Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Augnablik mínir herrar ...
Rjúpna-
stofninn
vex á nýj-
an leik
STÆRÐ íslenska ijúpna-
stofnsins er í meðallagi. Stofn-
inn er í vexti en stofnbreyting-
ar eru hægar og fátt sem
bendir til þess að jafnörar
breytingar verði á honum og
voru t.d. á sjöunda áratugn-
um. Þetta er mat Náttúru-
fræðistofnunar Islands sem
hefur lagt mat á íslenska
rjúpnastofninn.
Meðal þess sem gert er til
að fylgjast með ástandi stofns-
ins eru karratalningar á vorin.
Karratalningar gefa vísbend-
ingu um hlutfallslega stærð
rjúpnastofnsins og stofnbreyt-
ingar milli ára. Talið er á
sömu svæðum á sama tíma og
á sama hátt ár eftir ár. Taln-
ingasvæðin eru Hrísey á Eyja-
firði, sex svæði í Þingeyjar-
sýslum og Kvísker í Öræfum.
Talið er seint í maí.
Talningar hafa sýnt greini-
lega toppa í stofnstærð 1966
og 1986. Eftir það dalaði
stofninn og var í lágmarki
árin 1991 og 1992 á Kvískeij-
um, 1993 í Hrísey og 1993 og
1994 á Norðausturlandi. Eftir
að lágmarki var náð hefur
stofninn vaxið á nýjan leik. Á
Kvískeijum var 8% aukning
1996-1997, á Norðausturlandi
14% og í Hrísey 41%. Athygli
vekur hve stofnbreytingar eru
nú miklu hægari en þær voru
á sjöunda áratugnum. Fjöldi
ijúpna á Kvískeijum og í Hrís-
ey er nú orðinn meiri en í
meðalári en á Norðaustur-
landi vantar nokkuð upp á að
svo sé. Hlutfall ársgamalla
fugla í varpstofninum á Norð-
austurlandi í ár var 74%.
Miðað við þetta hlutfall,
talningar vorin 1996 og 1997
og ungatalningar haustið 1996
voru afföll á fyrsta árs fuglum
frá hausti 1995 til vors 1996
um 80% og 70% á eldri fuglum.
Helgartílboð
Safnkortshafar fá aö auki 3% afslátt í punktum.
Þing norrænna sérkennara
„Höfum við
gengið til góðs ?“
ÞING samtaka nor-
rænna sérkennara
stendur nú yfir á
Laugarvatni. Þátttakend-
ur eru um 150 talsins frá
öllum Norðurlöndunum.
Anna Kristín Sigurðar-
dóttir, formaður Félags
íslenskra sérkennara,
hefur verið forseti sam-
takanna undanfarin tvö
ár.
- Hvert er megirt-
þema ráðstefnunnar?
„Yfirskrift þingsins er
„Höfum við gengið til
góðs?“ og við erum að
reyna að meta hvort við
séum á réttri leið. Við
teljum okkur vera á hug-
myndafræðilegum tíma-
mótum í sérkennslunni
og umræðan snýst mikið
um það hvort æskilegt sé
að kenna börnum með
sérþarfir í sérskólum eða hvort
eigi að aðlaga almenna skóla-
kerfið þannig að það geti mætt
þörfum allra. Hingað til hefur
verið tilhneiging til að taka börn
með sérþarfir út úr almenna
skólakerfinu og sérkennarar eru
nú krafðir svara um hvort þetta
sé árangursrík aðferð.
Ýmsir telja að börn með sér-
þarfir geti aldrei aðlagast hinu
almenna kerfi og þeim komi
ekki til með að líða vel þar. Um
þetta hefur verið mikil umræða
og skoðanir eru skiptar. Kristín
Aðalsteinsdóttir, lektor við Há-
skóla íslands, flytur erindi um
þetta mál á þinginu og hjá henni
kemur fram að almennir kenn-
arar séu illa undir það búnir að
mæta þörfum nemenda með sér-
þarfir og þeir telji sig skorta
þekkingu og hæfni til að stunda
þessa kennslu innan almenna
skólakerfisins."
- Hvaða mál önnur eru efst
á baugi?
