí stóð. Þá segir Ágústína að tími sé til kominn að Reykjavíkurborg fari að huga að framtíðarskipulagi í mið- borginni, sem farið sé eftir, því eilíf- ar breytingar á skipulagi borgarinn- ar, fram og til baka, hafí einnig slæm áhrif á rekstur fyrirtækja í borginni þegar til lengri tíma sé litið. FRÉTTIR Þyrlan sóttitvo með höf- uðáverka Fjórðungsmótið á Kaldármelum Dagrún með gott forskot í B-flokki ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti tvo menn með höfuðáverka í gær- morgun og flutti þá á Sjúkrahús Reykjavíkur. Hvorugur reyndist al- varlega slasaður og eru þeir við meðvitund í eftirliti á gjörgæslu. Ástand þeirra er í jafnvægi. Þyrlan var á leið á Eskifjörð til að taka þátt í námskeiði í Slysa- varnaskóla sjómanna og var nýlent á Hornafirði til að taka eldsneyti þegar tilkynning barst um að maður hefði fallið sex metra ofan af vinnu- palli við Skeiðarárbrú. Hann væri með höfuðáverka og talinn alvarlega slasaður. Virtist planki hafa brotnað undan manninum þegar hann var að hreinsa burt vinnupallinn. Þyrlan sótti manninn og var á leið til Reykjavíkur þegar önnur til- kynning barst um að maður hefði slasast á höfði við Nesjavelli eftir að hafa fengið járnkarl í höfuðið. Hafði hann verið að færa vír á spil- tromlu í réttar skorður þegar svo óheppilega vildi til. Þar sem sjúkling- urinn frá Skeiðarársandi hafði ekki reynst eins alvarlega slasaður og í fyrstu var ætlað var hægt að setja hann í sæti og taka hinn sjúklinginn í börum. Var flogið með báða á Sjúkrahús Reykjavíkur. KEPPNI hófst á fjórðungsmótinu á Kaldármelum með B-flokki gæð- inga í gærmorgun. Eftir forkeppn- ina stóð efst Dagrún frá Skjól- brekku, hestamannafélaginu Faxa, knapi Olil Amble með 8,66. Annar varð Kveikur frá Ártúnum, hestamannafélaginu Skugga, knapi Alexander Hrafnkelsson, með 8,43. í þriðja sæti varð Drómi frá Hrappsstöðum, Snæfellingi, knapi Vignir Jónasson, með 8,39 en Vignir tryggði sér sæti með fjóra hesta í sextán hesta hópinn sem mætir í fullnaðardóm í dag. í ungmennaflokki varð efst for- keppni Katrín Ólafsdóttir, Faxa, á Hrafni á Höskuldsstöðum, með 8,32. Guðrún Elvarsdóttir, Hend- ingu, varð önnur á Dropa frá Rauf- arfelli, með 8,32 og íris H. Grettis- dóttir, Glað, þriðja á Erni Orrasyni frá Ásmundarstöðum, með 8,29. í unglingaflokki varð í fyrsta sæti Karen L. Marteinsdóttir, Dreyra, á Manna frá Leirárgörðum, með 8,54. Sigurður I. Ámundason, Skugga, varð annar á Torfa frá Torfunesi, með 8,44 og Anna L. Ásmundsdóttir, Dreyra, þriðja á Tígli frá Skipanesi, 8,36. I barna- flokki stóð efst eftir keppnina Sara B. Bjarnadóttir, Dreyra, á Strák frá Haukatungu, 8,40. Sóley B. Baldursdóttir, Faxa, á varð önnur á Frekju frá Eyri, með 8,32 og þriðji Emil Emilsson, Snæfell- ingi, á Hörpu frá Ólafsvík, 8,31. í dag hefst dagskrá klukkan átta með fullnaðardómi á sextán efstu B-flokksgæðingum en það er sá fjöldi sem mætir í fullnaðar- dóm í öllum flokkum. Næst koma unglingarnir, þá ungmenni og börn og endar á A-flokksgæðing- um. Undanrásir kappreiða hefjast klukkan sautján, B-flokkur stóð- hesta klukkan hálfátta og A- flokks stóðhestar klukkustund síð- ar og forkeppni í opinni töltkeppni hefst klukkan hálftíu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞYRLA Landhelgisgæslunnar lendir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur með sjúklingana tvo. 7 6 skráð- ir at- vinnu- lausir „ÞAÐ ER auðvitað verið að setja þessa menn beint á at- vinnuleysisbætur,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, um uppsagnir Granda hf. á 15 til 20 af sjómönnum fyrirtækis- ins. Að sögn Jónasar er atvinnu- leysi sjómanna í Reykjavík orðið töluvert. 76 hafi verið á skrá fyrir og nú bætist heil áhöfn við. „Við höfum haft verulegar áhyggjur af þessu máli varðandi Granda, því ef við förum tvö ár aftur í tímann er þetta þriðja áhöfnin sem fer frá þeim. Það er svo sem ekk- ert hægt að aðhafast í sjálfu sér, en þetta er hrikaleg stað- reynd.“ Aðspurður um atvinnuhorf- ur segir hann að ástandið sé ekki bjart. „Það er verið að fækka skipum víðar en hér, þannig að ég sé ekki að menn fái nein störf til sjós.“ Andlát JÓHANN G. MÖLLER JÓHANN G. Möller, fyrrverandi bæjarfull- trúi á Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 25. júní sl., á áttugasta aldursári. Jóhann fæddist á Siglufirði 27. maí 1918, sonur hjónanna Christ- ians L. Möller og Jónu S. Rögnvaldsdóttur. Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 starfaði hann sem verkamaður og síðar verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum rík- isins. Hann sat í stjórn SR 1959-71 og einnig í stjórn Lag- metisiðjunnar Siglósíldar um skeið. Hann var bæjarfulltrúi á Siglu- firði fyrir Alþýðuflokkinn 1958- 1982, í bæjarráði 1962-74 og 1978-82 og forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar 1978-82. Hann sat í fjölmörgum nefndum á vegum bæj- arins og átti sæti í stjórn Lífeyris- sjóðs starfsmanna Siglufjarðarkaup- staðar um átta ára skeið. Jóhann sat í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1978-1982 og var fulltrúi á fjórðungsþingum Norð- lendinga í mörg ár. Jóhann var í stjórn Verkamanna- félagsins Þróttar 1957-63, ritari V erkalýðsfélagsins Vöku frá 1976 til 1994 og í trúnaðarmannar- áði þess til æviloka. Hann sat mörg þing ASÍ, Verkamannasam- bands íslands og Al- þýðusambands Norð- urlands. Þá var hann og formaður Bygging- arfélags verkamanna á Siglufirði 1958-1974. Jóhann var gerður að heiðursfélaga verka- lýðsfélagsins Vöku 1993. Hann var einnig umboðsmaður Alþýðu- blaðsins á Siglufirði samfleytt í yfir hálfa öld. Jóhann var meðal stofnenda Knattspyrnufélags Siglufjarðar, for- maður þess um árabil og auk þess í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar. Hann var gerður að heiðursfélaga KS 1992 og að heiðursfélaga Bridge- félags Siglufjarðar 1991. Árið 1983 var hann sæmdur ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að verkalýðs-, félags- og sveitarstjórnarmálum. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Helena Sigtryggsdóttir frá Hrísey. Þau eignuðust sex börn en elsta dóttir þeirra, Helga K. Möller, lést árið 1992. t ! I I í v i u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.