„Við ætlum líka að ræða um
reynsluna af því að flytja rekst-
ur grunnskólanna yfir til sveit-
arfélaga og hvernig það kemur
til með að hafa áhrif á skjólstæð-
inga okkar. Til kennslu fatlaðra
barna þarf bæði mikið fé og
mikla þekkingu og má búast við
að það verði erfitt verkefni fyrir
sveitarfélög sem ekki eru fjár-
hagslega sterk. Talið er að 18
til 20% barna á grunnskólaaldri
hafi þörf fyrir sérkennslu og
1-2% eru í sérskólum. Það er
því talsverður fjöldi barna sem
um er að ræða og þetta hefur
áhrif á líf margra einstaklinga."
- Er mikið samstarf _______
milli Norðurlandanna á
þessu sviði?
„Norræna samstarfið
er frekar á undanhaldi
og margir hafa áhuga á “
að snúa sér meira til Evrópu.
Við þurfum einmitt að ræða á
þessu þingi um hvort það sé
þess virði að halda því áfram.
Flestir eru á þeirri skoðun, því
þessar þjóðir eiga svo margt
sameiginlegt. Samfélagsgerðin
á Norðurlöndum er lík og við
búum við svipað velferðarkerfi,
á meðan aðstæður eru allt öðru-
vísi í til dæmis Þýskalandi og á
Bretlandi. Gildi alþjóðasam-
starfs er mjög mikið, því við
sjáum okkar stöðu í öðru ljósi
þegar við kynnumst skipulaginu
hjá öðrum þjóðum. Það er mjög
mikilvægt að fá upplýsingar um
hvað ber hæst í umræðunni ann-
arsstaðar.“
Anna Kristín
Sigurðardóttir
► Anna Kristín Sigurðardótt-
ir er fædd í Reykjavík árið
1957. Hún Iauk kennaraprófi
árið 1981, BA prófi í sér-
kennslu árið 1993 og meist-
aragráðu í uppeldis- og
kennslufræðum frá Kennara-
háskóla íslands árið 1996, þar
sem hún rannsakaði aga-
stjórnun í grunnskóla. Hún er
nú deildarsljóri kennsludeild-
ar Fræðslumiðstöðvar Reykja-
víkur, en var áður sérkennslu-
fulltrúi á Fræðsluskrifstofu
Suðurlands. Anna Kristín hef-
ur gegnt formennsku í Félagi
islenskra sérkennara síðan
árið 1995. Eigmaður hennar
er Magnús Ögmundsson og
eiga þau þijú börn.
- Hver er staða sérkennslu
hér miðað við hin Norðurlöndin?
„Starfsheitið sérkennari er
miklu nýrra hér en á hinum
Norðurlöndunum og við höfum
ekki eins langa hefð til að
byggja á. Það eru heldur ekki
svo mörg ár síðan farið var að
mennta sérkennara á Islandi.
Hin Norðurlöndin eru komin
miklu lengra hvað varðar úrræði
og ráðgjöf, en faglega séð stönd-
um við jafnfætis þeim, þótt
umgjörðin sé kannski fyrirferð-
arminni.
Gífurlegar framfarir hafa
orðið hér á síðustu árum. Bæði
hefur auknu fé verið veitt til
þessara mála og Kennarahá-
skólinn hefur lagt æ meiri
áherslu á að mennta sérkenn-
ara. Það er stöðugt meiri eftir-
spurn eftir sér-
kennslu, því með
aukinni hæfni til að
greina vandamál
stækkar sá hópur
........■" sem við skilgreinum
með sérþarfir. Þess vegna er
mikil þörf á aukinni menntun
kennara og auknu fjármagni.
Þróunin er nú í þá átt að al-
menna skólakerfið sinni öllum
börnum á grunnskólaaldri. Það
þarf að búa almenna skólann
vel undir að taka við börnum
með sérþarfír og við höfum
kannski farið okkur fullhratt
hingað til. En ef uppbyggingin
tekst vel tel ég þetta vera já-
kvæða þróun og skólinn verður
þá ef til vill líkari hinu raunveru-
lega samfélagi. Okkur er ætlað
að búa og starfa saman og við
eigum að geta skilið hvert annað
þrátt fyrir mismunandi hæfni á
mismunandi sviðum.“
Fimmtungur
barna þarf
sérkennslu